Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.2004, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.2004, Page 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. MARS 2004 TATE-listasafnið í London hýsir þessa dagana sýningu á verkum listamannanna Damien Hirsts, Sarah Lucas og Angus Fair- hursts. Sýningin nefnist In-A- Gadda-Da-Vida og má þar finna, að sögn gagnrýnanda breska dagblaðsins Daily Telegraph, öll helstu sérkenni listamannanna, sem gjarnan hafa verið nefndir Young British Artists – eða Ungu bresku listamennirnir, m.a. brons-górillur, sígarettuskúlp- túra og rotnandi hræ Hirsts. Að sögn blaðsins má líkja sýningunni við eins konar framþróunar- skýrslu á ferli listamannanna þriggja, sem nú eru reyndar að nálgast fertugt en hafa þekkst og unnið saman allt frá námsárum sínum. Þannig eiga verk þeirra að kallast á, styrkja hvert annað og minna áhorfendur jafnt á það sem sameinar þau sem það sem skilur þau að, auk breytinganna sem orðið hafa í list þeirra Hirst, Lucas og Fairhursts í gegnum tíðina. Inka-múmíur finnast í Perú FORNLEIFAFRÆÐINGAR til- kynntu á dögunum um fund á múmíum frá Inka-tímanum í út- jaðri Lima, höfuðborgar Perú. Að minnsta kosti 22 múmíur fundust við uppgröftinn, og hafði vefmið- ill Voice of America eftir Guill- ermo Cock, sem fer fyrir upp- greftrinum, að múmíurnar væru frá tímabilinu 1470–1530. Þúsundir múmía hafa fundist í Perú á undanförnum árum. Syndir á sviðinu HNEYKSLISMÁL kaþólsku kirkjunnar í Boston, er sneri að kynferðislegri misnotkun presta á börnum, hefur nú verið gert að leikriti sem frumsýnt var í Chic- ago í vikunni. Verkið nefnist Sin: A Cardinal Deposed og eru flest- ar orðræður verksins byggðar á yfirlýsingum sem gefnar voru út vegna kirkjulegra réttarhalda vegna málsins á árunum 2002 og 2003, en að auki er byggt á bréf- um og yfirlýsingum rómversk- kaþólskra presta, lækna, fórnar- lamba og foreldra þeirra. Verkið hefur vakið sterk viðbrögð að sögn New York Times, sem segir áhorfendur marga greinilega vera hrærða, en í leikritinu er dregin fram lifandi mynd af við- brögðum Bernard Law, kardín- ála í Boston, við þessu hneyksl- ismáli í erkibiskupsdæmi sínu. Hluti af áhrifamætti verksins er þá, að mati blaðsins, að það bygg- ist eingöngu á raunverulegum at- burðum. Yfirvöld kirkjunnar hafa ekki viljað tjá sig um verkið. ERLENT Reuters Hirst, Lucas og Fairhurst. Damien Hirst í Tate-safninu SÝNINGAR þeirra Eirúnar Sigurðardóttur í Kling og Bang og Erlings Þ.V. Klingenbergs í Pýramídaröð Ásmundarsafns fjalla báðar um hlutverkaleik þó að á ólíkan hátt sé. Verk Ei- rúnar sýna á beinskeyttan og hnyttinn hátt karl- og kvenímyndir en Erling fæst við að birta á kaldhæðinn en um leið hálfnöturlegan hátt hlutverk listamannsins og kannski þá aðallega hins hvíta gagnkynhneigða karlmanns í vest- rænum heimi í dag. Dulinn máttur gervinaglna Gervineglur hafa áður orðið Eirúnu efniviður í áhrifamikil og hnyttin ljósmyndaverk en nú heldur hún áfram með þetta þema sem er gegn- umgangandi í sýningu hennar, að hluta til a.m.k. og verður tákn pjatts, tilbúins kvenleika, ógnar og grimmdar. Á sýningu sinni varpar Eirún upp nokkrum flötum á sígildu viðfangsefni, ímynd- um