Íslendingaþættir Tímans - 18.10.1968, Blaðsíða 19

Íslendingaþættir Tímans - 18.10.1968, Blaðsíða 19
stjórn landsins, sem komið hafi í heimsókn í skólann. Þetta gerðist fyrsta árið sem Jónas var kennslu- málaráðherra, 1927, og var heim- sóknin gerð í þeim tilgangi að at- huga á hvern hátt mætti bæta og lagfæra skólabygginguna. Að at hugun lokinni var svo sannarlega ekki setið við orðin tóm, heldur rækilegar lagfæringar fram- kvæmdar á skólahúsinu, sem þá var í mikilli niðurníðslu. Viðvíkjandi málefnum Háskóla íslands sýndi Jónas Jónsson meiri raunsæi en flestir sem *um þau mál fjölluðu. Lýsing hans á að- búnaði háskólans fyrstu árin bera með sér, hve vel hann skynjaði þröngsýni þeirra stjórnmálamanna er töldu aðbúnað skólans viðun- andi Lýsing Jónasar fer hér á eft- ir: „Háskólinn hafði fáeinar kennslustofur á neðri hæð hússins sem Alþingi vanhagaði um til sinna starfa. Nemendur háskólans höfðu ekkert, sem minnti á heim- ili fyrir þá, nema ef vera skyldi forstofu þinghússins. Þeir höfðu enga heimavist, ekkert bókasafn eða lesstofu, engan fundarsal, eng- an íþróttasal eða leiksvæði -til sinna þarfa. í slíkum skóla gat ekki verið um annað að ræða fyr- ir nemendur en taka þar móti þekkingarítroðningi án nokkurra eiginlegra menningaraukandi upp- eldisáhrifa". Dr. Guðni. Jónsson, prófessor, lýsir ástandinu í hús- næðismálum háskólans í bókinni Saga Háskóla íslands, sem út kom árið 1961. Hann segir á þessa leið: „Ástandið í húsnæðismálum há- skólans batnaði ekki á næstu ár- um (Hér á höfundur við eftir 1920) enda óhægt að koma neinum telj- andi umbótum við í því húsnæði, sem skólanum var ætlað. En sú var þó bót í máli, að upp úr þessu fór þó heldur að rofa til 'og ofur- lítil hreyfing að komast á undir- búning háskólabyggingarinnar. Má fyrst og fremst þakka það for- göngu Jónasar Jónssonar, þáver- andi menntamálaráðherra, auk há skólakennaranna sjálfra“. Á öðr- um stað 1 sömu bók segir prófess- orinn: „Þrír eru þeir menn, sem áttu drýgstan þátt í því að þoka byggingarmálum háskólans áleiðis og hrinda þeim í framkvæmd á farsællegan hátt: Jónas Jónsson, sem gekkst fyrir lögunum um byggingu háskólans, Knud Zim- sen, sem valdi háskólanum stað, og Alexander Jóhannesson, sem leysti þann vanda að a-fla fjár til byggingarinnair“. Afstaða Aliþingis til húsnæðis- mála og bókasafnsmála háskólans er ein löng sorgarsaga og ve-rður hún eigi rakin hér að sinni. Árið 1930 flutti Jónas Jónsson frumvarp til laga um byggingu fyrir Háskóla íslands. Frumvarpið flutti hann aftur 1931 og enn á á ný 1932 og fékkst það þá loks- ins samþykkt, enda munu þá sum- ir alþingismenn hafa komið auga á leið til að gera lögin óvirk. Dr. Guðni Jónsson telur þessi lög, samt sem ^ður, vera „ein af merkisteinum I sögu há- skólans“ og er það orð að sönnu. En eins og svo of-t hefur komið fram eru lög frá Alþingi gagns- laus með öllu ef þeim er ekki hrundið í framkvæmd af ráðherra eða ef ekki er séð um að lögun- um sé framfylgt á annan hátt. Hér hafði Alþingi eftir langa mæðu samþykkt lög um byggingu fyrir háskólann. Það sem va-ntaði var fjárveiting. Slíka fjárveitingu sá ríkisstjórnin sér ekki fært að veita. Endanleg afdrif málsins urðu þau að ríkisstjórnin framfylgdi ald-rei þessum heimildarlögum og varð því háskólinn