Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.2004, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.2004, Page 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 3. júlí 2004 | 11 Saga sjálfsmorðssprengjuárása og-manna er viðfangsefni bókar Christoph Reuters, My Life is a Weapon: A Mod- ern History of Suicide Bombing eða Líf mitt er vopn: Nútíma- saga sjálfsmorðs- sprengjuárása. Í upphafi bók- arinnar þykir Reuter taka á efninu á nýjan og áhugaverðan máta, en þar sýnir hann m.a. fram hvernig sumir leiðtogar hafi litið mannslíkamann sömu augum og önnur vopn og reikn- að mannfall út frá sömu forsendum. Minna fer þó fyrir slíkum frásögnum í bókinni en gagn- rýnandi Daily Telegraph hefði óskað, þó hann segi My Life is a Weapon engu að síður uppfulla af viðeigandi athugunum og áhugaverðum upplýs- ingum.    Stella Rimington, fyrrum yfirmað-ur bresku leyniþjónustunnar MI5, sendi nýlega frá sér sína fyrstu skáldsögu, At Risk eða Í hættu eins og heiti hennar gæti útlagst á ís- lensku. Að mati gagnrýnanda Daily Telegraph kemur sagan skemmti- lega á óvart og Rimington reynist góður spennusagnahöfundur. Er sagan þannig sögð áreynslulaust, án hroka og reynist söguþráðurinn einkar skemmtilegur að sögn blaðs- ins. Söguhetja Rimington er Liz Carlyle, metnaðargjarn njósnari hjá MI5, sem lifir öllu óreiðukenndara einkalífi og vefur höfundurinn hæfi- legu magni af tæknilegum upplýs- ingum um leyniþjónustuna og starf- semi hennar inn í söguþráðinn til að vekja forvitni og áhuga lesandans um hvort sannleikur leynist í skáld- skapnum.    Andrew Meldrum horfir björtumaugum til framtíðar Zimbabve í nýjustu bók sinni Where We Have Hope, eða Þar sem við lifum í voninni eins og heiti hennar gæti verið þýtt á íslenska tungu. Meldrum starfaði sem blaðamaður í Zimbabve í 23 ár og var m.a. síðasti erlendi fréttamað- urinn í Harare áður en hann var rek- inn úr landi í maí í fyrra. Bókin lýsir líka að sögn gagnrýn- anda Guardian ástríðu Meldrum gagnvart Zimbabve og fólkinu sem það byggir. Þannig nær Meldrum að halda vissri bjartsýni á framtíð landsins í gegnum skrif sín sem þó einkennast óumflýjanlega af frá- sögnum af ofbeldi, óreiðu og spillingu þar sem ekkert er dregið undan.    Nýjasta bók Catherine Coulterstökk beint í sjötta sæti met- sölulista New York Times í vik- unni. Bókin nefn- ist Blowout og segir frá þeim al- ríkislög- reglumönnunum og hjónunum Dillon Savich og Lacey Sherlock, sem taka að sér rannsókn á morði hæstaréttardómara og tveggja starfsmanna hans.    Brooklyn-rithöfundurinn og -rit-stjórinn Tim McLoughlin er rit- stjóri nýs safns smásagna er allar fjalla um glæpi í Brooklyn hverfinu í New York. Bókin, sem kemur út seinna í mánuðinum, nefnist Brook- lyn Noir og eru sögurnar, sem látnar eru gerast víðsvegar í hverfinu - allt frá Red Hook til Bushwick og Canarsie, verka fjölda rithöfunda. Meðal þeirra höfunda sem ljáð hafa safninu verk sín má nefna Pete Hamill, Maggie Estep og Laughlin sjálfan. Að sögn dagblaðsins Int- ernational Herald Tribune hefur Brooklyn lengi skipað sérstakan sess í hugarheimi bandarískra rithöfunda sem oft á tíðum hafa