Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.2004, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 7. FEBRÚAR 2004
RÚSSNESKUR auðmaður, Vict-
or Vekselberg, keypti nú í vik-
unni safn Fabergé-eggja sem
höfðu verið í
eigu fjölskyldu
Malcolms
Forbes og hef-
ur Vekselberg
þegar tilkynnt
að safnið skuli
til Rússlands á
ný. Kaupin
koma í kjölfar
þess að til-
kynnt var fyr-
ir skemmstu
að til stæði að
selja níu egg úr safninu á upp-
boði hjá Sotheby’s í apríl. Að
sögn Vekselbergs eru eggin e.t.v.
eitt merkasta dæmið um rúss-
neska menningu utan Rússlands,
líkt og sagði í fréttatilkynningu
sem Sotheby’s sendi frá sér í
gær. Að sögn New York Times
hefur Vekselby hug á að gera
eggin aðgengileg fyrir almenn-
ing.
Fabergé-eggin voru unnin fyr-
ir rússnesku keisarafjölskylduna
og síðar seld úr landi til að fjár-
magna stuðning við stjórn bolsj-
évika. Í dag leitast efnaðir Rúss-
ar hins vegar við að kaupa eggin
á ný. Vekselby er talinn fjórði
ríkasti maður Rússlands og eru
auðæfi hans metin á um 170
milljarða króna. Ekki hefur feng-
ist gefið upp hvað hann greiddi
fyrir Fabergé-safnið en sérfræð-
ingar fróðir um markaðsverð
eggjanna segja ekki ólíklegt að
Vekselberg hafi greitt um 100
milljónir dollara eða 6,8 millj-
arða króna fyrir safnið.
Nerdrum kærður
fyrir falska kæru
NORSKI listamaðurinn Stig
André Ristesund hefur kært
gamlan vin sinn, listamanninn
Odd Nerd-
rum, fyrir
falska kæru
að því er fram
kemur á vef-
síðu norska
dagblaðsins
Verdens
Gang.
„Eftir að
hafa lesið
skrásetningu
á yfirheyrsl-
unni yfir Ner-
drum er mér ekki annað fært en
að kæra hann,“ hefur blaðið eftir
Ristesund.
Forsaga málsins er sú að
Nerdrum kærði Ristesund fyrir
stuld á rissbók sem sá síðar-
nefndi fullyrðir að hann hafi
fengið að gjöf frá Nerdrum fyrir
greiða árið 1993. Sú kæra leiddi
ekki til sakamáls og var málið
lagt til hliðar. En þar sem lög-
regla gat ekki fundið neinar
sannanir þess að Ristesund hefði
tekið rissbókina var heldur ekki
hægt að taka afstöðu til eignar-
réttarins og því eingöngu hægt
að höfða einkamál vegna bókar-
innar. Af þeim sökum er lög-
reglan enn með rissbókina í sinni
vörslu.
„Það er ekki oft sem lögreglan
fær slík mál í hendur,“ segir lög-
maður lögreglunnar, Asbjørg
Mikalsen, en þar sem hvorki
Ristesund né Nerdrum hafa til
þessa gert sig líklega til að höfða
einkamál kann rissbókin að vera
áfram í vörslu lögreglunnar
næstu árin.
Að sögn blaðsins hefur Nerd-
rum neitað að tjá sig um málið.
Fabergé-
eggin heim
til Rússlands
ERLENT
Eitt Fabergé-
eggjanna.
Sjálfsmynd sem
barn eftir Odd
Nerdrum.
Hvað var Flúxus?
Eins og fram kemur í skemmtilegri og grein-
argóðri sýningarskrá, í afar viðeigandi hálfgild-
ings dagblaðaformi og enginn ætti að láta
framhjá sér fara kom heitið Fluxus fyrst fram í
Þýskalandi í september 1962 sem heiti á tón-
leikaröð skipulagðri af listamanninum George
Macunias, ætlun hans var síðan að nota heitið
sem nafn á tímarit en ekkert varð af útgáfu þess.
