Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.2004, Qupperneq 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. APRÍL 2004
N
íunda sinfónía Ludwigs
van Beethoven er eitt
þekktasta tónverk allra
tíma. Hún er stórfeng-
legt afrek mannsand-
ans hvernig sem á hana
er litið, gegnir lykil-
hlutverki í tónlistarsög-
unni, og hefur verið túlkuð oftar en flest önn-
ur tónverk hvort sem er í tónum eða riti.
Hún er vonartákn sem flytur boðskap um
sameinað mannkyn og hugsjónir frelsis, jafn-
réttis og bræðralags. Hlutverk hennar og
áhrif í nútímasamfélagi eru af margvíslegum
toga. Sem dæmi má nefna að Óðurinn til
gleðinnar hefur verið einkennisstef Evrópu-
sambandsins frá 1986 og lokaþátturinn hefur
verið sunginn við alla Ólympíuleika síðan
1956. Á jóladag 1989, skömmu eftir að Berl-
ínarmúrinn féll, stjórnaði Leonard Bernstein
flutningi á Níundu sinfóníunni í Berlín en lét
syngja orðið „Freiheit“ (frelsi) í stað
„Freude“. Handrit Beethovens að sinfón-
íunni hefur verið á heimsminjaskrá
UNESCO síðan 2001, og fyrir tæpu ári seld-
ist skissubók hans með drögum að verkinu á
yfir 270 milljónir króna á uppboði hjá Sothe-
by’s í Lundúnum. Þá segir sagan að þegar
fyrirtækin Sony og Philips unnu að þróun
geisladisksins upp úr 1980 hafi upphaflega
verið gert ráð fyrir að geisladiskar yrðu
smærri en raun varð og að þeir gætu aðeins
geymt klukkutíma af tónlistarefni. En eftir
að hafa ráðfært sig við hljómsveitarstjórann
Herbert von Karajan ákvað forstjóri Sony,
Norio Ohga, að auka þvermál geisladisks í 12
cm og geymslugetuna í 74 mínútur, beinlínis
með það fyrir augum að Níunda sinfónía
Beethovens gæti rúmast á einum slíkum.
Pólítískur aðdragandi
Þótt Níunda sinfónía Beethovens sé að
vissu leyti hafin yfir stað og stund er hún
einnig barn síns tíma. Og aðdragandi hennar
er ekki síður pólítískur en músíkalskur. Þeg-
ar veldi Napóleons Bonaparte hrundi til
grunna og konungveldi tók aftur við í þeim
löndum sem hann hafði sölsað undir sig fór í
hönd tími afturhalds og kúgunar. Á Vín-
arþinginu 1814–15 höfðu landamæri verið
færð meira eða minna til þess horfs sem þau
höfðu verið í fyrir 1789, og hinar nýend-
urreistu tiginbornu ættir gerðu allt sem í
þeirra valdi stóð til að halda aftur af þjóðern-
ishreyfingum sem nú tóku óðum að gera vart
við sig. Austurríki varð höfuðvígi hinnar nýju
íhaldsstefnu undir stjórn kanslarans Clem-
ens von Metternich. Njósnarar voru á hverju
strái, m.a. fór fram skipulögð njósnastarf-
semi um kennara við háskóla landsins og
ströng ritskoðunarlög tóku gildi. Beethoven
fór ekki varhluta af þessum óvæntu sam-
félagsbreytingum. Árið 1820 stendur skrifað
í samtalsbók tónskáldsins, sem þá var orðinn
algjörlega heyrnarlaus og tjáði sig mest
skriflega: „Tölum um það seinna – njósn-
arinn Haensl er hérna núna“. Og læknir
Beethovens, Karl von Bursy, lýsti skömm-
unum sem á honum dundu í heimsókn til tón-
skáldsins í júní 1816: „Hann ólgaði af reiði.
