Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.2004, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.2004, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. APRÍL 2004 B jörg Atla opnaði myndlist- arsýningu í Hafnarborg 17. apríl síðastliðinn. Þar sýnir hún alls 39 málverk í Sverr- issal og Apóteki. Sýningin ber heitið Með nesti og nýja skó og vísar heitið meðal annars til ólíks aldurs myndanna á sýningunni. „Þrjár elstu myndirnar eru nestið. Nýju skórnir eru svo myndirnar sem ég vann eða lauk við að vinna á ár- unum 2002–2004,“ segir Björg í samtali við Morgunblaðið. Myndirnar vinnur Björg með þynntum akrýllitum í opinn grunn, það er að segja á ómeðhöndlaðan striga. Fyrst vinnur hún í strigann flatan á gólfinu, en strekkir hann svo á blindrammann og heldur áfram að vinna myndina. „Ég leitast við að ná fram flæði, gegnsæi og rytma í myndum mínum. Tæknin sem ég nota í upphafi verksins minnir svolítið á akvarellu sem unnin er á bómullarpappír. Skilin milli for- grunns og þess sem flæðir inn í strigann eru oft óljós og það skapar skemmtilega spennu í myndinni, að mínum dómi,“ segir Björg. Þó að akrýlliturinn hafi orðið fyrir val- inu á sýningunni nú, hefur Björg lengi notað olíuliti í verkum sínum. En hún seg- ir akrýllitinn höfða sterkt til sín. „Hann hefur ýmsa skemmtilega eiginleika, til dæmis að hann þornar fljótt og ég get þynnt hann mjög mikið. Mér finnst akrýl- liturinn í raun meira nútímaefni, litarefnið er það sama og í olíu og akvarellu.“ Bergmál tilfinninga, skynjunar og reynslu segir Björg vera grunnstefin í við- fangsefnum sínum að þessu sinni. „Maður getur engu að síður notað landslag eða himinvíddir til þess að koma þessari tján- ingu á framfæri, en ég legg áherslu á lit- inn og reyni á þanþol hans. Það má kannski fella stílinn undir abstrakt- expressjónisma, sem var vinsæll í New York eftir stríð. Mér finnst svo margt í honum sem taka má upp og halda áfram með, því hann hentar mínum karakter vel,“ segir Björg. Hún segist hafa dottið niður á þessa aðferð þegar hún var við nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands í byrjun 9. áratugarins. „Þá var ég með hálfónýtan segldúk á gólfinu, sem mér var í raun alveg sama hvernig færi um. Ég prófaði mig áfram og þá kviknaði eitt- hvað, sem mig langaði að halda áfram með seinna. Og nú er ég að sýna afrakstur þess.“ Björg starfaði sem meinatæknir áður en hún fór að fást við myndlist og hefur það starf haft nokkur áhrif á verk hennar. „Mér fannst svo gaman að horfa í smá- sjána og fylgjast með breytingum á lit- uðum upplausnum, að ég gleymdi mér næstum. Meðan ég vann á rannsóknastof- unni voru mér gefnir akrýllitir og fljótlega eftir það hellti ég mér út í myndlistina, nám, kennslu og listsköpun. Mér finnst meinatæknin, þessi vísindalega vinna, hafa reynst mér mjög góður grunnur.“ Sýning Bjargar í Hafnarborg verður op- in til 10. maí. Bergmál tilfinn- inga og skynjunar Morgunblaðið/Ásdís „Ég leitast við að ná fram flæði og gegnsæi í myndum mínum,“ segir Björg Atla um sýningu sína í Hafnarborg, sem ber heitið Með nesti og nýja skó. Morgunblaðið/Ásdís Vökudraumur er heiti þessa verks, sem prýðir sýningu Bjargar. Í tilefni Viku bókarinnar sendir Salka frá sértvær bækur. Önnur þeirra nefnist Ótuktinog er eftir Önnu Pálínu Árnadóttur söng-konu. Hún greindist með krabbamein fyrir 5 árum og segir hér frá reynslu sinni og hvernig hún hefur bókstaflega náð að hugsa sig út úr því gífurlega óöryggi og vanlíðan sem fylgir erf- iðum veikindum. Morgunblaðið birti ítarlegt