Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.2004, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.2004, Síða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. APRÍL 2004 11 Hvað er stöðurafmagn? SVAR: Flestir kannast við að hafa strokið uppblásinni blöðru hratt fram og aftur eftir hári sínu og látið hana svo loða við vegg í stutta stund. Eftir meðferðina stendur hárið gjarnan beint út í loftið og er svolitla stund að jafna sig. Hvort tveggja, blaðran og hárið, hef- ur fengið rafhleðslu og sagt er að myndast hafi stöðurafmagn (e. static). Hið sama gerist í rauninni þegar við greið- um þurrt hár með greiðu sem er líka þurr. Ef við berum greiðuna á eftir að bréfsnifsum á borði, þá sjáum við þau lyftast þegar hún nálg- ast og setjast jafnvel á greiðuna. Uppruni orðsins rafmagn er hliðstæður uppruna erlenda orðsins sem hefur sömu merkingu, samanber til dæmis electricity á ensku. Stofn þess orðs, elektron, er kominn allar götur úr forn- grísku og þýðir einmitt raf. Menn hafa sem sagt vitað mjög lengi að efni eins og raf „rafmagnast“ þegar þau eru strokin með viðeigandi efn- um, til dæmis silki, og sýna þá svipaða hegðun og áður var lýst. Á 18.–19. öld fundu menn á þessu skýringu sem byggist á hugtakinu rafhleðsla. Raf- hleðsla getur verið ýmist já- kvæð eða neikvæð og oftast er jafnmikið af báðum teg- undum í efninu þannig að hlutirnir sem heild verða þá óhlaðnir. En stundum er hægt að flytja hleðslu milli hluta þannig að annar verður þá jákvætt hlaðinn en hinn fær jafnmikla neikvæða hleðslu. Það er einmitt þetta sem gerist í dæmunum sem nefnd voru hér á undan um blöðruna og hárið, greiðuna og hár- ið, og um rafið og silkið. Tvær rafhleðslur ýta hvor annarri frá sér ef þær hafa sama formerki, eru annaðhvort báð- ar jákvæðar eða báðar neikvæðar. Ef þær hafa hins vegar gagnstætt formerki, önnur jákvæð en hin neikvæð, þá dragast þær hvor að ann- arri. Þegar rafhleðsla er borin að óhlöðnum hlut getur rafhleðslan færst til í honum þannig að gagnstæð hleðsla safnast þeim megin sem upphaflega hleðslan er en hin hliðin á hlutnum verður þá hlaðin á sama veg og hún. Þetta verður til þess að samanlagt myndast aðdrátt- arkraftur milli hleðslunnar og hlutarins þó að hann sé eftir sem áður óhlaðinn sem heild. Það er einmitt þetta sem gerist þegar raf- hlaðin blaðra er borin að vegg. Gagnstæð raf- hleðsla safnast fyrir í veggnum næst blöðrunni og aðdráttarkrafturinn frá henni verður meiri en fráhrindingarkrafturinn frá samstæðu hleðslunni sem ýtist lengra inn í vegginn. Hið sama gildir um greiðuna og bréfsneplana sem við nefndum hér á undan. Á tuttugustu öld mótaðist enn nánari eða dýpri skýring á rafmagni, rafhleðslu og stöðu- rafmagni. Hún byggist á innri gerð efnisins þar sem frumeindir (atóm) og rafeindir gegna lykilhlutverkum, en óþarft er að rekja hana nánar hér. Rafhleðsla í hlut hefur tilhneigingu til að jafnast út og dreifast um hlutinn með raf- straumi eða leiðingu (e. conduction) sem svo er kölluð. Efnin í kringum okkur eru hins vegar yfirleitt ýmist leiðarar eða einangrarar; þau leiða rafstraum ýmist mjög vel eða mjög illa. Ef rafhleðsla er í einangrandi efni og slík efni eru allt um kring getur hleðslan haldist þar lengi, en hún flyst hins vegar í burt og jafnast út ef einhvers staðar eru leiðarar sem flytja hana greiðlega. Rafleiðni loftsins sem við öndum að okkur breytist mjög með rakastigi loftsins. Þurrt loft leiðir rafmagn mjög illa en rakt loft miklu