Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.2004, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 7. FEBRÚAR 2004
R
agnar bað mig skrifa Í kompaníi við allífið, sam-
talsbókina um Þórberg. Sjálfur var hann gott
kompaní. Hann kallaði ungt fólk til nýrra verk-
efna, reyndi að ala okkur upp; þroska unga höf-
unda. Hann miðlaði af reynslu sinni, sagði
margar skemmtilegar sögur.
Sjálfur er hann þjóðsaga.
Ein skemmmtilegasta sagan sem hann sagði
mér var um Kjarval; auðvitað:
Kjarval var við nám í Englandi, vantaði peninga. Hann bjó hjá
enskum karli sem bað hann mála húsið sitt. Kjarval vildi fá fyr-
irfram greiðslu, en karlinn sagðist ekki mundu borga fyrr en
hann skilaði myndinni.
Karlinn bað Kjarval setja sig á tröppurnar framanvið húsið.
Kjarval lofaði því.
Svo málaði hann myndina og afhenti karlinum.
Hvað er þetta, sagði karlinn og virti fyrir sér myndina, ég er
ekki á tröppunum.
Nei, sagði Kjarval, þú ert inni að sækja peningana!
Þegar ég hóf að skrifa Hundaþúfuna og hafið, samtalsbókina
um Pál ísólfsson, bað ég Ragnar lýsa Páli fyrir mér. Ég upplifði
síðar hvað vinátta þeirra var óvenjuleg og sterk.
Birgir Kjarna bað mig skrifa þessa bók og ég óttaðist að Ragn-
ar yrði óánægður með að ég væri að vinna fyrir annað forlag.
En hann sagði: Við Páll erum of nánir til að ég hefði getað gefið
bókina út.
Þórbergs og kom það mér á óvart, því ég hafði engan áhuga á að
skrifa slíkt rit, heldur langaði mig að koma þvert og óvænt á sam-
félagið og tala við þann mann sem ég taldi frumlegasta rithöfund
landsins.
Semsagt koma úr annarri átt.
Tómas Guðmundsson sagði við mig, þegar hann frétti að ég
væri að skrifa Kompaníið, að Þórbergur mundi lifa alla sam-
tímamenn sína. Löngu eftir að við erum allir gleymdir, sagði
Tómas, verða menn að lesa Þórberg og skemmta sér yfir þessum
sérstæða húmor hans.
Ég hef ekki flíkað bréfum Ragnars, enda eru þau harla per-
sónuleg. En ég þykist þess fullviss að hann ætlaðist til þess ég
geymdi þau svo að unnt væri að viðra þau við gott tækifæri.
Ég held aldarafmæli hans sé réttur tími til að leyfa mönnum að
gægjast inn í hugarfylgsni Ragnars Jónssonar nú þegar við
minnumst hans og þeirra ótrúlegu áhrifa sem hann hafði á samtíð
sína.
Ég er ekki í vafa um að hann mótaði íslenzkt samfélag meir á
síðustu öld en flestir aðrir og hafði hann þó aldrei nein pólitísk
völd, eins og sagt er. En þræðirnir í hendi hans lágu víða og hann
kippti í spottann hvernær sem honum þóknaðist.
Hann var ekki einungis ódrepandi bakhjarl listamönnum, held-
ur sjálfur svo vel ritfær að í þeim efnum var hann nánast jafnoki
skálda sinna.
Þessi bréf eru vitnisburður um það, ekki sízt.
Matthías Johannessen
Þá létti mér.
En Ragnar sendi mér bréf um Pál og sagði að ómögulegt væri
að lýsa Páli því að hann „er eins og himnafaðirinn, maður veit
ekki alveg hvað maður á að segja um hann. En það var hann Páll
sem sagði þetta: Maður á ekki að drekka of mikið, en mikið.“
„Páll er mesti munaðarseggur sem ég hefi kynnst skrifar
Ragnar mér,“ enda geníalastur allra. Hann hefði átt að sitja til
borðs með Balzac og Handel.
