Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.2004, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.2004, Side 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 7. FEBRÚAR 2004 15 Næsta v ika menning@mbl.is Laugardagur Salurinn kl. 11–14.30 „Waste of money?“ Málþing um íslenska nútímalist í tengslum við Carnegie Art Aw- ard-sýningu í Listasafni Kópa- vogs – Gerðarsafni. Borgarleikhús – nýja svið kl. 15 Myrkir músíkdagar: Flaututónleikar. Berglind María Tómasdóttir, flauta/bassa- flauta, Ingólfur Vilhjálmsson, klarínett, Nicole Vala Cariglia, selló, Kristinn Árnason, gítar, og Ása Briem, píanó, flytja verk eftir Þorstein Hauksson, Huga Guðmundsson og George Crumb. Hásalir, Hafnarfirði kl. 17 Kammerkór Mosfellsbæjar, Kammerkór Hafnarfjarðar og Kammerkór Reykjavíkur, ein- söngvarar og hljóðfæraleik- arar. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús kl. 10.35–15 Í tengslum við sýninguna Frost activity verður listasmiðja fyrir 10–12 ára börn. Á morgun verður leiðsögn um sýninguna kl. 13 og 15. Listasafn ASÍ kl. 14 Sýnd verða verk úr listaverkagjöf Ragnars Jónssonar sem jafn- framt var stofngjöf Listasafns ASÍ. Opið alla daga, nema mánudaga, kl. 13–17. Að- gangur er ókeypis. Íslensk grafík, Hafnarhús- inu, Tryggvagötu 17 kl. 15 Á sýningunni Fljúgandi teppi (Flying Carpet) gefur að líta 152 verk eftir 165 konur frá 24 löndum. Opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 14–18. Listasafn Reykjanesbæjar kl. 15 Portúgalski málarinn Carlos Barão sýnir verk unnin með blandaðri tækni á striga. Opið alla daga frá kl. 13–17. Gallerí Fold, Rauðarárstíg kl. 15 Elín G. Jóhannsdóttir opnar málverkasýningu í Bak- salnum. Sýningin nefnist Sker. Í Rauðu stofunni opnar Sonja Georgsdóttir sýningu á papp- írsverkum. Opið daglega kl. 10-18, laugardaga kl. 10-17 og sunnudaga kl. 14-17. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir kl. 16 Sam- sýning þriggja listakvenna í vestursalnum og einkasýning Alistairs Macintyres í miðrým- inu. Ljósmyndasafn Reykja- víkur, Grófarhúsi kl. 16 Leifur Þorsteinsson – Fólk og borg. Myndirnar eru svart/ hvítar frá 1963 til dagsins í dag. Þær bregða upp ýmsum stemmningum úr Reykjavík. Gallerí Skuggi, Hverf- isgötu 29 kl. 17 Anna Jóa opnar sýningu sína sem nefnist Tímamót. Hún samanstendur af ljósmyndum, teiknum af strætisvagnastöðinni Hlemmi á ýmsum tímum. Opið fimmtu- daga til sunnudaga kl. 13–17. Aðgangur er ókeypis. Kaffi Sólon kl. 17 Elsa Niel- sen opnar fyrstu einkasýningu sína. Elsa vinnur með akrílliti og sand á striga. Hún útskrif- aðist frá Listaháskóla Íslands 1999 og er í Félagi íslenskra teiknara. Sýningin stendur til 5. mars. Skartgripagalleríið Hún og hún, Skólavörðustíg 17b Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá opnar sýningu á textílverkum. Kristín hefur hald- ið margar einkasýningar hér á landi og erlendis og tekið þátt í fjölda samsýninga. Sunnudagur Borgarleikhúsið kl. 13.30 Myrkir músíkdagar. Hljómsveit Tónskóla Sigursveins D. Krist- inssonar flytur íslensk verk eftir John Speigt, Erik Mogensen, Örn Guðmundsson, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson og Örn Grundfjörð. Íslenska óperan kl. 16 Svipmynd af Sigrúnu Hjálmtýs- dóttur er yf- irskrift stefnu- móts við sópr- ansöngkon- una. Með henni á svið- inu verða þau Einar Thor- oddsen læknir og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari. Hallgrímskirkja