Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.2004, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.2004, Blaðsíða 3
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 3. júlí 2004 | 3 halda síðan áfram. Ritstýring er varla til, enda er bókin 957 síður. Bestu sprettirnir eru í frá- sögn Clintons af uppvaxtarárum sínum. Þar lýsir hann raunum og sigrum drengs, sem var þybbinn og klaufskur, en lét þó ekki valta yfir sig. Faðir Clintons lést áður en hann fæddist og hann segir frá æsku sinni á heimili með drykkfelldum og ofbeldishneigðum stjúpföður, Roger Clinton, sem hann á endanum býður birginn þegar hann ætlar að ganga í skrokk á móður hans. En stjúpi hans verður ekki ill- menni í frásögninni, heldur talar hann um hann af hlýju sem einstakling, sem hafi haft margt gott til brunns að bera, en einnig þurft að berjast við djöfla, sem ásóttu hann. Eftir því sem líður á verður frásögnin meiri afgreiðsla, upptalning á því, sem fyrir ber á lífsleiðinni, meira í ætt við brotakennda dag- bók, en ævisögu – afgreiðsla mála og ferðir innan lands og utan eru raktar líkt og í frétta- tilkynningu. Mikið hefur verið fjallað um líf og störf Clintons og sjaldnast bætir hann miklu við. Oft er eins og hann komist ekki úr hlut- verki stjórnmálamannsins þegar hann talar um stefnu og strauma. Það er hins vegar áber- andi og reisn yfir því að hann gerir sér far um að tala vel um alla þá, sem verða á vegi hans, jafnvel helstu andstæðinga sína. Þó er vart hægt að tala um að Clinton sé ekki hreinskil- inn að því leyti að hann fjallar um flest þau umdeildu mál, sem settu svip sinn á embætt- istíð hans, og viðurkennir mistök. Það er frek- ar að dýptinni sé fórnað fyrir upptalninguna. Á einum stað í bókinni talar hann um að á tímabili í forsetatíð sinni hafi honum fundist sem hann sæi ekki skóginn fyrir trjánum og sú tilfinning vaknar stundum við lestur bók- arinnar að það sama hafi átt við þegar hún var skrifuð. Hinn þolinmóði lesandi uppsker hins vegar ýmislegt við lesturinn. Oft er gaman að lesa greiningu Clintons á málum og einnig geta persónulýsingar hans verið góðar þegar hann hefur fyrir því að setja kjöt á beinin. Bókin gefur einnig innsýn í það hvernig stjórnmálin ganga fyrir sig í Bandaríkjunum og í raun víð- ar. Meirihluti þeirra, sem verða á vegi hans framan af ævinni, kemur aftur við sögu eftir að hann er orðinn forseti. Þannig lýsir hann því hvernig hann myndar net vina og stuðnings- manna, sem tilbúnir eru að leggja mikið á sig til að vinna honum brautargengi og sýna hon- um hollustu, jafnvel þótt hann hafi valdið þeim sárum vonbrigðum eins og þegar upp komst um samband hans við Lewinsky. Mikið hefur verið fjallað um það hvernig markvisst var unnið gegn Clinton í forsetatíð hans. Hann átti sér harða og fjársterka and- stæðinga bak við tjöldin, sem vildu mikið til vinna til að koma höggi á hann. Um svipað leyti og bókin kom út hófust sýningar á heimildarmynd, sem byggð er á bók eftir Joe Conason og Gene Lyons, The Hunting of the President, þar sem því er lýst hvernig sótt var að forsetanum. Í bók sinni segir Clinton að ekkert hafi verið hrakið af því, sem stendur í bók Conasons og Lyons. Clinton var gefið margt misjafnt að sök. Nægir þar að nefna ásökunum um misferli í lóðaviðskiptum Clint- on-hjónanna í Whitewater í Arkansas og síðar að hafa