látið heillast af glysgjarnri en jafnframt illa þokk- aðri ímynd hverfisins. Catherine Coulter Christoph Reuter Erlendar bækur Í NÝLEGRI úttekt á efnahags- og stjórnmálum í Rússlandi kemst einn af ritstjórum breska tíma- ritsins Economist að dálítið sérstakri niðurstöðu. Hann segir að líklega sé tími til kominn að Vest- urlandabúar hætti að lifa í þeirri óskhyggju að lýð- ræði eins og við þekkjum það sé í þann veginn að ná fótfestu í Rússlandi. Það er tími til kominn, segir þessi ritstjóri, að við horfumst í augu við þá stað- reynd að vonir tíunda áratugarins voru falsvonir. Rússland er fjarri því að vera lýðræðisríki, enn eru mörg ár í að svo verði. Ef eitthvað einkennir sögu Rússlands þá eru það brostnar vonir: Vonir Rússa sjálfra um betri tíð, vonir þeirra sem héldu að bylting og bolsévismi gætu bjargað heiminum, og vonin um að endalok kommúnismans hlyti að knýja stjórnendur þessa víðlenda ríkis til að temja sér stjórnarhætti lýðræð- isríkjanna í vestri. Því er kannski ekki að undra þótt mikið af því sem um þessar mundir er skrifað um Rússland snúist um að útskýra hversvegna þróun mála í Rússlandi hlaut að verða frá einni teg- und valdstjórnar til annarrar. Ástæðan fyrir þessu, segir ritstjóri Economist, er ekki einhver þræls- lund Rússa og þaðan af síður sú að þeir hafi á ný komist undir stjórn valdasjúks einræðisherra. Það sem nú er að gerast í Rússlandi er fyrst og fremst afleiðing þess sem áður var. Árni Bergmann kemst að svipaðri niðurstöðu í bók sinni Rússland og Rússar. „Allt sem gerist á sér margar rætur,“ segir hann lok bókarinnar, „í sögu fyrri alda, í sovétsögu, í ytri aðstæðum og heimskulegum ákvörðunum samtíðarmanna. Á þessari stundu vitum við fátt um framtíð Rússa. Hún er skráð með gaffli á vatnið“ (bls. 125). Rússland og Rússar er handhægt og læsilegt yf- irlit um sögu Rússlands frá upphafi rússnesks ríkis á miðöldum og fram á okkar daga. Bókin er upplögð lesning fyrir þá sem hyggja á stutta ferð til Rúss- lands og vilja vita einhverjar meg- instaðreyndir um sögu landsins án þess að þurfa að eyða í það of mikl- um tíma. Fáir komast með tærnar þar sem Árni hefur hælana um þekkingu á sögu og bókmenntum Rússa og textinn er skemmtilega kryddaður brotum úr rússneskum skáldskap í þýðingu hans. Meginstyrkur bókarinnar er hin átakalausa frásögn af rússneska miðaldaríkinu og keisaraveldinu. Í þeim köflum tekst Árna með ein- földum en áhugaverðum hætti að flétta saman sögulegt yfirlit og al- mennar skýringar á eðli og þjóð- areinkennum Rússa án þess þó að einfalda málin úr hófi. Árni dregur saman hefðbundna túlkun á sögu Rússlands á aðgengilegan hátt. Málin vandast þegar kemur að byltingunni og sovéttímanum og síðasti fjórðungur bókarinnar sem fjallar um þetta tímabil er ekki jafnsannfær- andi og fyrri hlutinn þó að textinn sé ekki síður lip- urlega skrifaður. Það er einfaldlega erfitt að lýsa mótsagnakenndum tímum í stuttu máli. Hér virðist Árna vera mest í mun að benda lesandanum á að vera ekki of fljótur að fella dóma um sovéskt sam- félag: „Því ber ekki að gleyma að bjartsýnin sem sungið var um á dögum Stalíns var ekki einber til- búningur