Íslendingaþættir Tímans - 18.10.1968, Blaðsíða 7
t
I.
Þegar Jónas Jónsson frá Hriflu
fyrsti skólastjóri Samvinnuskólans
er horfinn af sjónarsviðinu, er eðli
legt að leiða hugann að starfi hans
við skólann, mótun skólastofnunar-
innar í höndum hans. Aldrei er að
sjálfsögðu hægt að meta einn þátt
í starfi manns án viðmiðunar við
aðra þsétti. Sérstaklega á þetta
við um Jónas Jónsson, sem kom
svo víða við sögu og var meðal
áhrifaríkustu manna á íslandi á
þessari Öld.
Forsendur allra starfa og við-
horfa Jónasar Jónssonar voru þær,
að hann var í senn einlægur og
sannur sonur íslands og m:kill og
góður heimsborgari. Hið fyrra
birtist í dálæti hans á þingeyskri
erfð, fylgi hans við ungmennafé-
lagsskapinn og stolti hans af því
að vera í hópi aldamótamannanna.
Hið síðara kom fram I aðdáun
hans á erlendum viðhorfum og al-
þjóðlegum, raunsæisstefnu alda-
mótanna, vísindastefnu Comtes,
frjálslyndum og róttækum stjórn-
málaviðhorfum og síðast en ekki
sízt samvinnustefnunm.
Það /arð hlutskipti Jónasar
s Jónssonar í lífinu að helga krafta
sína tveim miklum verkefnum og
viðfangsefnum: Stjórnmálum og
menntamálum. — Stundum falla
störfin í einn farveg. Erfitt er að
greina á milli stjórnmálamannsins
og menntafrömuðarins f annan
tíma skilja leiðir og þá gætir ým-
ist stjórnmálanna meira eða
menntamálanna
Starf Jónasar Jónssonar að
menntamálum /ar blæbrigðaríkt.
Jónasar verður lengi minnzt sem
dugmikils menntamálaráðherra.
Hann var vinsæll og dáður kennari
við Kennaraskóla íslands. Hann
var kennslubókarhöfundur sem
margar kynslóðir nemenda á ís-
landi hafa komizt í kynni við.
Jónas gerðist öflugur baráttumað-
ur fyrir rýmkun æðri menntunar
í landinu, veitti Menntaskólanum á
Akureyri rétt til að brautskrá
stúdenta og efldi Háskóla íslands
á margan máta. Eftirminnilegur
verður hlutur Jónasar í byggingu
héraðsskóla landsins, þar sem hug-
sjón ungmennafélagsskaparins birt
ist áþreifanlegast í verki - En
traustast og fastast var Jónas Jóns-
son samt bundinn Samvinnuskólan-
um, sem honum var falið að stofna
og hann stýrði og mótaði hátt á
fjórða áratug.
II.
Samvinnuskólinn var óskabarn
Jónasar Jónssonar Hann átti sjálf-
ur hugmyndina að stofnun skólarf
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
og markaði stefnu og starf mennta
stofnunarinnar frá upphafi.
Jónas Jónsson lagði ævinlega á
það ríka áherzlu, að hlutverk Sam-
vinnuskólans ætti að vera tvíþætt.
Annars vegar ætti skólinn að veita
nemendum sínum mikla þjálfun og
mótun félagslega og t menningar-
lega, gera þá að hugsandi fólki og
vökulu. Hins vegar ætti skólinn
að búa nemendur undir margvís-
leg viðskiptastörf, sem samvinnu-
félögin og samfélagið þyrfti að
láta leysa af hendi. Jónas þreyttist
aldrei að undirstrika þessar skoð-
anir sínar og árétta. Þannig full-
yrti Jónas á aðalfundi SÍS árið
1923: „Samvinnuskólinn hefur
aldrei verið og getur aldrei orðið
verzlunarskóli í líkingu við skóla
kaupmanna. Samvinnuskólinn er
félagsmálaskóli og ekkert annað,
hinn eini hér, sem stefnir að því
marki“. — Af því sem nú hefur
verið sagt, er Ijóst, að Jónas Jóns-
son hugðist með Samvinnuskólan-
um skapa og móta^ nýja og sér-
stæða gerð skóla á íslandi. — Það
er sú hugmynd og forsendur henn-
ar, sem ég mun gera að meginefni
þessarar minningargreinar um
Jónas Jónsson. Fátt er þeim. sem
starfar við Samvinnuskólann ríkara
í huga, þegar hinn svipmikli per-
sónuleiki er horfinn
Tvö viðhorf Jónasar Jónssonar,
sem snerta Samvinnuskólann, ber
að geta um í upphafi þeirrar könn-
unar á forsögu skólans, sem stéfnt
er að. Jónas Jónsson hefur marg-
sinnis fullyrt, að nemendur Sam-
vinnuskólans hafi ekki þangað leit
að til að tryggja sér launaða at-
vinnu að námi loknu. Þeir komu
ekki í skólann að búa sig undir
ákveðin störf, heldur til að búa
sig undir lífið, gera sjálfa sig að
hæfari bíóðfélagsþegnum. — Hitt
er sú sannfæring Jónasar, að mæli-
kvarðinn á árangui Samvinnuskól-
ans í mótun nemenda sinna sé sú
skynjun nemendanna að skólinn
brautskrái þá ekki frá námi held-
ur innrlti þá til náms. Mælikvarði
árangursins er áframhaldandi
sjálfsnám, sem Samvinnuskólinn á
að hafa vakið nemendur sina til.
