Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.2004, Page 9
veru sæborg, vera sem er samsett úr lífræn-
um og ólífrænum efnum: íbúum og bygging-
unni. Sem slíkt er húsið ókennilegt, því sæ-
borgin sem samsett vera, utan hefðbundinna
tvíhyggjuskilgreininga lífs og ólífs, er alltaf
uppspretta ókennileika (leikföngin muniði),
en þegar þessi samruni – sem við erum þrátt
fyrir allt orðin vön – er rofinn magnast
ókennileikinn.
Á sama hátt – en samt annan – eru rusla-
pokamyndirnar frá götum Lundúnaborgar
merki um rofin tengsl, sem þó geta aldrei
fyllilega rofnað. Líkt og húsin stilla ruslapok-
arnir sér bústnir upp í miðjum og mannauð-
um myndfleti, og kalla á vangaveltur um
borgarmenningu. Myndirnar eru partur af
sýningu á verkum Hrafnkels á Safni (Lauga-
vegi 37), sem hófst í febrúar og lýkur í apríl.
Þær eru sex talsins og sýna ruslapoka úti á
götuhornum eða uppvið hús og verslanir.
Ruslapokarnir birtast í ýmsum litum, rauð-
um, appelsínugulum, grænum, hvítum og svo
hinum hefðbundna svarta. Í bakgrunni sumra
sjáum við borgarlandslag á fleygiferð, aðrir
eru í kyrrara og eyðilegra umhverfi. Við suma
pokana liggur einmanalegt rusl, plastglas eða
servíetta, eins og það hafi oltið upp úr pok-
anum eða verið hent í hrúguna af tilfallandi
vegfaranda. Myndirnar eru ekki eins form-
fagrar og húsamyndirnar, það er ekki þetta
fullkomna samspil skurðlína og ferhyrninga,
þær eru órólegri í byggingu, enda ruslið
merki hinnar fullkomnu og endalausu óreiðu.
Þó er, þegar nánar er að gáð, samskonar
myndbyggingarhugsun í myndunum, lína
götu eða húsveggjar sem myndar láréttan
skurð bakvið alla pokana.
En rusl er eitthvað sem við viljum ekki
skoða, ekki einu sinni sjá, bókstaflega, því við
gerum allt til að koma því úr augsýn, felum
ruslafötur undir borðum og inni í skápum,
hendum ruslapokum út í tunnu sem er falin
bakvið hús – í borgum eins og London eru
ruslapokar settir út á gangstétt á ákveðnum
tímum bara til að vera látnir hverfa. Ruslið er
önnur birtingarmynd sæborgarinnar, skil-
anna milli hins lífræna og ólífræna: það er við,
en samt ekki, ruslið er líf okkar, afleiðing lífs
okkar, það sem við viljum losna við úr lífi okk-
ar. Fyrir Freud er sjálfsverund okkar skipt
upp og því erum við mótsagnakennd; og stöð-
ugt í leit að jafnvægi. Fyrir Júlíu Kristevu
sem vinnur með kenningar Freuds er þetta
jafnvægi ómögulegt, því sjálfsverund okkar
verður einmitt til í mótsögninni: hún verður
til í því stöðuga ferli sem einkennir allt líf
okkar, því að reyna að varpa ruslinu, úr-
gangnum, úrkastinu, frá okkur í þeim tilgangi
að skapa okkur tæra – hreina – sjálfsmynd.
Ruslið, úrgangurinn sem er hluti af okkur, en
þó ekki, er þannig samkvæmt kenningu
Kristevu uppspretta hryllings, óhugnaðar,
ókennileika jafnvel. Ruslið er því hin hliðin á
húsinu: það sem á þar ekki heima, það sem er
óheimilislegt, en er um leið afleiðing af sæ-
borgar(a)legu sambandi okkar við húsið.
Ruslapokarnir þarsem þeir standa fremur
einmana úti á götu eru þrútnir af okkur, lífi
okkar, þeir geyma leyndardóma heimilisins,
og eru heimild um alla okkar heimilislegu siði:
þar snúa bökum saman allt of háa vísanótan
fyrir fötunum sem þú hefur ekki efni á og seg-
ir öllum að kosti miklu minna og pakkningin
utan af morgunkorninu sem er jú svo heilsu-
samlegt.
Allt undirstrikast þetta svo í tæknilegri hlið
listaverksins: ljósmyndinni. Ljósmyndin hef-
ur í gegnum sögu sína borið með sér ákveðna
hugmynd um heimildagildi: ljósmyndin er hin
sannleiksbæra ímynd, sönnunargagn; ljós-
myndin bara er, hún sýnir það sem augað/
linsan nemur. En þetta er auðvitað bara eins
og hvert annað bull: líkt og augað síar úr og
sér sumt og ekki annað rammar linsan inn og
fangar sumt og ekki annað. Þegar myndin er
tekin er hún mögulega spurning um ákveðna
‘heimild’ að grípa hús/rusl á filmu. En síðan
eru myndirnar unnar í tölvu og í því ferli
breytast þær í myndverk, listamaðurinn vinn-
ur þær eins og málari. Roland Barthes sem
skrifaði heilmikið um ljósmyndir sagði að það
væri tæknin sem gerði ljósmyndina að hinni
sannleiksbæru ímynd. En hér er það öfugt,
það er tæknin sem fjarlægir ljósmyndina
sannleikanum, mótar hana og ummyndar.
