Íslendingaþættir Tímans - 07.02.1973, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 07.02.1973, Blaðsíða 4
Einar Vigfússon Einar lézt á Landakotsspitala aðfaranótt 6. þ.m. eftir nokkra vikna erfiða sjúkdómslegu á 85 aldurs ári og var jarðsunginn frá Fossvogskirkju 15. janúar s.l. Hann fæddist 1. júli 1888 i Dals- mynni, Norðurárdal, sonur hjónanna Vigfúsar Bjarnasonar bónda Dýra- stöðum Einarssonar og Þorbjargar Jónsdóttur frá Hvassafelli i sömu sveit, bæði borgfiszkrar ættar. Fjögur voru börn þeirra hjóna, sem öll eru látin. Einhvers staðar las ég það eftir ameriskan lifeðlisfræðing, William James, að lif okkar hér á jörðimji sé eins og við værum aðeins hálfvöknuð móts við það, sem við gætum verið eða ættum að vera, næðum ekki nema litilli iikamlegri og andlegri orku, en ættum þó mikla hæfileika, sem við beittum aldrei og lifðum þvi alltaf þröngskoruðu lifi. Er þetta er haft i huga, hvað getum við þá sagt um þá vini okkar, sem lokið hafa þessu lifi, svo villuráfandi, sem við höfum verið eftir kenningu W.J.? Jú, við rekjum spor þess, sem við ættum að minnast, og fyrir mér verður það að mestu eftir tilvisun annarra. Einar þekkti ég ekki fyrr en hann var orðinn ferðlúinn og ellimóður. Svo fljótt, sem Einar hafði aldur og þroska til, fór hann að vinna að búi foreldra sinna og utan þess, þegar svo bar viö. Hann þótti strax sem unglingur harðduglegur og laginn til allra verka, og ekki var hann gam- all, þegar ljóst var, að skepnuhirðing og umgengni við öll húsdýr léku honum i höndum, var bæði hreinlátur og heyspar. Tamningamaður þótti hann ágætur og það var almanna- rómur, að aldrei hefði svo baldinn foli að fjöri og hrekkjum verið i skóla hjá Einari, að ekki yrði ljúflingur með alla kosti að prófi loknu. Nokkru eftir fermingaraldur byrjar hann sinar fyrstu póstferðir með Guðmundi Kristjánssyni frá Hamraendum, sem þótti farsæll og öruggur ferðamaður. Þar mun Einar hafa tekið skjótum framförum og vann sér strax traust og virðingu hjá póstmálastjórn, þvi að eftir nokkur ár tekur hann við þvi starfi og gegnir þvi i 20 ár. Eins og að likum lætur, var ekki heiglum hent að fara slikar ferðir á öllum timum frá Borgarnesi að Hjarðarholti i Dölum og hafa búskapinn svo að hjáverkum. Einar var aldrei mikillátur með sjálfan sig, eða að hann liti a sig sem stórt peð á skákborði lifsins. Hér verða þviaðrir að segja frá. Einar var glæsi- menni á yngri árum, vel greindur, skapstór og stundum nokkuð sérlund- aður, en slævði þær öldur ætið i sjálfs sins brjósti i tæka tið og þvi vinmargur og brást aldrei trausti vina sinna eða þeirra, sem deildu við hann kjörum. Eiginmaður og faðir var hann ein- stakur. Hann var fastheldinn i skoð- unum og fór sjaldan i slóð annarra, en komst það af ráðsnilld og ratvisi, sem öðrum var ekki talið fært. Það er sjaldan bagi að bandi eða burðarauki að staf. Með það i huga hefur hetja sú farið að heiman, þvi að hann þótti af- burðasnjall ferðamaður og gjörhugull, og ekki að ófyrirsynju valinn i erfiðar póstferðir sumar og vetur i öllum veðrum meðdýran farkost, sem var sameign lands og þjóðar, oft eins og nærri má geta i náttmyrkri og fann- fergi á heiðum uppi. Hann kunni lika þá list að samhæfa það bezta, sem i sjálfum bjó, ratvisi hestsins og tryggð hundsins, og það, sem öllum góðum ferðamönnum er efst i huga, að