kl. 17 Myrkir músíkdagar: Mót- ettukór Hallgrímskirkju, Schola cantorum. Stjórnandi Hörður Áskelsson. Flutt verða verk eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson, Benjamin Britten, Krzysztof Penderecki, Hjálmar H. Ragn- arsson og Frank Martin. Salurinn kl. 20 KaSa- hópurinn flytur lítt þekkt kamm- erverk eftir austurríska tón- skáldið Johann Nepomuk Hummel. Hjallakirkja kl. 20 Marteinn H. Friðriksson leikur á Björg- vinsorgelið. Hann leikur ein- göngu verk eftir J.S. Bach sem hann hefur val- ið sérstaklega til að sýna getu og fjölbreytni org- elsins sem hefur 27 raddir sem skiptast á tvö hljómborð og fótspil. Hafnarborg kl. 14 Leiðsögn um minningarsýningu á myndverkum Elíasar Hjörleifs- sonar. Mánudagur LHÍ í Laugarnesi kl. 12.30 Ulrike Isenberg myndlist- armaður sýnir stuttmyndir eftir Hans Richter (1888–1976), sem var einn af frumkvöðlum Dada-hreyfingarinnar. Ulrike sýnir einnig viðtal við franska „hljóðmálarann“ Knud Victor og verk eftir nemendur í listaháskólanum í Bremen. Salurinn kl. 20 Tvíblöð- ungar og píanó. Eydís Franz- dóttir, óbó, Kristín Mjöll Jak- obsdóttir, fagott, og Unnur Fadila Vilhelmsdóttir, píanó, flytja tónlist eftir Petr Eben, Alain Craens, Svein Lúðvík Björnsson og Francis Poulenc. Listasafn Íslands kl. 20 Myrkir músíkdagar: Caput – heimshornatónlist. Einleikari er Pétur Jónasson gítarleikari. Stjórnandi er Joel Sachs. Flutt verða verk eftir Snorra S. Birg- isson, Steingrím Rohloff, Davíð Brynjar Franzson, Áskel Más- son, Valentin Bibik, Dimitri Ya- now-Yanovsky og Robert Sierra. Þriðjudagur Ýmir kl. 20 Myrkir mús- íkdagar: Stengjakvartettinn Húgó flytur verk eftir György Kurtág, Hafliða Hallgrímsson, Hauk Tómasson og Béla Bar- tók. Miðvikudagur Norræna hús- ið kl. 12.30 Háskóla- tónleikar. Krist- jana Stef- ánsdóttir syngur við píanóund- irleik Agnars Más Magn- ússonar Lög unga fólksins: Vin- sæl popplög síðustu áratuga í léttum djassútsetningum. Ýmir kl. 20 Myrkir mús- íkdagar: Camerarctica flytur verk eftir Óliver Kentish, Árna Egilsson, Krzyztof Penderecki og Elínu Gunnlaugsdóttur. LHÍ, Skipholti 1 kl. 12.30 Ásrún Kristjánsdóttir fjallar um verkefnið Lýsi, www.lysir.is. Sagt verður frá aðdraganda þess að ráðist var í það að skrásetja og mynda myndefni í íslenskum handritum, og gera efnið aðgengilegt fyrir almenn- ing, hönnuði og listamenn. Fimmtudagur Háskólabíó kl. 19.30 Sin- fóníuhljómsveit Íslands. Einleik- arar eru útskriftarnemar LHÍ: Gyða Valtýsdóttir, selló, Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla, Ing- rid Karlsdóttir, fiðla, og Mel- korka Ólafsdóttir, flauta. Hljómsveitarstjóri er Niklas Willen. Fluttir verða: Fiðlu- konsert eftir Jean Sibelius, sellókonsert eftir Dimitri Shos- takovich, flautukonsert eftir Ja- ques Ibert og fiðlukonsert eftir Johannes Brahms. Salurinn kl. 20 Karlakór Kjalnesinga. Gestur þeirra Guðrún Gunnarsdóttir. Stjórn- andi er Páll Helgason. Um undirleik sjá Óskar Einarsson á píanó, Jóhann Ásmundsson á bassa og Sigfús Örn Óttarsson á trommur. Kristjana Stefánsdóttir Marteinn H. Friðriksson Sigrún Hjálmtýsdóttir Sinfóníuhljómsveitáhugamanna heldurtónleika í Seltjarn-arneskirkju kl. 17 á morgun. Einleikarar eru Sif Tulinius fiðluleikari og Jón- ína Auður Hilmarsdóttir víóluleikari. Stjórnandi er Ingvar Jónasson. Hljómsveitin er að hefja sitt 15. starfsár og þú hefur verið stjórnandi frá upphafi. Hvernig hefur geng- ið? „Í