Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.2004, Side 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. MARS 2004 15
Næsta v ika menning@mbl.is
Laugardagur
Hallgrímskirkja kl. 12
Næstur til að
leika í tónleika-
röðinni „Klais-
orgelið hljómar“
er Eyþór Ingi
Jónsson. Hann
leikur og kynnir
valin orgelverk
frá barokktím-
anum, m.a. föstusálmforleika
eftir J.S. Bach, en einnig verk
N. Bruhns, M. Weckman, Böhn
og D. Buxtehude.
Seltjarnarneskirkja kl. 15
Samkór Mýramanna. Tónleik-
arnir verða teknir upp og verða
á væntanlegum geisladiski
kórsins.
Borgarleikhúsið kl. 15.15
Breskar fantasíur á 15:15 tón-
leikum. Poulenc-hópurinn flytur
kammertónlist eftir Benjamin
Britten, Peter Warlock og Arn-
old Bax.
Ráðhúsi Reykjavíkur kl.
15.30 Lúðrasveitin Ringerike
Janitsar leikur úrval norskra og
íslenskra verka. Á fimmta tug
hljóðfæraleikara á öllum aldri
skipa sveitina undir stjórn Ein-
ars Jónssonar básúnuleikara.
Lúðrasveit Verkalýðsins leikur
einnig á tónleikunum. Aðgang-
ur er ókeypis.
Listasafn Akureyrar kl. 15
Á sýningunni „Allar heimsins
konur“ eru 176 verk eftir 176
konur frá jafnmörgum löndum.
Í vestursal er innsetning eftir
Önnu Líndal, Halló Akureyri!
Safnið er opið virka daga frá
kl. 12–17.
Ráðhús Reykjavíkur, kaffi-
stofa Lóa Guðjónsdóttir sýnir
fjórar vatnslitamyndir sem hún
tileinkar árstíðunum. Sýningin
nefnist Litaljóð.
Sunnudagur
Laugarneskirkja kl. 16
Dagný Marinósdóttir flautuleik-
ari og Þorvaldur Már Guð-
mundsson gítarleikari flytja
verk eftir Béla Bartók, Gabriel
Fauré, Jacques Ibert, Isaac Alb-
éniz, Augustin Barrios Mang-
oré og Máximo Diego Pujol.
Auk þess verður flutt nýtt verk
eftir Eirík Árna Sigtryggsson
sem samið var sérstaklega fyrir
dúóið.
Seltjarnarneskirkja kl. 17
Sinfóníu-
hljómsveit
áhugamanna
flytur verk eftir
Beethoven: Pro-
metheus-
forleikuinn, Sin-
fóníau nr. 5 og
píanókonsert nr.
3. Einleikari er
Jón Sigurðsson. Stjórnandi er
Tryggvi M. Baldvinsson.
Salurinn kl. 20 KaSa-
hópurinn býður uppá „fusion“-
tónleika. Gestir hópsins er
hljómsveitin Búdrýgindi, Páll
Palomares fiðluleikari og tón-
skáldið Hugi Guðmundsson.
Flutt verður frumsamin tónlist
eftir Búdrýgindi, m.a. frumflutt
verkið Skissur eftir Huga. Þá
verður flutt verk eftir bandaríska
tónskáldið Robert Dick, Techno
Yaman.
Langholtskirkja kl. 20 Sin-
fónísk blásarasveit frá River
Falls-háskólanum í Wisconsin í
Bandaríkjunum gerir hér stuttan
stans á leið sinni til tónleika-
halds í Evrópu. Stjórnandi er
Kristin Tjornehoj. Hljómsveitina
skipa um sextíu tónlistarnemar
og flytja þeir veraldleg og
kirkjuleg verk sem eru sér-
staklega samin fyrir sinfóníska
blásarasveit og einnig útsetn-
ingar fyrir sveitina.
Allegro-skólinn, Tranavogi
5 Suzukitónlistarskólinn Allegro
er fimm ára í ár og heldur af til-
efninu tónleika með núverandi
og fyrrverandi nemendum skól-
ans á aldrinum 4–20 ára. Þetta
eru aðrir tónleikar skólans sem
haldnir eru af tilefninu.
Listasafn Íslands kl. 12–17
Nemendur frá LHÍ ræða um
Flúxussýninguna og svara
spurning gesta sem kvikna.
Hafnarborg kl. 14 og kl. 16
Gunnar Örn verður með leið-
sögn um minningarsýninguna
á myndverkum Elíasar Hjör-
leifssonar. Þetta er síðasti sýn-
ingardagurinn.
Listasafn Reykjavíkur – Ás-
mundarsafn kl. 14 Erling
Klingenberg segir frá sýningu
sinni í Píramídanum. Opið
daglega kl. 13–16.