Hann býður öllu byrginn og er óánægður
með allt, blótar Austurríki og ekki síst Vín-
arborg. Hér eru allir óþokkar, og engum
hægt að treysta.“
Það er í þessu samhengi sem ber að skoða
þá ákvörðun Beethovens að semja tónverk
við óð Friedrichs Schillers á árunum 1821–
24. Ljóð Schillers hafði birst í fyrsta sinn á
prenti 1786, í aðdraganda frönsku bylting-
arinnar, og þótti nokkuð róttækt á þeim
tíma. Schiller endurskoðaði óðinn árið 1803
og mildaði nokkuð orðfærið í þeim erindum
sem þóttu ganga hvað lengst. Óðurinn er ljóð
sterkra hugsjóna, og í honum má greina
tvenns konar myndmál. Jarðbundinni gleði
er sungið lof og henni lýst sem veraldlegu
hugarástandi í góðra vina hópi, en einnig er
að finna upphafin erindi þar sem skáldið
ávarpar mannkynið allt og hvetur það til að
nýta sér gleðina sem andlegt afl, til að nálg-
ast Guð sem dvelur stjörnum ofar. Beethov-
en notaðist aðeins við helminginn af átján er-
indum úr ljóði Schillers, en hann gætti þess
að viðhalda jafnvæginu milli hins efnislega
og hins andlega sem einkennir óðinn í sinni
upphaflegu mynd.
Þótt óður Schillers hafi verið framsækinn
á sínum tíma var boðskapur hans gamaldags
og jafnvel úreltur þegar Beethoven notaði
hann í sinfóníu sína. En hvað gekk Beethov-
en til með því að nota 40 ára gamalt ljóð, ort
við gjörólíkar þjóðfélagslegar kringumstæð-
ur, í síðustu sinfóníu sinni? Lewis Lockwood,
prófessor við Harvard-háskóla, hefur bent á
nauðsyn þess að skilja háleitar hugsjónir Ní-
undu sinfóníunnar út frá forsendum Beet-
hovens sjálfs. Hann segir Beethoven hafa
samið þá Níundu til að „endurvekja týndar
hugsjónir. Hún var sterk pólítísk yfirlýsing á
tímabili þegar möguleikarnir á að hrinda í
framkvæmd hugsjónum Schillers um alþjóð-
legt bræðralag voru orðnir að engu. Ákvörð-
un Beethovens að fullgera verkið var tekin
með það í huga að rétta af ójafnvægið, að
senda skilaboð vonar til framtíðarinnar, og
að tilkynna heiminum afstöðu sína“. Mayn-
ard Solomon er á sama máli í ævisögu sinni:
„Í Níundu sinfóníunni snýr Beethoven sér
aftur að draumi upplýsingaraldarinnar um
hið fullkomna ríki sem var horfið úr augsýn;
draumur Rousseaus, Schillers og hins unga
Beethovens hafði, að því er virtist, beðið
skipbrot. Í Níundu sinfóníunni neitar
Beethoven að sætta sig við endanlegan ósig-
ur hinna gömlu hugsjóna.“
Beethoven og Níunda sinfónían
Tónsmíðaferli Beethovens er iðulega skipt
í þrjú tímabil. Hið fyrsta er miðað við komu
hans til Vínarborgar 1792 og nær fram til
1802, þegar heyrnarleysi hans fór að gera
vart við sig. Í þeim verkum er Beethoven
vissulega djarfur og framsækinn en hann
fylgir einnig hefðinni að mörgu leyti og fetar
í fótspor forvera sinna, Haydns og Mozarts.
Annað tímabilið (1802–1812) einkennist af
mun byltingarkenndari tónsmíðum á borð
við Eroicu og Fimmtu sinfóníuna. Á síðasta
tímabilinu, sem stóð frá 1813–27, var Beet-
hoven í stöðugri leit að nýju jafnvægi milli
forms og innihalds. Fyrri verk hans lögðu oft
á tíðum mikið upp úr mótívískri úrvinnslu,
og litlir lagbútar gátu getið af sér viðamikil
tónverk, en í seinni verkum Beethovens
kemur hið melódíska aftur fram í sviðsljósið.
Þetta er ekki síst óvenjulegt þar sem síðverk
Beethovens eru ekki ávallt auðskilin að öðru
leyti, þ.e. hvað varðar hljómagang og form.
