Íslendingaþættir Tímans - 18.10.1968, Blaðsíða 10
atriði. Það skiptir þó ekki mestu
máli. Hitt er aðalatriðið, að fram
komi, svo ljóst sem verða má, að
Samvinnuskólinn sem menntastofn-
un var Jónasi Jónssyni brennígler-
ið, er safnaði hinum mijrgu geisl-
um fræða og mennta. sem honum
hafði á viðburðaríkri ævi auðnazt
að greina. Hvergi hefur Jónas gef
ið meira af sjálfum sér. fórnað
hæfileikum og kröftum af meiri
ósérhlífni en í kennslu og stjórn
Samvinnuskólans uemendum hans
til ómetanlegs gagns og ávinnings.
Hvergi nefur Jónas heldur eignazt
meiri ítök í hugum og hjörtum
hinna ungu en innan veggja Sam-
vinnuskólans, en þeir eru margir,
sem áttu því láni að fagna að eiga
hann þar að læriföður og hollráð-
um samfylgdarmanni.
Skólahugsjónin, sem Jónas Jóns-
son kynnti í Samvinnuskólanum,
vísar fram á vég Langur tími mun
líða, þar til að fullu hefur verið
unnið úr þeim efniviði En sam-
vinnumönnum á íslandi er ljóst,
að með því einu verða honum
verðugar þakkir færðar fyrir
merkt ævistarf í þeirra þágu, að
haldið verði á lofti því merki. er
hann hóf og fékk þeim í hendur.
Sú minning mun aldrei glatast,
að Jónas Jónsson var fyrstur til
að kenna ungu fólki á íslandi
fræði þjóðfélagsins og sögu sam-
vinnunnar
/ Guðmundur Sveinsson,
Bifröst.
f
Við lok hinnar eiginlegu sjálf-
sfeeðisbaráttu íslendinga á öðrum
áraíug þessarar aldar riðluðust
þær fyikíngar, sem skapaðar voru
á grundvelli ólíkrar afstöðu til
sambands íslands og Danmenkur.
Átök í þjóðmáiium snerust æ meir
um markmið og beitingu mismun
andi aðferða í hinni innlendu
framfarasókn, þróun félagslegra
hreyfinga og um sföðu alþýðu-
stéttanna. Mótun hins nýja þjóð-
máliagrundvallar og /’.ofnun
flokkslegra samtaka í samræmi
við hann voru verk tiltölulega
fámenns hóps, sem með stjórn-
miálastarfi sínu og orðræðum varð
mestur örlagavaildur í íslendinga-
sögiu tuttugustu aldar. Þjóðmtála-
feriill þessara einstaklinga er eitt
gleggsta dæmið um áhrifamátt ör-
fárra manna með okkar smáu
þjóð, ef saman fara hæfni, djörf-
ung, einbeitni, starfsorka og djúp
ur félagslegur skilniingur á vanda
málum hverrar tíðar.
Þótt saiga þeinra fjöldahreyf-
inga og síjórnmálafiiokka, sem
mótuðust á þessum'árum, sé marg
sinmgiin og hundruð nafna eigí
með réttu í hana að ritast, stend-
ur þó einn maður framar öðrum
og miá með réttu kallast faðir
nútíma flokkaskipunar íslenzkrar.
Jónas Jónsson frá Hrifiu var sem
ungur maður hvetjandi og þátt-
takandi jafnt í stofnun Framsókn
arflokksins og Alþýðuflokksins og
hann var höfundur bræðrasam-
bands þessara flokka í þjóðmál-
um um rúmlega tveggja áratuga
skeið. Á því tímabi’li voru reist
traustustu virkin í félagslegri ,að-
stöðu almennings á íslandi, bæði
til sjáv.ar og sveita, og þá var
lagður grunnurinn að hinni víð-
tæku framfarasókn á sviði efna-
hags og mennta.
Milli heimsstríðanna fór Jónas
Jónsson í fararbroddi nýjar braut-
ir og opnaði bæði einstaklingum
og félagsheildum möguleika til
aukins þroska. Engin íslending-
ur á þessari öld hefur komið víð
ar við sögu. Á blómaskeiði krafta
sinna og hæfileika vann Jónas
Jónsson íslenzkri alþýðu allt er
hanm kunni með óeigingjörnu
hugarfari sjálfboðaliðans. Fram-
gjörnum en verklitlum valda-
streitumönnum okkar tíma er hollt
að hugleiða, hve sikamma hríð
þessi áhrifaríki' umbótafrömuður
sat ráðherrastól. Fimm ár Jónas-
ar Jónssonar voru íslenzkri þjóð
til lengdar raeira virði en ára-
fjöld annarra.
