Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.2004, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.2004, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. JÚNÍ 2004 3 Steinunn Sigurðardóttir hóf skáldaferilinn fyrir 35 árum með útgáfu ljóðabókarinnar Sífellur. Um þessar mund- ir kemur út Ljóðasafn sem inniheldur allar sex ljóðabækur Steinunnar. Þröstur Helga- son ræðir við skáldið um ferilinn. Ronald Reagan allur nefnist grein eftir Soffíu Auði Birgisdóttur þar sem fjallað er um tvær ævisögur um forsetann fyrrverandi, sjálfsævisöguna Where’s the Rest of Me? frá 1965 og ævisög- una Dutch: A Memoir of Ronald Reagan frá 1999 eftir Edmund Morris. José Saramago hefur sent frá sér nýja skáldsögu er nefnist Ensaio sobre a Lucidez eða Ritgerð um skýrleika. Bókin fjallar um lýðræði. Her- mann Stefánsson segir hana sæta tíðindum. Þjóðareignarréttur eða mannkynseignarréttur þarf að mati Þorsteins Gylfasonar að verða til smám saman í vandaðri viðureign við afmörkuð vandamál. Þorsteinn fjallar um þrjár þraut- ir þessu tengdar, handritamálið, erfða- mengi mannsins og blóm á Madagaskar. FORSÍÐUMYNDIN er af verki eftir Erró, Mae West (1989, 99 x 70 cm, olíulakk á striga). Úr myndaflokknum 1002 nætur. M ikið hefur að und- anförnu verið rætt og ritað um lýðræðið og þingræðið á land- inu bláa og ég held það sé óhætt að segja að óvenju heitt hafi verið í kolunum. Það er kannski eitt af einkennum lýðræð- isins að hver og einn skuli fá að láta skoðun sína í ljós, jafnvel með gífuryrðum. Í ein- ræðisríkjum dettur engum nema ofur- hugum og geðsjúklingum slíkt í hug, enda ættu þeir í erfiðleikum með að koma ádrep- um sínum á framfæri þar sem öllum fjöl- miðlum er stjórnað af sterkum, einráðum flokki. Og af því að mikið hefur verið rætt um eignarhald á fjölmiðlum og hættur því samfara þá megum við ekki í öllu því fári gleyma mestu hættunni, sem er sú að Rík- isvaldið nái undir sig mestöllum fjölmiðl- unum. En aftur að einræðisríkjunum. Hand- tökur, hreinsanir, pyntingar og morð á blá- saklausu fólki eru daglegt brauð í löndum með slíkt stjórnarfar. Það segir dálítið um eðli mannskepnunnar að enginn hörgull virðist vera á böðlum og pyntingameist- urum á þeim bæjum. Um leið og samein- aður flokkur allra landsmanna er kominn til valda spretta þeir upp eins og gorkúlur og sinna starfi sínu af slíkum flinkheitum og vandvirkni að ekki er annað sýnna en þeir hafi fundið draumastarfið. Ekki veit ég hvers vegna sérstakan hroll setur að mér þegar ég heyri minnst á herforingjastjórnir í Suður-Ameríku. Af nógu slíku er þó að taka víðs vegar í heiminum. Kannski teng- ist það frásögnum af öllum mannshvörf- unum og dauðasveitum sem skjóta börn á færi í fátækrahverfum enda talið mikið þjóðþrifaverk hjá sumum áhrifamönnum í flokknum. Maður prísar sig bara sælan og þakkar almættinu seint og snemma fyrir mannréttindin. Hreint það voðalegasta sem hent getur í nokkru ríki er að til valda komist stór og sterkur flokkur með mikilhæfan leiðtoga. Það ætti nú að vera orðið nokkuð ljóst af því sem á undan er gengið í mannkynssög- unni. Og þótt karpið sé oft og einatt hrút- leiðinlegt og forheimskandi ættum við að blessa það í bak og fyrir. Blessað lýðræðið, segi ég nú bara. En það er náttúrlega ekki sama hvernig að því er staðið. Sumir halda því fram að lýðræði og þingræði á Íslandi séu lítið ann- að en orðin tóm. Fólkið í landinu geti aldrei valið sér menn og konur sem það treysti til að skapa heilbrigt samfélag, heldur sé okk- ur gert að velja á milli flokka. Og ekki tek- ur betra við þegar að þingræðinu kemur. Þeir munu fleiri sem færa ansi sterk rök fyrir því að þingræðið sé ekki annað en inn- antómt orðskrípi. Það stafi af þeirri ein- földu ástæðu að um leið og ákveðnir flokkar hafi myndað ríkisstjórn, sé hollustan við flokksstjórnina svo mikil að það séu nánast talin drottinssvik að styðja ekki stjórn- arfrumvörp. Viðkomandi þingmanni sé hót- að öllu illu hafi hann aðra skoðun á tilteknu máli, hann úthrópaður og beittur alls konar þvingunum. Enda mun það afar fátítt að stjórnarliðar felli frumvörp úr eigin ranni. Þeir viti fullvel að þeim eru afarkostir sett- ir. Brottrekstur, útskúfun, öllum dyrum skellt. Því geti sterkir stjórnarherrar kom- ið fram hvaða geðþóttaákvörðunum