Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.2004, Side 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. JÚNÍ 2004 11
Hvað er blýeitrun?
SVAR: Blýeitrun stafar af of miklu blýi í
líkamanum. Blý er sérlega hættulegt fóstr-
um og börnum undir sex ára aldri, en allir
sem innbyrða blý í mat eða drykk eða anda
að sér blýgufum geta fengið blýeitrun. Í
sumum löndum er blýeitrun eitt algengasta
heilbrigðisvandamál barna sem rekja má til
umhverfisins. Í Bandaríkjunum er talið að
þrjár til fjórar milljónir, eða eitt af hverjum
sex börnum yngri en sex ára, mælist með of
háan styrk blýs í blóði.
Blý telst til þungmálma en dæmi um aðra
þungmálma eru kvikasilfur og kadmíum.
Þungmálmar eyðast ekki úr líkamanum
heldur safnast þar fyrir. Svokölluð líf-
fræðileg mögnun getur átt sér stað ef blý
kemst í umhverfið, til dæmis með úrgangi
frá iðnaði. Þá kemst það í lægstu þrep
fæðukeðjunnar, til dæmis úr vatni í þör-
unga sem síðan eru étnir af smásæjum
frumdýrum. Með hverjum skammti af þör-
ungum berst smáskammtur af blýi inn í
hvert frumdýr og þannig magnast styrkur
blýsins í frumdýrum miðað við styrk þess í
þörungum. Frumdýrin eru síðan étin af
litlum fiskum og þeir svo af stærri fiskum
sem geta á endanum lent í maga okkar
mannanna. Þannig magnast styrkur blýs
eftir því sem ofar dregur í fæðukeðjunni og
getur að lokum orðið það mikill að það valdi
eitrun í mönnum.
Til er fjöldi reglugerða sem takmarka
leyfilega notkun blýs og greina frá há-
marksskömmtum af því í til dæmis neyslu-
vatni, andrúmslofti, matvælum, efnum sem
snerta matvæli (svo sem plasti og leir), lyfj-
um, úrgangi (til dæmis frá iðnaði og land-
búnaði), í fiskeldi, eldsneyti, rafgeymum,
rafhlöðum og í leikföngum.
Ólíkt mörgum öðrum mengunarefnum
finnst blý oft inni á heimilum, til að mynda
í málningu, ryki, drykkjarvatni og ílátum úr
keramiki og kristalgleri. Enn fremur finnst
blý í sumum hlutum sem tengjast tóm-
stundaiðju, svo sem lóðum sem notuð eru
við stangveiði, í snyrtivörum og jafnvel
„heilsufæði“ og leikföngum. Í gömlum hús-
um, sem voru máluð áður en reglugerðir
um leyfilegt magns blýs voru settar, er
hætta á að blý sé í málningu.
Samkvæmt reglugerðum frá umhverf-
isráðuneytinu er skylda að hafa nákvæmt
eftirlit með blýmagni í öllum þeim fyr-
irbærum sem talin voru upp hér að ofan.
Dæmi um mikilvægi slíks eftirlits er frá síð-
astliðnu sumri þegar í ljós kom að flæði
blýs úr glerungi nokkurra leiríláta sem flutt
voru til Svíþjóðar frá grísku eyjunum Krít
og Samos var alltof mikið. Vitað er um eitt
tilfelli blýeitrunar í kjölfarið. Mikilvægt er
að nota ekki slík ílát undir matvæli nema
þau séu sérstaklega til þess gerð og hafi
fengið samþykki til slíks brúks.
Einkenni blýeitrunar eru margvísleg og
fara nokkuð eftir því á hversu háu stigi
eitrunin er. Helstu einkennin eru skjálfti,
kippir, krampar, vöðvaeymsli, þreyta, mátt-
leysi, sársauki í liðum og skortur á samhæf-
ingu.
Truflanir á sjónskynjun geta orðið eftir
blýeitrun og breytingar á meltingarkerfinu
geta verið ýmiss konar, til dæmi lystarleysi,
þyngdartap, hægðatregða, flökurleiki, upp-
köst og kviðverkir. Helsta einkenni eitrunar
á blóðrásarkerfið er hár blóðþrýstingur.
Áhrif á taugakerfið koma fram sem pirr-
ingur, ofskynjanir, skortur á fram-
kvæmdagleði, lítill samstarfsvilji, höf-
uðverkur, svefntruflanir, ruglingur og
jafnvel dauðadá.
Stórir skammtar af blýi í blóði barns geta
valdið heilaskaða, hegðunarvandamálum,
blóðleysi, lifrar- og nýrnaskemmdum,
þroskaseinkun eða þroskaheftingu, og öðr-
um líkamlegum og andlegum vandamálum.