vel smurðrar áróðursvélar,“ segir til dæmis í kafla um fjórða, fimmta og sjötta áratug- inn. „Mikill hluti a.m.k. yngra fólks í Rússlandi batt, þrátt fyrir allt, miklar og einlægar vonir við það að byltingin og hið sovéska samfélag væru upp- haf að einhverju nýju og miklu í sögunni“ (bls. 95). Og þó að efndirnar væru ekki í samræmi við hinar miklu vonir telur Árni að margt hafi orðið til að halda lífinu í þeirri framfara- hugsun sem meðal annars lá Sovétríkj- unum til grundvallar. Það er hið svokallaða stöðnunarskeið Brésneftímans sem er upphafið að endalokum Sovétríkjanna. Árni gengur jafnvel svo langt að halda því fram að í kringum 1960 hafi „venjulegu fólki“ lík- lega liðið hvað best í Sovétríkjunum á 20. öld ekki síst fyrir það að þá hafi sú tilfinning verið almenn að „margt virtist komið í réttan og sæmilega greiðan far- veg“ (bls. 103). Það er ekki verra að hafa í huga að einmitt á árunum í kringum 1960 bjó Árni sjálfur í Sovétríkjunum og skrifaði fjölda greina í Þjóðviljann um þetta efni: Almenn við- horf Rússa til þjóðfélagsins og fram- tíðarinnar. Bók Árna ber það skýrt með sér hve erfitt er að gera Sovétríkjunum og arfleifð þeirra skil í stuttu máli. En þótt deila megi um sýn hans á Sovétríkin og þróun þeirra er fengur að yfirliti hans fyrir alla áhugamenn um sögu Rússlands. Það reynist mörg- um erfitt að átta sig á þróun mála í Rússlandi, hvort sem er í pólitík eða opinberu lífi af öðru tagi. Bók Árna dregur upp mynd sem gagnlegt er að miða við. Honum tekst að mestu að forðast klisj- urnar og skilur lesandann eftir með þá tilfinningu að það sé að mörgu að hyggja ætli maður að öðlast einhvern skilning á stórveldinu í austri og íbúum þess. Betri tíð og brostnar vonir BÆKUR Sagnfræði Árni Bergmann, 126 bls., Mál og menning, 2004. RÚSSLAND OG RÚSSAR Jón Ólafsson Árni Bergmann METRÓFÓBÍA er þriðja ljóðabók Björns Axels Jónssonar, rúmlega tvítugs skálds frá Neskaupstað, gef- in út af Pjaxa-útgáfunni. Hugtakið metrófóbía er fengið úr sálfræði og þýðir „sjúklegur og staðfastur ótti eða hatur við ljóð- list“, og er afskaplega viðeigandi tit- ill á þessa ljóðabók. Stílbrögð henn- ar eiga nefnilega lítið ef nokkuð sameiginlegt með ljóðsögunni, nema ef vera skyldi alger uppreisn gegn firrandi stílbrögðum, og upphafning væmninnar/einlægninnar sem ljóð- tungumáls. Ljóðabókin Metrófóbía er ljóðlist sem tilfinningasemi, í sinni hreinustu mynd. Hún lónar á kafi í biksvörtu þunglyndi, og kíkir sjaldan, ef þá nokkurn tímann, til sólar. Þunglyndið er ekki litað nein- um flóknum myndlíkingum, eða til- þrifamiklum stílbrögðum, þvert á móti lýsa ljóðin því yfir á eins ein- faldan máta og skáldinu er unnt að ljóðmælandi sé „einn/ í þúsund ár,“ „einmana sál,/ föst í eigin líkama“ „einn,/ einmana/ og vil vita/ hvert ég er að fara„ og „þunglyndur hálfviti/ með ofsakvíða og félagsfælni“. Það verður að viðurkennast að þegar ég byrjaði að lesa bókina var það ekki fjarri mér að álykta sem svo að hér færi ljóðaskussi af hrika- legustu gerð. Einstök ljóð virðast sett saman af stökum klunnaskap, og yfirgengilegri tilfinningasemi þess sem hefur ekki fulla stjórn