Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.2004, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.2004, Page 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 7. FEBRÚAR 2004 ÖNNUR bók argentínska rit- höfundarins Edgardo Coz- arinsky The Bride from Odessa, eða Brúðurinn frá Odessa eins og heiti hennar gæti útlagst á ís- lensku einkenn- ist af skerpu og góðu innsæi að mati gagnrýn- anda breska dagblaðsins Gu- ardian. The Bride from Odessa er smásagnasafn þar sem höfundurinn, sem ekki hefur áður verið gefinn út á ensku, tekur einkum á þemum á borð við útlegð, missi, eftirsjá og hinni óþekktu fortíð og segir Guardian texta Cozarinskys svo hnitmiðaðan, einkum í tit- ilsögunnni, að hann komi á 12 síðum fyrir meira efni en margir rithöfundar ná að skila frá sér á þrjú- til fjögur- hundruð síðum. Heimurinn með augum Bandaríkjamanna SÝN Bandaríkjamanna á ver- öldina utan heimalandsins er viðfangsefni bókarinnar Over There: How America Sees the World, eða Þar úti: Hvernig Bandaríkjamenn sjá heiminn. Um er að ræða samansafn 20 stuttra sjálfsævisögulegra rit- gerða, níu lengri ritgerðir, myndagreinar og minningabrot eftir fjölda ólíkra einstaklinga og eru greinarnar notaðar til að mynda eins konar bræðing skoðana og lífsviðhorfa sem einkennast af líflegum skrifum og áhugaverðum viðhorfum að mati gagnrýnanda Daily Tele- graph. Með bókinni, sem er ritstýrt af Ian Jack, er þá langt í frá að dregin sé upp klisjukennd mynd af stöðluðum ímyndum heldur sýna höfundarnir fjöl- mörgu að þeir taka fátt sem gefið, jafnvel sínar eigin skoð- anir sem þeir draga fram á sama tíma og þeir ferðast um heiminn og velta því fyrir sér hvað felist í því að ferðast um heiminn sem Bandaríkjamaður. Meðal þeirra sem eiga kafla í bókinni má nefna þá Paul Theroux, Murad Kalam, Chris Hedges, Julian Barnes og Ed- mund White. Frelsaða brúðurin BÓK A. B. Yehoshua Frelsaða brúðurinn kom nýlega út á ensku undir heitinu The Lib- erated Bride. Bókin er stór- fengleg að mati gagnrýnanda New York Times sem segir hana oft á tíðum fyndna en um leið einstaklega mannlega lýs- ingu á lífi og leyndarmálum gyðinga í Ísrael og samskiptum þeirra við Palestínumenn. Nokkur ár eru liðin frá því sag- an, sem fyrst nú er gefin út á ensku, var skrifuð og voru samskipti Palestínumanna og Ísraela þá um margt enn verri en í dag. En að sögn gagnrýn- anda blaðsins nær Yehosuhua á einkar skemmtilegan hátt að samsama eirðarlausa og óró- lega aðalsöguhetjuna, Yochan- an Rivlin prófessor við Haifa háskóla sem á í miklum vanda við að sætta sig við brostið hjónaband sonar síns, Ísraels- ríki og vandamálum þess. ERLENDAR BÆKUR Brúðurin frá Odessa Edgardo Cozarinsky Abraham B. Yehoshua Þ jóðmenningarhúsið og Þjóðminja- safnið hafa verið í umræðunni upp á síðkastið og því forvitnilegt að velta fyrir sér hvaða sögu þau segja af sjálfum okkur, hvernig sjálfs- mynd Íslendinga er mótuð af því sem fram fer í þessum tveimur húsum. Í Þjóðmenningarhúsinu koma saman allir draumar íslenskra ráðamanna, bjartsýnistrú þeirra og ást á landinu sem hefur alið þá, sú vissa að jákvætt hugarfar bægi burtu vonleysi og upp- gjöf. Þar eru haldin boð á vegum ríkisins, þangað eru erlendir fyrirmenn fluttir þegar kynna á op- inbera ásýnd og mikilfenglega arfleifð þjóðarinn- ar. Þjóðmenningarhúsið er á margan hátt óá- þreifanlegt safn vegna þess að það