— Þessi viðhorf varpa sérstæðu
Ijósi yfir forsögu skólans og vísa
veg til fjögurra meginþátta. sem
hver um sig gæti orðið og mun
vafalaust síðar verða að sérstöku
rannsóknarefni. Hinir fjórir þættir
skýra persónu Jónasar Jónssonar,
skoðanir hans á menntamálum og
mótun Samvinnuskólans í höndum
hans.
Jónas Jónsson kynntist ungur að
árum lýðháskólunum í Danmörku.
Hann hefur sjálfur lýst því, hversu
heillandi honum bótti sú hugmynd
Grundtvigs að skapa skóla, sem
grundvallaðist á þeim anda og
áhuga, sem einkennt hafði störf og
fræðslu í baðstofunum íslenzku.
Við störfin var fróðleiksþráin vak-
in og í tengslum við störfin lifði
hún og glæddist. Störf og menntun
voru ekki aðskilin heldur sam-
tvinnuð. — Hitt er ljóst, að sá af
lýðháskólunum dönsku, sem Jónas
kynntist fyrst og fremst, var lýð-
háskólinn í Askov, enda dvaldi
hann þar og stundaði nám. — Nú
er sérstaða Askov lýðháskólans í
því fólgin, að hann er nokkurs kon
ar framhaldsdeild eða háskóli lýð-
háskólanna. Þangað leita nemend-
ur, sem áður hafa sótt aðra lýð-
háskóla, og öðlast í Askov fram-
haldsmenntun eða fá þar tækifæri
til áframhaldandi sjálfsnáms. —
Þegar þessa er gætt liggur nærri
að álykta, að sú hugsun hafi
snemma sótt að Jónasi Jónssyni,
að ísland þyrfti líka að eignast
skóla, sem væri að bessu leyti
hliðstæður Askov.. Ungt og áhuga-
samt fólk ætti að eiga kost á fram
haldsmenntun eftir að þrá þess
hefði verið vakin í héraðsskólum
landsins eða öðrum skólum ís-
lenzkum, sem kynnu að starfa á
líkum grundvelli og lýðháskólarn-
ir dönsku. Engum treysti Jónas
Jónsson betur til að vilja stuðla
að stofnun slíks skóla en íslenzk-
um samvinnumönnum
Frá Danmörkp lá leið Jónasar
Jónssonar á undirbúningsárum til
Bretlands Hann gerðist þar nem-
andi við skóla brezku verkalýðs-
hreyfingarinnar, John Ruskin's
College í Oxford Þar opnaðist
Jónasi nýr heimur og hefur lík-
lega breytt viðhorfum hans og
skoðunum meira en hægt er að
gera sér grein fyrir í fljótu bragði.
— Aðstæður voru líka að ýmsu
leyti óvenjulegar þegar Jónas
Jónsson stundaði nám við skóla'
brezku verkalýðshreyfingarinnar.
Forysta skólans hafði verið falin
ungum og róttækum guðfræðingi.
Hann var dáður af nemendum sín-
um, en skoðanir hans ýmsar þóttu
óhæfar í svo virðulegum og grón-
um menntabæ sem Oxford var Því
fór svo, að forstöðumaðurinn var
hrakinn frá skólanum til að forða
því að menntastofnunin yrði bann-
færð í borginni. Þessu undu nem-
endur illa Meðal beirra, sem mót-
mæltu brottvikningunni með því
að hverfa úr skólanum. var Jónas
Jónsson. - En dvölin á John Rusk-
ins skólanum og kynni af nemend-
um hans og kennurum hafði marg-
vísleg áhrif á skilning Jónasar
Jónssonar á skólamálum og þjóð-
félagsmál. Bar margt til þessa og
verður um fátt getið Skólinn bar
heiti sérstæðs menningarfrömuðar
á Bretlandi. John Ruskin lagði á
7