Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.2004, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.2004, Blaðsíða 12
S úrrealismi Charlies Kaufmans á alltaf traustar rætur í sannleikanum um mannlegt eðli. Burtséð frá vís- indaskáldskapnum og framúrstefn- unni í myndinni Eternal Sunshine of the Spotless Mind er hún ósköp hlý- leg saga af misheppnuðu ástarsambandi. Þannig snertir Kaufman streng í hjarta okkar og fær okk- ur til að hugsa. Furðu margt er vitað um Charles Stuart Kauf- man, þótt hann forðist athygli fjölmiðla eins og heitan eldinn og vilji helst ekki veita viðtöl eða sitja fyrir á myndum. Hann fæddist í Long Island í New York-ríki í nóvember árið 1958 og er því 45 ára gamall. Árið 1974 flutti hann til West Hartford í Connecticut, þar sem hann sótti framhaldsskóla. Feimni og óframfærni einkenndu skólaferil Kaufmans eins og raunar allt líf hans. Hann var góður nemandi en ekki framúrskarandi, enda helg- aði hann sig náminu ekki af fullum krafti. Þess í stað var hann í leik- listarfélaginu og sótti námskeið í sjónvarpsþáttagerð. Kaufman fór ekki leynt með dálæti sitt á grín- istum á borð við Marx-bræður, Woody Allen og Lenny Bruce. Hann tók þátt í uppfærslum skóla- leikfélagsins og meðal annars fékk hann aðal- hlutverkið í Woody Allen-leikritinu Play It Again, Sam á lokaári sínu í skólanum, 1976. Að framhaldsskólanum loknum fór Kaufman í Boston-háskóla, en leiddist þófið þar í borg. Hann flutti sig því í NYU, New York-háskóla, og hóf nám í kvikmyndagerð. Þar hitti hann sálufélaga sinn, Paul Proch, sem síðan hefur verið besti vinur hans. Kímnigáfa þeirra er af svipuðu tagi, örlítið súrreal- ísk og „ekki allra“, ef svo má að orði komast. Þeir félagarnir skrifuðu fjölda leikrita og handrita, sem fæst hafa orðið að fullunnum verkum. Þeir náðu þó loksins árangri þegar National Lampoon-tímaritið hóf að birta greinar eftir þá og borgaði hvorki meira né minna en 25 sent fyrir orðið. Í viðtali við Hartford Advocate sagði Kaufman: „Ég man að fyrsta stóra ávísunin sem ég fékk frá Lampoon var upp á þúsund-og-eitthvað dollara. Ég ljósritaði hana.“ Kaufman og Proch sendu handrit til hinna ýmsu stórmenna í kvikmyndaheiminum en fengu þau langoftast í hausinn aftur. Við það að gefast upp Kaufman bjó í Minneapolis á ofanverðum níunda áratugnum og vann fyrir sér í dreifingar- og áskriftardeild dagblaðsins Star Tribune í fjögur og hálft ár. „Ég svaraði í símann og tók við kvörtunum frá lesendum þegar blaðið barst þeim ekki. Þetta var erfitt starf, sérstaklega á veturna. Ég vaknaði klukkan fjögur og tók strætó niður í bæ. Það var gjarnan ískalt í veðri og farþegarnir voru frekar niðurlútir í strætisvagninum. Ég vann líka á Lista- safninu. Ég hafði þann starfa að segja: „Safninu verður lokað eftir 15 mínútur,“ í kallkerfið.