Kjarvalsstaðir kl. 15 Ragn-
hildur Stefánsdóttir ræðir verk
sín og skoðar sýninguna ásamt
sýningargestum. Sýningin er
samsýning Ragnhildar, Önnu
Eyjólfsdóttur og Þórdísar Öldu
Sigurðardóttur. Safnið er opið
daglega kl. 10–17.
Gamla bókasafnið, Mjó-
sundi 12, Hafnarfirði, kl.
15 Sögusýningin „Gandhi,
King, Ikeda. Friður fyrir kom-
andi kynslóðir“ fjallar um líf og
störf þessara friðarleiðtoga.
Sýningin leggur áherslur á
mannleg gildi og hetjulega bar-
áttu þessara einstaklinga fyrir
betri heimi. Hún hefur verið sett
upp víða um heim. Opið frá kl.
14 alla daga til 28. mars.
Mánudagur
Listaháskóla Íslands, Skip-
holti 1 kl. 12.30 Roxy Thoren
flytur fyrirlesturinn „Integrating
Landscape and Architecture“.
Roxi Thoren útskrifaðist sem
arkitekt og landslagshönnuður
frá Háskólanum í Virginiu og
leitast við að sameina þessar
tvær greinar í hönnun sinni.
Þriðjudagur
Salurinn kl. 20 Theresa Bok-
any, fiðla, og Anna Guðný
Guðmundsdóttir, píanó, flytja
Sónötu fyrir fiðlu og píanó í g-
moll „Djöflatrillan“ eftir Gius-
eppe Tartini, Sónötu fyrir fiðlu
og píanó op. 12, nr. 1 í D-dúr
eftir Ludwig van Beethoven og
Sónötu fyrir fiðlu og píanó í
A-dúr eftir César Franck.
Listaháskóli Íslands, Skip-
holti 1, kl. 12 Breski myndlist-
armaðurinn Kenneth Devine
flytur fyrirlesturinn „The Hap-
hazard Colour Machine “ og í
kjölfarið verður opið hús á
sama stað (stofu 113) á fimmtu-
dag frá kl. 12.30. Gestum verð-
ur boðið að verða þátttakendur
í verkefninu The Haphazard
Colour Machine.
Gallerí Hún og hún, Skóla-
vörðugstíg 17 Síðasti sýning-
ardagur á verkum Kristínar
Jónsdóttur frá Munkaþverá.
Miðvikudagur
Norræna húsið kl. 12.30
Háskólakórinn ,
undir stjórn Há-
konar Leifssonar
á Háskóla-
tónleikum. Flutt
verða verk eftir
Báru Grímsdóttur,
Gunnar Reyni
Sveinsson, Jón
Ásgeirsson og Pál P. Pálsson.
Norræna húsið kl. 20
Sveinn Einarsson leikstjóri
fjallar um uppáhalds norræna
leikskáldið sitt, August Strind-
berg. Sveinn segir frá skáldinu
og þeim leikritum sem hann
hefur sett upp eftir Strindberg.
Fimmtudagur
Háskólabíó kl. 19.30 Sin-
fóníuhljómsveit
Íslands. Hljóm-
sveitarstjóri:
Rumon Gamba.
Einleikari: Joseph
Ognibene og
einsöngvari Paul
Agnew tenór.
Flutt verða verk eftir Wolfgang
Amadeus Mozart, Divertimento
Kv. 136 (125a) og Sinfónía nr.
29. Benjamin Britten, Serenaða
fyrir tenór, horn og strengi.
Henry Purcell/Benjamin Britten,
Chaconne í g moll.
Grand hótel kl. 19.30 Bar-
bara Berger, höfundur bók-
arinnar Skyndibitar fyrir sálina,
heldur fyrirlestur ásamt Tim
Ray. Þau útskýra leiðir til að
finna það sem við leitum að.
Bára
Grímsdóttir
Paul Agnew
Tryggvi M.
Baldvinsson
Eyþór Ingi
Jónsson
Morgunblaðið/Jim Smart
Guðrún Norðdahl við eitt verka sinna í Íslensk grafík.
Guðrún Norðdahl opnarsýningu í sal Íslenskrargrafíkur í Hafnarhúsinukl. 15 í dag. Guðrún hefur
búið og starfað í Bandríkjunum und-
anfarin ár en sýnir nú í fyrsta sinn á
Íslandi. Hún er arkitekt frá Arki-
tektaskólanum í Árósum og vann
sem slík í 10 ár. Þá breytti hún um
stefnu fór til Bandaríkjanna í mynd-
listarnám.
Hvað kom til að þú ákvaðst að
snúa þér að myndlistinni?