Í versta falli getur það leitt til dauða.
Blýeitrun er greind með því að mæla
styrk blýs í blóði. Meðferð við henni fer eft-
ir því hversu alvarleg eitrunin er. Ef um
væga eitrun er að ræða getur nægt að huga
að orsökunum og fjarlægja eða forðast upp-
sprettu blýsins. Til dæmis að þurrka vel af
með blautum klút til þess að draga úr ryki.
Hollt og gott mataræði getur hjálpað til og
mikilvægt er að líkaminn fái nægt járn og
kalsíum. Í sumum tilfellum getur lyfjagjöf
reynst nauðsynleg til þess að draga úr eitr-
unaráhrifunum og sé eitrunin á mjög háu
stigi getur viðkomandi þurft á sjúkra-
húsmeðferð að halda.
Að lokum má geta þess að það er algeng-
ur misskilningur að hægt sé að fá blýeitrun
ef maður stingur sig á blýanti. „Blýið“ í
blýantinum er ekki blý heldur grafít sem er
eitt form kolefnis.
Þuríður Þorbjarnardóttir líffræðingur.
HVAÐ ER
BLÝEITRUN?
Hvað merkir mangari í orðinu hórumangari, get-
ur krabbamein borist frá móður til fósturs, hvað
er ítrun Newtons og af hverju dregur Skuggahverfi nafn sitt? Þessum
spurningum og fjölmörgum öðrum hefur verið svarað að undanförnu á
Vísindavefnum og hægt er að lesa svörin á slóðinni www.visindavef-
ur.hi.is.
VÍSINDI
Morgunblaðið/Einar Falur
„Það er misskilningur að hægt sé að fá blýeitrun ef maður stingur sig á blýanti.“ „Í blýantinum er
ekki blý heldur grafít sem er eitt form kolefnis.“ Myndin er af blýöntum Halldórs Laxness.
1903
SVO AÐ RATA
MÁ EFTIR
„Landmælingadeild herfor-
ingjaráðsins danska, er verið
hefur hér við mælingar að
undanförnu, hefur nú gefið
út nýjan uppdrátt af Reykja-
víkurbæ, nákvæman og vandaðan að öllum
frágangi,“ sagði Þjóðólfur 12. júní 1903. „Er
uppdráttur þessi sniðinn eftir því sem upp-
drættir tíðkast af bæjum erlendis með götum
og götunöfnum öllum svo að rata má eftir, en
helstu byggingar merktar tölum svo að finna
má þær á augabragði á uppdrættinum eftir til-
vísun á sama blaðinu. Landslag allt er og
greinilega sýnt innan frá Rauðará og vestur í
Kaplaskjól, en til suðurs að Öskjuhlíð.“
1912
UPPGÖTVAÐI
FLUGVÉLINA
Sagt var frá því í Ísafold 12.
júní 1912 að Wilbur Wright,
„uppgötvari flugvélarinnar,“
væri látinn. „Þeir voru tveir
bræður, hann og Orville
Wright, er tóku að iðka loftrenning árið 1900
við Kitty Hawk í Nord Carolina. Þeir höfðu
rennitæki og mótor í og 17. desember heppn-
aðist þeim fyrsta flugið. Með sífelldum fram-
förum og umbótum á flugtækjunum tókst
þeim loks árið 1905 að fljúga 40 km á 40 mín.
og á gamlársdag 1908 flaug Wilbur Wright lát-
laust 2 klst. og 21 mín. Það var frammistaða
sem allur heimurinn dáðist að.“ Þess má geta
að fyrst var flogið hér á landi haustið 1919.
1924
LEIKANDI
LIPURÐ
Í Alþýðublaðinu 12. júní 1924
var sagt frá því að Sigurður
Kristófer Pétursson rithöf-
undur, sem hafði verið sjúk-
lingur á Laugarnesspítala í
aldarfjórðung, hefði flutt erindi um Appolón-
íus, samtímamann Krists. „Erindið var mjög
fróðlegt en málið svo gott að fáir eða engir
munu eftir leika. Fór þar saman ágæt röð
orða, setningaskipun, hreinleiki máls og leik-
andi lipurð. Kristófer meiðir ekki áheyrendur
sína með bögumælum eða slettum. Hann kann
að nota samtengingar. Hann er ekki að japla á
þegar að, sem að að og ef að að, eins og nú er
að verða tíska ræðumanna.“ Þetta sama ár gaf
Sigurður Kristófer út bókina Hrynjandi ís-
lenskrar tungu, verk sem var á fimmta hundr-
að síður. Hann lést ári síðar, aðeins rúmlega
fertugur.