á kirtlum sínum – enn eitt ungskáldið sem vælir undan því hvað það á bágt í drafandi leiðinlegum hátónum sem halda ekki, svo rödd skáldsins veður úr einum áhrifavaldi í annan og hljómar aldrei eins og ein mann- eskja, heldur skuggar þeirra skálda sem skutu sig á liðnum öldum. En eftir því sem leið á lesturinn varð mér betur og betur ljóst hversu óhugnanlega hrein og tær þessi rödd metrófóbíunnar er, og hversu mikil uppreisn hún er gegn hinu staðnaða ljóðtungumáli Íslendinga sem ryðjast hver um annan þveran til að bauna fram „kraftmiklum lík- ingum“ úr „íslenskri náttúru“ svo lesandinn fær það á tilfinninguna að hann sé með annan fótinn í Nifl- ungahringnum og hinn steindan fastan við eitthvert hálendisgrjótið – og svo þegar aumingjans lesand- inn hefur dregið saman þræði þess- ara ljóða kemur oftar en ekki í ljós að þau segja ekkert meira en „ég var skotin(n) í stelpu/strák“ eða „ég var fullur á bar“ – tilþrifin voru öll til einskis, ekki list frekar en lang- stökk eða kappakstur, nema síður sé. Þegar ég svo fletti upp titlinum á bókinni, áttaði ég mig á því að hér var ekki um neinn misskilning að ræða. Metrófóbía er greinilega mjög andljóðræn ljóðabók, og það þrátt fyrir að vera rómantísk tilfinn- ingasemi. Hún á ekkert skylt við kaldranalegar og fjarlægar lýsingar Bukowskis, eða Hals Sirowitz – heldur er hún þvert á móti hin Rimbaudíska afstaða til tilfinning- anna, ofkeyrsla og upphleðsla, hormónafyllirí á máta sem horm- ónafyllirí hefur ekki verið reynt áð- ur: ljóðrænulaust. Jafnvel þar sem Björn nær snert- ingu við „ljóðsöguna“ með rími, heldur hann sig frá því að beita fleiru en einni brellu í einu, svo ekk- ert verður úr stuðlum, höfuðstöfum eða kviðum: Ég sé mig hér, loksins með þér. Elsku ástin mín, nú ertu loksins sólin sem skín. Þetta er í raun ekki ósvipað að formi og ambögur Kaffibrúsakarl- anna, nema hér er ekkert grín á ferð, heldur þvert á móti knappt skorin, síendurtekin tjáning einlægs ljóðmælanda. Ljóðmælandi beygir sig ekki að tjáningarmátum ljóðlist- arinnar, heldur brýtur þess í stað sjálfar „reglurnar“ og segir ná- kvæmlega það sem honum sýnist – eða öllu heldur hvernig honum líður. Enda er bókin eins og áður sagði eins konar upphafning tilfinn- ingaseminnar sem tungumáls. Hinir þungu hnífar sem leggjast í síður lesandans eru margir, en ekki eru þær kraftminni þessar end- urtekningar einmanakenndarinnar – sem virðist koma upp í hverju ein- asta ljóði, og stundum oftar en einu sinni. Ljóðmælandi virðist sann- færður um að enginn vilji vera ná- lægt honum, og kvelst þess vegna í einangrun. „Hví er öllum/ sama um mig,/hvað hef ég gert? [...] og eini sem/ nennir að tala/ við mig/ er ég“. Ástin kemur nokkrum sinnum við sögu, en þá er eins og hún sé frekar sett fram til að leggja áherslu á stat- us ljóðmælanda sem einangraðrar sálar. Ástin er stunduð úr fjarlægð, eins og yfir dansgólfið: Það er sem ég stari á þig því það er eins og þú sért engill frá himnum. Þú ert himnesk að sjá en ég veit ekki hversu góð þú ert. Ég hugsa um það dag og nótt. Þú ert engill! Ein og sér virðast ljóðin úr bók- inni fyrst og síðast vera fúsk, en sem heild er lesningin bæði hroll- vekjandi og átakanleg. Metrófóbía er allt annað en falleg bók, allt ann- að en haganlega samansett skrúð, Metrófóbía er angistarfullt kvalaóp sem er borið fram svo nakið, kalt og hrátt að lesandinn á aldrei mögu- leika á öðru en að játa fulla uppgjöf fyrir hinni ljóðrænulausu ljóðlist. Hin ljóðrænulausa ljóðlist BÆKUR Ljóð eftir Björn Axel Jónsson. Útgefandi Pjaxi. 