kynjanna og þá aðallega ímynd konunnar. Ljósmyndaröð sýnir par í sígildum kven- og karlmannsstellingum skipta um hlutverk þar til konan situr gleið með útglennta fætur á meðan karlmaðurinn krossleggur sína bljúgur. Önnur mynd af parinu er gerð í gömlum stíl en með óhefðbundnum svipbrigðum og stellingum. Þriðja ljósmyndaserían sýnir konu og barn í skóglendi og eins og í fleiri verkum notar Eirún hér minni áhorfandans til að skapa stemmningu verksins, ekkert á myndunum birtir okkur að- steðjandi ógn en allt það magn af amerísku rusli sem hefur farið í gegnum höfuð þess sem skoðar skapar í huga hans yfirvofandi hættu sem steðj- ar að varnarlausri konu og barni í skógi eða al- menningsgarði. Hér eins og í fleiri verkum kem- ur ógnin þó líka innan frá, birtist á lítilli saklausri hendi. Teikningar Eirúnar af „ritara- fuglinum“ eru kraftmiklar og það sama má segja um stuttar teiknimyndir sem hún sýnir í litla herberginu inn af, en það rými er góð við- bót við annars frekar takmarkað rými Kling og Bang. Eirún er á svipuðum slóðum í list sinni og leikkonurnar í „Slap the pony“, enda er hún af svipaðri kynslóð kvenna og býr við sama efn- ishyggju-framapots-kvenna-í-krísu-samfélag, svo það er e.t.v. ekki að undra. Eirún er bæði fyndin og beinskeytt án þess að vera allt of yfir- borðsleg í verkum sínum og það er með verk hennar eins og með verk Gjörningaklúbbsins á stundum, að því opnari sem þau eru því sterkari verða þau, þau verk sem bjóða upp á of einfalda túlkun lifa styst. Listamaður í krísu Erling Þ.V. Klingenberg hefur í nokkur ár tekið að sér það hlutverk að vera eins konar hirðfífl, sá sem bendir á það sem miður fer með því að gera grín að sjálfum sér. Grínið hefur þó alltaf alvarlega undirtóna, ekki síst finn ég fyrir þeim hér. Oft er það sá sem mest gerir grín sem hvað mest liggur á hjarta og kraftur og ein- beitni Erlings sýnir klárlega að hann hefur margt að segja. Myndbandið sem Erling sýnir nú er að mínu mati sterkasta verk hans hingað til, með því veltir hann upp spurningum um hlutverk og hegðun listamannsins á óþægilegan hátt. Grímuklæddi maðurinn sem stöðugt reynir að halda jafnvægi á blindri ferð er óhugnanlegri en aðrar týpur sem Erling hefur kynnt til sög- unnar. Það er athygli vert hversu mjög þessi karakter Erlings vekur upp amerísk kvik- myndaminni, líkt og verk Eirúnar vitna óbeint til vestrænnar ímyndaframleiðslu, þetta sýnir klárlega hversu samdauna samfélag okkar er orðið gildum og hugmyndum þeim sem ríkja í okkar vestræna heimi, hversu lítið hlutverk okkar íslenska bakgrunns getur stundum verið. Grímuklæddi maðurinn minnir helst á persónu úr Föstudagurinn þrettándi VII eða einhverri álíka hryllingsmyndaframleiðslu, nema hvað hann er ráðvilltur og veit ekki hvert hann stefn- ir. Gosbrunnur Erlings er svo enn ein kaldhæðin ádeilan á svokallaðan sköpunarmátt listamanns- ins. Sem dæmi um breytta tíma má skoða þetta verk með hliðsjón af ljósmyndaverki ameríska listamannsins Bruce Naumanns „Portrett af listamanninum sem gosbrunni/uppsprettu“, frá sjöunda áratug síðustu aldar, en hún sýnir lista- manninn spýta út úr sér vatnsbunu. Á sínum tíma var þessu verki Naumanns líklega ætl- að að vera eins