Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.2004, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.2004, Page 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. APRÍL 2004 15 Næsta v ika menning@mbl.is Laugardagur Gerðarsafn kl. 15 Í aust- ursal sýnir Rebekka Rán Samper tví- og þrívíð verk ásamt myndbandsgjörningi. Ragna Fróðadóttir er með inn- setningu í Vestursal. Opið alla daga, nema mánudaga, kl. 11–17. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn kl. 14 Guðný Guðmundsdóttir ræðir verk sín í Píramídanum og skoða sýninguna ásamt sýn- ingargestum. SÍM-húsið, Hafnarstræti 16 kl. 14 Anne Pesce, mynd- listarmaður frá Frakklandi sýninguna NordurSudurAust- urVestur. Hún dvelur í apr- ílmánuði í gestavinnustofu SÍM. Gestalistamaður er Pierre Laurent Cassiere og verður hann með laptop per- formance „wetmoon sounds“ kl. 16. Gallerí Tukt, Hinu Húsinu Pósthússtæti kl. 16 Erlend ungmenni opna samsýningu. Verkin eru unnin með bland- aðri tækni og hafa þau öllu unnið út frá þemanu „And- stæður“. Til 8. maí. Hallgrímskirkja kl. 12 Guðmundur Sigurðsson org- anisti Bústaðakirkju flytur og kynnir orgelverk tengd Am- eríku, m.a. nokkra kunna negrasálma í djassútsetn- ingum. Auk þess flytur hann sálmaforleik eftir Smára Óla- son um íslenskt passíusálma- lag. Ráðhús Reykjavíkur kl. 14 Stórsveit Reykjavíkur efnir til hinnar árlegu Stór- sveitaveislu. Auk Stórsveit- arinnar koma fram sex skóla- stórsveitir. Kynnir á tónleikunum er Friðrik Theó- dórsson. Víðistaðakirkja kl. 16 Karlakórinn Þrestir í Hafn- arfirði heldur vortónleika. Stjórnandi er Jón Kristinn Cortez og undirleikari Jónas Þórir. Einsöngur Jóhann Sig- urðarson. Íslenska óperan kl. 20 Óperustúdíó Listaháskóla Ís- lands og Íslensku óperunnar sýnir styttri gerð gamanóper- unnar Sígaunabaróninn eftir Johann Strauss. Hljómsveit- arstjóri er Gunnsteinn Ólafs- son og leikstjóri Pétur Einars- son. Sunnudagur Hátaíðasalur Mennta- skólans við Hamrahlíð kl. 14 Vorvítamín. Hamra- hlíðakórarnir fagna vori. Ýmir kl. 16 Blásarakvintett Reykjavíkur flytur sextetta fyrir píanó og blásara eftir Jean Francaix og Ludwig Thuille, blásarakvintett eftir Frans Danzi og sónata fyrir klarinett og píanó eftir Johannes Brahms. Gestur kvintettsins er píanóleikarinn Vovka Ashke- nazy. Háteigskirkja kl. 16 Karla- kór Selfoss undir stjórn Lofts Erlingssonar. Undirleikari er Julian Edward Isaaks. Salurinn kl. 20 Igor Kamenz píanóleikari flytur Sónötu í D-dúr og Sónötu í C-dúr, „Waldsteinsónatan", eftir Beethoven, Prelúdíur eftir Sckrjabin og Sónatan í h-moll eftir Liszt. Igor Kamenz (1965) var barnungur orðinn gesta- stjórnandi hjá Útvarpshljóm- sveitinni í Moskvu og í Bolshoi. Íslenska óperan kl. 20 Óperustúdíó Listaháskóla Ís- lands og Íslensku óperunnar sýnir styttri gerð gamanóper- unnar Sígaunabarónsins eftir Johann Strauss. Hótel Borg kl. 21 Tríó Kára Árnasonar leikur á Múlanum. Flutt verður tríótónlist í anda hljómsveita Elvin Jones og Joe Lovano, standardar og önnur þekkt stef í útsetningum tríós- ins. Tríóið skipa þeir Kári Árnason á trommur, Sigurður Flosason á saxófón og Tómas R. Einarsson á bassa. Þriðjudagur Salurinn kl. 20 Alexandra Cherny- shova sópr- an og Gróa Hreinsdóttir píanó flytja tólf lög á átta tungu- málum. Dagskráin skiptist í tvo hluta með rómantískum lög- um/aríum