gefa guði dýrðina. Arið 1914 gengur Einar i hjónaband með eftirlifandi konu sinni, Ragnhildi Jóhannesdóttur frá Geirmundar- stöðum Skarðsströnd, sem þótti afbragð annarra kvenna með ágæta greind, friðleik, dugnað og hjarta- hlviu. Það ár bvria bau sinn fyrsta búskap að Heimstöðum og eru þar i 20 ár við vaxandi bústofn og flytja siðan að Hraunsnefi i sömu sveit, og dveija þar i 12 ár. Þau hjón hafa bæði staðið i fremstu röð þeirrar fögru byggðar með hibýlaprýði og höfðingsskap. Eftir að Einar hættir póstferðum, gerist hann heimakær hjá konu sinni og dætrum og getur þá lagt meiri alúð við það, sem honum var helgast, viö- gang búsins og uppeldi dætranna, sem hann elskaði og virti, og gróðursetti það bezta meö þeim, sem hann vissi, að kæmi að sem beztum notum i lifi þeirra. Samlyndi þeirra hjóna var talið einstakt og að Ragnhildur hefði verið honum meira en eiginkona og móðir barnanna, heldur og lika bezti vinur og félagi. Þau voru svo sam- rýmd og samtaka i öllu, að aldrei bar skugga á. Þau áttu þrjár dætur, sem komust til manndóms og þroska, en urðu fyrir þeirri sáru sorg að missa elztu dótturina, Ingu Guðrúnu, átján ára, fallega og prýðilega menntaöa, og það sagði Ragnhildur kona Einars að aldrei hefði bóndi hennar fengið þyngra áfall en þann missi. Þorbjörg er gift Sumarliða Kristjánssyni iðn- verkamanni, og eru þau búsett að Laugalæk 17, og Jóhanna, sem er yngst þeirra, ekkja Jóns Jóhannssonar lögregluþjóns hér i borg, er búsett að Rauðalæk 28. Eftir 32 ára búsetu i hliðum Borgarfjarðar flytja þau hjón, Ragnhildur og Einar, til Reykjavikur, og bjuggu að Mánagötu 3. Ekki settist Einar i helgan stein, þó að hér væri komið sögu. Hann stundaði mikið heyskap og skepnuhirðingu, enda átti hann sjálfur bæði hesta og kindur hér. Þá kem ég að þvi, sem ég gat um i upphafi, hve Einar var fáskiptinn, og hve litið ég þekkti hann i upphafi. A örskots-stund skulum við manninn á máli þekkja, þvi tilviljun ræður oft atvikum i samskiptum manna og mál- efna. Jón, tengdasonur Einars, átti fjárhús i svokallaðri Fjárborg Reykja- vikur og þar hirti Einar oft, þegar svo stóð á. Eitt sinn er ég staddur þar hjá Einari og mokum snjó frá dyrum, þvi að mikið fannkyngi hafði skapazt i marga daga. Þegar að loknu þvi verki kemur maður aðvifandi, sem átti sitt hús skammt þar frá, og fer að hæla Einari á hvert reipi og fer mörgum orðum um, hve þrifalegt og fágað sé hér ævinlega i kringum hann og hvað hann sé heyspar o.s.frv. Mér fannst þetta satt og rétt hjá manni þessum, en siðan bætir hann við: ,,Það er vist aö sligast hjá þessum,” sem hann bendir til, ,,og hann hefur ekki mokað frá það, sem af er þessum vetri” og fleiri óvildarorðum leggur hann til mannsins, sem eg hirði ekki um að nefna hér. Ekki likaði Einari þetta, þvi að hann lætur brúnir siga og segir með nokkrum þunga: „Vertu ekki að þessu skitkasti, mokaðu heldur frá þinum dyrum og svo skulum við hjálpa hinum.” Maðurinn fór án þess að kveðja. Nú þurfti eg ekki lengur vitn- anna við. I þessum fáu setningum endurspeglaðist allt lif Einars og framkoma, eða munum við ekki sögu, sem gerðist á dögum Krists, þegar götustrákarnir eða farisearnir vildu niðast á fátækri og munaðarlausri konu og klöguðu fyrir meistaranum, sem gekk þar framhjá og hverju hann 4 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.