bet- ur. Hlutir sem fá með einhverjum hætti á sig rafhleðslu tapa henni því fljótlega ef loftið er rakt en halda henni lengi í þurru lofti. Það sem við köllum stöðurafmagn er því algengast við slíkar aðstæður. Hurðarhúnar úr málmi í tréhurðum eru gott dæmi um þetta. Húnninn er leiðandi þannig að rafhleðsla dreifist greiðlega um yfirborð hans en tréð er einangrandi þannig að hleðslan fer ekki greiðlega þá leiðina burt. Ef loftið í kring er hins vegar rakt afhleðst húnninn þá leiðina. Annað kunnuglegt dæmi um þetta er fjöl- skyldubíllinn. Hann getur auðveldlega tekið á sig rafhleðslu með núningi við loftið, ekki síst ef hann er hreinn og nýbónaður og loftið er vel þurrt. Margir kannast líklega við að hafa feng- ið á sig rafhögg („stuð“) frá bíl við slíkar að- stæður. Þetta rafhögg er í rauninni skyndi- legur rafstraumur sem verður þegar hleðslan á bílnum eða svæðinu sem við snertum hleyp- ur gegnum okkur og til jarðar. Þar sem stöðurafmagn er í rauninni ekkert annað en rafhleðsla er það mælt með hleðslu- mælingu. Slíkt má gera með ýmsum tækjum og tólum nú á dögum en elsta tækið til þess er svokölluð rafsjá (e. electroscope). Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor í vísindasögu og eðlisfræði við HÍ og Ögmundur Jónsson. HVAÐ ER STÖÐURAF- MAGN? Hverjar eru helstu orkulindir Íslendinga, hvað getið þið sagt mér um Kuipers-beltið og Oort- skýið, hvernig urðu orkulindirnar til, hvort býr steinn yfir meiri orku uppi á fjalli eða niðri í fjöru og er hægt að búa til olíu með aðferðum efnafræðinnar? Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum hefur verið svarað að undanförnu á Vísindavefnum og hægt er að lesa svörin á slóðinni www.visindavefur.hi.is. VÍSINDI Það er víðar rafmagn en í háspennulínum. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson 1907 SIGFÚS ER SÖNGSKÁLD Í Lögréttu 24. apríl 1907 var sagt að ýmsir menn hefðu fengist við lagasmíð og samið fáein snotur sönglög „en þessi söngvagerð hefur aldr- ei borið íslenskan blæ og aldrei stórfelldan blæ“. Það geri hins vegar mörg lög Sigfúsar Einarssonar. „Þau bera með sér að hann er söngskáld, hann tekur hinum öllum fram og mörg sönglög hans eru rammíslensk, það eru gömul rímnalög risin upp í nýjum og fögrum búningi listarinnar, full af andagift.“ Nefnd voru sem dæmi lögin Á Sprengisandi, Syngur lóa og Fánasöngur. „Þetta er allt vísir til þess að Sigfús geti orðið oss Íslendingum það sem Grieg hefur verið Norðmönnum. Vel má það rætast að Sigfús verði einhvern tíma jafn hjartfólginn þjóðinni fyrir sönglög sín eins og Jónas Hallgrímsson hefur orðið fyrir kvæði sín.“ 1914 FANNHVÍTT OG UMFLOTIÐ SÆ „Uppdrátt að hlutabréfum Eimskipafélagsins hefur Stefán Eiríksson hinn odd- hagi gert. Er efst nafn fé- lagsins skráð með glöggum og skrautlegum stöfum en á miðju er Ísland fannhvítt og umflotið sæ. Í rammanum eru myndir af eimskipi sem siglir með ströndum fram, Fjallkonunni, Ingólfi Arnarsyni og Leifi heppna. En Þórshamar er í hornum og á hann að vera ímynd þreks þess er til þess hefur þurft að koma svona fyrirtæki á fót meðal fá- tækra Íslendinga.“ Þannig sagði Árvakur, 24. apríl 1914, frá útliti hlutabréfa fyrirtækisins sem stofnað var þremur mánuðum áður. Stef- án (f. 1863, d. 1924) var landsþekktur fyrir út- skurð. 