reynt að fela slóð sína, ásakanir Paulu Jones um að Clinton hefði áreitt hana kynferð- islega þegar hann var ríkisstjóri og fullyrð- ingar um að hann hafi framið meinsæri þegar hann var spurður um samband sitt við Lew- insky. Einnig komu fram ásakanir um að ekki hefði verið allt með felldu þegar Vince Foster, ráðgjafi Clintons, fannst látinn í almennings- garði í Washington, og fleira mætti telja. Skipaður var sérlegur saksóknari til að rannsaka Whitewater-málið og í bókinni segir Clinton að það hafi sennilega verið sín hrap- arlegustu mistök í forsetastóli vegna þess að engar vísbendingar hafi legið fyrir, sem rétt- lætu slíka rannsókn. Í upphafi sá repúblik- aninn Robert Fiske um rannsóknina, en þegar hann komst að þeirri niðurstöðu að Foster hefði framið sjálfsmorð og það tengdist ekki Whitwater fóru að heyrast raddir á hægri vængnum um að hann væri óhæfur. Honum var vikið frá og Kenneth Starr skipaður í stað- inn. Margt var athugavert við embættisfærslu Starrs og ítrekað gaf hann tilefni til að draga í efa að hann hefði gætt hlutleysis í störfum sín- um. Það ber því vitni hvað hann bar mikið af leið að þegar hann á endanum skilaði skýrslu sinni til þingsins kom orðið kynlíf fyrir nokkur hundruð sinnum, en Whitewater aðeins tvisv- ar. Clinton gagnrýnir Starr harðlega eins og við var að búast og telur hann hafa verið kom- inn langt úr fyrir verksvið sitt og hvað eftir annað beitt óheiðarlegum brögðum til að ná fram upplýsingum, meira að segja sett fólk í fangelsi væri það ekki reiðubúið til að bera gegn sér ljúgvitni. Tengsl Starrs við sína helstu andstæðinga hafi verið augljós, en sak- sóknarinn ekki verið látinn gjalda fyrir þau. En hann áfellist einnig sjálfan sig fyrir að samband sitt við Lewinsky. Í fyrstu hugðist hann ekki gangast við neinu, hvorki opin- berlega né gagnvart fjölskyldu sinni, vinum og samstarfsmönnum. Í bókinni lýsir hann því hvernig hann var látinn sofa frammi í sófa í Hvíta húsinu í nokkra mánuði eftir að hann sagði loks konu sinni og dóttur, Hillary og Chelsea, frá framhjáhaldinu. Clinton segir frá því að oft hafi hann átt erf- itt með að hemja reiðina þegar ofsóknirnar á hendur honum stóðu sem hæst. Það hafi ekki verið fyrr en í ferð til Afríku sem hann setti hlutina í rétt samhengi. Í Suður-Afríku hitti hann Nelson Mandela, sem sat tæpa þrjá ára- tugi í fangelsi á tímum aðskilnaðarstefnunnar þar í landi. „Við áttum eitt samtal sem var sér- staklega innihaldsríkt. Ég sagði: „Madiba [gælunafn Mandela í þjóðflokki sínum, sem hann bað mig að nota], ég veit að þú gerðir góðan hlut þegar þú bauðst þeim, sem fangels- uðu þig, að vera við innsetningu þína, en hat- aðir þú ekki í raun þá, sem settu þig í fang- elsi?“ Hann svaraði: „Auðvitað gerði ég það, í mörg ár. Þeir tóku bestu ár ævi minnar. Þeir misþyrmdu mér líkamlega og andlega. Ég fékk ekki að sjá barnabörn mín vaxa úr grasi. Ég hataði þá. En einn dag var ég að vinna í grjótnámunni og berja grjótið þegar ég áttaði mig á því að þeir höfðu þegar tekið allt frá mér nema hug minn og hjarta. Það gátu þeir ekki tekið án míns leyfis. Ég ákvað að gefa þeim hvorugt.“ Síðan horfði hann á mig, brosti, og sagði: „Það ættir þú ekki að gera heldur.