Íslendingaþættir Tímans - 18.10.1968, Síða 4

Íslendingaþættir Tímans - 18.10.1968, Síða 4
fiöggorustum við andstæðinga dra. var hann manna fúsastur til að viðurkenna þá að leikslokum. Enginn skrifaði betri eftirmæli en hann um tvo höfuðandstæðinga sína um iangt skeið, þá Jón Þor- láksson og Magnús Guðmundsson. í hinum mikla styr, sem stóð um Jónas Jónsson, átti hann höfuð styirk í heimili sínu, konu og dætr- um. Þar naut Jónas jafnan um- Ihyggju og friðar, þótt stoirmar geisuðu utan veggja. Guðrún Stef ánsdóttir var glæsileg og stórbrot in kona, sem var Jónasi það, sem Bergþóra var Njáli. Hún stóð jafn an sterk við hlið manns síns og 'brást honum aldrei í umhyggju sinni. Svo innileg var ást þeirra og gagnkvæm virðing, að slíks em áreiðanlega fá dæmi. Ekki var þó imánna ástríki með Jónaisi og •dætrum hans, eins og sýndi sig bezt eftir að Guðrún var fallin frá, en ljúfari og umhyggjusanaari fað ir, afa og langafa gat heldur ekki. Af löngum kynnum mánum við Jónas er mér eftirminnilegast, hve fagurt heimilislíf hans var. Á heimili sínu naut hann hamingju sem aldrei brást. Án þess hefði hann ekki náð þeim mikla árangri sem raun bar vitni um. Örlögin urðu þau, að leiðir Jón- asar og Tímans skildu um skeið. En áður en Jónas féll frá, hafði þráðurinn tengzt að nýju. Jónas birti nokkrar greinar í Tímanum á isáðaistl. vetri. Ég fór til útlanda snemma í júlí síðastliðnum, en kvöldið áður heimsótti ég Jónas að ósk hans. Erindi hans var að undirbúa viðræður við okkur rit- stjóra Tímans um greinaflokk, sem Jónas fyrirhugáði að skrifa í Tímann um þá stefnu, sem hann ' kenndi við Leif heppna, en þar átti hann við sambúð fslands og Bandaríkjanna. Jónas hafði strax fyrir siðari heimsstyrjöldina hvatt til nánairi skipta við Bandaríkin og fyigdi þeirri stefnu eftir það. Af þvi varð ekki, að Jónas skrif aði þennan greinaflokk. Hann lézt hálfum mánuði síðar, án þess að geta hafið þetta verk að ráði. En þótt svo færi, voru böndin milli hains og Tímans treyst að nýju — bönd, sem raunar voru óshtan- leg, þvf að við þau er bundin minn- ingin um hið mikla framfaraskeið, þegar Jónas og Tíminn settu höf- uðsvip á íslenzka sögu. Þ. Þ. t Framsóknarflokkuríimn á Jónasi Jónssyni miklar þakkir að gjalda. Jónas Jónsson var í reyndinni einn af aðalstofnendum Framsóknar- flokksins. Hann var helzti hvata- maður að blaðaútgáfu flokksins. Hann átti allra manna stærstan hlut að sókn flokksins og sigrum á fyrstu starfsárunum. Hann var lífið og sálin í öllu flokksstarfi og átti meiri þátt en nokkur annar í uppbyggingu flokksins og stefnu- mótun. Hann var um langt skeið aðsópsmesti, áhrifaiíkasti og vopn fimasti baráttumaður flokksins, hvort heldur var til sóknar eða varnar, ritaði meira í flokkshlöðin en nokkur annar maður og var helzti máísvari Framsóknarmanuna, bæði á Alþingi og mannfundum víðs vegar um land Jónas Jónsson var i aidarfjórð- ung einn af aðalforingjum Fram- sóknarmanna. Hann var dóms- og menntamálaráðherra í fyrstu rikis- stjórninni, sem mynduð var af Framsóknarflokknum, og markaði þá á mörgum sviðum þau spor, scm enn hefur ekki fennt i. Hann var formaður flokksins um tíu ára skeið og gegndi auk þess fjölmörg um öðrum störfum fyrir flokkinn, sem hér yrði allt of Iangt mál að telja upp. Öll sín störf fyrir flokk- inn vann hann með hugarfari sjálf- boðaliðans, en hirti lítt um veg- tyllur eða laun. Það