1923 MARGHJÓLA SKRIÐBÍLL Greint var frá því í Morg- unblaðinu 24. apríl 1923 að Frakkar hefðu farið í rann- sóknarferð yfir Sahara- eyðimörkina á marghjóla skriðbíl, sem reynst hefði vel, og sagt að bíl- arnir „komist fullum fetum yfir snjóalög og fannir. Ef bílar þessir eru svo góðir sem af er látið ætti það að vera auðvelt að halda uppi reglubundnum bílferðum frá Reykjavík austur yfir fjall, hversu sem viðraði, og ódýrara myndi það verða en járnbrautin.“ 1937 ÍSLAND Á UMBÚÐUNUM Nýja dagblaðið sagði frá því 24. apríl 1937 að Hafliði Baldvinsson fisksali hefði út- vegað sér ný hraðfrystitæki. „Notar hann tæki þessi til þess að frysta fiskflök, nú sem stendur að- allega þorsk og ýsu, en í sumar hyggst hann að frysta mestmegnis kola og lúðu. Um fiskflökin er búið í smjörpappír og uppdráttur af Íslandi límdur á umbúðirnar. Eru nálægt 14 pund í hverjum pakka.“ Blaðið sagði að Hafliði hefði sent slík fiskflök til Englands en einnig hefði hann selt talsvert af þeim í skip og á sjúkra- hús. Hafliði (f. 1888, d. 1949) var bróðir Jóns Baldvinssonar, verkalýðsleiðtoga og alþing- ismanns. 1945 LOFTUR OG LIT- MYNDIRNAR „Loftur Guðmundsson ljós- myndari er kominn til lands- ins eftir nærri eins árs dvöl í Ameríku. Þar kynnti hann sér nýjustu tækni á sviði ljósmyndunar,“ sagði Morgunblaðið 24. apríl 1945. Hann sagðist í samtali við blaðið hafa gert sér „sérstaklega far um að kynnast lit- myndun mannamynda. Lagði ég mikla stund á að kynna mér notkun ljósa í sambandi við slíka ljósmyndun. Með þessum nýju aðferðum í meðferð ljósa kynnist maður betur sér- einkenni hvers manns, sem er ákaflega stórt atriði í ljósmyndun á fólki. Ég vonast til að geta fengið litmyndatökuefni áður en langt um líður. Ekki gat ég þó tekið neitt með mér af því, enda er á því útflutningsbann.“ Hann keypti sér vélar af fullkomnustu gerð fyrir ljósmyndastofu sína og átti von á að fá þær eft- ir tvo mánuði. 1963 KÖLD BIÐ EFTIR MJÓLK „Mikið ófremdarástand hef- ur ríkt í Vestmannaeyjum í sambandi við mjólk- urafgreiðslu,“ sagði Þjóðvilj- inn 24. apríl 1963. Fyrir páska höfðu um hundrað manns verið í bið- röðum við mjólkurbúðirnar tvær í bænum, í norðanroki og ellefu stiga frosti. „Um anna- tímann fellur það í hlut húsmæðra með ung- börn á handleggnum eða gamalmenna að sækja mjólkina og standa í þessum biðröðum og er hver dagur samfelld hrakningasaga. Fólkið er orðið langþreytt á þessu ástandi og háværar kröfur eru til bæjaryfirvalda að sker- ast í málið.“ 1982 ÚTKROTUÐ BIÐSKÝLI Dagblaðið Vísir fjallaði um útkrotuð stætisvagnaskýli 24. apríl 1982. Forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur sagði að allt væri útkrotað í biðskýlunum og að tímatöflurnar fengju ekki stundlegan frið. Haft var eftir vagnstjóra að skýlakrass og skiltaplokk væri séríslenskt fyr- irbæri og að þetta væri makalaus árátta. Blað- ið sagði að sum skýli fengju aldrei að vera í friði og að dæmi væru um að ný skýli væru öll útkrotuð á einum degi. Áletranirnar voru bæði á íslensku og ensku, ástarjátningar (Hilli og Brynhildur, sönn ást), óánægja með félagana og skólann (I hate school) og brot úr vinsælum dægurlagatextum (Video killed the radio star). T ÍÐARANDINN Á TUTTUGUSTU ÖLD „Höfum byrjað framleiðslu á nýrri gerð af bókahillum. Hægt er að kaupa eina hillu í einu eftir því hve bókakostur er mikill. Kynnið yður verð og sýnishorn,“ sagði í auglýsingu í Alþýðublaðinu 24. apríl 1955. Það var fyrirtækið Hansa hf. á Laugavegi 105 í Reykjavík sem kynnti hér nýjung sem varð mjög vinsæl og þekkt undir nafninu Hansa-hillur. NÝ GERÐ AF BÓKAHILLUM J Ó N A S R A G N A R S S O N T Ó K S A M A N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.