Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.2004, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.2004, Qupperneq 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. JÚNÍ 2004 CHRISTOPHER Ricks, prófess- or í ljóðlistum við Oxford- háskóla sendi nýlega frá sér þykkan doðrant sem fjallar um Bob Dylan og verk hans. Bókin, sem er sú lengsta sem rituð hefur verið um Dylan til þessa, nefnist Dylan’s Vision of Sin eða Sýn Dylans á syndina eins og heiti hennar gæti útlagst á íslensku og leggur Ricks sig þar eftir að greina línu fyrir línu sum meistaraverka Dylans. Að sögn New York Times er Ricks einlægur aðdáandi Dylans og segir gagnrýnandi blaðsins að þó Ricks sé á köflum nokkuð há- stemmdur þá sé þar líka að finna áhugaverða innsýn í ljóðlist skáldsins og skemmtilegan sam- anburð við verk annarra og eldri meistara. Levy hlýtur Orange-verðlaunin LÍTT þekkt skáldsaga Andrea Levy hlaut í vikunni Orange- bókmenntaverðlaunin, sem að- eins eru veitt konum. Bókin nefnist Small Island og er kómísk frásögn af vestur- indískum inn- flytjendum í London. En sag- an er sögð í gegnum Gilbert og konu hans Hortense, sem flytur til London til að vera hjá manni sínum eftir að hann lýkur þjón- ustu í breska flughernum, leigu- sala þeirra Queenie sem lúrir á fjölda leyndarmála og eig- inmanni hennar. Verðlaunaveit- ingin þótti koma töluvert á óvart en Levy skaut þar með ekki ómerkari höfundum en Marg- aret Atwood, Rose Tremain og Gillian Slovo ref fyrir rass. Small Island hefur vakið litla athygli til þessa, en Guardian hefur hins vegar eftir Sandi Toksvig, for- manni dómnefndarinnar, að sögupersónur Levy í Small Isl- and sé frábær kómísk sköpun. Nútíminn í framtíðinni ÖNNUR skáldsaga Hari Kunzru The Transmission kom út fyrir skemmstu. En Kunzru hlaut Somerset Maugham-verðlaunin og sess á lista yfir bestu bresku rithöfundana undir fertugu fyrir frumraun sína The Impression- ist. Að mati gagnrýnanda Daily Telegraph er The Transmission líka einkar góð skemmtun. Sögusviðið er hinn tölvuvírusa- sýkti nútími og nær Kunzru á átakalausan og kómískan máta að sýna fram á hversu mikið nú- tíminn líkist í raun framtíðinni. Kunzru líkist í raun nokkuð Martin Amis á hans yngri árum að sögn blaðsins, en sé ef eitt- hvað er viðkunnanlegri. Hann samtvinni kómíska viðburði ljóð- rænum stíl og frásögnin sé þá vel skipulögð og heillandi. Framþróun Henrys NÝJASTA bók Howards Jacob- sons er líkt og hans fyrri verk full af kaldhæðnum húmor, og áhyggjum tengdum lönguninni til að komast áfram í lífinu en ná aldrei jafnlangt og maður ætlaði sér. The Making of Henry, eða Framþróun Henrys eins heiti hennar gæti útlagst á íslensku, fjallar um taugaveiklaðan fræði- mann af gyðingaættum sem sef- ur hjá fjölda kvenna sem hann ætti frekar að hafa minni sam- skipti við. ERLENDAR BÆKUR Meistaraskáldið Dylan Andrea Levy Bob Dylan Ó ttinn við afstöðu almenn- ings tekur á sig ýmsar myndir. Til dæmis má ætla að margvísleg hei- mótt og uppburðarleysi eigi rætur í djúpstæðum áhyggjum af því hvað aðr- ir kunni að halda, hvort þeir hói saman liði til þess að gera aðsúg að við- komandi ef hann/hún æmtir, ellegar stofni al- mennan hláturkór til þess að gera gys að honum/ henni. Nú er unnt að mæla afstöðu almennings til manna og málefna með skoðanakönnunum, og það furðu nákvæmlega, en ekki er ýkja langt síð- an víðtækar skoðanakannanir voru nánast óþekktar. Ætli það sé nema svona aldarfjórðung- ur síðan farið var að mæla afstöðu almennings hér. Það er líka um það bil aldarfjórðungur síðan upp gaus mikið fár í lesendabréfum dagblaðanna, m.a. í Velvakanda Morgunblaðsins. Lesendur sprændu reiði sinni og fordómum á síður blað- anna sem aldrei fyrr, en hinir hófstilltari þegnar samfélagsins voru orðlausir af undrun og skelf- ingu. Tilefnið var reyndar sakleysislegt og fráleitt að bregðast við því öðru vísi en með auðmýkt og þakklæti: Svíar