Íslendingaþættir Tímans - 18.10.1968, Page 14

Íslendingaþættir Tímans - 18.10.1968, Page 14
f Jónas Jónsson frá Hfiflu lézt að heimili sínu 19. júlí 1998, og er þá hið almesta ofurmenni sinnar samtíðar fallinn í val, 83 ára að aldri. Vorið 1914 fluttum við hjónin frá Kaupmannahöfn og settumst að hér í Reykjavík og bar fundum okk ar Jónasar þá skjótlega saman hér í Ungmennafélaginu. Hófst þá sú vinátta okkar, sem haldist hefur, siung og óbreytt, í dyggilega hálfa öld. Það mun hafa verið vorið 1916, að Jónas var að undirbúa enn eina herferð um fand vort, til þess að skapa Framsóknarflokkinn. Stuttu áður en sú ferð skyldi farin, kom Jónas að máli við mig og mæltist til þess. að ég gjörðist samferða- maður og hjálparmaður hans í hinni fyrirhuguðu för. Mig setti hljóðan, og sagði eins og satt var, að ég væri enginn ræðu maður og gæti víst litla hjálp veitt honum að þessu leyti. „Það gjörir ekkert 'til“ sagði Jónas, ég skal stíga í stólinn upp á klettinn eða böltann eða hvar sem er, ég er því vanastur, en mig langar að fá þig sem ferðafélaga. Það varð þvi ráðum ráðið, að ég færi með honum í ferðina, og hefi ég oft vitnað til þess síðan í spaugi við kunningja mína. „ð eih og annað gjörðist, þegar við Jónas voruin að skapa Framsókn- arflokkinn. ý)g alltaf finnst mér þetta ferðalág vera meðal minna allra kærustu endurminninga. Jónas var glæsilegur ræðumað- ur, ekki sízt þegar hann var stig- inn upp á stein eða klett úti á víða vangi og gjörðist hann þá bókstaf- lega talandi ísland. >á vaktkhann hrifningaröldur. hvar sem hann ~Tfór. “ Nei, hér vai enginn venjulegur maður á ferðinni. Jónas var svo hátt hafinn yfir fjbldann, að engu var likara eo að skaparínn værí að sýna hvílkt ofurmagn af gáfum og göfugum hugsjónum getur rúmast í einum manni. Mikill fjöldi manna þykist hafa og hefur margar ágætar hugsjónir á hraðbergi, en svo er þar með allt klappað og klárt. En þannig var nú ekki aldeilis gáfnafari Jón asar farið. Skapið, áhuginn, eljan og dugnaðurinn var ekki á þá Iund að láta sitja við orðin tóm. ,Það. er ekki nóg að tala fagurlega um ágætar hugtnyndir, það þarf að koma þeim í framkvæmd11 sagði Jónas. Og þá var það, að sjálft ofur- mennið kom til sögunnar, til að hrinda í verk slíkum býsnum stór- virkja um allt ísland, að ótrúlegt er á jafnskömmum tima. Ekki er auðvelt að hugsa sér snjallarí samlíkingu um gáfnafar Jónasar, en fram kemur í hinum ágætu eftirmælum í Tímanum síð- astliðinn laugardág, þar stendur svo: Atgervi Jónasar var svo vax- ið að af honum mátti gjöra marga menn, á ýmsum sviðum, og hefði hver verið í fylkingarbrjósti sinn- ar sveitar1,. Til skamms tíma var hér á landi mjög talað um að afburða krafta- menn væru margra manna makar, en Jónas frá Hriflu var fjölda manna maki á hinu andlega sviði. Já, Jónas var engum manni lí'kur* >á er en m. a. ötalin hin þrot- lausa hugkvæmni Jónasar um hjálpsemi á öllum sviðum, er hann náði til. Með þessum fáu orðum kveð ég minn trygga aldavin og velgjörða- manu, ofurmennið mlkla, Jónas Jónsson frá Hrifiu. 