Barthes hefði ábyggilega fundist þetta frem-
ur ókennilegt alltsaman, hin heimilislega
heimild er orðin að einhverju öðru. En nú er
ég ósanngjörn gagnvart Barthes sem einmitt
fjallaði svo mikið um það að ljósmyndin er
tækni augnabliksins, og geymir því alltaf í sér
bæði framtíð og fortíð: myndirnar af húsun-
um og ruslapokunum kalla einmitt á svo ein-
kennileg viðbrögð – alveg einstök tilfinning –
því þær stilla upp fyrir okkur, frysta frammi
fyrir okkur, einhverju sem er í raun ferli: hús-
in á myndunum, svona dásamlega auð og
ófullnægð, eru í dag fullbyggð, full af fólki og
minningum og á sama hátt – en þó annan – er
þetta rusl komið út á ruslahauga, endurunnið,
grafið, tvístrað eða kramið. Fyrir og eftir:
framtíðin býr í húsunum, fortíðin í ruslinu.
Því ég er nefnilega ekki að segja að ljós-
myndir Hrafnkels Sigurðssonar séu hryll-
ingsmyndir, þótt ég máti við þær kenningar
um ókennileika og hroll; tilfinning ókennileik-
ans er ekki eitthvað sem tilheyrir grárri forn-
eskju freudísks feðraveldis á fyrstu áratugum
tuttugustu aldar, sæborgin er dæmi um það
hvernig þessi tilfinning heldur áfram að finna
sér ný form og nýjar birtingarmyndir. Er þá
allt ókennilegt: já, á einhverjum tímapunkti í
lífi þess. Kannski. Förum ekki út í það, skoð-
um frekar hvað þessi tilfinning gerir við okk-
ur sem áhorfendur listaverka. Hélène Cixous
(svo ég droppi einu nafninu enn) segir að
kenning Freuds um ókennileikann snúist,
þegar öllu er á botninn hvolft, um dauða.
Ókennileikinn minnir okkur á dauðleikann og
er þessvegna ókennilegur. Er það tilfinningin
sem ég upplifi? Ekkert endilega, þótt vissu-
lega minni bæði óbyggð hús og ruslapokar
mig á hverfulleika tilverunnar og allt það. En
það svarar ekki spurningunni um fegurðina,
ekki gleyma því að myndirnar eru fallegar;
ruslapokamyndirnar minntu mig á árstíða-
málverk, glampandi rauðir ruslapokar með
jólaljós í baksýn, hvítir pokar eins og snjór,
grænir fyrir vorið, appelsínugulir fyrir sum-
arið og þeir svörtu fyrir gráblátt stórborg-
arhaustið. Allar kenningar um hrollvekjandi
hrísling ókennileikans eru sammála um að í
hryllingnum búa ekki síður tilfinningar heil-
lunar og hrifningar en viðbjóðs og ótta. Það er
málið. Það sem er bara skelfilegt er bara
skelfilegt; hrollvekjan, hryllingurinn býr yfir
miklu fleiri blæbrigðum og er því alltaf knú-
inn mótsögnum og togstreitu. Og sem slíkur
þá hreyfir ókennileikinn við okkur á svo
margan hátt, hann snertir við einhverju innra
með okkur sem opnar okkur sýn inn í sjálf
okkur (heimili okkar, úrgangurinn okkar) og
gefur okkur jafnframt nýja sýn á umhverfi
okkar og það hvernig við skynjum það. Þetta
er jú markmiðið hjá Freud og freudistum: allt
endurspeglast til baka á okkur sjálf, segir
okkur eitthvað um okkur og okkar samsettu
sjálfsverund.
Myndir Hrafnkels sýna áhorfandanum inn í
tvo heima – og jafnvel fleiri. Hið ofurkunn-
uglega form ljósmyndarinnar verður ókenni-
legt í tæknilegri meðhöndlun; í stað raunsæis
skapast einhverskonar ofurraunsæi sem
áhorfandinn finnur sig knúinn til að stíga inní
og máta sig við. Þannig kalla myndir Hrafn-
kels Sigurðssonar fram margar og mótsagna-
kenndar tilfinningar sem endurspeglast í við-
fangsefni hans og myndbirtingu þess: mörk,
mót, millibilsástand, sem ljósmyndin gerir
varanlegt, í augnablik.
Eftirskrift:
Þessi grein er sprottin upp úr spjalli lista-
mannsins og greinarhöfundar, um verk þess
fyrrnefnda og fyrirlestur þeirrar síðarnefndu
um Freud og ‘das unheimliche’. Og Hrafnkell
spurði: Er ekki eitthvað skylt með þessum
ókennilegu heimilapælingum Freuds og húsa-
myndunum mínum?
Heimildir:
Barthes, Roland, „Rhetoric of the image“, í Image,
Music, Text, þýð. Stephen Heath, London, Fontana 1977.
Barthes, Roland, Camera Lucida: Reflections on
Photography, þýð. Richard Howard, New York, Hill and
Wang 1981.
Cixous, Hélène, „Fiction and Its Phantoms: A Reading
of Freud’s Das Unheimliche“, New Literary History 7:3,
1976, pp. 525–548.
Freud, Sigmund, „The Uncanny“ (1919), í Art and
Literature, vol. 4, The Pelican Freud Library, þýð. Jame
Strachey, ritstj. Albert Dickson, Harmondsworth,
Penguin 1988.
Jón B.K. Ransu, „Að skilgreina sig og umhverfið“, í
Lesbók Morgunblaðsins, 28. febrúar 2004.
Kristeva, Julia, Powers of Horror: An Essay on
Abjection, þýð. Leon S. Roudiez, New York, Columbia
University Press 1982.
Höfundur er bókmenntafræðingur.
Ljósmyndir/Hrafnkell
klárað, á annað vantar bara svalir, hin eru frumstæðari, utan um sum er enn slegið timbri, veggirnir nýsteyptir og mótar fyrir gluggum.
EÐA HÚS OG HÍBÝLI
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. APRÍL 2004 9