“ Proch kom í heimsókn til Charlies og þeir skrif- uðu nokkur handrit að sjónvarpsþáttum. Þeir gerðu tilraun til að ráða umboðsmann, án árang- urs, þannig að hvorki gekk né rak á þessum tíma. Þá ákvað Kaufman að gera lokatilraun til að gerast handritshöfundur. Hann flutti til Los Angeles 1991 og fékk sér umboðsmann. Enn ætlaði árangurinn að láta á sér standa. Hann fékk ekki einu sinni at- vinnuviðtöl og var við það að missa móðinn, búinn að ákveða að flytja aftur til Minneapolis, þegar hann fékk símtal frá David Mirkin, höfundi sjón- varpsþáttanna Get a Life!, sem fjölluðu um þrítug- an blaðbera. „Allt sem ég hef gert síðan er þessu símtali að þakka, því ég hefði ekki gert aðra tilraun sem handritshöfundur,“ segir Kaufman. Á næstu árum gat hann sér gott orð fyrir hand- rit að grínsjónvarpsþáttum á borð við The Dana Carvey Show, en það var ekki fyrr en á miðjum tí- unda áratugnum sem hjólin fóru að snúast fyrir al- vöru. Þá byrjaði Kaufman á kvikmyndahandriti „um mann sem verður ástfanginn af manneskju sem er ekki eiginkona hans“, svo notuð séu orð hans sjálfs. Handritið tók miklum breytingum. Að lokum var söguhetjan orðin leikbrúðustjórnandi sem fékk vinnu á 7½. hæð í skrifstofuhúsi á Man- hattan. Þungamiðja handritsins var leikarinn John Malkovich, enda fjallaði myndin um þá lífsreynslu að vera John Malkovich. Kaufman valdi Malkovich að sögn meðal annars vegna þess hve nafn hans hljómar fáránlega þegar það er sagt mörgum sinn- um í röð. Being John Malkovich kom Kaufman endanlega á kortið, árið 1999. Spike Jonze, sem áður hafði mestmegnis leikstýrt tónlistarmyndböndum, tók leikstjórnina að sér og frægir leikarar voru í flest- um hlutverkum. Árið 2002 fylgdi Kaufman mynd- inni eftir með þremur til viðbótar, misvinsælum. Adaptation, með Nicolas Cage í hlutverki Kauf- mans sjálfs, naut mestrar hylli. Þar skrifaði Kauf- man um vandræði sín við að skrifa handrit mynd- arinnar sjálfrar upp úr bókinni The Orchid Thief eftir Susan Orlean. Önnur mynd Kaufmans þetta árið var Human Nature og hin þriðja var Confess- ions of a Dangerous Mind, sem breyttist reyndar í meðförum leikstjórans, Georges Clooneys. Kauf- man var að sögn ósáttur við útkomuna. Í ár kom svo myndin sem margir telja meist- araverk Kaufmans til þessa, Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Aftur kaus hann að vinna með leikstjóra sem áður hefði haft reynslu af litlu öðru en tónlistarmyndböndum, hinum franska sérvitr- ingi Michel Gondry. Eternal Sunshine fjallar um Joel, í óaðfinnanlegri túlkun Jims Carreys, „sem kemst að því að kærasta hans, sem hann hefur ver- ið með í tvö ár, hefur farið í skurðaðgerð til að láta eyða honum úr minninu. Honum er um megn að lifa með þessari vitneskju og ákveður því að fara í sömu aðgerð,“ segir Kaufman. Hryllingsmynd næst „Megnið af myndinni gerist inni í heilanum á hon- um á meðan verið er að eyða henni þaðan og við sjáum allt samband þeirra, hvert einasta augna- blik, afturábak, frá þessum fremur vonda endi til upphafsins, sem var betra. Þegar aðgerðin er hálfnuð, og minningarnar fara að verða betri, skiptir hann um skoðun og ákveður að hætta við,“ segir höfundurinn sjálfur. Charlie Kaufman býr núna í Pasadena ásamt eiginkonu og þremur börnum. Næsta verkefni hans er hryllingsmynd sem fyrrnefndur Spike Jonze á að leikstýra. Kaufman hefur reyndar lýst yfir áhuga á að leikstýra eigin verkum og stefnir að því að skrifa skáldsögu. Aðdáendur hans geta lítið annað gert en beðið í ofvæni eftir næsta meist- araverki, en víst er að væntingar eru miklar. Nú er bara að vona að Kaufman standi undir þeim, enda er enginn annar Charlie Kaufman til að halda uppi merkjum þessa einstaka frásagnarstíls. Aðeins