sem er án þess að spyrja kóng eða prest, að maður tali nú ekki um þjóðina. Allra verst er þó að almenningur virðist hálft í hvoru telja þetta fyrirkomulag gott og gilt. Sífellt glymur í eyrum úr öllum áttum að Stjórnin þurfi að geta treyst sínu fólki til að greiða frum- vörpum hennar atkvæði sitt annars sé óhugsandi að koma nokkru þjóðþrifamáli í gegn. Mér er ekki grunlaust um að þeir þing- menn sem dirfast að viðra efasemdir sínar opinberlega séu beittir lymskufullum brögðum til auðsveipni. Þeir stimplaðir sem ólíkindatól sem alltaf séu á móti öllu, og þá einkum og sér í lagi miklum nauð- synjamálum. Þeir séu athyglissjúkir og noti hvert tækifæri til að auglýsa sig. Þeir séu lýðskrumarar af ómerkilegustu sort, elti hvaðeina sem þeir telji að muni afla sér vinsælda og atkvæða hjá almenningi. Eða þá að viðkomandi sé á leið í formannsslag á næsta flokksþingi. Og ef allt um þrýtur er hægt að koma því lipurlega í umferð að hann sé nú ekki alveg heill til höfuðsins, blessaður, eða í öllu falli svo óforbetr- anlegur sérvitringur að ekki sé hægt að notast við hann í sæmilega siðuðu komp- aníi. Lesist: Ekki marktækur. Ég hef hins vegar alltaf borið djúpa virð- ingu fyrir fólki sem stenst slíkan ofurþrýst- ing. Mikið held ég að það yrði lýðræðinu til framdráttar ef menn áttuðu sig á því að það er lítill munur á flokkum en mikill munur á fólki. Og við þurfum sárlega á hugrökkum fulltrúum að halda. Mönnum og konum sem hafa kjark og heilindi til að standa fast við hugsjónir sínar og sannfæringu, eink- um þegar þær hugsjónir eiga undir högg að sækja og sannfæringin gengur gegn meg- instraumnum. Undanfarin ár hafa verið gerðar margar ágætar stríðsmyndir sem útmála þann yf- irgengilega hrylling og mannvonsku sem á sér stað þegar vítisvélarnar eru komnar í gang. Það er mikil framför frá því sem áður var þegar Frank Sinatra og Dean Martin drukku sig og sungu í gegnum orrusturnar og stútuðu öllum vondu Þjóðverjunum í leiðinni. Í seinni kvikmyndunum, gerðum af viti bornum mönnum, sjáum við þess hvað eftir annað dæmi að óbreyttur hermaður eða undirforingi neitar á úrslitastundu að hlýða vitfirrtum skipunum yfirmanns síns, jafn- vel þótt honum sé hótað ærumissi eða líf- láti. Ég kemst alltaf við þegar ég verð vitni að þessum hetjuskap á hvíta tjaldinu. Með neitun sinni eru þessir hugdjörfu menn að staðfesta mennsku sína. Þeir eru þess alb- únir að láta líf sitt fremur en það sem þeim er heilagast, sjálfsvirðingu sína og sam- visku. Þetta finnst mér alltaf vera hinar einu sönnu hetjur. Þeir sem neita að ýta á takk- ann. Einu gildir hvort sú gjörð sendir af stað kjarnorkusprengju eða varpar jái upp á skjá í þingsal. Hvort tveggja getur verið jafn banvænt. Og ef það er eitthvað sem getur komið lýðræðinu til bjargar í mold- viðri áróðurs og undirhyggju þá eru það slíkir fulltrúar fólksins. Menn og konur sem halda ró sinni í stóryrðaflaumnum, láta hvorki undan hótunum né gylliboðum en halda fast við sannfæringu sína á hverju sem dynur. Menn og konur með góðan vilja að vopni. Frjálsir menn og frjálsar konur sem láta ekki af hendi frumburðarrétt sinn hvað sem í boði er. Þann rétt að berjast með ráðum og dáð fyrir því háleita mark- miði að búa börnum sínum bjarta framtíð í frjálsu landi. AÐ ÝTA Á TAKKA RABB E Y S T E I N N B J Ö R N S S O N eystb@ismennt.is STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR SANDEYJAN I Sigling út sjónarrönd. Leitin snýst um litla eyju með langri sandströnd. Þú ferð endalaust hjá minnkandi eyjum með stækkandi strönd. Þinn aflanga skutháa bát með ljós í mastri ber loksins að eyjarkríli úr eintómum sandi og kringlótt hafið í kring liggur að engu landi. (Hvaðan ert þú þá komin?) Þú stígur í sandinn – það er ekki í annað að stíga – hann rennur með öldunni, út undan iljunum á þér, og það stirnir á rennandi sandinn. Eftir fáein skref verður fyrir þér flaska án skeytis á beði af strikum eftir vaðfuglafætur. Steinunn Sigurðardóttir (f. 1950) á að baki sex ljóðabækur sem eru nú að koma út í Ljóðasafni hennar (2004). LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 2 4 . T Ö L U B L A Ð - 7 9 . Á R G A N G U R | U M S J Ó N Þ R Ö S T U R H E L G A S O N | T H R O S T U R @ M B L . I S EFNI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.