viðtal við Önnu Pálínu sl. sunnudag þar sem hún sagði frá þessari erfiðu reynslu og tilurð bókarinn- ar. Eigðu við mig orð er til- vitnanakver sem þær Sölku- stöllur, Hildur Hermóðs- dóttir og Kristín Birgis- dóttir, tóku saman. „Tilvitnanirnar eru valdar héðan og þaðan og eru í formi ljóða, söngtexta, orða- tiltækja og textabrota úr skáldsögum og viðtölum. Bókin skiptist í nokkra kafla sem ávarpa lesandann og bjóða honum í ferða- lag um lífið og tilveruna þar sem tilvitnanirnar geta bæði gefið okkur svör, hugleitt með okkur eða undirstrikað líðan okkar. Fjallað er um vin- áttu, ást – og algleymi, erótíkina og glundroð- ann sem fylgir henni – stríð og vopnaglamur og síðast en ekki síst þá staðreynd að stundum er lífið í dúr og stund- um í moll,“ segir Kristín um bókina. „Margrét Laxness hannaði bókina og hafði það að aðal- markmiði að skapa útlit sem undir- strikaði efni bókar- innar.“ Matreiðsla und- ir berum himni Í maí kemur út bókin Um hjartað liggur leið sem er þýðing Sig- urðar Skúlasonar á völdum köflum úr tveimur þekktustu bókum Jacks Kornfields. „Þessi met- söluhöfundur hefur kennt hugleiðslu undanfar- in þrjátíu ár og er mikilsvirtur leiðbeinandi í andlegri iðkun. Hann hvetur okkur til að fylgja leið hjartans og nota hæfileika okkar til að skapa frið jafnt hið ytra sem innra. Hann leggur áherslu á gildi þess að losa sig við neikvæðar hugsanir, að rækta kærleikann og komast að því hver við erum í raun og veru. Kornfield tvinnar forna austurlenska speki við nútíma- hugsunarhátt Vest- urlandabúa og er einn mest lesni leið- beinandi á þessu sviði. Einnig kemur út í maí bókin Með veislu í farangrin- um sem ber sann- arlega nafn með rentu og er nýstárlegt upp- skriftakver fyrir ferðaglaða sælkera, hvort sem þeir eru á fjöllum, í tjaldútilegu eða í sumarbú- stað. Hér eru á ferðinni einfaldar, en oft á tíðum frumlegar uppskriftir eftir þaulvana leiðsögu- menn, þær Ingibjörgu G. Guðjónsdóttur og Ragnheiði I. Ágústsdóttur, sem undanfarin 15 ár hafa eldað utan dyra við ævintýraleg skilyrði og duttlungafulla veðráttu. Auk þess að vinna með hefðbundið hráefni nýta þær sér náttúruna og láta hana um að krydda matinn jafnt sem til- veruna. Fróðleiksmolar sem gera útivistina bæði skemmtilegri og auðveldari eru á hverri síðu. Bókin er prýdd fjölda litmynda auk þess sem áferð hennar er sérstaklega gerð fyrir úti- veru.“ Fleiri bækur á leiðinni Af öðrum bókum sem Salka gefur út á árinu nefnir Kristín þriðju bókina eftir Victoriu Mor- an sem heitir á frummálinu Fit from within (Hreystin kemur innan frá) og margir hafa beð- ið eftir. Handbók um afeitrun líkamans kemur út í haust og síðla árs kemur út bók er nefnist Konur sem hugsa um of (Women who think too much), auk tveggja þýddra skáldsagna úr heimi kvennabókmennta. Meðal efnis fyrir unglinga kemur út þriðja spennubók Ragnars Gísla- sonar, höfundar Töru og Setuliðsins. Gerður Berndsen gefur út sína fyrstu skáldsögu fyrir unglinga og þar á Krissa, aðalpersónan, ekki einungis sjálf í vandræðum heldur líka foreldr- ar hennar sem stríða við áfengisvandamál. „Rykið verður dustað af Mary Poppins og fyrsta bókin um hana birtist í haust í nýrri út- gáfu. Síðast en ekki síst má nefna nýja skáld- sögu eftir Kristínu Ómarsdóttur sem kemur út fyrir næstu jól og fleira er í farvatninu sem við gefum ekki upp að sinni, en alls mun Salka gefa út rúmlega tuttugu bækur á árinu,“ segir Krist- ín Birgisdóttir að lokum. Kristín Birgisdóttir Líflegt og fjölbreytt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.