Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.2004, Síða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 7. FEBRÚAR 2004 9
með veggjum í dagfari sínu, en
þó voru öll sviðsljós eitur í hans
beinum ef þau léku um persónu
hans sjálfs. Oft þegar mikil
menningartíðindi gerðust fyrir
hans atbeina, kaus hann helzt að
nafn sitt lægi í þagnargildi.
Hann barst ekki á í einkalífi
sínu; heimili þeirra Bjargar var
umfram allt hlýlegt, gersamlega
laust við íburð annan en þann er
saman var dreginn af sönnum
auði, í myndum, máli og tónum.
Það var ekki átakalaust að sjá
þungbæran sjúkdóm herja á
þennan náttúrukraft síðustu ár-
in, og bar hann þó mein sitt
hetjulega. Allt fram undir það
síðasta var hann skrafhreifinn
og djarfhuga, ýtti óspart undir
gáska og geislaði af hrifningu
frammi fyrir þokka skáldskapar,
tónverks, myndar eða mann-
eskju, ellegar frumstæðum gróf-
leika og grallaralátum, fjöl-
breytilegri háttsemi tilverunnar.
Hann skildi eitthvað mikilvægt
eftir í hug allra sem höfðu af
honum veruleg kynni.
Sú meinsemd vill loða við
minningaskrif um góða vini, að
skrifarinn sjálfur taki þar óþarf-
lega mikið efnisrúm. Hvað mig snertir vænti ég
að það sé virt mér til hins betra. Þessi ann-
marki hefur það sér til afbötunar og útskýr-
ingar að vera til vitnis um inntak náinnar og
hreinskiptinnar vináttu. Auk fyrsta ljóðakvers
míns gaf Ragnar út aðra ljóðabók mína tveimur
árum síðar, svo og þrjár skáldsögur á árunum
1969–’80. Fleira bóklegt tók ég stundum að mér
á hans vegum, og allt voru þetta ánægjuleg við-
skipti. En þar með er ekki nema brot af sög-
unni sagt. Ragnar í Smára var hollvættur mér
og mínum oftsinnis þegar í nauðir rak, og
stundum var ég með öllu grunlaus fyrirfram
um einhverja nýstárlega hugulsemi sem lá að
baki óvæntri komu hans í kaffi. Hitt ber að játa,
að af minni hálfu var örlæti hans í litlu launað,
þótt ég hafi ætíð og eftir megni leitazt við að
rækja það sem sérstaklega var um samið. Það
vill svo til að vinátta er af öðrum eðlistoga en
bókhald.
Í lok þessarar snöggsoðnu hugleiðingar um
góðan dreng og dýrmætan persónuleika vitna
ég aftur til minningarorðanna um Magnús Ás-
geirsson, sem ég hika ekki við að skoða sem
einskonar stefnuskrá Ragnars Jónssonar:
„Engin meðöl eru manninum eins holl og góð
listaverk, til þess að fá lífsvélina aftur í gang,
auka aðstreymi blóðs og lífslofts að orkustöðv-
um sálarinnar.“
Þorsteinn frá Hamri
naumast hvað prófarkalestur var, enda upp-
götvaði ég fljótt hvimleiðar villur, óþarflega
margar í ekki stærra kveri. Ýmsum þótti
stundum skorta á umsjá af þessu tagi í útgáfu-
starfi Ragnars; það var ekki algerlega að
ástæðulausu sem hann var öðru hverju sakaður
um að láta gösla, hirða ekki um strik og staf-
króka þegar framkvæmdagleði hans ætlaði allt
um koll að keyra. Slíkar yfirsjónir reyndust þó
léttar á metunum þegar litið var til lífshollustu
hans og bjartsýni, baráttu í þágu göfugra mál-
efna. Oft næddu um hann snarpir vindar, og
sýndist sitt hverjum um skeleggar hugmyndir
hans, en hafi einhverjum þótt Ragnar misvitur,
eins og mælt var um Njál, þá var ekki í því fólg-
ið annað en það sem gildir um flesta dauðlega
menn, – kannski þó einkum afreksmenn, sem
öðrum fremur liggja undir smásjá. Alkunna
var, og á orði haft, að ekki stæðu öll fyrirheit
Ragnars sem stafur á bók; hann var enginn
smámunamaður um mínútur, daga og jafnvel
vikur. En þeim mun ríkulegri voru efndirnar
þegar til kastanna kom; þær þustu inn um
dyrnar eins og heitur stormsveipur, höfðing-
legur glaðningur; allt í einu voru komin eins-
konar jól. Svoleiðis jól gátu líka allt eins byrjað
að ljóma einhversstaðar á götum borgarinnar, í
bleytu og sveljanda, ef honum flaug í hug sú að-
ferð að elta mann uppi á jeppanum.
Ekki verður sagt að Ragnar Jónsson færi
tilveran er gerilsneydd og auð-
hyggjan leggur kalt markaðs-
mat á allt sem lífsanda dregur.
