Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.2004, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.2004, Page 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. JÚNÍ 2004 13 Þ ær raddir hafa verið uppi að und- anförnu að leiklist í útvarpi sé barn síns tíma og eigi ekki hljóm- grunn í dag. Í mínum huga er það engin spurning að útvarpsleikhús á fullt erindi. Maður getur alveg eins spurt sig hvort nýir miðlir og nýir möguleikar á miðlun söguefnis hafi gengið af bókinni dauðri. Menn spurðu að því í fullri al- vöru fyrir nokkrum árum hvort bókin væri bráðum dauð. Lengi vel dró úr bóklestri, sér- staklega lestri fagurbókmennta, en undanfarin ár hefur lestur skáldsagna verið frekar að aukast fremur en hitt. Hið sama gildir um út- varpsleikhús; botninum er náð og víða má sjá þess merki að útvarpsleikhús sé á uppleið að nýju. Í öllum þeim löndum Evrópu sem við mið- um okkur gjarnan við eru öflugar leiklistar- deildir við ríkisútvarpsstöðvar. Ég kannaði þetta fyrir stuttu þar sem því var haldið fram í mín eyru að alls staðar í kringum okkur væri verið að leggja útvarpsleikhúsin niður. Þetta reyndist alls ekki rétt og nær væri að tala um að útvarpsleikhús ríkisstöðvanna væru að ganga í endurnýjun lífdaga.“ Þessu til áréttingar er sú staðreynd að Nor- rænu útvarpsleikhúsverðlaunin 2004, sem veitt voru fimmtudaginn 2. júní sl., féllu í fyrsta sinn í hlut Útvarpsleikhúsi RÚV frá því núverandi fyrirkomulag keppninnar var tekið upp fyrir 8 árum. „Það eru leiklistardeildir norrænu þjóðarútvarps- stöðvanna sem standa fyrir þessari samkeppni um bestu framleiðslu leikins efnis í útvarpi á Norðurlöndum. Úrslitin voru kynnt í Norræna húsinu í tengslum við árlegan samstarfsfund þessara aðila sem nú er haldinn á Flúðum dag- ana 3.–6. júní. Verðlaunaverkið var leikgerð Bjarna Jónssonar og hljómsveitarinnar múm á skáldsögu Gyrðis Elíassonar, Svefnhjólið. Bjarni Jónsson var jafnframt leikstjóri og hljóð- vinnslu annaðist Hjörtur Svavarsson. Leikend- ur voru Rúnar Freyr Gíslason, Þórunn Erna Clausen, Hjalti Rögnvaldsson, Theódór Júl- íusson, Arndís Hrönn Egilsdóttir og Guðrún Þ. Stephensen. Svefnhjólið var frumflutt haustið 2002.“ Fleiri áheyrendur en virðist Því verður samt ekki neitað að dregið hefur úr hlustun á útvarpsleikrit frá því sem áður var. „Í dag er ekki hlustað á útvarpsleikrit eins og var fyrir 30–40 árum þegar sjónvarpið var ekki komið til sögunnar. Það kom mér samt á óvart þegar ég hóf störf hjá Úttvarpsleikhúsinu hve hlustendahópurinn er virkur og lætur mikið í sér heyra. Bæði um það sem vel er gert og það sem miður fer. Sannleikurinn er sá að tengsl mín sem leikhússtjóra Útvarpsleikhússins eru miklu meiri við hlustendur heldur en voru við áhorfendur í tíð minni sem leikhússtjóri Leik- félags Reykjavíkur. Í einu virtasta leikhústíma- riti Evrópu, Theater Haute, var í vetur bent á það í grein að þrátt fyrir að hlustun á útvarps- leiklist í þjóðarútvarpsstöðvunum þýsku sé komin langt undir 1%, þá séu fleiri áheyrendur á bak við þetta hlutfall heldur en vænta má að sæki sýningar leikhúsa á sambærilegum verk- um. Nú er það svo að útvarpsleikhús í Þýska- landi leggur fyrst og fremst áherslu á nýja leik- ritun og öll skoðun á hlustun verður að taka mið af því. Hið sama á að sjálfsögðu við hér á landi og t.d. á fimmtudagskvöldum þegar við teygjum okkur hvað lengst í kynningu á nýjum höfund- um, bæði íslenskum og erlendum, þá er hlustu- nin aðeins undir 2%. En þegar við skoðum þetta nánar þá eru um 2900 manns á bak við hvert prósent í hlustun. Þetta þýðir að um 5000 manns eru að hlusta á fimmtudagskvöldum. Ég hef það fyrir satt að