1938
BROSINU
FÁTÆKARI
Morgunblaðið sagði frá því
12. júní 1938 að Haraldur Á.
Sigurðsson gamanleikari
væri alfluttur frá Reykjavík
og hefði hafið búskap í
Skorradal. Veturinn áður hafði hann leikið í
tveimur leikritum sem höfðu verið sýnd við
mikla aðsókn. Aðspurður hvort ekki væri mik-
ið upp úr leiklistinni að hafa sagði hann: „Jú,
sérstaklega þegar maður gefur vinnuna,“ en
hann sagðist vona að Leikfélagið hefði hagnast
vel. Hann sagðist verða að leika „til að hafa
„motion“ – annars fitna ég um of“. Haraldur
sagði að sér leiddist ekki í sveitinni meðan
hann hefði veðurfréttirnar og svo væri það
kostur að rukkararnir væru ekki að ónáða
mann á hverjum degi. Blaðið sagði að við burt-
för hans væri eins og Reykjavík væri orðin
einu brosinu fátækari.
1941
EINN BLETTUR
Í BÆNUM
„Á góðviðrisdögum er Arn-
arhóll þakinn fólki, sem nýt-
ur þess að hafa einn blett í
bænum þar sem það getur
sest niður á gras og notið
veðurblíðunnar, ef það hefur stund aflögu frá
önnum dagsins. Arnarhóll er eini staðurinn í
bænum þar sem ekki er amast við að menn
„gangi á grasinu“ – sannkallaður sælureitur.“
Þessi lýsing var í Morgunblaðinu 12. júní 1941
og sagt að unnið væri að lagfæringum á túninu
og hólnum umhverfis Ingólfsstyttuna. „Von-
andi sjá bæjarbúar sóma sinn í því að ganga
vel um hólinn,“ sagði blaðið.
1958
SÖNGVARI
AÐ ATVINNU
„Hann hefur haft dæg-
urlagasöng sem aðalatvinnu í
mörg undanfarin ár og hefur
sungið með öllum stærri
hljómsveitum landsins.“
Þannig var komist að orði um Hauk Morthens
í Alþýðublaðinu 12. júní 1958. Þá voru tólf ár
síðan hann kom fyrst fram með hljómsveit.
Aðspurður sagði Haukur að tónlistin hefði lítið
breyst á þessum árum. „Þá var jitterbug eða
tjutt í algleymingi. Nú er það rokkið. En er
þetta ekki allt hið sama í eðli sínu? Aðeins
breyting á rythma.“ Haukur sagði að áður fyrr
hefði allt verið sungið á ensku en „nú þykir
sjálfsagt að öll lög sem gefin eru út hér séu
með íslenskum texta, þótt þau séu erlend“.
1987
ENDALAUS
HÁVAÐI
Í grein í Tímanum 12. júní
1987, tæpu ári eftir að út-
varpsrekstur var gefinn
frjáls, var sagt að nýju stöðv-
arnar stunduðu það „í það
óendanlega að fullnægja einungis þeirri þörf
fyrir endalausan hávaða sem forsvarsmenn
þeirra standa í þeirri trú að þjóðin sækist eft-
ir“. Greinarhöfundur taldi það framar öllu
skyldu fjölmiðla „að hlaupa ekki endalaust eft-
ir lægstu hvötunum í mannseðlinu“ og benti á
að hljóðvarp væri kjörinn vettvangur fyrir
flutning á vandaðri leiklist og hvers konar
bókmenntaverkum.
T ÍÐARANDINN Á TUTTUGUSTU ÖLD
Í Alþýðublaðinu 12. júní 1964, fyrir fjörutíu árum, var frásögn Þorsteins Eggertssonar af blaða-
mannafundi með Bítlunum í Kaupmannahöfn skömmu áður. John Lennon sagði þar: „Við þökkum
auðvitað öllum okkar velunnurum frá Íslandi fyrir að kaupa plöturnar okkar og allt það, þú veist, og
við reynum að koma til Íslands eins fljótt og við getum.“ Ringo Starr kom til landsins í ágúst 1984
og Paul McCartney í júlí 2000, en hinir tveir aldrei. Í lok fundarins rétti Þorsteinn Paul teikningu af
hljómsveitarmönnunum fjórum og bað hann að skrifa kveðju til íslenskra aðdáenda, sem hér sést.
MEÐ KVEÐJU
FRÁ BÍTLUNUM
J Ó N A S R A G N A R S S O N T Ó K S A M A N