höfðu gefið íslenska sjónvarpinu sýningarrétt á öllum sænskum kvikmyndum allt frá upphafi kvikmyndaaldar til seinustu ára. Þar á meðal voru verk eftir alla jöfra sænskrar kvik- myndagerðar, en Svíþjóð á einkar glæsilega kvik- myndasögu. Þetta var dæmalaus höfðingsskapur frændþjóðar við fámenna eyþjóð sem baksaði við að reka innlent sjónvarp af óhjákvæmilegri naum- hyggju í skugga amerískra menningaráhrifa. Fréttin þótti nógu merkileg til að fá áberandi pláss á baksíðu Morgunblaðsins og þáverandi for- ráðamenn sjónvarpsins lýstu gleði og þakklæti, enda kurteisir, opinberir einstaklingar. Viðbrögð „almennings“ urðu hins vegar önnur, eins og fram hefur komið, og kannski eru þau verðugt rann- sóknarefni mannfræðinga. Rök megnuðu ekki að stemma flóð lesendabréfa og báðust bréfritarar í stuttu máli undan þeim „ósköpum“ og „ægilegu örlögum“ að þurfa að góna á „svarthvítar sænskar vandamálamyndir“ á föstudags- og laugardags- kvöldum eftir erfiða vinnuviku. Menn ættu betra skilið fyrir vistina í harðbýlu landi; eða var þetta kannski refsivist þegar allt kom til alls, spurðu menn. Nú veit ég ekki til þess að gerð hafi verið skoð- anakönnun um afstöðu alls almennings á þessum tíma til hinna sænsku mynda, en tel nokkuð öruggt að engin slík mæling hafi farið fram. Þarna gusu upp fordómar af ömurlegustu sort; margir fyrirverða sig enn í dag vegna uppnámsins og ókurteisinnar. Vitaskuld drógu sjónvarpsmenn sig inn í skel sína og létu undan andúð hins rit- glaða „almennings“. Ég minnist þess naumast að nokkur þeirra sænsku kvikmynda sem íslenska sjónvarpið fékk að gjöf hafi verið sýnd þar, en við- urkenni að mitt minni er ekki óbrigðult. Þetta gamla lesendabréfafár rifjaðist up fyrir mér nýlega þegar Sjónvarpið sýndi ákaflega ljúfa, ítalska gamanmynd frá fyrri hluta sjötta áratug- arins eftir leikstjórann Vittorio de Sica, með snill- inginn Eduardo de Filippo og augnayndið Soffíu Loren í aðalhlutverkum. Mér varð það á að undr- ast hversu vel myndin hafði elst og fór að hugsa til jafngamalla Hollywood-mynda og fannst eins og einungis söngvamyndirnar þeirra entust jafn vel og þessi. Það er annars dapurlegt úrvalið af kvikmynd- um sem sýndar eru í íslensku sjónvarpi og und- antekning ef þar er mynd úr öðru heimshorni en Hollywood. „Hernám hugarfarsins“ er fullkomn- að. Aðeins Sjónvarpið heldur því til streitu að sýna evrópskar kvikmyndir annað veifið og gerir það seint á sunnudögum þegar kominn er almenn- ur háttatími. Og Hollywood-væðingin nær víðar. Vinur minn ferðaðist fyrir skömmu með Icelanda- ir á svonefndum „Business Class“ frá Bandaríkj- unum til Íslands og gat valið á milli tólf kvik- mynda á leiðinni. Allar frá Hollywood. Hvers vegna engar íslenskar myndir? Þær eru sumar margrómaðar í útlöndum þó Íslendingar nenni naumast að gefa þeim gaum, og fást með enskum skýringatextum. Er furða að Bandaríkjamenn haldi að sýningar íslenskra leikhúsa fari fram á ensku þegar menn- ingarleg undanlátssemi er jafnmikil og raun ber vitni? Hvaða almenningsálit ræður för? FJÖLMIÐLAR ÁLIT HVAÐA ALMENNINGS? Ég minnist þess naumast að nokkur þeirra sænsku kvik- mynda sem íslenska sjónvarpið fékk að gjöf hafi verið sýnd þar, en viðurkenni að mitt minni er ekki óbrigðult. Á R N I I B S E N Á SÍÐUSTU árum hefur mark- aðstrúin styrkst í sessi. Sam- kvæmt henni felast æðstu verðmæti í því að skara fram úr, skjóta samborgurunum ref fyrir rass og öðlast sífellt betri stöðu í goggunarröð sam- félagsins. Samkvæmt ríkjandi gildismati ber hinum ,,vel- heppnaða Íslendingi“ að full- nægja eftirfarandi kröfum: Eiga eigið húsnæði, einkum einbýlishús. Eiga vandaðan bíl, litasjónvarp, vídeó, dýra tölvu með ADSL tengingu, far- síma og fallega innanstokks- muni og dýran klæðnað sem nauðsynlegt er að endurnýja með reglulegu millibili. Vera skuldlaus með ávís- anahefti og tvö greiðslukort. Eiga verðbréf og fjárfesta reglulega í