„Laglínan verður alltaf að hafa forgang, hvað
sem öðru líður“ skrifaði Beethoven í bréfi til
Galitzin prins í júlí 1825, og því hefur verið
haldið fram að hin lagræna hlið Beethovens
nái hápunkti í þeirri Níundu, síðustu píanó-
sónötum hans og strengjakvartettum.
En það eru fleiri þræðir sem fléttast sam-
an í síðstíl Beethovens. Þar má nefna aukinn
áhuga á að reyna þanþol tíma og rúms í tón-
list, nýjungar í uppbyggingu forms, og djarf-
ar tilraunir varðandi lengd og hlutföll verka
(hvort sem þau eru óvenju löng eins og Ní-
unda sinfónían og Hammerklavier-sónatan,
eða óvenju stutt eins og Bagatellurnar fyrir
píanó). Einnig leikur Beethoven sér að um-
myndun hefðbundinna tónlistarforma og leit-
ast við að þjappa tónefninu saman eins og
kostur er (sem leiðir til færri endurtekn-
inga). Þá leiddi sívaxandi áhugi Beethovens á
kontrapunkti og fjölröddun, sem spratt af
kynnum hans af verkum Johanns Sebastians
Bachs, af sér fúgur og fúgató-kafla í áður
óþekktum mæli.
Beethoven samdi Níundu sinfóníuna að
mestu milli 1821 og 1824, en hugmyndavinn-
an átti sér langa forsögu. Í raun má segja að
Beethoven hafi verið allt lífið að undirbúa þá
Níundu. Hann ræddi um að semja sönglag
við kvæði Schillers árið 1793, og í Fant-
asíunni fyrir píanó, kór og hljómsveit frá
1808 er margt sem minnir á Óðinn til gleð-
innar: tilbrigðaformið, hljómavalið, og ekki
síst laglínan sjálf. Þegar hann vann að átt-
undu sinfóníunni árið 1812 tók Beethoven að
huga að nýju verki í d-moll og þremur árum
seinna skissaði hann niður hugmynd að verki
sem átti að byrja „með aðeins fjórum rödd-
um í upphafi, og hljóðfærin bætast smám
saman við hvert fyrir sig“ – sem er nokkuð
góð lýsing á upphafstöktum hinnar endan-
legu sinfóníu. Árið 1818 fór d-moll sinfónían
aftur að sækja á Beethoven. Um tíma áform-
aði hann að semja tvær sinfóníur, eina „í
gömlu tóntegundunum“, og aðra sem hæfist
á „Adagio cantique“ og lyki með Allegro-
kafla þar sem söngraddir kæmu inn hver á
fætur annarri, „Bakkusi til dýrðar“. Lock-
wood segir að Níunda sinfónían hafi átt upp-
tök sín í tveimur óskyldum tónsmíðaáform-
um, annars vegar sinfóníu í d-moll sem væri
verðugur hápunktur á sinfóníum hans, og
hins vegar eins konar kantötu við óð Schill-
ers. Það var ekki fyrr en Beethoven hófst
handa við smíði sinfóníunnar fyrir alvöru ár-
ið 1823 að þessi áform runnu saman í eitt
voldugt listaverk.
Upphafin alheimstónlist
Upphaf Níundu sinfóníunnar er dularfullt
og órætt. Við heyrum varla hvenær verkið
hefst í raun og veru; titrandi fimmundirnar í
strengjunum hljóma eins og þær hafi alltaf
verið til staðar, eins konar frumhljómur al-
heimsins sem eyru okkar nema smám sam-
an. Aldrei áður hafði sinfónía byrjað jafn-
veikt, eða verið jafnlengi að koma sér í gang.