Málin þróuðust hins vegar þannig að farið var að
nota samheitið Fluxus um margs konar listaverk
sem fram komu á sjöunda áratugnum, tónlist,
myndlist, gjörninga. Þessi verk áttu helst mót-
herjann sameiginlegan, mótherjinn var fortíðin,
módernisminn, borgarlegar hefðir, list í gylltum
ramma. Flúxus var list tíðarandans, uppreisn-
arkennd og hrá og efniviður hennar var lífið
sjálft, efniviður listaverkanna ekki olíulitir og lér-
eft heldur hvað sem hendi var næst. Ótal lista-
menn unnu á þessum tíma verk sem fella má und-
ir stóra Flúxushattinn, listamenn frá Evrópu og
Ameríku, Skandinavíu og Íslandi.
Dæmigert Flúxusverk er listaverk úr hvers-
daglegu efni, t.d. matvöru, það felur í sér vísun til
samtíma síns, gjarnan á einhvern uppreisnar-
gjarnan hátt, það lætur alla fagurfræði lönd og
leið, hún er ein af borgaralegum gildum mótherj-
ans. Flúxus notar texta jafnt sem tónlist eða
myndir, hátækni síns tíma jafnt sem sláturkeppi.
Nákvæm skilgreining á Flúxus er ekki til og mý-
mörg verk hafa kannski einhver einkenni Flúxus
en einnig naumhyggju eða hugmyndalistar sem
kom fram um svipað leyti og síðar og sótti margt
til Flúxus. Margt í Flúxus líkist einnig verkum
Dadaista, þetta flæði á sér uppsprettu sína í for-
tíðinni eins og það hefur líka náð að streyma
áfram fram í tímann.
Flúxus var ekki hreyfing, enda slík hugsun
einmitt andstæð Flúxus sem vildi algjört frelsi.
Plexíflúx
Listasafnið sýnir verk eftir þrjátíu og tvo er-
lenda listamenn og tuttugu og fjóra íslenska.
Nafn sýningarinnar gefur til kynna sterk
tengsl Flúxus við Þýskaland. Flúxus er þó ekki
þýskt fyrirbæri og þessi sýning heldur því ekki
beinlínis fram þó hér sé vissulega gert mikið úr
hlut Þýskalands í Flúxus. Sýningin birtir þó
greinilega að listamenn Flúxus voru af mörgum
þjóðernum. Hún gefur þó aðeins sýnishorn af
vinnu margra listamanna og sýnir ekki til dæmis
hversu mismunandi vægi þeirra var fyrir Flúxus.
Tvö stærstu nöfnin eru John Cage sem hafði mik-
il áhrif bæði vestan hafs og í Evrópu og síðan Jo-
seph Beuys. Það er erfitt að sjá þetta á þessari
sýningu, þar sem öll verk hafa sama gildi. Joseph
Beuys sinnaðist reyndar við Flúxus og vildi ekki
kenna sig við stefnuna heldur safnaði eigin liði,
en það er svo önnur saga.
Þessi sýning er því fyrst og fremst sýnisbók af
list fjölda listamanna og sem slík er hún góð og
gild og hingað kominn mikill fjöldi verka sem
ekki hefur sést áður hér á landi. Það er augljóst
af henni að Flúxus var ekki beinlínis ákveðin
listastefna heldur tíðarandi. Sýningin er þess
vegna fyrst og fremst verksummerki um ákveð-
inn tíðaranda. Það segir sig líka sjálft að erfitt er
að varðveita listaverk sem ekki eru gerð til að
endast og eru auk þess gerð úr viðkvæmum efn-
um. Eina ráðið er að loka þau undir gleri eða
plexígleri, það fyrrnefnda áferðarfallegra, það
síðarnefnda sterkara og ekki eins viðkvæmt en
drepur verkið enn meira niður. Þetta er að sjálf-
sögðu óhjákvæmilegur fylgifiskur framrásar
tímans og ekkert við því að gera en eykur þó enn
frekar á fjarlægð verka sem ekki eldast vel. Á
sýningu sem þessari er einmitt forvitnilegt að
velta fyrir sér hvaða verk virðast standast tímans
tönn og af hverju.