er ekki ofsagt. að Jónas Jónsson hafi á sínum tíma verið andlegur leiðtogi Framsóknar- manna. Hann kveikti fyrstur mörg þeirra leiðarljósa sem Framsóknar- / flokkurinn fylgir og mun fylgja. Ef nokkur einn maður ætti skilið að vera nefndur faðir Framsóknar- flokksins, þá er það Jónas Jónsson. Jónas Jónsson var alveg óvenju- legur maður. Hann var gæddur frábærum gáfum og eindæroa starfsorku. Hæfileikar hans komu snemma í ljós. Þegar hann hafði lokið námi í Gagnfræðaskólanum á Akureyri, lét Jón A. Hjaltalín, skólastjóri, þau ummæli um hann falla, að hann væri sá þyngsti lax, sem á sína vog hefði komið. Reynsian hefur sýnt, að þessi dóm- ur hins skrumiausa skólastjóra var reistur á traustum grunni. Saga Jónasar sýnir, að hann var í flest- um greinum fjarri meðalmennsk- unni. Hann gat sér góðan orðstír sem kennari. Hann samdi kennslu- bækur, sem reynzt hafa óvenjulega lífseigar. Hann var dáður ung- mennafélagsleiðtogi. Hann var um iangt skeið skólastjóri Samvinnu- skólans og skeleggui málsvari samvinnufélaganna Ritstörf hans er* svo mikil, að það er með ólík- Indum. Hér verður hvorki fjallað um þessi margháttuðu störf hans né um stjórnmálastarfsemi hans almennt. Það verður gert af öðr- mm, sem þckktu hann betur og kunnugri eru starfsferli hans. Vita skuld er og ógerningur að gera ævisögu Jónasar Jónssonar nokkur viðhlítandi skil f stuttum blaða- greinum. Um Jónas Jónsson sem stjórn- málamann langar mig aðeins til að segja þetta: Hann var um langt skeið einn svipmesti stjórnmála- maður hér á Iandi. Hann var fiest- um eða kannske öllum íslenzkum stjórnmálamönnum frjórri og hug- myndaríkari. Hann var hugsjóna- maður og sá margar hugsjónir sín ar rætast. Hann var eldhugi, en e. t. v. ekki alltaf að sama skapi raunsær. Hann var mestur stíl- snillingur íslenzkra stjórnmáia- manna á þessari -öld. Á beztu ár- um sinum var hann boðberi vors og sólar i íslenzku þjóðlífi. Jónas Jónsson var skapstor mað- ur og ráðríkur, syp sem títt er um mikilhæfa menn. Sjálfsagt hefur bann stundum verið erfiður í sam- starfi. Varð og ósætti, eins og kunnugt er, á milli hans og ann- arra forystumamia Framsóknar- flokksins, er ieiddi til þess, að hann lét af formannsstörfum í flokknum árið 1944. Eftir það starfaði hann lítt eða ekki í flokkn um. Það haggar að sjáifsögðu í engu við þeirri þakkarskuld. sem Framsóknarmenn standa í við Jónas. Hann hefur skráð nafn sitt óafmáanlega í sögu Framsóknar- flokksins. Þess minnast aliir Fram- sóknarmenn, þegar Jónas er kvadd- ur. Jónas Jónsson vai umdeildur maður, eins og flestir þeir, sem við stjórnmál fást. Á blómaskeiði ævinnar átti hann sér aðdáendur umfram aðra menn. En hann átti sér einnig harðsnúnari andstæð- inga en venja er og sætti óvægi- legri árásum en aðrir. Auðvitað eru dómar manna um Jónas Jóns- son enn þá litaðir persónulegum viðliorfum. Sennilega verður hann fyrst réttilega metinn úr nokkurri fjarlægð. Er vafalaust, að stjórn- málastörf og stjórnmálaferill Jónasar verða síðari tíma fræði- mönnum verðugt rannsóknarefni. Nafn Jónasar Jónssonar er ekki aðeins tengt Framsóknarflokknum. Það er samofið þjóðarsögunni á þriðja og fjórða áratug þessarar aldar. Jónas Jónsson mun lengi lifa í verkum sínum. Og hjá Framsókn- arflokknum mun nafn hans aldrei gleymast. Ólafur Jóhamicsson. 4 fiSLENDINGAÞÆTTiR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.