Og enn segir Ragnar um vin sinn Pál Ísólfsson í þessu bréfi:
„Hann kann að vinna, kann að lifa, kann að þjóna guði og
Mammon, og báðum af hjartans lyst. En skyldurækni Páls er
ekki fengin að láni og hún er ekki lærdómur einn. Hún er arfur
frá mörgum kynslóðum, háræktaður sjúkdómur sem hefur bjarg-
að honum frá að drukkna í munaði ... og því að helga sig óskiftan
listköllun sinni, þessari eigingjörnu ástríðu sem svífst einskis og
fellur jafnt til fóta djöflinum og guði, ef hún aðeins má ráða sér
sjálf.“
Þegar ég var að ljúka við Kompáníið, fór Ragnar í Smára, út-
gefandi okkar Þórbergs, að senda mér bréf og kenndi þar margra
grasa. Hann fjallaði ekki sízt um viðfangsefni mitt, meistara Þór-
berg, eins og þá var stundum sagt, enda var hann það í raun, því
að enginn skrifaði listrænni og áreynslulausari stíl en hann,eins
og bezt sést af Íslenzkum aðli, 1938.
En Ragnar hafði sínar hugmyndir um meistarann og leit á
þessa bók eins og einhvers konar málsvörn fyrir okkur í borg-
arastéttinni eða hentugt áróðursrit gegn pólitískum samherjum
Í KOMPANÍI VIÐ RAGNAR
EFTIR að bókin þín er komin út mun mikið
rofa til. Ýmsir munu átta sig á því að frá
Morgunblaðsmönnum getur líka verið allra
veðra von í menningarbaráttunni.
Þér fannst ég vera harðorður um Þórberg
í fyrra bréfi mínu. Þar er þó áreiðanlega
hvert orð satt, ég man að vísu ekki hvað ég
skrifaði, en allt ber heim ef satt er sagt. Ég
lýg aldrei á þessum vettvangi. Ég hefi eflaust
margoft sagt þér frá því hvað Erlendur í
Unuhúsi sagði: Menn skrökva þegar þeir
þurfa þess með, við því er ekkert að segja,
það gera það allir, en ef menn skrökva án
þess að þurfa þess með, eins og VSV og
Kristmann, geta t.d. ekki sagt manni rétt til
um það hvað klukkan er, þá er sálarlífið
komið í alvarlegt óstand. Þórbergur skrökvar
þegar hann þarf þess með, það geri ég líka,
en það má ekki skrökva upp draumum og
engum eilífðarmálum. Það er guðlast, synd
gegn heilögum anda. Ég hefi fengið margt
nýtt að vita um Þórberg í þessum hluta sam-
talsins. Þó langflest staðfest það sem ég áleit
sjálfur. Eitt þykir mér þó athyglisvert, og
sem ég man ekki eftir að hafa heyrt hann
segja áður svona ákveðið, að syndir verði
ekki fyrirgefnar. Mannfjandann vantar þriðju
víddina í sálarlífið. Þetta hafði mig reyndar
alltaf grunað. Það er fátæklegt orkesturspil
þar sem aldrei drynur í stórgígju ef hinar
þungu stunur básúnunnar vantar. Ef vatna-
niður hörpunnar er ósannfærandi og tregi
óbóunnar og víólunnar er ekki með í leikn-
um. Og hér er skýringin. Freistarinn mikli,
sá sem vald hefir á stórgígjunni og básúnunni
og þekkir gripin á hörpunni, og sendur var í
heiminn til þess að lyfta hinu frumstæða
guðsbarni uppí þær hæðir, uppá hið ofurháa
fjall, hvar sjá má ofan í djúpin, niðrí orma-
gryfjuna þar sem syndirnar eru skrúbbaðar
af þeim útvöldu, sem guðirnir elska og ætla
að upphefja til mikilla forustuhlutverka. Þór-
bergur hefir aldrei numið í hans Svartaskóla.