Í heildina virka flest þessara verka nú líkt og
verksummerki liðins tíma, frekar en að þau lifi
enn sjálfstæðu lífi sem listaverk. Hinn gagnvirki
þáttur sem oft einkenndi verk Flúxus, en mikil
áhersla var jafnan lögð á virkni áhorfandans -
það er ekkert nýtt - þessi þáttur er horfinn úr
verkunum, þau eru orðin heimildir. Undantekn-
ingar eru þó á þessu, til dæmis virka hljóðfæri
Joe Jones ennþá og áhorfandinn getur „spilað“ á
þau.
Helst sýnist mér þau verk sem eru hvað ein-
földust að gerð og auðlæsust standast tímans
tönn, þannig er til dæmis um teikningar eftir
Endre Tót frá árinu 1973-78. Einfaldar línur kall-
ast á við handskrifaðar setningar listamannsins
sem fjalla um ætlun hans og setja verkin um leið í
stærra samhengi. Úr þessum einföldu teikning-
um má lesa glettnislega ádeilu á athafnamálverk-
ið, á hugmyndina um listamanninn sem snilling,
um ætlun og markmið listamanna og um leið
dýpri vangaveltur um eðli listaverka. Þessi verk
eru mjög í anda Flúxus. Hugmyndafræði Flúxus,
eða afneitunin á slíku kemur líka skýrt fram í
ljósmyndum Endre Tót þar sem maður heldur á
skilti sem á stendur „I am doing nothing“, „I am
looking for nobody“ og ætlar síðan á puttanum til
„Nowhere“.
Nokkur verk á sýningunni minna á að Flúx-
uslistamenn notuðu gjarnan leiki og spil eða
tilbúin kerfi eins og stafrófið eða skipulagskerfi
ýmiss konar sem eins konar miðil til að koma
hugmyndum sínum á framfæri, enn einn þátt-
urinn sem hélt áfram yfir í konseptlistina. Þannig
má nefna verk Takako Saito, Skák fyrir mýs og
fleiri í sama dúr.
Listaverk sem uppfylla vissar fagurfræðilegar
kröfur - nokkuð sem ekki var markmið Flúxus,
frekar var reynt að forðast alla fagurfræði –
þessi listaverk ná athygli áhorfandans í dag á
auðveldari hátt og miðla kannski einhverju þar
sem hinum mistekst, þeim sem styðjast við
óreiðukenndan oft á tíðum illa læsilegan texta
eða óljósar klippimyndir. Þar má nefna konkretl-
jóð Emmett Williams, Go Pen an Ode, en hér eins
og í fleiri Flúxusverkum er álitamál hvort um er
að ræða hugmyndafræðilega list eða Flúxusverk.
Hvort sem er þá stendur fagurfræðileg hlið
verksins óhögguð.
Annað dæmi er kvenmynd Al Hansen úr sígar-
ettustubbum, einföld Flúxushugmynd en sjón-
rænt áhugaverð. Ómerkilegasta efnivið sem má
hugsa sér, sígarettustubbum, er raðað á snobb-
lega mottu svo þeir mynda kvenmynd. Þannig
deilir hann á borgaraleg gildi sem sameinast í
mottunni og gerir um leið grín að - og fylgir-
aldagamalli hefð innan málaralistarinnar, kven-
myndinni.
Þau fáu og smáu verk sem hér má sjá eftir Jos-
eph Beuys sýna einfalda og sterka fagurfræði
hans vel og ná að lifa sæmilega þrátt fyrir plexí-
glerið. Á sýningunni allri er síðan um allt of mörg
verk að ræða til þess að hægt sé að gera þeim ein-
hver skil og gildir hér sem oftar að hver hefur
sinn smekk.
Framhaldslíf
Flúxus
Í íslenska sal
safnsins fáum við að
sjá list frumherj-
anna, verk eftir Jón
Gunnar Árnason,
Hrein Friðfinnsson,
Guðmundssonar-
bræðurna og fleiri og
síðan nýrri verk eftir
til dæmis Eygló
Harðardóttur og
Margréti Blöndal.