Við dánarbeð stórbrotinna Leið-
toga duga fáein orð lítt til að
vega þá og meta. Aðeins ítarleg
könnun í ljósi margbrotinna gagna
megnar að gefa fulla sýn yfiir at-
hafnir þeirra og áhrif. Og næst
þó líklega aldrei öll. Gagnvart
slíkum máttarviðum í sögu þjóð-
ar er hæpið að beita gyllingum.
Afrekin eru svo ótvíræð að eng-
inn greiði_ er að draga undan
mistökin. Á kveðjustund ber hins
vegar ávallt að þakka góðar gjörð-
ir, en láta dóma um annað bíða
síðari tíma.
Un.gir menn, sem vilja vinna að
framför þjóðar sinnar, geta til-
einkað sér margt í félagslegu fari
Jónasar Jónssonar frá Hríflu.
Hann gaf fiordæmi uim ýmsar
meginst.efnur og aðferðir, sem
öðrum hefur veitzt erfitt að fylgja,
þótt þær^ tvímælaiaust leiði til
farsældar. Hér skal aðeinis gripið
á þrennu.
Enginn stjórnmálamaður —ís-
lenzkur, að Jóni Sigurðssyni und-
anskildum, hefur gert sér jafn
mikið far og Jónas Jónsson, um
að öðlast víðtækt og beint sam-
band við fólk úr öllum byggðum
landsins oig öllum starfsgreinum
og afla sér þannig náinnar þekk-
ingar á högum, vandamálum og
viðhonfum fóiksins sjálfs. Tengsl
Jónasar Jónssonar við íslenzka
alþýðu voru milliliðalaus. Hann
var persónulegur félagi þúsunda
manna og dyr hans stóðu umyrða
laust öllum opnar. Þar var enginn
varnarmúr gervranna eða yfir-
borðslegrar virðingarlöngunar.
Starf Jians, líf hans, var að eigin
dómi fyrst og fremst í þágu al-
mennings í landinu og persónuleg
forréttindi voru Jónasi fjarri
skapi. Enginn hefur átt jafn rí(k-
an þátt í að fiytja valdastóla nið-
ur á jörðina og úr einöngruðum
sölum út til fólksins sjálfls. Jónas
vann öðru fremur að eflingu fé-
lagsilegra samtaka alþýðu, bæði
verkamanna í bæjum og bænda
til sveita. Hann sá glöggt, að
einungis félagslegur máttur
megnaði að brjóta kiúgum á ba'k
aftur og sifta hlektei þrælkunar.
Víðiækur og frjálshuga samvinnu
andi væri vænlegasta leiðin til
bættra lífskjara. Ásamt efnahags-
legum úrbótum yrði að tryggja
jafnræði til menntunar og styrkja
þátt almennings í hinmi menn-
ingarlegu framför. í krafti þess-
arar sannfæringar beitti Jónas
sér fyrir byggingu ótrúlega
margra skóla og menningarbú-
staða, sem enn í dag eru aðal-
sómi héraða um allt land og i
höfuðstaðnum stolt þjóðarimnar.
Honum var ljóst, að án andlegrar
reisnar yrði litið úr íslending-
um í samfélagi þjóðanna. Þannig
óf Jónas Jónsson í traustan vef
aukna og almenna men.ntun og
félagislega sókn að bættumi efna-
hag. Þá þættí, sem mikilvægastir
eru fyrir áframhaldandi sjálf-
stæði íslenzkrar þjóðar.
Þegar ryðja þarf nýjar brautir,
er ef til vill mestur vandinn að
velja menn til ábyrgðar og for-
ystu. Jónas Jónsson sýndi 1
reynd meir en nokkur annar ráða-
maður, að hann treysti frekast
ungum mönnum til slíkra verka.
Bezt myndi duga að virkja áræði
þeirra og óbrotinn baráttuvilja,
ferskar hugmyndir og nýjar að-
ferðir. Gömlum mönnum hætti
um of til að fara troðnar slóðir.
Staðnaðir þjóðfélagshættir krefð-
ust róttækra breytinga. Hugsjóna
ríkir og stjórnhæfir æskumenm
væru líklegastir til að gera fjar-
læga framtíðarsýn að nálægum
veruleiika. Þegar Jónas Jónsson
beitti sér fyrir framboðum korn-
ungra manna og skipaði þá stjórn
endur mennta- eða fjármálastofn
ana, töldu margdr slákt þvilíkt
ábyrgðarteysi að jaðraði við
10
ÍSLENDINGAÞÆTTIR