Íslendingaþættir Tímans - 18.10.1968, Page 20

Íslendingaþættir Tímans - 18.10.1968, Page 20
kvæmt þessari tillögu átti rektor að hafa alla yfirstjórn með rekstri háskólans, með litla eða enga kennslu. Föstum kennaraembætt- um átti að fækka um helming en í stað þeirra sem hættu átti að ráða aukakennara. Sparnaðartil laga þessi var felld. Ég tel víst að Jónas Jónsson hafi haft gildar á- stæður fyrir flutningi þessarar til- lögu. Um það hefur mér ekki tek- izt að afla heimilda, þar sem ég starfa erlendis, og mun ég því ekki ræða það mál frekar að sinni. Viðskiptadeild háskólans á ræt- ur sinar að rekja til Viðskiptahá skóla ísiands, sem stofnaður var 1938 fyrir forgöngu Jónasar Jóns- sonar. Með brevtingu sem gerð var á háskólaiögunum 1941 var Við- skiptaháskólinn sameinaður Laga- deild Háskóla íslands. Eins og áður er getið flutti Jónas Jónsson og fékk samþykkt, árið 1930, hið merka frumvarp sitt um Háskóla íslands. í 3. gr. frumvarps ins var gert ráð fyrir kennslu í uppeldisvísindum. Sú grein hljóð- ar svo: „Landsstjórninni heimilast að ætla húsrúm fyrk kennslu í uppeldisvisindum í væntanlegrj há skólabyggingu, og að ætla svæði undir heimavistarhús fyrir kenn araefni á þeim hluta lóðarinnar, sem ætlaður verður fyrir sjálfstæð ar smábyggingar“. Fáar lagasetn- ingar bera eins vel með sér fram- sj'ni Jónasar Jónssonar og hve langt hann var á undan sinni sam- tíð. Hann skildi betur en flestir íslenzkir stjórnmálamenn hve mikilvægt það var að eiga vel menntaða kennarastétt Því miður auðnaðist Jónasi ekki að knýja stjórnarvöld landsins til þess að framfylgja þessum lögum. En sök- in liggur ekki öll hjá stiórnarvöld- unum. Ráðamenn háskólans hafa löngum haft sára lítinn áhuga fyr- ir menntun kennara. Sumir þeirra töldu jafnvel fráleitt að veita kenn araskólanum' rétt til að útskrifa stúdenta, þegar það mál var að síð- ustu leitt til lykta með lögum um kennaramenntun árið 1963. Þó má ætla að sumir af forystumönnum háskólans hafi talið þessi lög leysa þetta „leiðinda" kennaravandamál á viðunandi hátt og þar með niundi kennaradraugurinn láta af þeirri hvimleiðu áráttu að ætia sér sess innan veggja hins alráða .akadem- iska musteris. Suma þeirra rámaði ef til vill í að árið 1940 bar Jón- ag Jónsson enn á ný fram frum- varp til laga um stofnun kennara deildar við Háskóla tslands. Telja má víst að forráðamenn háskólans hafi hryllt við slíkri hugmynd. Al- þingi virtist því hafa haft góða á- stæðu til að meðhöndla málið á þann hátt, sem raun varð á, þ.e.a.s. stinga því undir stól. í f-rumvarpinu frá 1940 er lagt til, að Háskóli íslands annist menntun kennara. Gert var ráð fyrir mun strangari. inntökuskil- yrðum í kennaradeildina en al- mennt v-ar talið hyggilegt. Um þetta mál segir Freysteinn Gunn arsson á þessa leið í afmælisriti kennaraskólans frá 1958,. sem áður er vitnað til: „Inntökuskilyrði í þessa deild voru allströng. Auk ýmissa almennra skilyrða áttu nem endur að standast próf í bókleg- um greinum eftir gildandi kröfum um gagnfræðapróf Menntaskólans á Akureyri. Auk þess áttu þeir að sanna með prófraun, að þeir gætu lesið sér til gagns með við- unandi framburði uppeldisfræði- rit á norðurlandamálunum, þýzku og ensku.