Listasagan gengur
stöðugt aftur undir
nýjum formerkjum
og Flúxus er sannar-
lega fyrirbæri sem
hefur haft mikil og
víðtæk áhrif. Það er
ekki nema sjálf-
sagt á sýningu
sem þessari að sýna samtímaverk eins og hér er
gert því Flúxus er orð sem ótal sinnum kemur
upp í hugann og hefur gert síðastliðinn áratug
eða lengur. Eftir hinn póstmóderníska hræri-
graut og efnishyggju níunda áratugarins kom
fram ný kynslóð ungra listamanna sem sóttu
efnivið verka sinna í eigið líf og notuðu hvers-
dagslegt hráefni, list þeirra er ekki gerð til að
endast, hún er list augnabliksins…hljómar kunn-
uglega, ekki satt?
Í þessum sal kemur aftur þessi tilfinning um
eins konar sýnisbók, lítil dæmi um verk ná (eðli-
lega) ekki að mynda neina heild, orkan og
sprengikrafturinn sem fylgdi verkum Jóns
Gunnars sést ekki hér og við val nýrri verka sýn-
ist mér eins og að hér hafi kannski verið einblínt
dálítið á efnivið verka og þau valin sem minntu
helst á efnisnotkun sjöunda og áttunda áratugar
sem byggðist mjög á tré, pappa, daglegum nytja-
hlutum ofl.
Það hefði kannski verið hægt að horfa meira í
hugsunarhátt þann sem býr að baki listaverkinu
og finna verk sem mætti segja að væru unnin í
anda Flúxus þó þau líti öðruvísi út í dag en þá. Ef
til vill hefði verið hægt að ganga lengra í því að
reyna að skilgreina birtingarmáta Flúxus í sam-
tímanum. Ég myndi til dæmis tengja Þorvald
Þorsteinsson myndlistarmann, rithöfund, leik-
ritaskáld mm. við Flúxus. Hann leitast oft við að
sameina líf og list í verkum sínum og vinnur jöfn-
um höndum í marga miðla. Og þannig má halda
áfram í flúxuskenndum leik „finnið flúxus“…Eru
gjörningar Hannesar Lárussonar Flúxus? Er
málverk Steingríms Eyfjörð á Carnegie-sýning-
unni í anda Flúxus? List Hlyns Hallssonar er það
að nokkru leyti amk., hvað varðar efnivið og
framsetningu er þar margt líkt. Nýafstaðin sýn-
ing Margrétar Norðdahl í Listasafni ASÍ bjó yfir
vissum Flúxus-anda. Verk Þóru Þórisdóttur gera
það líka, í þeim býr uppreinsnarandi og kraftur
og sum eru gerð úr mjög hversdagslegum hlut-
um. Ekki má gleyma list Óskar Vilhjálmsdóttur
og einnig má nefna Ingu Svölu Þórsdóttur,
Gabríelu Friðriksdóttur og fleiri og fleiri…
Þau nýrri verk sem hér eru sýnd geta þó líka
verið í anda Flúxus og standa alveg sem slík þó
að listamennirnir hafi eflaust ekki haft Flúxus í
huga við gerð þeirra. Þannig er einmitt fram-
haldslíf Flúxus, áhrifin eru allsstaðar en við tök-
um þeim kannski orðið sem sjálfsögðum hlut.
Það eitt út af fyrir sig gerir heimsókn á sýn-
inguna góðra gjalda verða.
Verksummerki liðins tíma
Flúxusandinn ríkir enn í verki Hansen frá 1989.
EX-24 eftir Jón Gunnar Árnason frá 1969.
Áhorfendur geta spreytt sig á að spila á hljóðfæri Joe Jones frá 1977.
MYNDLIST
Listasafn Íslands
Til 14. mars. Listasafn Ísland er opið alla daga nema
mánudaga, frá kl. 11-17.
LÖNG OG MARGÞÆTT SAGA
FLÚXUS Í ÞÝSKALANDI 1962 - 1994
32 ERLENDIR OG 24 INNLENDIR LISTAMENN
Ragna Sigurðardóttir