upp- hafi sögð- um við strax að við værum ekki byltingarsinnuð, vildum láta starfið þroskast og þróast í rólegheitum. Það finnst mér hafa tekist nokkuð vel. Okk- ur hefur vaxið ásmegin og við höfum meira að segja ráðist í Tjækovskí- og Brahms-sinfóníur. Það er nú ekki á færi allra áhuga- mannahljómsveita. Einnig höfum við frumflutt íslensk verk sem tónskáld hafa samið fyrir okkur. Við erum mjög montin af því. Ég hef lifað lengi í klassíkinni en læt hljómsveitina einnig spila ný verk því maður verður að lifa daginn í dag. Þegar ég starfaði í Sví- þjóð kynntist ég áhuga- mannasveitum og fannst vera gat í okkar tónlistarlífi hvað þetta varðar þegar ég kom heim. Ég talaði um þetta við Jón Nordal og þá kom í ljós að í Íslensku hljómsveitinni, undir stjórn Guðmundar Emilssonar, léku bæði atvinnumenn og áhugamenn. Þá var einnig starfandi Sinfóníuhljóm- sveit Reykjavíkur undir stjórn Garðars Cortes. Þess- ar hljómsveitir lögðust svo af en mér fannst vanta hreina áhugamanna- hljómsveit. Jón Nordal leiddi mig og tvo aðra úr þessum hljómsveitum sam- an og við stofnuðum Sinfón- íuhljómsveit áhugamanna.“ Hvaðan kemur fólkið í hljómsveitinni? „Til okkar kemur fólk úr öllum áttum. Fólk sem sinn- ir öðrum störfum en hefur einhvern tímann lært á hljóðfæri. Oft er það þannig að hljóðfærið hefur legið í skápnum í nokkur ár en svo er dustað af því rykið og það öðlast annað líf í okkar hópi. Flestum og öllum til mik- illar ánægju. Svo eru þarna tónlistarkennarar, tónlistar- nemendur, þarna eru einnig þrír prófessorar við Há- skóla Íslands. Aldursbilið er frá táningsaldri uppí eft- irlaunaaldurinn. Svo þetta er breið fylking.“ Hvaða verk verða flutt að þessu sinni? „Við byrjum á Adagio og Fúgu eftir W.A. Mozart. Þetta verk er sérkennilegt því það hefur tvö Köchel númer, 546 og 426. K.V. 426 er fúga sem hann skrifaði fyrir tvö píanó. Svo breytti hann verkinu í fúgu fyrir strengjasveit og bætti þessu adagio framanvið og varð þetta þá eins og prelúdía og fúga. Annað verkið er Sin- fónía konsertante fyrir tvo einleikara. Þar spila tvær ungar dömur einleiks- hlutverkin, Sif Tulinius og Jónína Auður Hilm- arsdóttir. Þetta verk stend- ur afskaplega nærri hjarta mínu því ég hef svo oft spil- að víóluhlutverkið, bæði hér heima, í Ameríku og nokkr- um sinnum í Svíþjóð. Mér finnst þetta verk vera eitt- hvert það fallegasta sem samið hefur verið. Þriðja og síðasta verkið er sinfónía eftir Joseph Ha- ydn, oftast nefnt með und- irtitlinum „Surprise“. Hann samdi þetta verk í London og er það ein af seinni sin- fóníunum hans, afskaplega fallegt verk.“ Leikur þú ennþá með hljómsveitinni? „Nei, ég er löngu hættur að spila. Ég hef í nógu að snúast því starfið hefur und- ið upp á sig. Ég hef sem bet- ur fer góða samstarfsmenn mér við hlið, m.a. Pál Ein- arsson jarðeðlisfræðing, sem hefur verið formaður frá byrjun, við höfum alltaf átt gott samstarf. Ég fór á eftirlaun fyrir sjö árum og finnst ríkur tími að vera kominn á þennan aldur, en maður þarf að passa sig að tala ekki of mikið um sjálfan sig.