Íslendingaþættir Tímans - 18.10.1968, Side 13

Íslendingaþættir Tímans - 18.10.1968, Side 13
> Jónas og Bjarni í Ásgarííi »ögu og ni'enningu Veslurlanda, og úr þessum efnivið smíöaði fctasnm vopnin í aevilanga banáittu fiyrir veiifterð þjóðar sinnar, Hann spurði aldrei hvort hann aetti að berjast, heldur hvernig. Hanm var efckii aðeins eldihugi í baráttu. Hugsuin hans var í ætt við skálid- in, mér liggur við að segja spá- mennina. í viðtali við Jónae var otf.t sem opnaðist ný yfirsýn yfir vandamálin, viðmælandinn sá þau í nýju lj'óisi. Þessi glöggu tök á viðfangsefnunum áttu samt ekk- ert skylt við véfrétt, þau voru árangur af ítarlegri athugun þess sem er. Engan mann hef ég þekkt, sem hafði eins næman skilning á því að sagan er fráisögn af atburðum, sem gerast í tima og rúmi, og að þá atburði gera menn með athöfnum sínum og hegðun. Þetta kann að virðast einfalt, en er þó mörgum ótrúlega torakilið. Tíminn breytir öllu. Það sem er nýtt í dag er úrelf á morgun. Jónas var óþreytandi að fylgjast með þeim breytingum, sem voru að geraist á hverjum tima til að fé veður af þvi, sem var í væmd- um. Jónas stóð að stofnun Alþýðu- flokks (Alþýðusambands) Oig Framsóknarflokks og með þvi lagði hann grundvöllinn að því flokka- og stjóimmálakerfi, sem við búum við enn í dag. Það hef- ur verið sagt, að hann hafi vaiið leikara og æft, saniið og sett á svið það leikrit, sem kallast stjórn mál á íslandi, og má þó bæta því við að hann byggði eiunig leik- húsið. sem leikið er í. Um slí’kan mann næða allir stormar, og munu fáir menn hafa verið dýrkaðir jnfn mikið og jafn mikið hataðir eins og Jónas Jónsson. Einkum voru það þó þeir bændur, sem miður máttu sin, sem veittu hon- um aitfylgi. Andstaðan kom aftur á móti að heita má úr öllum átt- um. Jónas var alla ævi andstæð- imgur íbalds og kyrrstöðu, en hann var líka andstæðingur þeirra, sem hrópuðu um byltingu. Hann vissi sem var, að lausn þjóðfélags mála er ekki fólgin i uipphtaup- um, heidur í að standast þá sí- felldu hóImgönguásikiOTUn, sem bmyl.i.ngar timanna eru. Ævi- starfið vann hann í þágu Fram- sóknarflokksins og þess skóla, sem hann stofnaði á vegum sam- vinnuhreyfingarininar. Sú ráða- breytni mun einkum haía átt róf íána að rekja til þess, að hann rakti ættir sinar til bænda og vildi heizt vimna að þeirra hag, venkalýðsihreyfingunni bæri aftur á móti að velja sér Porystu úr sínum hópi. Um ailllangt skeið höfðu þessir flokkar samt með sér nána samvinnu. En ýmsir duttu út úr hlutverkunum og Jónasi gulduet oft illa fóstur- launin. Jónas var aldrei æðsti valda- maður á íslandd. Hann átti um nokkurra ára skeið sætd í ríkis- stjórn og um nokkurt lengra ára- bil var hann form'aður Framsókn arflokksins. í hverju eru þá hin miklu áibrif hans fólgin? Einfald- lega í því, að hann stóð öðrum mönnum framar að þekkiingu, áihuga og ritf'ærni. Áhrif hans voru fólgin í hæfileikum hans sjálfs, en ekki í valdi þedrra met- orða, er hann hlaut. Og einmitt þess vegna þótti bæðd samherjum sem andstæðingum mikið við liggja, að völdin féllu honum ekki í hendur. Roluiháttur og lagni í að hagræða seglum efáir vindi er einatt vísasti vegurinr) tiil veg- tyllna. Áhu.gi Jónasar í kennsiumálum er nátengdur áihiuga hans á fraimtið og endurnýjun islenzkrar me'nningar, en hún fer eftir þvi, hvernig unga fólkið er alið upp og hvað það hyggst fyrir. Að áliti Jónasar eru aúverandi valdhafar, sú kynslóð, sem tók við af hon- um, grunnhyggnir sjösofendur, sem einkum hafa iðkað það að riða be.rbakit á hégómagirninni við einteyming þröngsýni.nnar. Þess vegna gerði Jónas sér sérstakt far um að kynnasí ungu fólkd, þvi sem nú er að vaxa úr grasi, ttl þess að geta gert sér grein fyrir framtíðiin.ni. Ætla mætti, að af- kom'enduir sjösofenda yrðu föður verrungar. En Jónas var bjart- sýnismaður. Hann taldi, að það yrðu tímamót, ný aldamót, þegar þeir, sem nú eru ungir, tæk.iu við. Ekkert væri því til fyrir- stöðu, að nýtt þroskatímabil vært í vændum, hliðstætt hinu fyrra frægðarrí'ka frá stofnun Alþingis til loka 12. aldar. Ha.nn gaf að vísu enga forskrift, hvernig fara ætti að vinna slíikt verk. En hann gaf sitt eigið fordæmi. Það var fjarri honum að álíta, að það stjórnmálakerfi, sem komst á á fyrsta þriðjungi þessarar ald- ar, ætti að endast einnig síðasta þriðjunginn með þvi að berja t brestina og troða þeim um tær, sem nýmælum valda, svo sem við befur brugðið. Slíkt væri íhalds- semi. Á 50 4ra afimæli Framsókn- arflokksins gekk Jónas beinf á vit ungra manna, en skipti sér lítt af gestgjöfum. Það var trausts yfirlýsing hans til ungu kynslóðar innar í landinu. Hann treysti því, að hún hefði þá hörku til að bera, sem þarf til að valda tímamóium, ám þess að semja frið við þá, sem deigir eru, eins og han.n sj'álfur gerði. Honum var umhugað um, að merkinu, sem hafið var í upp- hafi aldarinnar, yrði skilað áfra'tn til óhorinna kynslóða með þeim manndóimd, sem þarf. Vona ber, að eftirmæli síðasta þriðjungs aldarinnar verði þau, sem Jónas óikaði. Arnér Hamnibalsson. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.