1 Ríkarður Jónsson. f Jónas Jónsson frá Hriflu er Iát- inn. Með honum er horfinn einn stórbrotnasti og sérstæðasti per- sónuleiki meðal íslenzku þjóðar- ínnar á oessari öld. A þingnianns- ferli sínum og fárra ára ráð- herratíð, kom hann fleiri nyt- semdarmálum fram, en dæmi eru tií hér um einstakan mann á jafnstuttum tíma. Jónas var alltat á undan sam- tíðarmönnum sínum og því oft misskilinn. Hann átti t.d. þá tvo eiginleika í mjög ríkum mæli, sem mjög sjaldan fara saman i einni persónu, að vera óvenju víðsýnn nugsjónamaður og frá- bær framkvæmdamaður Þjóðin mun þakka honum því betur. --em Jengra líður fram Ó- hlutdræg íslands saga síðari tíma, mun telja hann mesta mann þjóðarinnar meðal samtíðar- manna sinna. Jón Sigtryggsson. \. f Jónas Jónsson var orðinn nafn kunnur maður á Akureyri þegar mig bar þangað ungan prent- svein vorið 1906 og þá fyrir námsgáfur, fyrir burtfararprófið, sem hann hafði lokið frá skólan- um þar þetta vor. Ungmennafélagshreyfingin kom til sögu í árslokin 1905 og hún færði út kvíar til Reykjavík- ur strax haustið 1906. En þegar Jönas Jónsson kemur til Reykja- víkur eftir nokkurra ára námsdvöl erlendis, gerist hann þegat þátt- takandi i ungmennafélagshreyf- ingunni, og honum er þá þegar fengin -itstjórn Skinfaxa í hend- ur. Þá Kvað svc við nýjan tón, að iandsathygli vakti En annað bar einnig við í sama mund, afanga 1 frelsisbaráttunni var náð. Við höfðum fengið heima stjórn. viega- og brúargerðir voru hafnar, simi fenginn og fleiri gagnlegir hlutir, en allt um það voru það millilandamálin. sem enn skiptu mönnum ’ flokka en undur smávægilegt það, sem um var deilt. En þá braut í blað. Unga kyn- slóðin sá, að of miklu var eytt í togstreituna við Dani, og væri meir um vert að snúa sér að inn- anlandsmálunum Á þeirri stundu er það sem þjóðin tekur að skipa sér í flokka um þau. og þá fer hér eius og í nágranna- löndunum að þjóðin skipar sér í þrjá flokka. Er það athyglisvert, að Jónas Jónsson er ráðhollur í hópi þeirra, sem stofnuðu verka- lýðssamtökin, en sakir aðstöðu og uppeldis er hann einnig megin- burðarásinn í stofnun Framsókn- arflokksins, sem hagur sveitafloks stóð hallari fæti fyrir stóriðju þá, sem komin var til sögu við siáv- arsíðuna. Segja má, að fáir eða engir hafi orðið slyngari og mik- ilvirkari við að stíga ölduna á bessu tímabili i íslenzkum stjórn- málum en einmibt Jónas Jóns- son og hans samherjar, og gilti þetta oá ekki síður í uppeldis- og menntamálum og þar með töld um fögrum listum. en fáir eru þeir í hópi stjórnmálamanna. sem þar stigu hana jafnfarsællega og Jónas Jónsson Ég lýkvþessum fáu minmngar- orðum mínum með þeim ummæl- um, að lengi mun sjá staði ævi- starfs Jónasar Jóussonar í ís- lenzku bjóðlífi. og það svo að bera mun við himin af sjónarhól- um langrar framtíðar Guðbrandur Magnússois. f Eftir áratuga samstarf á ýms- um sviðum varð ég að sjá á bak vini mínum Jónasi frá Hriflu sem lézt að heimili sínu að kvöldi hins 19. júlímánaðar eftir örstutta legu. Þar með var lokið jarðnesku samstarfi okkar, sem hafði varað lengi og jafnan verið hið ánægju- legasta. Einstaka vináttu og ó- rofa tryggð sýndi hann mér og fjölskyldu minni sérstaklega hin síðari ár ævinnar eftir að umsvifa- miklu ævistarfi tók að linna og sviptigjörnum átökum að fækka. 14 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.