Í þá daga var ímynd forstjóra,
samkvæmt fordómafullri skil-
greiningu hvatvísra ungmenna,
bólgin af vitundinni um manna-
forráð og fé ásamt yfirborðs-
legum virðuleik. En þarna í dyr-
unum á Reynimelnum tók mér
tveim höndum sjálf lífsorkan
holdi klædd; heilnæmur gustur,
góðvild, alþýðlegt hispursleysi
og allt að því gróf hreinskilni:
skýrar eigindir sem settu mark
sitt á viðhorf Ragnars Jónssonar
til menningarmála og umsvif
hans á þeim vettvangi til hinztu
stundar.
Ekki er að orðlengja það að
Ragnar tók æskubrek mín til út-
gáfu, hvað sem hann kann að
hafa séð bitastætt í þeim, og oft
síðan hefur mér raunar þótt
miður að hann skyldi ekki vísa
mér nánar til vegar um sumt, til að mynda ráð-
leggja mér að draga út ýmislegt lítilsiglt sem
flaut þar með sakir fljótræðis míns og ungs
manns óra. Hvað ytri frágang snerti vissi ég þá
Í
fornöld á jörðu, nánar tiltekið 1958,
þegar ég gekk í fyrsta sinn með handrit
á fund Ragnars í Smára, hafði ég aldrei
séð hann svo ég vissi til, en margt um
manninn heyrt. Þremur árum fyrr
hafði ég lesið eftir hann ritgerð sem
enn stóð mér efnislega fyrir hugskots-
sjónum líkt og meitluð í minnið, þrátt
fyrir óstýrilæti, flökt og reikult ráð unglings-
áranna. Þetta voru minningarorð í Morgun-
blaðinu um Magnús Ásgeirsson skáld frá sumr-
inu 1955, þeirra á meðal þessi orð: „Hann hélt
æ lengra á vit næturinnar, lengra niður í hyl-
dýpið þar sem hinir ógæfusömu bræður hans
háðu stríð sitt og unnu þar miklu dýrmætari
sigra en hinir, sem létu daginn lýsa sér um
refilstigu flatneskjunnar og sólina verma sig,
en nutu þó draumlauss svefns hins vanmáttuga
borgara.“
Þegar ég rifja nú upp í heild sinni þessa
fögru ritsmíð, kemur hún mér fyrir sjónir eins
og nokkurskonar lykill að skilningi á háleitum
hugmyndum Ragnars og ósérplægnum stór-
virkjum í þágu hinna ýmsu listgreina á landi
hér. Hann var maðurinn sem hikaði aldrei við
að veita því efni brautargengi sem hann skynj-
aði listrænt og mannvænt lífsmark með, og lét
sig litlu varða hvort það ætti eftir að gera frek-
lega í blóðið sitt á torginu háa og helga, þar sem
RAGNAR
Ragnar og Björg ásamt Rudolf Serkin.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Halldór Kiljan Laxness á blaðamannafundi með Ragnari í Smára. Myndin er tekin 1976/77.
RAGNAR JÓNSSON
í dag í tilefni aldar-
kl. 16. Kynnir verður
nnarsdóttir, setur há-
k flytja verk eftir Bach.
on leikari les úr erindi
onskunni“, og kvæðið
án Karlsson. Gunnar
rleik Jónasar Ingi-
gir frá kynnum sínum
son tónskáld flytur
tja verk eftir Mozart.
r Gunnarsdóttir syngur
eik Jónasar Ingimund-
Reykjavíkur flytur
rmaður Tónlistarfélags
kur og Karlakórinn
r Árni K. Harðarson og
(Úr útsæ rísa Íslands
fjöll eftir Pál Ísólfsson og Davíð Stefánsson). Flytjendur eru Sinfón-
íuhljómsveit Íslands, Karlakór Reykjavíkur og Karlakórinn Fóst-
bræður. Stjórnandi Kjartan Óskarsson.
Eyrarbakki
Í Húsinu á Eyrarbakka verður opnuð sýningin, Myndir af skáldum,
kl. 15 á morgun. Þar gefur að líta 20 og í Eyrarbakkakirkju verður
afmælisins minnst með dagskrá sem hefst kl. 17.. Einar Njálsson,
sveitarstjóri Árborgar, flytur ávarp. Unglingakór Skálholtskirkju
flytur nokkur íslensk lög undir stjórn Hilmars Agnarssonar org-
anista. Gylfi Gíslason myndlistarmaður segir frá Ragnari. Gunnar
Björnsson sellóleikari og Haukur Guðlaugsson orgelleikari flytja lög
eftir Pergolesi, Debussy og Saint-Saëns. Haukur Arnarr Gíslason
orgelleikari og Haukur Guðlaugsson píanóleikari flytja verk eftir Ha-
ydn. Á Stað á Eyrarbakka verður dagskrá með vinum, velunnurum
og aðstandendum Ragnars og Bjargar og hefst dagskráin kl. 19.
Kynnir er Dagný Björg Davíðsdóttir. Barnakór Selfosskirkju syngur.
Kventett, blásarakvintett kvenna, leikur nokkur lög og Sigrún Hjálm-
týsdóttir syngur ennfremur nokkur lög.
g Ragnars Jónssonar í Smára