úr kirkjutónlist og óperum og nútímalegar aríur. Víðistaðakirkja kl. 20 Karlakórinn Þrestir í Hafnar- firði heldur vortónleika. Ein- söngvari er Jóhann Sigurðar- son. Langholtskirkja kl. 20 Karlakór Hreppamanna syng- ur innlend og erlend kóralög. Einsöngvari með kórnum er Ólafur Kjartan Sigurðarson. Stjórandi er Edit Molnár en undirleikari Miklós Dalmay. Fimmtudagur Hafnarborg kl. 12 Evr- ópskir dansar er yfirskrift næstu hádegistónleika. Fiðlu- leikarinn Zsigmond Lázár og Antonía Hevesi píanóleikari flytja Ungverskan dans nr. 5 eftir Brahms, konsertpolka eftir F. Poliakin, ungverska þjóð- dansa eftir V. Monti, klezmer- lagið „Fihren Di Makhetonim Aheim“ og rúmenskan þjóð- dans. Norræna húsið kl. 20 Hørsholm Percussion og Ma- rimba Ensemble: 13 ungir slagverks- og marimbuleik- arar á aldrinum 16–24 undir leiðsögn Ole Pedersen. Á efn- isskrá eru m.a. verk eftir Mil- haud, Bach og Chopin. Háskólabíó kl. 19.30 Sin- fóníu- hljómsveit Ís- lands og Óperukórinn í Reykjavík. Stjórnandi er Rumon Gamba. Flutt verður Metamophorsen eftir Richard Strauss og Sinfónía nr. 9 eftir Ludwig van Beethoven. Salurinn kl. 20 Söngdeild Tónlistarskóla Kópavogs frum- flytur óperu einþáttunginn Amalía fer á ball eftir Gian Carlo Menotti. Aðgangur er ókeypis. 2. Sýning mánudag- inn 3. maí. Hafnarborg kl. 20 Karla- kórinn Þrestir í Hafnarfirði heldur vortónleika. Einsöngv- ari er Jóhann Sigurðarson. Föstudagur Hótel Saga kl. 18 Vinafélag SÍ býður til samverustundar fyrir sinfóníutónleika. Árni Heimir Ingólfsson fjallar um 9. sinfóníu Beeethovens með að- stoð hljóðfærisins og hljóm- tækja. Háskólabíó kl. 19.30 Sin- fóníuhljómsveit Íslands og Óp- erukórinn í Reykjavík. Stjórn- andi er Rumon Gamba. Flytt verður Metamophorsen eftir Richard Strauss og Sinfónía nr. 9 eftir Ludwig van Beet- hoven. Norræna húsið kl. 12–13 Marit Åhlen, sérfræðingur í rúnaskrift, heldur hádeg- isfyrirlestur í ráðstefnusal: „Runskriften i ett europeiskt perspektiv och Europa ur runinskrifternas perspektiv“. Fyrirlesturinn fer fram á sænsku. Marit Åhlen Rumon Gamba Alexandra Chernyshova Morgunblaðið/Ásdís Hjördís Brynja í sal Íslenskrar grafíkur.Í sal Íslenskrar grafíkur í Hafn- arhúsinu kl. 16 í dag opnar Hjör- dís Brynja málverkasýningu. Ekki er hægt að segja að vinnu- aðferðir hennar séu mjög hefð- bundnar því hún vinnur verk sín með ævafornri aðferð, þ.e. egg- olíutemperu. Slík verk sjást alla jafn- an ekki mikið hér á landi en hún hef- ur unnið með þessa aðferð sl. 10 ár. Hún hef- ur einnig unnið með svokallaða vaxtemperu, búið til freskur og not- fært sér fleiri fornar mynd- listaaðferðir. Sýninguna nefnir hún „Microcosmos / Macrocosmos“ og er tilraun til að finna hið smáa í hinu stóra og öfugt. Málverkin eru máluð á síðustu tveimur árum. En hvað er eggolíutempera? „Eggolíutempera er ævaforn að- ferð þar sem blandað er saman eggi, línolíu, vatni og litadufti. Aðferðin er algerlega náttúruleg og þarf ég m.a. ekki að nota terpentínu. Þessi aðferð hefur reynst mjög vel og enn þann dag í dag má sjá verk frá tímum Forn-Egypta sem lítið eða ekkert hafa látið á sjá. Eggolíutemperan er miklu þynnri en olíulitirnir sem ger- ir það að verkum að maður þarf að vinna myndina aftur og aftur. Ég nota sand í grunninn til þess að byggja upp áferðina á striganum. Svo mála ég mörg lög milli þess