hverfist um drauma, trú og hugarfar þessarar þjóðar. Kannski má þar finna hugmyndina um Ísland og Íslendinga í sínu upphafnasta veldi. Orkustöð hússins er tvö „rökkvuð rými“ þar sem handritin standa böðuð í daufu skini undir þykku gleri og það er engu líkara en það lýsi af þeim og að glerið sé áhorfandanum til verndar. Í Þjóðmenningar- húsinu er öðrum þræði sögð sagan af því hvernig Íslendingum tókst við illan leik að selflytja þessar skinnskruddur inn í nútímann og hvernig þær gerðu okkur að gjaldgengri þjóð meðal þjóða. Í einum af sýningarsölunum eru þessi orð letruð á vegg: „Styrkur Íslendinga var menningin. Forn- menning þeirra og umfram allt fornbókmennt- irnar nutu viðurkenningar erlendis.“ Í þessum setningum finnst mér grilla í grunnhugmyndina að baki Þjóðmenningarhúsinu. Það er á einhvern hátt hugsað sem viðurkenningarkrafa Íslendinga andspænis umheiminum. Ef Þjóðmenningarhúsið hverfist um upphafna þjóðernishugmynd er Þjóðminjasafnið miklu áþreifanlegra, nánast óþægilega konkret í öllum sínum sýnileika. Þar nær hugmyndin um glæsta arfleifð Íslendinga sér aldrei almennilega á flug andspænis þeim veruleika sem blasir við áhorf- andanum í hverju horni. Í pistli sem ég skrifaði fyrir réttu ári lýsti ég þeirri smánartilfinningu sem stundum greip mig þegar ég sem barn var sendur í Þjóðminjasafnið sem leiðsögumaður út- lendinga og starði nánast steinrunninn á öll þau hrífubrot og beinnálar sem höfðu varfærnislega verið blásin og burstuð úr jörðu. Á þessum árum þótti mér safnið alltaf vera óþarfa vitnisburður um örbirgðarbraginn sem eitt sinn hvíldi yfir þessu landi. Þarna var aldalöng eymd okkar saman komin undir einu koparþaki. Löngu seinna fór ég á sýn- ingu í Stríðsminjasafninu í Lundúnum sem var helguð helför gyðinga. Þar stóðu niðurlútir gestir við glerskápa og horfðu á fatalarfa, greiðuræksni, tinskeiðar og skálar, með farg sögunnar á herðum sér. Þögult og lokað svipmótið minnti mig um margt á þá gesti sem mörgum árum fyrr gengu um sali Þjóðminjasafnsins. Getur eitthvað verið til í þeirri fullyrðingu að Íslendingar beri sig eins og gestir á helfararsýn- ingu þegar þeir halda í Þjóðminjasafnið? Og væru það svo fráleit viðbrögð þegar horft er til þess að í huga margra stóð helfararsaga íslensku þjóðar- innar ekki í fimm ár, heldur fimmhundruð. Sekt- arkenndin sem gripi okkur í Þjóðminjasafninu gæti samkvæmt þessari hugmynd nært hrifningu okkar á Þjóðmenningarhúsinu, sem miðlar já- kvæðri framfaratrú og stolti yfir arfleifð sem er á heimsmælikvarða. Sú saga er þó brothætt vegna þess að hún er ekki sagan öll. Högni Óskarsson geðlæknir skrifaði nú fyrir skömmu athyglisverða grein í Ritið, tímarit Hug- vísindastofnunar Háskóla Íslands. Í „Freud í hvunndeginum“ veltir hann því á svipaðan hátt fyrir sér hvort finna megi einhver merki um það „í sjálfsmynd og andlegu lífi íslensku þjóðarinnar að hún bæli með sér sögulega skammartilfinn- ingu? Eitthvað, sem þurfi að fela eða umbreyta“. Að mati Högna er það helst „tímabilið frá lokum sögualdar og vel fram á þá átjándu“ sem hefur verið meðhöndlað eins og „hálfgert vandræða- barn“ og hann telur það ekki „fjarri sanni að segja, að þjóðin sé slegin blindu þegar kemur að þessu tímabili í sögum hennar, og að menn hlaupi yfir það þegar á að aðstoða ókunnuga við að átta sig á þessari þjóð“. Þjóðin vill ekki horfast í augu við