“ Clinton fjallar í bókinni í löngu máli um til- raunir sínar til að koma á samkomulagi milli Ísraela og Palestínumanna og rekur samn- ingafundi þeirra í valdatíð sinni. Hann lýsir þeim tímamótum þegar Yasser Arafat og Yitzhak Rabin tókust í hendur í Hvíta húsinu og því hvernig smátt og smátt þokaðist í átt til friðar allt þar til valdatíð hans var að ljúka. Á síðustu dögum Clintons í embætti lá fyrir sögulegt samkomulag, en Arafat gat ekki fengið sig til að taka því. Deilt hefur verið um það hvort sanngjarnt sé að kenna Arafat alfar- ið um það að viðræðurnar runnu út í sandinn, en Clinton er ekki í nokkrum vafa. Samningar stóðu yfir alveg fram í janúar 2001. Fyrir lágu drög að samkomulagi þar sem meðal annars var kveðið á um að Palestínumenn féllu frá kröfu sinni um að flóttamenn fengju að snúa aftur til fyrri heimkynna sinna í Ísrael. Þetta stóð í Arafat, sem óttaðist gagnrýni heima fyr- ir. Þegar þarna var komið sögu voru kosningar skammt undan í Ísrael og Ariel Sharon hafði talsvert forskot á Ehud Barak. Clinton mat stöðuna þannig að ísraelskir kjósendur ótt- uðust uppreisn Palestínumanna og væru Ara- fat reiðir fyrir að vilja ekki semja um frið og yrði samkomulag myndi Barak jafnvel geta sigrað í kosningunum. „Stundum virtist Arafat ráðvilltur og ekki hafa fullt vald á staðreyndum málsins,“ skrifar Clinton. „Mér hafði um nokkurt skeið fundist að honum kynni að vera farið að förlast eftir öll þau ár, sem hann hafði þurft að sofa á mis- munandi stöðum til að komast undan byssu- kúlum tilræðismanna, óteljandi ferðir í flug- vélum, endalausar viðræður, fullar spennu. Kannski gat hann einfaldlega ekki tekið loka- stökkið frá byltingarmanni til stjórn- málaleiðtoga.“ Clinton segir að yngri mennirnir í samn- ingaliði Arafats hafði viljað samþykkja sam- komulagið og það hafi jafnvel átt við um helstu forystumenn þess, en þeir hafi ekki viljað ganga gegn leiðtoga sínum. „Arafat sagði aldr- ei nei, hann gat bara ekki fengið sig til til að segja já. Dramb er falli næst,“ skrifar Clinton. „Rétt áður en ég fór úr embætti þakkaði Ara- fat mér í einu af okkar síðustu samtölum fyrir allt það sem ég hefði lagt á mig og sagði mér hversu mikill maður ég væri. „Herra formað- ur,“ svaraði ég. „Ég er ekki mikill maður. Ég er misheppnaður og það er þitt verk.“ Ég var- aði Arafat við því að hann væri einn og óstudd- ur að koma Sharon til valda og hann myndi uppskera afleiðingarnar.“ Clinton gagnrýnir hæstarétt Bandaríkjanna fyrir úrskurðinn um endurtalninguna í Flórída og segir að hann hefði átt að leyfa að talið yrði aftur. Hann bætir við að hefði Bush verið í stöðu Gores hefði niðurstaða réttarins verið sú að talið skyldi aftur. „Sagan mun líklega dæma úrskurðinn í máli Bush gegn Gore sem ein- hvern þann versta í sögunni,“ segir hann. George Bush hefur verið gagnrýndur fyrir rangar áherslur í öryggismálum fram að árás- um hryðjuverkamanna á Bandaríkin 11. sept- ember 2001. Clinton lætur lesandann ekki vera í nokkrum vafa um það að hann hafi sagt Bush á hvað hann þyrfti helst að leggja áherslu í öryggismálum: „Næsta dag kom hinn nýkjörni forseti í Hvíta húsið til að eiga með mér sams konar fund og ég hafði átt með föður hans átta árum fyrr. Við töluðum um kosn- ingabaráttuna, starfsemina í Hvíta húsinu og þjóðaröryggi. Hann var að setja saman hóp reyndra manna úr fyrri stjórnum repúblikana sem töldu að mikilvægustu öryggismálin væru þörfin fyrir eldflaugavarnir og Írak. Ég sagði honum að