Þórbergur hefir aldrei liðið þær heiftar-
legu sálarkvalir. Hann hefir að vísu gengið á
berum iljunum, soltið eins og fjallarefur en
þetta hafa allir menn reynt og orðið þeim
dýrðlegt lyf og hjartastyrkjandi. Því miður
átti ég efnaða foreldra og var aldrei verulega
blankur nema ef ég lét stelpugálur hafa útúr
mér mánaðarpeningana og þorði ekki að
kannast við það. En ég hefi oft staðið uppi
með tugi manna og vantað peninga til að
borga þeim launin sín, og það er dálítið erf-
itt. Að svelta sjálfur nokkra daga er beinlínis
indælt, og jafnhollt fyrir magann og sálina,
en að vita af skjólstæðingum sínum svelta,
fólki sem maður hefir beinlínis tekið ábyrgð
á, eða vera tilneyddur að svíkja þá sem hafa
hjálpað manni, það tekur á taugarnar, skal
ég segja þér. Því hefir Þórbergur aldrei
kynnst. Hann hefir bara soltið sjálfur. Þess-
konar prívat þjáningar eru betur til þess
fallnar að fylla menn mikilmennskuæði og
sjálfsdýrkun en hin bitra taugaáreynsla, sem
því er samfara að ætla sér að vera maður,
hreinsaður af sjálfselsku og einkamálaflækj-
um.
Að neita fyrirgefningu og náð, þessu
tvennu sem gert hefir lífið þess vert að lifa
því, það er líkast því að neita því að til sé ást.
Ég er einn þeirra manna sem enga skyn-
samlega ástæðu sé til þess að gera kröfu til
annars lífs fyrir sjálfan mig. Ég hefi elskað
og lifað og eignast börn til að taka við fram-
tíðinni. En það er mitt einkamál. Vonin um
orðinn að ösku? Finnst þér þú vera nokkuð of
góður til að farast með vinum þínum? Ég veit
vel að þú vilt ekki lifa þegar svo er komið.
Ég hefi ekki beðið Ameríkumenn um bombur
til Keflavíkur til þess að svara bomburegni
frá Sovétr. Ég hefi beðið þá um að hafa þær
hér til þess að freista að halda Rússum í
skefjum, meðan verið er að reyna að koma
vitinu fyrir þjóðirnar sem byggja lönd þeirra.
Ég þekki þeirra grið, þeirra friðarboð og
sáttmála. Ég veit þeir birtast sama daginn og
þeir undirskrifa friðarsáttmálann eins og í
Ungverjalandi. Þegar þeir kyssa mig og þig
segja þeir: Takið þá og brennið. Ég hefi valið
milli tveggja kosta, og hvorugs góðs. Að
verða kysstur og myrtur eða drepinn í stríði.
Ég hefi kosið að farast í stríði þar sem ég get
barist meðan kraftar entust, fyrir vini mína,
börn og sjálfan mig. Ég hefi lofað föður mín-
um sáluga að gefast aldrei upp.
Þórbergur er barnslegur maður og heiðar-
legur. Hann hefir ekki, fremur en ég, reynt
Kristin Andrésson að öðru en góðu einu, og
að óreyndu trúir hann sósíalista ekki til ills,
hin sósíalistíska heimsskoðun er runnin hon-
um í merg og blóð. Jafnvel blóðbaðið í Ung-
verjalandi hefir ekki opnað á honum augun.
Við verðum að vera þolinmóðir við slíkan
mann. Hann á landið og auðæfi þess til jafns
við okkur. Hann hefir ekki enn tekið út sinn
skammt af innistæðum landsins, hann veit
það af meðfæddum hyggindum sínum. Krist-
inn Andrésson er gamall kennari minn og fé-
lagi. Ég met hann mikils. Rússarnir hafa
svikið hann en hann ekki þá! Hann trúir því
eflaust áfram að Krútsjoff ætli sér að frelsa
heiminn. Sannleikurinn er sá að það eru allt-
af þeir sem ætla að frelsa heiminn, sem tor-
tíma þjóðunum. Mannkynið vill ekki láta
frelsast undir eitthvert skipulag. Það vill fá
að lifa – og deyja í friði. Það liggur alls ekki
svona voðalega mikið á að bjarga mannkyn-
inu.
Ég trúi því ekki að þeir menn sem lítið
hafa þegið af Guði og mammon séu líkleg-
astir til að fyrirgefa mikið. Búi Árland er
minn maður eins og Halldórs. Ég óska mér
þess hlutskiptis að fá að hafa annan fótinn í
landareign himinsins og hinn í neðra, hefi
alltaf trúað því að þær jarðir lægju saman.
eru höfuðstoðir mannlífsins. Og ef við miss-
um traustið á þeim fer fyrir sálinni á sama
veg og líkamanum ef sólin hættir að skína.