hlutabréfamark- aðinum. Hafa nóg fé milli handanna til að geta bruðlað með peninga og látið eftir skyndilöngunum. Vera í viðurkenndum klúbbi eða félagasamtökum sem falla vel að hefðbundnum við- horfum samfélagsins. Um- gangast ,,fína“ og ,,fræga fólkið“. Vera passlega ,,venjulegur“ og dagfarsprúður og skera sig ekki úr með því að styðja nýj- ungar sem hafa ekki hlotið al- menna viðurkenningu. Full- nægja kröfum um ,,rétta hegðun“, ,,rétt útlit“ og ,,rétt viðbrögð“. Vera sem mest í fjölmiðlum; dagblöðum, tímaritum eða sjónvarpi. Slá þá á létta strengi og skemmta fólki með fánýtu masi um ekki neitt. Komast undan því að tala um það sem skiptir máli til þess að styggja engan. Vera þó ákaflega ábyrgðarfullur en fyrst og fremst raunsær. Lífspeki www.speki.net VEL HEPPNAÐUR I Rithöfundurinn og gagnrýnandinn James Woodlýsti fyrir skömmu í bókmenntatímaritinu London Review of Books áhyggjum af því að bókmennta- gagnrýni væri um það bil að deyja drottni sínum sem áhugaverð og sýnileg umræða fyrir almenning. Þetta er að gerast á sama tíma og fleiri skáldsögur eru gefnar út en nokkru sinni fyrr, bókaklúbbar og leshópar blómstra, dagblöð og tímarit helga fjölda síðna bókaumfjöllun og bókmenntaverðlaunum fjölgar. Woods hefur sérstakar áhyggjur af því að færri og færri geti skrifað krítík sem kalla megi bók- menntir. Hann telur að Bretar eigi ekki lengur neinn VS Pritchett eða slíkir esseiistar séu að minnsta kosti afar fáir nú um stundir. Þegar litið er yfir sviðið hér á Íslandi verður ekki annað sagt en að við virðumst eiga við sama vanda að stríða. Er einhver að skrifa um bókmenntir hér á landi nú eins og til dæmis Sigfús Daðason gerði? IIWood telur vandann liggja hjá höfundunumsjálfum. Þeir séu í nánu sambandi við fræða- samfélagið en séu ófærir um að skrifa læsilega um- sögn vegna þess að fræðin séu svo upptekin af því að setja alla hluti í samhengi og afbyggja. Þeir segi okkur að við ættum að lesa Ódysseif eftir Joyce vegna þess að hún veiti innsýn í það hvernig Dyfl- innarborg var á fyrri hluta síðustu aldar, vegna módernísks uppbrots hennar á skáldsagnaforminu eða vegna flókinna sálfræðilegra þátta. Þetta séu vissulega áhugaverðir hlutir en eftir sem áður eigi eftir að svara mikilvægri spurningu: Er bókin góð? Sú spurning er oft talin klén og lítilvæg í gagnrýni samtímans, að mati Woods. IIIWood hefur kannski nokkuð til síns máls. Bók-menntagagnrýni er vísast meira og minna orð- in að geldri, vísindalegri orðræðu um aukaatriði. Og hér er átt við bókmenntagagnrýni í blöðum og tímaritum sem er ætluð almenningi. Í stað þess að leggja beinlínis mat á það hvort bækur séu góðar eða vondar, hvort höfundar þeirra kunni yfirleitt til verka, þá velta gagnrýnendur sér endalaust upp úr hugmyndafræðilegum skírskotunum ef þeir bisa ekki við að máta einhverja heimspeki- eða fé- lagsfræðikenninguna á textann. Hugsanlega kall- aði tíminn á þess konar umfjöllun. Síðustu fjörutíu ár tuttugustu aldar voru tími hinnar ágengu og alltumvefjandi teoríu, það voru kenningar sem rifu niður kenningar um það hvernig kenningar ættu að vera. En er sá tími ekki liðinn nú? IV Ef til vill er kominn tími til að gagnrýnendurhugsi meira um að tala við fólk en kenningar í skrifum sínum. Hugsanlega þurfa gagnrýnendur að huga betur að eigin fræðum, bókmenntafræð- unum, en kenningum um það hvernig konur hegða sér í hópum og karlmenn í strætóskýlum, eða hvort heimurinn sé tilbúningur eða eftirlíking af ein- hverju sem aldrei hefur verið til. Kannski þurfa gagnrýnendur að huga betur að því formi sem þeir eru að vinna með. Kannski þurfa þeir að fara að líta á gagnrýnina sem bókmenntaform í stað þess að taka upp á því hver á fætur öðrum að skrifa skáldsögu. Að minnsta kosti er ljóst að bókmennta- gagnrýni er ekki áhugaverðasta lesefni blaða og tímarita um þessar mundir. NEÐANMÁLS Íslendingur. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.