Íslendingaþættir Tímans - 07.02.1973, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 07.02.1973, Blaðsíða 5
Þórunn Guðmundsdóttir Fædd 28. april 1888. Dáin 24. nóv. 1972. Vér sjáum, hvar sumar rennur með sól yfir dauðans haf, og lyftir i eilifan aldingarð þvi öllu, sem drottinn gaf. Matth. Jochumsson. Það mun hafa verið haustið 1965, að við hlið mér gekk gömul kona eftir beinum og snyrtilegum gangstig fyrir utan Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. Blómin voru enn i fullum skrúða, grasflötin græn. Við stöldruð- um við um stund og virtum fyrir okkur þessa margbreytilegu liti, fundum angan i tæru loftinu. „Manni hlýnar öllum að innan við að horfa á blessuð blómin” sagði gamla konan hugfangin, og i svip hennar mátti sjá endurskin þeirrar fegurðar, sem henni bjó i brjósti þá stund. Nú er þessi vinkona min horfin okk- ur sjónum. bað er miður vetur, gróður löngu visnaður og laufið fokið út i vind- inn. En Þórunni mina sé ég fyrir mér i blómagarði, þar sem sumar rikir og sorgir vikja. Og nú fær hún loks notið þess á ný að heyra raddir fólks, heyra fuglana syngja og börnin hlæja. Hún Þórunn min elskaði börn og blóm, vildi öllum þjáðum og vanmegna hjálpa og likna. „Mig hefði langað svo að vera hjúkrunarkona” sagði hún mér einu sinni, og þar fylgdi hugur sannarlega máli. Þórunn Guðmundsdóttir var fædd 28. aprfl árið 1888 að Voðmúlastaða- Austurhjáleigu i Austur-Landeyjum. svaraði. „Sá ykkar, sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum,” Þeir skömm- uðust sin. Við hér heima ásamt Stefaniu systur minni, biðjum Ragnhildi allrar Guðs blessunar og vottum henni samúð og gleðjumst með henni að hafa átt mikið og fengið að njóta svo lengi sem rat- ljóst var. Dætrum þeirra, barnabörn- um og tengdasyni vottum við samúð. Einar minn, það er von okkar að þú megir orna þér við morgunroða nýs dags i nýjum heimi, þar sem viðsýnið skin. Við þökkum góð kynni. Bjarni M. Jónsson Ein 8 systkina ólst hún upp á þessum erfiðu timum, þegar gnægð fæðis og klæða voru fárra forréttindi. Sjávar- björg var torsótt frá hafnlausri strönd- inni, þar sem jafnan var brimasamt og lending ærið vandasöm. Einkum var róið á útmánuðum, og mun sá fiskur, sem þá aflaðist þrátt fyrir stopular gæftir, hafa borgið mörgu heimili um sinn frá beinum skorti. Unglingur að árum vistaðist Þórunn einn vetur i Reykjavikhjá Daniel Þorsteinssyni og Guðrúnu, konu hans. Ef ég man rétt voru henni goldnar 4 krónur yfír vetur- inn og mun hafa þótt mjög sæmilegt kaup á þeirrar tiðar mælikvarða. Lengi hafði bórunni langað að eignast þvottabretti umfram flesta aðra hluti. Lét hún nú af þvi verða að veita sér þennan hlut, sem kostaði áð mig minn- ir eina krónu og fimmtiu aura. Um vorið fór hún sjóleiðina austur — þ.e.a.s. fyrst til Vestmannaeyja og þa,ðan með árabát upp í sandinn. Far- gjaldið alla leiðina mun hafa verið tvær krónur, og Þórunn þvi heimkom- in átt 50 aura eftir af vetrarkaupinu. bessi fábrotna saga speglar ljóslega kjör almennings á þessum timum, þegar peningar voru fáséður munað- ur. Ennfremur lýsir það Þórunni sjálfri einkar vel, að hún skyldi fyrst- an búshluta velja sér brettið, sem sannarlega var nokkuð dýrt, þvi að hún var alla ævi kona nostursþrifin og snyrtileg i állri umgengni svo að af bar. Næst mun Þórunn hafa verið eina eða tvær vertiðir i Vestmannaeyjum. Vistráðin var hún siðar um skeið hér og hvar, m.a. að Lágafelli og Hólmi i Austur-Landeyjum, og eignaðist hús- freyjurnar þar, alkunnar mannkosta- konur, að góðvinum.Hélzt sú vinátta, meðan lif entist. Árið 1923 þann 21. mai, giftist bórunn.Eiriki Björnssyni, bónda að Fiflholts-Vesturhjáleigu i Vestur-Landeyjum, en þar heitir nú Lækjarbakki. Mann sinn missti bór- unn eftir langvinna og kvalafulla sjúk- dómslegu i heimahúsum. Lézt hann i nóv. 1943. Bjó Þórunn þá um sinn með sonum sinum tveimur, en dóttirin mun að mestu hafa verið farin að heiman. Siðar tók eldri sonurinn, Markús, við búsforráðum, og dvaldi Þórunn hjá honum og tengdadóttur sinni, Þórhildi borgeirsdóttur, unz hún sökum lang- varandi heilsubrests fluttist á Elli- og hjúkrunarheimilið Grund, þar sem hún dvaldist til dauðadags. Auk þess að þjást af astma á háu stigi lengst af ævi,háði heyrnardeyfa Þórunni mjög hátt á þriðja tug ára. Hafði hún af þvi sára raun, þvi að hún var kona við- kvæm i lund og hjartahlý og gat verið spaugsöm og glettin, þegar svo bar undir. En minnisstæðast er mér jafn- an, hvernig hún brosti við litlum börn- um og tók þau i fang sér — varð öll að sólskini — enda hændust öll börn óðar að henni og undu sér sæl i keltu henn- ar. Þar þurfti ekki orða við. Ógleymanlegur þáttur i fari Þórunn- ar var gjafmildin. Hún var glaður veitandi, ekki aðeins á það, sem hún bar fram i höndum sinum, heldur og hitt, sem hún miðlaði öðrum af hjart- ans auði. Á henni sannaðist manna bezt spakmælið forna „að sá, sem gef- ur bezt gefur alltaf mest”. A Grund vorum viö Þórunn her- bergisfélagar um nokkurt skeið. Betri og hjálpsamari félaga var naumast unnt að kjósa sér. Mun ég æ minnast hennar með einlægni og þökk, þessar- ar gömlu, góðu konu, sem börn og blóm og allt, sem fagurt var og gott, yljaði svo fyrir brjósti að úr augunum lýsti sú birta, sem ég ætla að aldrei dvini, þótt margt hverfi sýn um sinn. Maria Skagan. islendingaþættir 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.