einn Kaufman Charlie Kaufman er nú einn öfundaðasti maður ritvallarins. Flestir rithöfundar þrá að skrifa eins frumleg og snjöll handrit og hann, en sann- leikurinn er að fæstum þeirra mun nokkru sinni takast að nálgast þá snilld sem einkennir hand- ritin að Being John Malkovich, Adaptation, Human Nature og Eternal Sunshine of the Spot- less Mind. Charlie Kaufman er sá eini sinnar teg- undar. Reuters Nicolas Cage og Spike Jonze bregða á leik, en Kaufman er ekki á þeim buxunum frekar en vanalega. Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is ástríðu og óbilandi kappi - stundum hugs- anlega meira kappi en forsjá. Það er engin tilviljun að Frakkar tóku Fahrenheit 9/11 opnum örmum, þeir vita ekkert betra en Kana sem hafa dug til að bjóða eigin valdsherrum birginn. Það er heldur engin tilviljun að evrópskir gagn- rýnendur hafi tekið myndinni betur en þeir bandarísku. Ekki heldur að repúblíkanar finni henni allt til foráttu á meðan demó- kratar hvetja nú hvern þann sem hefur ald- ur til, að sjá hana (óskiljanlegt að myndin skuli bönnuð innan 17 ára því hún er ekkert ofbeld- isfyllri en hefðbundinn fréttatími). Fahrenheit 9/11 er pólitísk mynd sem kallar á pólitísk viðbrögð. beitt vopn kvikmyndir geta verið sé því rétt beitt. Enginn sem séð hefur Fahrenheit 9/ 11 getur með réttu velkst í vafa um að þar fari fyrst og fremst afar áhrifamikil áróðursmynd. Hún er ekki heimild- armynd í þeim aðferðafræðilega skiln- ingi að í henni sé velt upp rökum með og á móti, heimildir úr ólíkum áttum bornar saman eða andstæð sjónarmið vegin og metin. Hún er einræða kvikmyndagerð- armanns og aðgerðasinna með fyrirfram mótaðar skoðanir á viðfangsefni sínu. Michael Moore hefur aldrei reynt að draga dul á það. Tarantono og dómnefnd hans í Cannes voru á öðru máli, en það er þó hætt við myndin tapi gildi sínu að nokkru leyti ef áhorfandinn tekur ekki af- stöðu til þeirra pólitísku sjónarmiða sem þar eru lögð fram af gneistandi kímnigáfu, takmarkalausri Einræða aðgerða- sinna með málstað. Það er líkast til óðs manns æði á þessumsíðustu og geðstirðustu tímum, að ætlafjalla um hinn alræmda Michael Mooreán þess að verða misskilinn, of- eða van- túlkaður. Þannig er stemmningin um þessar mund- ir – allt, nákvæmlega allt orðið gegnsósa af pólitík. Ekki bara hér á Fróni heldur líka víða annars stað- ar, meira að segja í Bandaríkjunum, þar sem nú trónir á toppi aðsóknarlistans rammpólitísk árás á ríkjandi forseta í máli og mynd- um, skrifuð og samsett af rót- tækum vinstrimanni, nokkuð sem óhugsandi hefði verið fyrir ekki lengra en tuttugu árum. Þá trónuðu nefnilega Rocky og Rambo á toppnum og allt leit úr fyrir að pólitík og bíóferðir ættu aldrei eftir að fara saman framar. Til marks um þessa auknu pólitísku slagsíðu nú um stundir eru einnig aðrar ádeilumyndir sem vakið hafa athygli, myndir á borð við The Fog of War: Eleven Lessons from the Life of Robert S. McNamara, Bush’s Brain, Uncovered: The War on Iraq og það má meira að segja sjá McDonalds- úthúðunina Super Size Me, fjölskylduharmleikinn Capturing The Friedmans og víniðnaðartryllinn Mondovino í pólitísku ljósi. Allt eru þetta myndir sem sýna og sanna hversu Pólitískt sjónarhorn Sjónarhorn Eftir Skarphéðin Guðmundsson skarpi@mbl.is ’Það er engin tilviljun að Frakkar tóku Fahrenheit 9/11opnum örmum, þeir vita ekkert betra en Kana sem hafa dug til að bjóða eigin valdsherrum birginn.