Seinna urðu slík upphöf hversdagsleg fyr-
irbæri í höndum síðrómantískra tónskálda
sem litu á það sem skyldu sína að skapa
„heilan heim“ í sinfóníum sínum. Í sinfóníu
Beethovens er upphafið eins og ómótað kaos
sem smám saman tekur á sig form, stjörnu-
ryk og smáagnir sveimandi í þyngdarlausu
tómi. Skyndilega brýst aðalstefið fram, full-
mótað og fullt alvöru og þunga. Það hljómar
tvisvar í fyrsta hluta sónötuformsins, fyrst í
d-moll og síðan í B-dúr. Úrvinnsla fyrsta
kaflans er að vonum stór og þungbúin. Að
henni lokinni hefst ítrekunin með upphafs-
tónunum endurteknum, en nú af allri hljóm-
sveitinni og fortissimo, með dynjandi pákum
og í D-dúr. Þetta er tími ógnar og örvænt-
ingar. Breski tónlistarfræðingurinn Donald
Francis Tovey sagði um einmitt þennan stað
að hann opinberaði „hina gífurlega mátt upp-
hafstónanna. Nú erum við stödd í þeim
miðjum, og í stað fjarlægrar stjörnuþoku
sjáum við himnana loga“.
Í verkum þar sem hægi kaflinn var óvenju
breiður og langur, eins og hér er raunin, var
það vani Beethovens að láta hraðan scherzo-
kafla koma beint í kjölfar fyrsta þáttar.
Scherzo Níundu sinfóníunnar þýtur áfram á
ógnarhraða en hefur um leið yfir sér alvar-
legan, strangan blæ. Hver lína fæðir af sér
aðra, og tónvefurinn þykkist smám saman
með fúgum og hermipunktum sem endurtaka
upphafsrytmann: þrír tónar, sá fyrsti lengst-
ur. Tríóið er hins vegar stutt og lágvært, og
færir okkur örlitla sveitasælu á milli hinna
stormasömu ytri kafla. Þriðji kaflinn er
djúphugull og ljóðrænn; vel þegin hvíld eftir
átök fyrstu tveggja kaflanna. Hér skiptast á
tvö stef – annars vegar breið og fögur laglína
í B-dúr, eins konar sálmalag í löngum nótna-
gildum og með bergmáli tréblásturshljóð-
færa í lok hverrar hendingar, hins vegar stef
í D-dúr sem er nokkru ákafara og ástríðu-
fyllra. Stefin hljóma til skiptis, en í hvert
sinn nokkuð breytt og með meiri skreyt-
ingum en áður.
Lokaþátturinn hefst með skerandi ópi sem
Richard Wagner kallaði „Schreckens-
fanfare“; hryllingsþytinn. Eftir friðsælt nið-
urlag þriðja þáttar kemur gauragangurinn
okkur gjörsamlega í opna skjöldu. Fram að
þessu hefur sinfónían stöðugt prófað þanþol
hins sinfóníska forms, en allt í einu virðast
öll sund lokuð. Hvað tekur nú við? Beethov-
en kynnir aftur til sögunnar stefin úr fyrstu
þremur þáttunum, en sellóin og kontrabass-
ar neita að taka þátt í hinu óvænta aft-
urhvarfi og afþakka bútana hvern á fætur
öðrum með staðföstu resítatívi. Skyndilega
heyrist brot úr nýju stefi í tréblásurum, en
selló og bassar eru fljót að grípa inn í; það
eru þau sem ætla sér að leiða tónlistina á
nýja braut, ekki blásararnir! Og áður en við
vitum af er vandamálið leyst – neðri streng-
irnir taka að leika nýtt stef – gleðistefið – og
nú er sem allt hafi fallið í ljúfa löð. Eða hvað?
Eftir þrjú tilbrigði við gleðistefið fer allt í
háaloft enn eina ferðina. Boðskapur hins
nýja stefs er enn ekki fullkomlega ljós. Það
vantar texta, það vantar söng. Skyndilega
brýst bassasöngvarinn fram með frumortan
„FAGRA GLEÐI,
GUÐA LOGI…“
Ludwig van Beethoven um það leyti sem hann
lauk við Níundu sinfóníuna árið 1823. Kópía af
málverki eftir Ferdinand Georg Waldmüller.
„Níunda sinfónía Beethovens er stórfenglegt afrek
mannsandans hvernig sem á hana er litið og hún
gegnir lykilhlutverki í tónlistarsögunni,“ segir í þessari
grein um sögu hins fræga tónverks, sem Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands flytur á tvennum tónleikum í næstu viku.
E F T I R Á R N A H E I M I I N G Ó L F S S O N