niðurlægingartímabilið í sögu sinni, sem vek- ur skammartilfinningu sem þarf að bæla, „fela hið meinta afrekaleysi“. Að mati Högna er hugsan- legt að bælingin hafi síðan „mótað ýmislegt í hegðun og gildismati þjóðarinnar og geri enn“, hún skýri til að mynda þverstæðuna milli upphaf- innar sjálfsánægju landans og þeirrar nöturlegu minnimáttarkenndar sem birtist skýrt í því hversu ofurháð við erum hrósi útlendinga. Nú er ljóst að Þjóðminjasafnið verður ekki opn- að fyrr en tæpum sex árum eftir að endurbæt- urnar hófust. Gæti drátturinn sem orðið hefur á framkvæmdum með einhverju móti verið skýrður í ljósi sögulegrar skammartilfinningar? Í Þjóð- menningarhúsinu má aftur á móti auðveldlega sjá þá upphöfnu sjálfsánægju sem Högni Óskarsson geðlæknir gerir að umræðuefni. Þannig mætti skoða húsið sem birtingarmynd bælingar, ein- hvers sem þurfi að fela eða umbreyta. Þjóðminja- safnið gefur okkur aftur á móti ekki kost á að horfa framhjá þeirri eymd sem við hlutum í arf með öllu því sem jákvætt getur talist. Nema jú, ef við tökum það ekki upp úr kössunum. Mér hefur sjálfum ekkert þótt liggja á því að ljúka endurbótum á Þjóðminjasafninu. Það ber að vanda til þessa verks sem annarra. Nú bíðum við fram á sumar eftir forláta skápum frá útlöndum sem settir verða utan um safngripina. Hluti af mér vonar einlæglega að það verði lokaðir skápar. FJÖLMIÐLAR ÞÚ FÓLK MEÐ EYMD Í ARF! Getur eitthvað verið til í þeirri fullyrðingu að Íslendingar beri sig eins og gestir á helfararsýn- ingu þegar þeir halda í Þjóð- minjasafnið? G U Ð N I E L Í S S O N EF það sem er sígilt og tengir best sam- heldni í kristnum menningararfi okkar Ís- lendinga þykir gamaldags er illa fyrir okkur komið. Raunar hefur hin síðari ár fremur virst vakning um lifandi gildi Pass- íusálmanna en að á þá sé litið sem gamalt sögulegt góss. Við vitum þó aldrei hvert tíðarandinn leiðir okkur, síst af öllu nú á þeim tíma, sem kenndur er við póstmód- ernisma og þegar allt er lagt að jöfnu og alla hluti á að skoða í afstæðu ljósi en ekki með vísan til inntaks þeirra og eðlis. Enginn hefur lagt sig meira fram um að skýra það fyrir okkur en Kristján Krist- jánsson, prófessor við Háskólann á Akur- eyri, hvað felst í póstmódernismanum. Hann segir í einni ritgerða sinna: „Ég hef reynt að skýra aðdráttarafl póstmódernismans með þrá fólks eftir kraftaverkum, leyndardómum og valdi í stað hversdagssanninda og frelsis. Sú þrá er hvergi betur krufin en í Karamazov- bræðrunum og þá samhliða lýsingu á leyndarvæðingu trúarinnar í áttina frá hinum einfalda kærleiksboðskap Krists. Önnur líking við trúarlegt minni liggur hér nærri: sagan um Mörtu sem mæddist í hversdagsverkunum á meðan María naut leyndardómanna. Ef til vill má líkja and- ófinu sem ég hef lagt lið, andófinu gegn rökleysis- og afstæðiskenningunni er krist- allast í póstmódernismanum, við að Marta sé nú loksins að jafna metin við Maríu. Sá er þó höfuðmunurinn að bæði Marta og María voru kærleiksríkar konur þó að þær nálguðust veruleikann hvor á sinn hátt. Hatur póstmódernista á húman- isma og sameiginlegu manneðli, blástur þeirra á vonarglætuna um betri og skiln- ingsríkari heim, fær mann hins vegar til að efast um að þeir séu upp til hópa góðir menn. Og er það ekki á endanum eina ófyrirgefanlega syndin?