“ Verkið stendur nærri hjarta mínu STIKLA Sinfóníu- tónleikar í Seltjarnar- neskirkju helgag@mbl.is Morgunblaðið/Golli Ingvar Jónasson heldur hér um einleikarana Jónínu Auði Hilmarsdóttur og Sif Tulinius. Myndlist Gallerí Fold, Rauð- arárstíg: Elín G. Jóhanns- dóttir. Sonja Georgsdóttir. Til 22. febr. Gallerí Kling og Bang: Ingo Fröhlich. Til 8. febr. Gallerí Skuggi: Anna Jóa. Til 29. febr. Gallerí Veggur, Síðumúla 22: Kjartan Guðjónsson. Til 20. mars. Gerðuberg: Stefnumót við safnara. Til 29. febr. Hafnarborg: Minningar- sýning um Elías Hjörleifsson. Til 14. mars. Hallgrímskirkja: Bragi Ásgeirsson. Til 25. febr. Hús málaranna, Eið- istorgi: Hrafnhildur I. Sig- urðarsdóttir. Til 21. febr. i8, Klapparstíg 33: Victor Boullet. Til 28. febr. Listasafn Akureyrar: Bjarni Sigurbjörnsson. Svava Björnsdóttir. Til 7. mars. Listasafn ASÍ: Listaverka- gjöf Ragnars í Smára. Til 14. mars. Listasafn Borgarness: Axel Kristinsson. Til 25. febr. Listasafn Einars Jóns- sonar: Opið fyrir hópa eftir samkomulagi. Listasafn Íslands: Flúxus í Þýskalandi 1962–1994. Flúxtengsl – íslensk verk (1965–2001). Til 14. mars. Listasafn Reykjanes- bæjar: Carlos Barao. Til 14. mars. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn: Nútíma- maðurinn. Til 20. maí. Ásdís Sif Gunnarsdóttir. Til 29. febr. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Ólafur Elías- son. Til 14. mars. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir: Samsýning þriggja listakvenna í vest- ursalnum. Í miðrými er einkasýning Alistair Mac- intyre. Til 28. mars. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Sigurjón Ólafsson í alfaraleið. Til 30. maí. Ljósmyndasafn Reykja- víkur, Grófarhúsi: Leifur Þorsteinsson – Fólk og borg. Til 9. maí. Norræna húsið: Textílverk Jana Vyborna. Til 29. febr. Siri Gjesdal, textílverk. Til 7. mars. Nýlistasafnið: Gauthier Hubert og Guðný Rósa Ingi- marsdóttir. Til 8. febr. Safn – Laugavegi 37: Op- ið mið.–sun. kl. 14–18. Breski listamaðurinn Adam Barker-Mill. Lawrence Wein- er: Fimm nýjar teiknimyndir. Til 1. mars. Hreinn Friðfinns- son. Til 15. febr. Jón Sæ- mundur Auðarson og Særún Stefánsdóttir. Til 1. mars. Leiðsögn alla laugardaga kl. 14. Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti 74: Þjóð- sagnamyndir Ásgríms Jóns- sonar. Teits gallerí, Engihjalla 8: Jóhannes Dagsson. Til 12. febr. Þjóðmenningarhúsið: Handritin. Heimastjórn 1904. Skáld mánaðarins: Aldamótaskáld. Þjóðminja- safnið - Svona var það.. Leiklist Þjóðleikhúsið: Líf og list á heimastjórnarárunum, fös. Dýrin í Hálsaskógi, sun. Græna landið, lau. Vegurinn brennur, lau. Borgarleikhúsið: Chic- ago, lau., fös. Lína lang- sokkur, lau., sun. Öfugu megin uppí, sun. Sporvagn- inn Girnd, lau,. fös. Erling, sun. In transit, frums. sun. Mið. Grease, mið. Iðnó: Tenórinn, sun., fim. Sellófon, fös. Loftkastalinn: Eldað með Elvis, lau., fös. Hafnarfjarðarleikhúsið: Meistarinn og Margaríta, lau., fös. VALKYRJA Wagners verður sýnd af DVD mynddiski í Norræna húsinu, kl. 13 á morgun. En það er Richard Wagner félagið á Ís- landi sem stendur nú fyrir sýningum á óperunum fjórum úr Nifl- ungahring Wagners. Nú er komið að annarri sýningunni, Val- kyrjan. Sýndar verða upptökur af hinni margrómuðu Bayreuthuppsetningu franska leikstjórans Patrice Chéreau með hljómsveitarstjóranum Pierre Boulez. Upptakan var gerð árið 1980. Helstu söngvarar eru þau Jeannine Altmeyer og Peter Hof- mann, sem fara með hlutverk Völsungasystkinanna, Signýjar og Sigmundar, Donald McIntyre sem syngur Óðin, Gwyneth Jones Brynhildi og Matti Salminen Hunding. Sýningin tekur tæpa fjóra tíma í flutningi. Henni er varpað á veggtjald og er með enskum skjátexta. Aðgangur ókeypis. Wagner í Norræna húsinu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.