meðalaðsókn að sýningum frjálsra leikhópa fari sjaldnast yfir 2000 manns og það er samanlagður áhorfendafjöldi. Á sunnudögum eru leikritin miðuð við al- mennari áheyrendahóp og þá eykst hlustunin og á sumrin þegar við sendum út framhaldsleik- ritin þar sem áherslan er á afþreyingu fer með- alhlustunin upp og er þá um 6% og ríflega það. Þar eru því um 15 þúsund manns að hlusta á hverja útsendingu og það þykir mjög góð að- sókn í hvaða leikhúsi sem er hér á landi. Loks má nefna það leikrit sem slegið hefur met í hlustun hin seinni ár. Það voru Dauðarósir sem við sendum út fyrir 2 árum á Rás 2. Þá mældist hlustunin um 16% sem er um 50 þús- und manns. Það eru ekki margar sýningar í leik- húsunum sem geta státað af slíkri aðsókn.“ Hvernig á útvarpsleikhúsið að staðsetja sig í því breytta umhverfi sem þú lýsir? „Hlutverk útvarpsleikhúss hefur breyst og það verður að laga sig að þeirri breytingu. Það er ekki skemmtimiðill á borð við sjónvarp. Fólk leitar ekki til útvarps eftir afþreyingu eins og það gerir til sjónvarpsins. Ein af forsendunum fyrir tilveru útvarpsleikhússins er hversu ódýrt birtingarform á leiklist það er. Á síðasta ári framleiddi Útvarpsleikhúsið 8 ný íslensk verk, 7 ný erlend leikrit, tvær nýjar leikgerðir íslenskra skáldsagna, tvær nýjar leikgerðir erlendra skáldsagna, tvö öndvegisverk franskra leikbók- mennta frá 20. öldinni og eitt sígilt leikrit eftir Goethe. Í 18 tilvikum var um frumflutning á Ís- landi að ræða en í allt eru þetta 22 verkefni og í sumum tilvikum er um seríur að ræða. Þá eru auðvitað ótaldar endurtekningar á eldra efni frá fyrri árum. Þetta er allt gert fyrir 30 milljónir og í rauninni er þarna um mjög ódýrt grasrótar- starf að ræða sem er ekki hvað síst mikilvægt fyrir íslenska höfunda. Það er einmitt rétt að hafa í huga að kostnaður útvarpsleikhússins er að stærstu leyti launakostnaður til listamanna, höfunda, leikara, leikstjóra, tónskálda, þýðenda og það munar sannarlega um þessa fjármuni í því umhverfi sem leiklistin býr við.“ Leikið efni í útvarpi er engu að síður dýrt í framleiðslu? „Í því samhengi sem ég var að lýsa er í raun- inni ósanngjarnt að segja að leikið útvarpsefni sé dýrt í framleiðslu. Þvert á móti, þá er það í rauninni ódýrt. En gagnrýni á kostnað við fram- leiðsluna kemur fyrst og fremst innan úr stofn- uninni, frá þeim sem bera ábyrgð á rekstri hennar, og ástæðan er einföld; allan síðasta ára- tug hefur verið stöðugur samdráttur á fjár- magni til dagskrárgerðar og hvað útvarpið varðar þá nemur hann um 30% og nú er svo komið að engin fita er lengur til staðar sem hægt er að skera burt. Þá er litið til þess að í rekstri Rásar 1 er rekstur Útvarpsleikhússins tiltölulega dýr. Sumir hafa velt því fyrir sér að flytja þessar 30 milljónir yfir til Sjónvarpsins en það tel ég að væru mikil mistök. Útvarpsleik- húsið býr að langri og verðmætri reynslu af samstarfi við íslenska höfunda sérstaklega, sem er hreinlega ekki til staðar hjá Sjónvarpinu, því miður. Útvarpsleikhúsið gegnir mjög mikil- vægu en um leið vanmetnu hlutverki gagnvart þróun íslenskrar leikritunar og þetta er sérstak- lega mikilvægt í ljósi þess hve Sjónvarpið gerir lítið á þessum vettvangi. Og 30 milljónir segja lítið í framleiðslu á leiknu sjónvarpsefni en skipta sköpum hvað Útvarpsleikhúsið varðar. Það sem hins vegar skortir á og ég vildi gjarnan sjá gerast er meira og markvissara samstarf milli Útvarpsleikhússins og leiklistardeildar Sjónvarpsins ef slík deild væri yfirhöfuð til. Það eru mörg dæmi um að þekktir handritshöfundar sjónvarpsefnis og kvikmynda hafi stigið sín fyrstu spor í útvarpsleikhúsi og sprungið þar út og náð fótfestu bæði í leikhúsi og kvikmyndum. Af þekktum nöfnum vestanhafs eru t.d. David Mamet og Woody Allen og í Bretlandi má nefna Tom Stoppard, Lee Hall og Brian Friel en dæmin eru mýmörg. Við höfum líka dæmi hér heima um höfunda sem hafa fengið mikilvæg tækifæri í Útvarpsleikhúsinu og það er sterk hefð fyrir tengslum milli leikhúsanna og Út- varpsleikhússins en slík tengsl hafa ekki skap- ast við Sjónvarpið.