„Ég hef frá
því ég var lítil
telpa átt þann
draum að verða
myndlistar-
maður. En ég
gerði ekkert við
þann draum fyrr en ég var rúmlega
30 ára er ég stóð á miklum tímamót-
um í lífi mínu. Þá var annaðhvort að
fara í „langt sumarfrí“ eða skipta
um ham. Ég söðlaði um, gerði upp líf
mitt og ákvað að hlúa að æsku-
draumnum og það er dásamlegt að
komast í takt við púlsinn sinn.“
Guðrún lauk MFA-námi í myndlist
árið 1997 frá Louisiana Tech Uni-
versity. Hún hlaut margar við-
urkenningar fyrir list sína meðan á
námi stóð og tók þátt í mörgum sýn-
ingum. Eftir námið flutti hún til Atl-
anta í Georgíufylki og hélt þar
nokkrar sýningar á vegum Bender
Fine Art Gallery. Hún kom heim árið
1998 en hélt áfram að sýna verk sín í
Atlanta, Monroe og í New Orleans.
Guðrún segir það ekki hafa verið
auðvelt að komast inn í skólann í
Bandaríkjunum, „vegna þess að ég
hafði ekki þennan „típíska“ mynd-
listarbakgrunn. Ég vann mig í gegn-
um brimgarðinn og komst inn í
mastersnám eftir að ég var búin að
vera rúmt ár myndlistarnámi. Oft
kemur það sér vel að vita ekki al-
mennilega hvað maður er að fara út
í. Bandaríkjamenn eru með fastmót-
aðar skoðanir og strangar reglur og
komst ég að því síðar að ég fór mjög
óhefðbunda leið inn í námið. Regl-
urnar voru ekkert að þvælast fyrir
mér, einfaldlega vegna þess að ég
þekkti þær ekki. Ég fór áfram á eld-
móði og brennandi áhuga. Þar kom
að mér var boðið í mastersnámið eft-
ir að ég hafði fengið verðlaun fyrir
skúlptúr í skólanum. Ég byrjaði að
mála í fyrra og í nóvember ákvað ég
að nú væri rétti tíminn til að halda
sýningu á Íslandi.“
Hvað ertu að fást við í myndlist-
inni?
„Viðfangsefnið er manneskjan og
„veran“. Í gegnum tíðina hafa komið
aftur og aftur til mín konur og ver-
ur. Sumar eru lengi að birtast en
aðrar koma fljótt, þetta byrjar oftast
eins og samtal. Mér er hugleikin sú
vídd sem okkur flestum er hulin og
tengist verndurum og leiðbein-
endum okkar. Ég mála frekar ex-
pressjónískt, blanda saman faglegu
sjónarmiði og einnig innsæinu. En
ég gef áhorfandum eftir að túlka út
frá eigin orðabók.“
Myndir Guðrúnar eru margbreyti-
legar. Stundum eru táknin mjög
augljós en stundum óræð. Verurnar
og manneskjan renna saman eins og
ljóð, í formi og litum, er kveikir for-
vitni og löngun til að skilja það sem
„sagt“ er. Hvað tekur við, nú þegar
þú ert búin að ljúka þessu verkefni?
„Mér finnst ég lifa spennandi tíma
núna, rétt eins og ég sé á upphafs-
punkti á nýjan leik. Ég ætla fylgja
eftir sýningunni á Íslandi og þeim
samböndum sem ég hafði í Ameríku
og sjá hvert það leiðir mig.“
Sýningin er opin fimmtudaga til
sunnudaga kl. 14–18 og lýkur 28.
mars.
Dásamlegt að finna púlsinn sinn
STIKLA
Málverka-
sýning í sal
Íslenskrar
grafíkur
helgag@mbl.is
Myndlist
Gallerí Fold, Rauðarár-
stíg: Kjartan Guðjónsson.
Björk Bjarkadóttir. Til 20.
mars.
Gallerí Kling og Bang:
Eirún Sigurðardóttir. Til 28.
mars.
Gallerí Skuggi, Hverfis-
götu: Samsýning fjögurra
listakvenna. Til 4. apríl.
Gallerí Sævars Karls:
Inga Elín og Ragnheiður Ing-
unn. Til 18. mars.
Gallerí Veggur, Síðumúla
22: Kjartan Guðjónsson. Til
20. mars.
Gerðarsafn: Mynd ársins
2003, (BLÍ) og ljósmyndir
Magnúsar Ólafssonar. Til 21.
mars.
Gerðuberg: „Þetta vil ég
sjá“. Spaugstofumenn velja
verk á sýninguna. Til 8. apríl.
Hafnarborg: Minningar-
sýning um Elías Hjörleifsson.
Til 14. mars.