miðað við síðustu átta ár teldi ég að helstu öryggisvandamálin, í eftirfarandi röð, væru Osama Bin Laden og al-Qaeda; skortur á friði í Mið-Austurlöndum; ógnarjafnvægi kjarnorkuveldanna Indlands og Pakistans og tengsl Pakistana við Talibana og al-Qaeda; Norður-Kórea; og þá Írak. Ég sagði að mín mestu vonbrigði hefðu verið að ná ekki Bin Laden ...,“ skrifar Clinton. Fyrr í bókinni lýsir hann því hvernig hann hafi gert sér grein fyrir því að hryðjuverk hafi verið helsta ógnin í ör- yggismálum og dregur fram á hvað hann hafi viljað leggja áherslu til að bregðast við þessari ógn. Sagt hefur verið um Clinton að hann hafi verið stjórnmálamaður með ótrúlega hæfileika og hefði átt að geta fengið miklu áorkað, en hann hafi einnig verið skemmdur og breyskur og það myndi rýra hlut hans þegar sagan yrði gerð upp. Í bókinni svarar hann þessu með því að rifja upp sjónvarpsviðtal, sem Jim Lehrer átti við hann þegar skammt lifði setu hans í forsetastóli: „Hann spurði mig um viðbrögð mín við umtali um það „sem hefði getað orðið“. Ég sagði að mér virtist að ætti að finna tíma sem líktist okkar væru það aldamótin [1900] þegar við vorum einnig á leið inn í nýtt skeið efnahagslegra og félagslegra breytinga og vorum toguð út í heiminn handan okkar flæð- armáls af meira krafti en nokkru sinni fyrr. Miðað við það sem gerðist þá teldi ég að próf- steinninn á frammistöðu mína yrði: Stýrðum við för Bandaríkjanna inn í nýtt hagkerfi og tíma hnattvæðingar vel eða ekki? Stuðluðum við að félagslegum framförum og breyttum við aðkomu okkar að vandamálunum í samræmi við nýja tíma? Og hvaða öfl unnu gegn okkur? Ég sagði að ég væri sáttur við svörin við þess- um spurningum.“ Zhou En-lai, forsætisráðherra Kína, var eitt sinn spurður hver hann teldi að áhrif frönsku byltingarinnar hefðu verið og svaraði að það væri of snemmt að segja til um það. Clinton kom miklu í verk á fyrsta kjörtímabili sínu og lagði meðal annars grunninn að því að jafna fjárlagahalla, sem hafði verið að sliga banda- rískan efnahag þegar hann tók við og lagði sig fram um að bæta kjör þeirra, sem minna mega sín þótt oft yrði hann að sætta sig við mála- miðlanir. Hann lagði sitt af mörkum til að ná sátt um málefni Norður-Írlands og hafði næst- um tekist að knýja fram samkomulag milli Ísr- aela og Palestínumanna. Á móti kemur hinn stöðugi styrr, sem stóð um hann og endaði með því að þingið höfðaði mál til embætt- issviptingar gegn honum, hversu makleg mönnum kann að finnast sú atburðarás. En Sagnfræðingar eiga eftir að meta og end- urmeta frammistöðu Clintons. Sjálfsævisaga hans er oft eins og bútasaumur, en hún gefur innsýn í hug hans og hugmyndafræði og er vitnisburður um það sem hann vill skilja eftir sig. Hún er saga gríðarlegra átaka, en um- gjörðin vill verða flatneskjuleg. ’Arafat sagði aldrei nei, hann gat bara ekki fengið sig til að segja já. Dramb er falli næst, skrifar Clinton. Rétt áður enég fór úr embætti þakkaði Arafat mér fyrir allt það sem ég hefði lagt á mig og sagði mér hversu mikill maður ég væri. „Herra formaður,“ svaraði ég. „Ég er ekki mikill maður. Ég er misheppnaður og það er þitt verk.“‘ Reuters Forsetinn Bill Clinton ásamt konu sinni og dóttur, Hillary Rodham Clinton og Chelsea, veifa til blaðamanna á landgangi forsetaflugvélarinnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.