sjálfur að afla sér tekna til byggingarinnar, en það er önnur saga. Nú mæt-ti ætla að prófessorar háskólans hefðu, allir sem einn maður, staðið með Jónasi Jónssyni í baráttu hans fyrir betri háskóla. Svo v-ar þó ekki. Hér skorti hann „diplómatísku" hæfileikana áþrif- anlega. Jónas ha-fði gagnrýnt harð- lega og miskunnarlaust starfshætti háskólans allt frá upphafi. Barátta hans va-r háð bæði innan véggja Alþingis og utan, og svo sannan- lega fengu fyrstu prófessor-arnir orð í eyra. Á einum stað kemst Jónas Jónsson svo að orði: „Þeir menn sem réðu mestu um að há- skóli byrjaði að nafni til árið 1911, höfðu allir hlotið skólagöngu í Dan- mörku og þekktu nálega ekkert til háskólahalds í öðrum löndum. En háskóla Dana er svo sem kunnugt er þannig fyrir komið, að hann býr við lítil og úrelt húsa-kynni inni í miðium bænum (þetta er skrifað 1931). Sá skóli hefur eins og fyrirmynd hans í Þýzkalandi orðið þunglamaleg kennslustofnun án þess að fjör eða vorblær hafi yfir henni svifið“. Jónas bendir síð an á að danski og íslenzki háskól- inn hafi hvorugu-r orðið fyrir nokkrum sýnilegum áhrifum frá hinum frægu háskólum B-reta, þar sem sönn ræðimennska hafi þró- azt eðlilega allt frá því á miðöld- um. Síðar í greininni segi-r Jónas á þessa leið: „í höndum þröng- sýnna manna með takmarkaðan á- huga og lífsreynzlu va-rð Háskóli íslands þröngur embættismanna- skóli, mótaður við þarfir þjóðlífs- ins eins og það var á kyrrstöðu- tímum, en alls ekki við vöxt þess eða nútímaþarfir. Jón Sigurðsson hefur gefið löndum sínum meiri gjöf með hugsjón sinni um þjóð Iegan háskóla, heldur en leiðtogar fslendinga gáfu þjóð sinni með há- skóla þeim, er þeir stofnuðu á ald- arafmæli hans“. Þessi va-r gagn- rýni Jónasar Jónssonar á háskólan um eftir að hann hafði starfað í tvo áratugi í tveim herbergjum á neðri hæð Alþingishússins. Með frumvarpinu um byggingu fyrir háskólann sá Jónas nýja von um stórbrotna framtíð fyrir þessa æðstu menntastofnun þjóða-r vorr- ar. Um frumvarpið fórust honum svo orð: „Breyting sú á aðstöðu Háskóla fslands, sem liggur í frum varpi því, er Alþingi hefur nú til meðferðar, er hliðstæð þeim um- bótum, sem gerðar hafa verið á sviði ungmennafræðslunnar síð ustu ár. Háskólinn á að færast út fyrir höfuðbæinn. Hann á að fá mikið samfellt land til umráða. Hann á að fá eina myndarlega að- albyggingu, miðað við þarfir þjóð arinnar nú. En annars á að vera hægt að byggja háskólann smátt og smátt á næstu áratugum. Með nýjum viðfangsefnum koma nýjar byggingar. Háskólinn vex með þjóðinni. Utan við Reykjavíkurbæ myndast þjóðskóli Jóns Sigurðs- sona-r, fjölbreyttu-r starfsskóli, margþætt vinnuheimili, en ekki dvala-rheimili fyrir liðleskjur, sem eru búnar að glata æsku og hreysti yfir bókum, sem þeir áttu að nema, en vildu ekki læra“. Þessi orð voru skráð fyrir nær þvi fjórum áratugum. Margt af því sem Jónas Jónsson sá fyrir er þegar orðið að veruleika, annað er ennþá óleyst. Ekki jók það á vinsældir Jón- asar Jónssonar meðal sumra pró- fessora háskólans, er hann árið 1933, flutti þingsályktunartil- lögu um samd-rátt kennara- embætta, afnám embættis háskóla- ritara og endu-rskipulagningu á starfssviði háskólarektors. Sam- ÍSLENDINGAÞÆTTIR . 19

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.