“[3] Hér er fast að orði kveðið og sé rétt, að skotið hafi rótum lífsviðhorf í samtíma okkar, sem hafnar kærleiksboðskapnum, er vá fyrir dyrum. Max Weber benti á að hverdagsverkin, að vera trúr yfir því, sem manni er falið, gæta þess og rækta það, væri inntak lífs hins sanntrúaða manns og hornsteinn agaðs þjóðfélags. Hitt skiptir ekki minna máli, að kærleikurinn sé hafð- ur í heiðri, þegar tekist er á við viðfangs- efni daglegs lífs. Björn Barnason www.bjorn.is Ljósmynd/Hallgrímur S. Sævarsson Sólsetur. EKKI GÓÐIR MENN? IMenning og svitasæla, sagði hann og maður hlautað taka undir, jú, auðvitað, menning og svitasæla, það er málið. „Sú var tíðin að menning var ekki andstæða svitasælu,“ sagði hann, „hún var indælt og líkamlegt stríð sem lét engan ósnortinn. Núna klæðast menn henni eins og sparifötum á hátíð- arstundum í eilífu kapphlaupi sínu um athygli og fjármuni. Sumir einstaklingar virðast hafa meiri menningaráhuga en aðrir menn; oft er hann þó hol- ur að innan – einkum þegar stjórnmálaforingjar eiga í hlut – það er talað í belg og biðu, höfð uppi fög- ur fyrirheit með málskrúði frá seinustu öld og fárast yfir mikilvægi íslenskrar menningar í hraðfluga heimi tölvutækni og gervihnattasjónvarps. Kannski hugur fylgi máli í einstaka tilvikum en mér er það til efs – þegar til kastanna kemur skipta fjármál, valdapríl og viðskipti öllu máli. Þetta er m.ö.o. upp- hafinn vaðall um ekki neitt enda samrýmist hann engum veruleika. Það er því ósköp eðlilegt að marg- ur dragi jafnaðarlínu á milli einskisnýtrar fordildar og menningarumræðu – að listir og fræði komi venjulegu fólki ekkert við.“ II Við erum nefnilega hvergi hult fyrir endalausublaðri sem eins og skefur merkinguna innan úr orðunum hægt og bítandi, ýmist lyftir þeim upp í himinhvolfið þar sem þau svífa um í tómi eða draga þau niður í fastan massa jarðarinnar. Og hann hélt áfram: „Hreint út sagt er það hreinasta mildi að ekki hefur tekist að kjafta allt vit úr íslenskri menn- ingu. Fólk rembist við að skrifa smásögur, semja tónverk, fara á listsýningar og stunda andleg fræði hvað sem yfir það gengur. Þeir eru að vísu til sem taka hlýju og svita holdsins fram yfir óhagnýta ræpu munnsins sem tvístrar sálinni. Furðu fáir eru þeir samt. Þetta er einhvers konar óskynsemi sem fæstir komast með öllu undan; jafnvel harðsvíraðir kaup- sýslumenn með dollara í augna stað lesa ljóð við- kvæmra skálda í rúminu á kvöldin og vikna. Þetta er veikleiki sem holar styrk okkar að innan og minn- ir sérhvern á hvað hann er – mannskepna í leit að merkingu og hamingju. Eitthvað fær okkur til að velta stöðugt vöngum yfir nautn holdsins og tilgangi andans, stöðu okkar í tilverunni, þótt það gefi lítið í aðra hönd og sé þaðan af síður til nokkurs. Þessi veikleiki verður á hinn bóginn stöðugt meira feimn- ismál sem breitt er yfir með háfleygu orðagjálfri um heimskunna arfleifð, þjóðkunna sagnaþuli og ljóð- list á hraðfleygri stund. Stundum er eins og merk- ingarleysi skálaræðunnar hafi hellst út yfir menn- ingarlífið allt – og maður spyr sjálfan sig: Af hverju stundar þetta fólk ekki fremur sælulist holdsins en að bjástra við menningu?“ IIIOg þannig hélt þessi kennari áfram að segjaokkur hvernig hlutirnir væru í raun og veru, þegar umbúðunum hafði verið svipt af skein í bert hold á þúsund ára hefð og hann sagði okkur að pota í það, klípa það, kryfja það. Og maður hlaut að gegna. NEÐANMÁLS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.