“ Hefurðu skýringu á því? „Ástæðan er auðvitað sú að framleiðsla Sjón- varpsins á leiknu efni er bæði ómarkviss og til- viljanakennd.“ Það er oft furðu hljótt um starfsemi Útvarps- leikhússins í fjölmiðlunum. Hvers vegna? Umfjöllun um leiklistarstarfsemi í fjölmiðlum er sem betur fer mjög mikil og ítarleg. Þó verð- ur að segjast að Útvarpsleikhúsið verður gjarn- an útundan í því efni og vekur nokkra furðu þar sem hér eru oftar frumflutt ný íslensk leikrit en annars staðar og frumflutningur nýrra erlendra verka er einnig tíðari hér en í öðrum leikhúsum. Auðvitað stendur það stofnuninni sjálfri næst, jafn öflugur fjölmiðill og hún er, að halda þessu á lofti og ég kann ekki aðrar skýringar á því en að þetta séu leifar frá þeim tíma þegar Útvarpið var eini ljósvakafjölmiðillinn og ekki þótti við hæfi að hampa eigin framleiðslu um of. Reglur um hlutleysi hafa kannski haft sín áhrif á þetta. Nú eru breyttir tímar og löngu tímabært að endurskoða þetta viðhorf. Við erum einnig að byrja að nýta okkur alla þá tæknilegu möguleika sem bjóðast í dag og t.d. er það nýtilkomið að leikrit sem búið er að útvarpa séu aðgengileg á vefnum ruv.is í ákveð- inn tíma á eftir. Við getum reyndar aðeins sett verk íslenskra höfunda á vefinn, þar sem við höfum ekki heimild til að gera þetta með verk erlendra höfunda. Þessi tæknilegu mál tengjast samningum við listamenn og handhafa höfund- arréttar og stofnunin er nýbúin að ganga frá samningum við höfunda, leikara og leikstjóra um auknar heimildir til endurflutnings á efni. Þetta er gríðarlega mikilvægt í ljósi breyttrar hlustunar á útvarp almennt, þar sem fólk hlust- ar ekki lengur svo mikið eftir tímasettri dag- skrá. Mikilvægi endurtekningar á efni hefur því stóraukist og fólk vill eiga möguleikann á að hlusta á efnið þegar það hefur tíma til, hvort heldur er á Netinu eða – eins og verður vænt- anlega í náinni framtíð – í stafrænu útvarpi þar sem hlustandinn velur sjálfur þá dagskrárliði sem honum líkar. Þróunin hjá okkur hefur verið sú að framleiða minna af efni og endurtaka það oftar til þess einfaldlega að ná til allra þeirra sem hafa áhuga á efninu. Samhliða þessu hefur verið unnið að því að hefja útgáfu á leiknu efni á geisladiskum og við höfum átt samstarf við útgáfufyrirtækið Smekkleysu um þetta. Ef allt gengur að óskum mun útgáfa hefjast seinna á þessu ári. Það hefur sýnt sig þar sem þetta hefur verið gert að sala fer hægt af stað en hefur unnið sér ákveðinn sess og norska útvarpsleikhúsið, sem hefur hvað lengsta reynslu af þessu á Norðurlöndunum, hefur af þessu nokkrar tekjur. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að reynsla okkar verði svipuð.“ havar@mbl.is MIKILVÆGT Í ÞRÓUN ÍSLENSKRAR LEIKRITUNAR Morgunblaðið/Golli „Mjög ódýrt grasrótarstarf sem er ekki hvað síst mikilvægt fyrir íslenska höfunda,“ segir Hallmar Sigurðsson. Útvarpsleikhúsið mætti með réttu kalla fjölmenn- asta leikhús landsins þar sem áheyrendafjöldi fer iðulega fram úr hæstu aðsóknartölum sem önn- ur leikhús geta státað af. HÁVAR SIGURJÓNS- SON ræddi við Hallmar Sigurðsson, stjórnanda Útvarpsleikhússins, um stöðu þess, framtíð og horfur í breyttu umhverfi miðlunar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.