Hugmyndir Þórbergs um vonda og góða
menn, peningasjúka menn og hugsjónalausa
eru mjög mengaðar af kommúnisma. Þær eru
dálítið broslegar í aðra röndina. En það er
engu að síður gaman að heyra þær þó þær
lýsi engu nema honum sjálfum. Mér er vel
kunnugt um það að Þórbergur metur mig
mikils. Ekki vegna þess að ég borga honum
meira fyrir handritin sín en Kristinn myndi
gera og gef upp til skatts fyrir hann, heldur
miklu fremur vegna þess að hann finnur að
ég er hreinlyndari en hann. Það er ekki eins
mikill Gyðingur í mér. Ekki hættir hann að
biðja mig að gefa út fyrir sig þó ég vilji hafa
herstöðvar í Keflavík og berjist af alefli fyrir
Atlantshafsbandalaginu. Hann veit vel af-
hverju ég vil hafa her í Keflavík. Ekki vegna
þess að ég telji persónulegri pyngju minni
betur borgið í vináttunni við hana en Rússa,
heldur vegna þess að ég vil hafa í hverju ein-
asta landi herstöðvar gegn kommúnismanum.
Og fyrst ég nefndi her og herstöðvar. Matti
minn, langar þig til að lifa prívat með syni
þínum og konu, þegar búið er að brenna Þór-
berg, Kiljan og Einar, og hálfur heimurinn
annað líf er guðs gjöf til mannsins, líknar-
smyrsl á holsár örvilnaðra sálna. Hún kemur
til okkar og vefur okkur mjúkum móður-
örmum þegar allt um þrýtur í veröld okkar.
Ef þú missir ástvin, sem hlaut að taka ham-
ingju þína með sér í gröfina, þá kemur þessi
guðlega stjarna, vonin, stígur ofan til þín af
festingunni, og þú sérð í myrkrinu, sættir þig
við að halda áfram að berjast, eygir land
handan landsins.
Við vitum það allir af sárri reynslu að „la
donna e mobile“ og það sem verra er, við er-
um þetta líka. Þó við elskum okkar ágætu
eiginkonur af slíku ofstæki að lengra verði
vart komist, þá getur það vissulega hent okk-
ur að finnast annarra manna konur, eða
engra manna konur, líka mjög yndislegar.
Allt gæti komið fyrir, ef skyndilega drægi
fyrir sólina. Og ef við gáum vel að þá líta
þær líka í kringum sig. Þær eru að vísu æfð-
ari í að verjast innrásum en við, en reynslan
sýnir að það eru einmitt hamingjusömu kon-
urnar, sem veikastar eru fyrir veröldinni. Er
þetta ekki dásamleg huggun, Matti minn.
Engu að síður er hin eilífa, heilaga ást og
trúin á hana enn við lýði í brjóstinu. Og hún
mun aldrei yfirgefa manneskjuna. Trúin á
sannleikann, ástina, vonina, kærleikann, þetta
Matthías Johannessen og Ragnar í Smára. Myndin var tekin þegar höggmynd af Páli Ísólfssyni var
afhjúpuð við Ísólfsskála á Stokkseyri.
RAGNAR JÓNSSON
HÁTÍÐARDAGSKRÁ verður í Þjóðleikhúsinu
minningar Ragnars í Smára. Dagskráin hefst k
Guðrún Ásmundsdóttir leikkona.
Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gu
tíðina. Nemendur Tónlistarskólans í Reykjavík
Stjórnandi Mark Reedman. Hjalti Rögnvaldsso
Ragnars, „Listin er eina meðalið gegn mannvo
Afmæliskveðja til Ragnars eftir skáldið Kristjá
Guðbjörnsson syngur íslensk sönglög við undir
mundarsonar. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir seg
af Ragnari og Björgu konu hans. Jón Þórarinss
ávarp. Judith Serkin og Rose dóttir hennar flyt
Eftir hlé flytur Bragi Hannesson ávarp. Auður
þrjú lög við texta Halldórs Laxness við undirle
arsonar. Þorsteinn frá Hamri flytur ljóð. Tríó R
verk eftir Brahms. Júlíus Vífill Ingvarsson, for
Reykjavíkur, flytur ávarp. Karlakór Reykjavík
Fóstbræður syngja tvö íslensk lög. Stjórnendu
Friðrik S. Kristinsson. Íslenskur hátíðarmars (
Aldarminning