konar óður til listsköpunar sem byggði á því sem hendi var næst, sem ekki var heilög, sem ekki var efniskennd. Kannski var líka í því vísir að sömu ádeilu og felst í verki Erlings, ádeilu á ímynd lista- mannsins sem upp- sprettu, ádeilu á 19. aldar ímyndina um listamanninn sem inn- blásinn snilling, þá allt of lífseigu ímynd. En Erling gengur miklu lengra en Bruce með hugmynd sína og gos- brunnur hans býr ekki yfir krafti bununnar hjá Naumann heldur lekur hér bunan án af- láts úr munninum líkt og endalaus listfram- leiðslan sem fer svo stöðugt í sjálfhverfan hring og bunar aftur út. Afstaða Erlings er öllu svartari og böl- sýnni en Bruce hér forðum. Hér má velta því fyrir sér hvernig hægt væri að deila á listamanninn sem hug- myndasmið án þess að vera sjálfur listamaður og hugmyndasmiður? Er hægt að stíga út fyrir rammann sem verið er að deila á? Sá á kvölina sem á völina List þeirra Erlings og Eirúnar er dæmigerð fyrir samfélagið sem við búum við í dag. Verk þeirra sýna listavel aðstöðuna sem við búum öll við í dag, sem manneskjur og listamenn sem eru stöðugt að velja og hafna, í sífelldri mótun og aðlögun hefðbundinna hlutverka, sem konur og karlmenn, listamenn eða læknar... Ljósalist hjá Sævari Karli Á allt öðrum nótum er sýning þeirra Ingu El- ínar og Ragnheiðar Ingunnar sem nú sýna ljósaverk í sýningarsal Sævars Karls. Verkin sem þær sýna falla þó frekar undir hattinn list- ræn hönnun en samtímalist. Það eru helst verk Ragnheiðar Ingunnar sem vekja eftirtekt en í þeim samræmir hún á tilfinningaþrunginn hátt ljós, arkitektúr og sterka líkamlega tilfinningu. Í þessum verkum kemur saman tilfinning fyrir húmor, hugvitssöm framsetning á blessuðum snúrunum sem alltaf fylgja ljósum og allt að því of sterk líkamleg tilfinning, sterkust í verkinu sem minnir á tvö brjóst sem koma út úr veggn- um. Þetta verk minnti mig á mjaltavél fyrir litla fyrirburatvíbura sem ekki geta enn drukkið sjálfir og varð fyrir vikið í mínum huga næstum óþægilega líkamlegt. Hér er þó frekar um að kenna ofvirku ímyndunarafli konu með barn á brjósti heldur en ætlun listakonunnar en er um leið kannski lýsandi dæmi um það hversu sjálf- stæðu lífi hlutir geta lifað í huga áhorfandans, óháð ætlun skapara þeirra. Það gengur vel upp að sýna listræna hönnun í þessum sal og það má láta sér detta í hug að sýningarsalur Sævars gæti sérhæft sig í að vera vettvangur ungra og framsækinna listrænna hönnuða en þá vantar stað til að koma verkum sínum á framfæri. Hlutverka- leikir MYNDLIST Gallerí Kling og Bang BLÖNDUÐ TÆKNI, EIRÚN SIGURÐARDÓTTIR Til 28. mars. Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl.14–18. Ásmundarsafn PÝRAMÍDARNIR BLÖNDUÐ TÆKNI, ERLING Þ.V. KLINGENBERG Til 28. mars. Ásmundarsafn er opið daglega frá kl. 13–16. Gallerí Sævars Karls LJÓSABIÐA, LJÓS, INGA ELÍN OG RAGNHEIÐUR INGUNN Til 18. mars. Opið á verslunartíma. Eirún Sigurðardóttir er beinskeytt, fyndin og margræð í Kling og Bang. Erling Þ. V. Klingenberg eys af brunni sköpunar- máttar síns í Ásmundarsafni. Húmor og líkamleg nálgun við arkitektúrinn einkenna ljós Ragnheiðar Ingunnar hjá Sævari Karli. Ragna Sigurðardóttir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.