‘ Fahrenheit 9/11 verður frumsýnd á Íslandi í haust. 12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 3. júlí 2004 Ígær var frumsýnd vestanhafskvikmyndin De-Lovely sem fjallar um eitt besta dægurlaga/ standardatónskáld sögunnar Cole Porter, en Kevin Kline fer með hlutverk hans. Hinir fjölmörgu aðdáendur tón- skáldsins eru sjálfsagt spenntir en sumir líka svekktir. Eins og flestir vita var Porter samkyn- hneigður, en gift- ur ríkri konu sem hélt honum uppi. Myndin á að gefa mynd af sérstöku sambandi þeirra hjóna, og er fólk ekki sammála um að sú lýsing sé sannfærandi. Fólk er svo auð- vitað viðkvæmt fyrir útsetningum perlnanna hans Porters, en vinsælar poppstjörnur hafa verið fengnar til að flytja þær, eins og Alanis Mor- issette, Robbie Williams, Sheryl Crow og Elvis Costello, þegar kannski aðrir hefðu verið færari um að gera það meira í anda tímabilsins. En sýnist sitt hverjum hvað sé rétt í þeim málum.    Leikin kvikmynd um líf sálar-söngvarans Ray Charles verð- ur frumsýnd í október nk. en hann lést í byrjun júní- mánaðar, 73 ára að aldri. Charles er með mestu áhrifavöld- um í bandarískri tónlistarsögu og lagði hann bless- un sína yfir gerð myndarinnar og handritið áður en hann féll frá. Myndin kemur einfaldlega til með að heita Ray og mun leikarinn Jamie Foxx (Ali, Any Given Sunday) fara með hlutverk söngvarans blinda. Foxx mun sjálfur syngja nokkur lag- anna í myndinni, auk þess sem Charles hafði fengist til að endur- hljóðrita mörg af sínum frægustu lögum sérstaklega fyrir myndina. Leikstjóri myndarinnar Taylor Hackford (Officer And A Gentleman, Devil’s Advocate) hefur áður spreytt sig á gerð tónlistarmyndar með góð- um árangri er hann gerði heimild- armyndina Hail! Hail! Rock ’n’ Roll um Chuck Berry frá árinu 1987.    Kvikmynd ungverska leikstjóransIstvans Szabos (Oberst Redl, Budapesti mesék, Mephisto) sem heitir Being Julia hefur verið valin sem opnunarmynd kvikmyndahátíð- arinnar í Toronto sem hefst 9. sept- ember nk. Handritið er eftir Ronald Harwood (The Piano) og er byggt á skáld- sögu eftir W. Somerset Maug- ham sem fjallar á gráglettinn máta um líf og listir leikhúsfólks í Lund- únum á 4. áratug síðustu aldar. Með aðalhlutverk fara Jeremy Irons og Annette Bening. Being Julia er fyrsta mynd Szabos síðan hann gerði Taking Sides árið 2001 en hann á að baki hátt í þrjátíu kvikmyndir á ríf- lega fjörutíu ára löngum ferli. Szab- os er margverðlaunaður og hefur tvisvar sinnum áskotnast Gullpálm- ann í Cannes og Silfurbjörninn í Berlín.    Næsta stórmynd Terrence Malick (Thin Red Line, Bad- lands, Days of Heaven) heitir The New Wold og er epískt ævintýri sem fjallar um árekstrana sem urðu milli nýja og gamla heimsins eftir að bær- inn Jamestown var byggður árið 1607. Miðpunktur sögunnar er síðan hin sígilda ástarævintýri hinnar inn- fæddu Pocahontas og Bretans Johns Smiths. Leikarar eru Christian Bale, David Thewlis, Noah Taylor, Christopher Plummer og Colin Farrell. Erlendar kvikmyndir Sheryl Crow Annette Bening Jamie Foxx

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.