Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.2004, Page 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 31. JANÚAR 2004
K
veðskapur hefur verið í eðli
Íslendinga allt frá Agli
Skallagrímssyni og fram á
okkar daga. „Ég minnist sex-
tán skálda í fjórða bekk“,
kvað Tómas Guðmundsson á
fyrri hluta aldarinnar sem
leið. Hann sagði líka í viðtals-
bók sinni við Matthías Johannessen að skáld-
skaparsýkin hagaði sér „eitthvað svipað og
aðrar landlægar farsóttir, sem stinga sér allt-
af niður öðru hvoru og fara sér þá mjög hægt,
en færast þess á milli í aukana“. Þannig var
þetta vafalaust, en sú spurning leitar á hug-
ann hvort nútímalífið hafi útrýmt þessari far-
sótt og hvort þeir Tómas og Davíð Stefánsson
hafi verið síðustu Íslendingarnir sem oft hafa
verið nefndir þjóðskáld vegna vinsælda ljóða
þeirra meðal almennings.
Skáldskaparbylgjan næst á undan þeirri
sem Tómas lýsir reis hæst á síðustu áratugum
nítjándu aldarinnar. Eitt þekktasta skáld þess
tímabils, Hannes Hafstein, gerði það sér til
gamans um eða eftir aldamótin nítján hundr-
uð að yrkja sextán vísur sem allar höfðu penn-
ann, blekið og þerriblaðið að yrkisefni, en
skopstældu að öðru leyti skáldskaparstíl og
yrkisefni fimmtán skáldbræðra hans og hans
sjálfs að auki.
Þessar „þerriblaðsvísur“ urðu landfleygar
og gengu handskrifaðar manna á milli, en
fyrst munu þær hafa komið á prenti í Ljóða-
bók Hannesar sem út kom 1916. Vinsældir
þeirra stöfuðu kannski ekki síst af því að
Hannes gaf aldrei upp hvern verið væri að
stæla í hverri vísu. Þær urðu því löndum hans
tilefni til að etja kappi um þekkingu á ljóða-
gerð nítjándu aldarinnar.
Síðast munu þerriblaðsvísurnar hafa birst
sem getraun í jólablaði Tímans árið 1988 í um-
sjón Maríu Önnu Þorsteinsdóttur, kennara.
Þegar hún gerði grein fyrir aðsendum lausn-
ÞERRIBLAÐSVÍSUR HANNES
E F T I R H A N N E S H A F S T E I N
I
Blaðið góða, heyr mín hljóð,
hygg á fregnir kvæða mínar,
minna ljóða blessað blóð
blætt hefur gegnum æðar þínar.
Dagsins runnu djásnin góð
dýr um hallir vinda,
morgunsunnu blessað blóð
blæddi um fjalla tinda.
(Sigurður Breiðfjörð)
II
Því var þerriblað
í þegna heimi
oft í eldi hrakið
að entu starfi,
að það aldregi,
sem önnur blöð,
dugði til kamars
né kramarhúsa.
Þá var Sæmundur,
á sinni jarðreisu,
oft í urð hrakinn
út úr götu,
að hann batt eigi
bagga sína
sömu hnútum
og samferðamenn.
(Bjarni Thorarensen)
III
Þurrkutetur, þægðarblað,
þú, sem ástarklessur drekkur.
Ljúft þú unir þér við það,
þurrkutetur, gljúpa blað.
Hverfur þér að hjartastað
hver einn lítill pennaflekkur,
þurrkutetur, þægðarblað,
þú, sem ástarklessur drekkur.
Fífilbrekka, gróin grund,
grösug hlíð með berjalautum,
flóatetur, fífusund,
fífilbrekka, smáragrund,
yður hjá eg alla stund
uni best í sæld og þrautum,
fífilbrekka, gróin grund,
grösug hlíð með berjalautum.
(Jónas Hallgrímsson)
IV
Hvar sem hnígur hortittur,
hlussum mígur ritvargur,
brátt upp sýgur blekdrekkur
bull, sem lýgur mannhundur.
Byggðir smýgur blóðþyrstur
brauð út lýgur mannhundur,
loks þó hnígur hordauður,
hans á mígur leiði hvur.
(Bólu-Hjálmar)
V
Síðasti slagurinn er hans sló –
slettist á blaðið klessa.
En með blaðinu þerri þó
þurrkaði ’ann vætu þessa.
Rennvotar þerrar það rúnar.
Fyrsti slagurinn er hún sló
– strengirnir fagurt gjalla –
hestar og fé í heiði og skóg
högunum sinntu valla.
Rammar slær hún rúnar.
(Grímur Thomsen)
VI
Á himinskýjum skáldsins andi flaug
sem skrýtinn bláfugl eða apótek,
og himinljósa leiftur í sig saug
líkt eins og þerripappír drekkur blek.
(Benedikt Gröndal)
VII
Þerripappír þóknast mér
því hann drekkur, eins og ég.
Blekaður því hann einatt er.
Allt er þetta’ á sama veg.
(Páll Ólafsson)
VIII
Þerripappír, satt eg segi,
sýgur, frá ég, ár og síð.
Meir þó bergði Boðnar legi
Bragi gamli á fornri tíð.
Skáldið ástar, satt eg segi,
sem að enginn jafnast við,
endurrisið á þeim degi,
er menn skildu Sónar klið.
(Gísli Brynjúlfsson)
IX
Einn þerripappír, gljúpur, grár,
hann gerir þurrt, ef bleki’ er slett.
Svo þerrar drottinn tállaus tár
og tekur burtu synda blett.
(Steingrímur Thorsteinsson)
X
Pappír pettaði
penninn flughraði,
hljóp of hugstaði
hratt á blekvaði.
En í óðhlaði
ei varð stórskaði,
því ég þurrkaði
á þerriblaði.
Varast varg ala,
vitrum flátt tala,
margt við mey hjala,
ÞERRIBLAÐSVÍSUR
eða
Íslensk anthologi rituð á þerriblað