sem ég slípa myndina niður með sand- pappír og hætti ekki fyrr en ég er búin að ná því fram sem ég leita að. Þetta getur oft tekið langan tíma, en mér finnst meira spennandi að vinna með eggolíutemperuna en olíuna, það færir mig nær náttúrunni og sjálfri mér. Ég elska liti og á við þá mitt innra samtal og nota yfirleitt aldrei svart eða hvítt í verkum mín- um. Oft nota ég ekki fleiri en 2–3 liti og skoða samspil þeirra útfrá sam- tali mínu við þá. Ég kýs að vinna verkin mín alveg frá upphafi, auk þess að búa til litina smíða ég blind- rammann, strekki og grunna strig- ann sjálf. Eina hjálpartækið er tón- list sem ég nota mikið við vinnu mína.“ Hjördís Brynja á að baki 20 ára feril sem listamaður og hefur komið víða við og notað margar mismun- andi aðferðir í list sinni. „Ég byrjaði frekar hefðbundið, olímálun, skúlp- túr, ljósmyndir, kvikmyndir og graf- ík. Síðan fór ég mína eigin leið og finnst ég oft vera í miklum til- raunum og lít svolítið á mig sem rannsóknarlistamann. Ég hef mikið verið að velta því fyrir mér hvað er á bak við það sem blasir við og reyni í verkum mínum að tjá það sem ekki er sýnilegt. Hvað er t.d. bak við hindranir, hólinn, inní hellinum, hvað er fyrir utan hið takmarkaða sjónarhorn sem glugginn gefur okk- ur? Þetta eru allt spurningar sem ég velti upp í verkum mínum en ég er ekki síst að skoða sjálfa mig.“ Hvers virði er það fyrir þig að mála? „Það er mér næstum allt. Ég segi stundum við vini mína að ég verði eins og önugur hundur sem fær ekki göngutúrinn sinn ef ég hef ekki mál- að lengi. Þegar ég var 27 ára gömul greindist ég með MS-sjúkdóminn og þá urðu mikil straumhvörf í lífi mínu. Ég var ákveðnari en nokkru sinni í því að gera allt sem í mínu valdi stæði til að gefa mig listinni á vald. Fyrst eftir greininguna leið mér eins og ég væri með eldvörpu í eftirdragi, en myndlistin hefur hjálp- að mér að vinna með tilfinningar mína og tjáningu.“ Hjördís Brynja hefur haldið sýn- ingar í Frakklandi, Svíþjóð og Ís- landi. Á dögunum var henni boðið að sýna í hinu virta Gallerie Gora í Montreal í Kanada. Gora, http:// www.gallerygora.com, sérhæfir sig í sýningum og sölu á samtímalist og tekur þátt í fjölmörgum alþjóðlegum sýningum. Hvernig kom það til að þér var boðið í galleríið? „Ég var eiginlega uppgötvuð,“ segir Hjördís Brynja og skellihlær, „forsvarsmennirnir sáu verkin mín á Netinu og sendu mér bréf inn um netlúguna mína sl. haust og buðu mér að halda sýningu í júlí nk. Þar sem Gora er í tengslum við gallerí útum allan heim, er möguleiki á því að þeir sendi mig í önnur gallerí ef vel tekst til. Alla vega eru ofsalega spennandi tímar framundan.“ Sýningin stendur til 9. maí. Opið er fimmtudaga til sunnudaga, kl. 14– 18. Myndlistin losaði mig við eldvörpuna STIKLA Málverkasýning í Íslenskri grafík helgag@mbl.is Myndlist Gerðarsafn: Rebekka Rán Samper í austursal, Ragna Fróðadóttir í vestursal, Bjarni Sigurbjörnsson neðri hæð. Til 16. maí. Kling og Bang, gallerí, Laugavegi: Jón Óskar. Til 25. apríl. Hafnarborg: Hafnar- borg: Rafn Hafnfjörð sýnir ljósmyndir og Björk Atla akrýlmálverk. Til 10. maí. Handverk og hönnun, Aðalstræti 12: Afmælissýn- ing. Til 25. apríl. Hallgrímskirkja: Hörður Ágústsson. Til 26. maí. Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi: Kristín Ísleifs- dóttir. Til 30. júní. i8, Klapparstíg 33: Birgir Andrésson. Til 30. apríl. Íslensk Grafík, Hafn- arhúsinu: Hördís Brynja. Til 9. maí. Jón forseti, Aðalstræti: Finnur Arnar. Til 2. maí. Kunstraum Wohnraum, Ásabyggð 2, Akureyri: Jón Laxdal Halldórsson. Til 25. apríl. Listasafn Akureyri: Inn- setning Önnu Líndal. Til 9. maí. Listasafn ASÍ: Finna B. Steinsson. Björk Guðnadóttir. Til 10. maí. Listasafn Ísafjarðar: Guð- björg Lind Jónsdóttir. Til 1. júní. Listhús Ófeigs, Skóla- vörðustíg: Sigurður Örlygs- son. Til 30. apríl. Listasafn Einars Jóns- sonar: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14–17. Listasafn Íslands: Íslensk myndlist 1900–1930. Ragna St. Ingadóttir. Til 2. maí. Listasafn Reykjanes- bæjar: Kristján Jónsson.Til 2. maí. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn: Nútíma- maðurinn. Til 20. maí. Guðný Guðmundsdóttir í Píramíd- anum. Til 2. maí. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Ólafur Elíasson. Til 25. apríl. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir: Vestursalur: List frá Barcelona. Miðrými: Erla Þórarinsdóttir. Til 9. maí. Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar: Sigurjón Ólafsson í alfaraleið. Til 30. maí. Ljósmyndasafn Reykja- víkur, Grófarhúsi: Leifur Þorsteinsson – Fólk og borg. Til 9. maí. Mokka: Hulda Vilhjálms- dóttir. Norræna húsið: Sigrún Eldjárn. Til 9. maí. Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1: Finnbogi Pét- ursson, Svava Björnsdóttir, Kristján Guðmundsson, Þór Vigfússon, Hreinn Friðfinns- son. Til 6. maí. Safn – Laugavegi 37: Op- ið mið.–sun. kl. 14–18. Andr- eas Serrano, Richard Prince og Carsten Höller. Hrafnkell Sigurðsson. Finnur Arnar. Til 9. maí. Leiðsögn alla laug- ardaga kl. 14. Safn Ásgríms Jónssonar: Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. Þjóðmenningarhúsið: Handritin. Skáld mánaðarins: Sjón. Heimastjórn 1904. Þjóðminjasafnið – svona var það. Þjóðarbókhlaða: Heima- stjórn 100 ára. Leiklist Þjóðleikhúsið: Þetta er allt að koma, lau, fös. Dýrin í Hálsaskógi, sun. Græna landið, sun., fim. Sorgin klæðir Elektru, lau., sun., fim., fös. Borgarleikhúsið: Lína Langsokkur, sun. Chicago, lau., fim., fös. Leikhústvenna: Sekt er kennd og Draugalest- in, sun. Paris at night, sun., mið. Sporvagninn Girnd, lau., fös. Grease, lau., sun. Iðnó: Sellofon, lau. Tenórinn, sun. Yndislegt kvöld, lau., sun. Hafnarfjarðarleikhúsið: Meistarinn og Margaríta, lau. Loftkastalinn: Eldað með Elvis, fös. Austurbær: 5stelpur.com, fös. Félagsheimili Seltjarn- arnes: Saumastofan, lau., sun. Leikfélag Akureyrar: Sveinsstykkið, lau., sun. Í LISTASAFNI Íslands gefst gestum og gang- andi að taka þátt í póstkortagerð frá kl. 11– 14 í dag. Um er að ræða átjándu alþjóðlegu póstkortasamkeppni Barnalistasafnsins í Wuppertal sem fer fram í samstafi Goethe- Zentrums og fræðsludeildar Listasafns Ís- lands. Foreldrar og aðstandendur barna eru hvattir til að koma á safnið með börnin og hlusta á sögur í sögutjaldinu og búa síðan til póstkort til að senda í samkeppnina eða til að senda vinum og vandamönnum. Til eru frá- sagnir og sögur um fljúgandi dreka, fuglinn Fönix, þrumuguðinn Þór og mörg önnur spenn- andi fyrirbæri sem ljá hugmyndafluginu vængi. Sögurnar verða lesnar bæði á íslensku og þýsku. Börnin búa til póstkort

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.