2004. METRÓFÓBÍA Eiríkur Örn Norðdahl ÞÆR sjö smásögur eftir Raymond Carver sem hér birtast í þýðingu Óskars Árna Óskarssonar eru þær síðustu sem höfundurinn skrifaði og birtust í bókarformi að honum látnum. Um tvær þeirra, „Náin kynni“ og „Svartþrastabaka“, sem Carver skrifaði nánast í einni lotu, lét hann þau orð falla að við ritun þeirra hefði honum liðið sem hann væri að gera merka uppgötvun, að hann væri loks að sjá hvernig hann nákvæmlega vildi beita smásagnaforminu. Þetta eru stór orð þar sem þau mælir sá rithöfundur sem öðrum fremur hefur hlotið þakkir fyrir svokallaða endurreisn bandarísku smásögunnar á áttunda og níunda áratugnum. Og að mínu mati standa þau undir sér. Sögur þessar eru verðugur minnisvarði um Carver og gerir þýðandi sérkennilegum stíl- brögðum og tóntegund hans afar góð skil. Af mörgu er að taka þegar fjallað er um sögur Carvers en áðurnefnd tóntegund er eflaust helsta einkenni smásagnanna og hálfgildings skáldskaparmerki höfundarins. Sögur Carvers eru ávallt sagðar líkt og í hálfum hljóðum, þær eru persónulegar, stundum í eintalsformi og jafn- an í fyrstu persónu. Hvergi fer höfundur sér óðs- lega, ekki er um leifturmyndir að ræða né er sögunum léð áberandi ris þegar endalokum er náð. Ákveðinn þverskurður er gefinn, rík tilfinn- ing sköpuð fyrir hversdagslegu lífi sögupersón- anna og atvikum lýst sem ekki virðast þýðing- armikil á yfirborðinu en bergmála undir niðri af leyndri merkingu. Barlómur og siðferðisdómar eru jafnan víðsfjarri enda þótt söguefnið sé gjarnan þess eðlis að skapgerðarbrestir og ým- iskonar vandræðagangur í einkalífinu séu í for- grunni. Carver er reyndar stundum gagnrýndur fyrir fremur miskunnarlausa meðferð á sögu- hetjum sínum, að hann birti þær og vandamálin sem við er glímt í hálfgerðum spéspegli og geri vísvitandi lítið úr fólkinu sem hann ber á borð fyrir lesendur. Ekki er ég viss um réttmæti þess- arar gagnrýni. Að mörgu leyti held ég að hér sé horft framhjá hinni hárfínu raddbeitingu Carvers en nákvæmni hans og hermigáfa gera tal- kenndan textann ljóslifandi og er í raun horn- steinn persónusköpunar höfundar. Fólkið sem fyrir augu ber er e.t.v. ekki til fyrirmyndar en brestirnir eru aldrei öðruvísi en svo að ákveðin samúð skapist hjá lesanda sem í ljósi heild- armyndar sagnanna verður að biðjast undan dómarastöðu og meina sér um vandlætingu af siðferðislegum toga. Þess í stað er skilnings kraf- ist á því hvernig lífið getur í senn verið lágkúru- legt og margrætt, ómerkilegt en samt eftirtekt- arvert. BÆKUR Smásögur eftir Raymond Carver. Óskar Árni Óskarsson íslenskaði. Bjartur. Reykjavík. 2004. 134 s. SENDIFERÐIN (ELEPHANT) Björn Þór Vilhjálmsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.