“ Þetta mun sumum af skólaspekingum vorum hafa þótt fráleitt með öllu, enda „pensumið“ í mikilli hættu. Annað atriði í þessu frumvarpi Jónasar, sem er að mörgu leyti athuglisvert, er hugmynd hans um æfingakennslu. í frumvarpinu var gert ráð fyrir, að þriðja ár kennaranámsins yrði kennaraefni látið starfa sem settur kennari við barna og unglingaskóla, undir eft- irliti og stjórn kennara. Fjórða ár- ið skyldi svo kennaraefnið halda áfram námi sinu við kennaradeild ina og Ijúka síðan prófi. Einn af framsýnustu skólastjórum vorum, Helgi Þorláksson. kom fram með svipaða hugmynd, sem birtist í skýrslu Skólamálanefndarinnar 1958. er út kom 1959. Þar kemst Helgi Þorláksson svo að orði: „Tel ég því æskilegt, að kennara efni starfi eitt skólaár við valinn skóla, áður en kemur að síðasta námsári fyrir kennarapróf. Teld- ist það ár hluti af námstíma kenn- araefnisins.“ í lögunum um menntun kenn ara frá 1947 er mælt svo fyrir, að við Háskóla íslands skuli kom- ið á fót kennslustofnun í uppeld- isvísindum. Hér komu lög Jónas ar fram í nýjum búningi, enda þótt aðrir hafi staðið að flutningi þeirra að þessu sinni. Hvað fram kvæmd þessara laga snertir, er hér einungis um að ræða ósjálegt kák, sem er til skammar fyrir Há- skóla íslands og mikils álitshnekk is fyrir þá ráðherra, sem farið hafa með menntamál. Lögin um kennsiustofnun við Háskóla fs- lands árið 1947 áttu meðal ann- ars að tryggja það að nægur hóp ur velmenntaðra gagnfræðaskóla kennara útskrifuðust ár hvert. Kennaraskorturinn við gagnfræða skólana talar sínu máli. Um þenn- an kennaraskort segir Helgi Þor- láksson tólf árum eftir að lögin gengu í gildi, og er hér vitnað í sömu heimild og hér að framan: „Hér er nú alvarlegur kennara skortur, sem getur reynzt stór- hættulegur. Umsækjendur um kennarastöður í Reykjavík eru nú varla fleiri en stöðurnar, sem veita skal, og á gagnfræðastigi skortir þó mjög á, að allir umsækjend- ur fullnægi lágmarkskröfum um menntun.“ Síðan þetta var skrif- að, hefur liðið annar áratugur stöðnunar og framtaksleysis. Framsýni Jónasar Jónssonar og fjölmargra annarra skólamanna, megnuðu hér ekki að yfirstíga þá fordóma hefðarinnar. sem enn virðast ráða athöfnum forráða manna Háskóla íslands. Þáttur Jónasar Jónssonar frá Hriflu og framlag hans til skólamála mun þó vissulega styrkja kennarastétt- ina og alþýðu landsins í barátt- unni fyrir aukinni menntun. Það mun um ókomna franítíð verða taiið eitt af aðalsmerkium þessa stórbrotna athafna og hug- sjónamanns, að hann hafði hæfi- leika til að skynja þróun og liarf ir þ.ióðfélagsins án fordóma og af raunsæi og framsvni Dr. Bragi Jósepsson. t Jónas er látinn. Það var eins og hinn mildi sumarblær hvíslaði þessum orðum út um landsbyggð- ina alla, að kveldi 19. júlí s.l., og morguninn eftir barst fregn- in út á öldum ljósvakans, er Ríkis- úvarpið tilkynnti andlátsfréttina — Fólkið til sjávar og sveita sagði hvert við annað hryggum rómi, Jónas er látinn. Þrátt fyrir það að Jónas er algengt nafn á íslandi, þá var samt ekki nema um einn Jónas að ræða, Jónas Jónsson frá Hriflu, eins og hann var almennast kall- aður. Andlátsf.regnin, fregnin um 20 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.