Hallgrímskirkja: Hörður
Ágústsson. Til 26. maí.
Hönnunarsafn Íslands,
Garðatorgi: Smíðisgripir
Péturs Tryggva gull- og silfur-
smiðs. Til 31. mars.
Íslensk grafík, Hafn-
arhúsi: Guðrún Norðdahl.
Til 28. mars.
Kunstraum Wohnraum,
Ásabyggð 2, Akureyri:
Jón Laxdal Halldórsson. Til
25. apríl.
Listasafn Akureyri: „Allar
heimsins konur“. Innsetning
Önnu Líndal. Til 9. maí.
Listasafn ASÍ: Listaverka-
gjöf Ragnars í Smára. Til 14.
mars.
Listasafn Einars Jóns-
sonar: Opið laugardaga og
sunnudaga kl. 14–17.
Listasafn Íslands: Flúxus í
Þýskalandi 1962–1994.
Flúxtengsl – íslensk verk
(1965–2001). Til 14. mars.
Listasafn Reykjanes-
bæjar: Carlos Barao. Til 14.
mars.
Listasafn Reykjavíkur –
Ásmundarsafn: Nútíma-
maðurinn. Til 20. maí. Pýra-
mídinn: Erling Klingenberg.
Til 28. mars.
Listasafn Reykjavíkur –
Hafnarhús: Ólafur Elías-
son. Til 25. apríl.
Listasafn Reykjavíkur –
Kjarvalsstaðir:
Vestursalur: Samsýning
þriggja listakvenna. Mið-
rými: Alistair Macintyre. Til
28. mars.
Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar: Sigurjón
Ólafsson í alfaraleið. Til 30.
maí.
Listhús Ófeigs, Skóla-
vörðustíg: Kjartan Guð-
jónsson. Til 24. mars.
Ljósmyndasafn Reykja-
víkur, Grófarhúsi: Ljós-
myndasýning Leifs Þorsteins-
sonar – Fólk og borg. Til 9.
maí.
Norræna húsið: Mynd-
skreytingar Knut H. Larsen.
Til 18. apríl.
Nýlistasafnið: Daníel Þor-
kell Magnússon, Haraldur
Jónsson og Hrafnkell Sig-
urðsson. Til 14. mars.
ReykjavíkurAkademían,
Hringbraut 121: Hrefna
Harðardóttir. Til 31. mars.
Safn – Laugavegi 37: Op-
ið mið.–sun. kl. 14–18.
Andreas Serrano, Richard
Prince og Carsten Höller.
Hrafnkell Sigurðsson. Til 1.
apríl. Finnur Arnar. Til 1.
apríl. Leiðsögn alla laugar-
daga kl. 14.
Safn Ásgríms Jónssonar,
Bergstaðastræti 74: Þjóð-
sagnamyndir Ásgríms Jóns-
sonar.
Þjóðmenningarhúsið:
Handritin. Skáld mánaðar-
ins: Aldamótaskáldin.
Heimastjórn 1904.
Þjóðarbókhlaða: Heima-
stjórn 100 ára. Upphafsár
prentlistarinnar á Íslandi. Til
1. apríl.
Leiklist
Þjóðleikhúsið: Þetta er allt
að koma, lau., fös. Dýrin í
Hálsaskógi, sun. Græna
landið, lau., fim. Vegurinn
brennur, fim.
Borgarleikhúsið: Lína
Langsokkur, lau., sun. Öfugu
megin upp í, lau. Þrjár Marí-
ur, lau., sun. Chicago, fös.
Draugalestin, fim. Sporvagn-
inn. Íslenski dansflokk-
urinn: Æfing í Paradís,
Lúna, fim.
Iðnó: Höfundaleikhús
Dramasmiðjunnar – Korter,
lau., sun. Tenórinn, lau.
Sellofon, fim.
Loftkastalinn: Eldað með
Elvis, lau., fös. VÍ: Sólstingur,
sun., fim.
Möguleikhúsið: Hattur og
fattur og Sigga sjoppuræn-
ingi, mið., fim., fös. Tveir
menn og kassi, sun.
Hafnarfjarðarleikhúsið:
Meistarinn og Margaríta,
fös. Brim, lau., sun.
Austurbær: stelpur.com,
lau., fös.
Ýmir: 100% hitt, fös.
Tjarnarbíó: Hugleikur –
Sirkus, lau., sun.
Snúður og Snælda, Leik-
fél. eldri borgara: Rapp
og rennilásar, sun., mið.
Halaleikhópurinn, Há-
túni 12: Fílamaðurinn, lau.,
sun.
Leikfélag Kópavogs:
Múrtsinn, Sun.
Leikfélag Akureyrar:
Draumalandið, lau.