Íslendingaþættir Tímans - 07.02.1973, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 07.02.1973, Blaðsíða 7
Sigurður Stefánsson ljósmyndari Sigurður var fæddur á Akureyri 10. jan. 1918 og mun hafa verið á Akureyri fyrstu ár ævi sinnar. Frá átta ára aldri til fermingar ólst hann upp aö Kálf- borgará i Bárðardal, og siðan var hann á ýmsum bæjum i Bárðardal til tvitugsaldurs. Hann kvæntist ungur Höllu Kristins- dóttur, ættaðri úrEyjafjarðarsýslu, og eignuðust þau tvær dætur. A þeim ár- um var hinn mikli vágestur berklarn- ir, hviti dauðinn, hvað skæðastur á Norðurlandi. Sigurður og Halla i blóma æksu sinnar, fengu aö kenna á þvi. Bæði tóku þau veikina, og lézt Halla úr henni eh Sigurður þurfti að dvelja á Kristneshæli i niu ár, og gekk á þeim tima undir mikla aðgerð, og varð hann aldrei samur maður likamlega eftir það. A Kristneshæli kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Krist- jönu Armannsdóttur, mikilhæfri og gáfaðri konu ættaðri úr Vopnafirði. Hún var einnig berklasjúklingur. Þau gengu i hjónaband árið 1956 og dvöldu i nokkur ár sem vistmenn á Vinnuheim ilinu að Reykjalundi. Siðan fluttu þau til Reykjavikur og i Kópavog og dvöldu þar til ársins 1965. A þeim ár- um nam Sigurður ljósmyndaiðn, sem hugur hans hafði lengi staðiö til, og þeim hjónum fæddust tveir efnilegir synir. Vorið 1965 fluttust þau til Akureyrar og settu á stofn „Ljósmyndastofuna Filman”, sem allir á Akureyri kannast við. Undruðust margir þann dugnaö og kjark, sem tvær heilsulitlar mann- eskjur sýndu, að leggja út i slikt með tvær hendur tómar og bjartsýnina eina það var humor hans. eða skopskyn. sem var hárbeitt og hitti beint i mark. Slikt grunaði fáa. að þessi alvarlegi. settlegi maður ætti slikt til. Magnús átti við vanheilsu að striða niörg undanfarin ár. Kallið mikla kom þvi engum á óvart. sem vissi hvernig heilsa hans var. Og nu er hann horíinn. einn úr hópi aldamótakynslóðarinnar sem vildi lifa samkvæmt kjörorðinu ..Islandi allt”. Ég sakna þin. 1 guðs friði. Agúst Vigfússon. að veganesti. Allt gekk þó vonum framar og nú voru mestu fjárhags- örðugleikarnir að baki og þau búin að eignast góða ibúð og rekstur ljós- myndastofunnar öruggur. En vegir Guðs eru órannsakanlegir. S.l. sumar fór heilsu Sigurðar að hraka, en hún hafði aldrei verið sterk. Arin á Akureyri höfðu verið erfið, og Sigurður var ekki vanur að hlifa sér við vinnu, vann stundum meira en þrek og kraftar leyfðu. Einnig hafa áhyggjur og fjárhagslegir örðugleikar gert sitt til að brjóta niður líkamlegt þrek hans. 1 haust, sem leið gekk hann undir mikla skurðaðgerð. Hann komst til fótaferðar, en auöséð var, að kraft- ar hans voru á þrotum. í desember var einsýnt að hverju dró. Siðustu vikurn- ar lá hann á Akureyrarspitala, stundum mikið þjáður. Hann andaðist þann áttunda jan. s.l. Kynni okkar Sigurðar hófust að Kristneshæli árið 1949, en þá vorum við þar báðir sjúklingar. Siöan hafa leiðir okkar legið saman og samhliöa á margan hátt, á Reykjalundi.i Reykja- vik, Kópavogi og siðan þau hjón fluttu til Akureyrar hefur samband okkar haldizt engu siður en þó að styttra væri á milli. Lif Sigurðar var á margan hátt braut þyrnum stráö. 011 hans beztu ár var hann á heilsuhæli eða sjúkrahúsi. Slikirstaðireru tæplega til þess fallnir að glæða bjartsýni eða trú á sjálfan sig, en Sigurður virtist styrkjast við hverja raun, og bjartsýni hans og kjarkur var óbilandi, á hverju sem gekk. Vitur maður hefur sagt, að erfiðleik- ar og vonbrigði, séu leiö Guðs til að prófa sálastyrk einstaklingsins, og að enginn raunverulegur andlegur þroski náist, nema gegnum þjáningu. Ég trúi þvi, að þessi vitri maður hafi haft nokkuð til sins máls, og þá er það vissa min, að Siguröur hefur fengið háa ein- kunn á þvi prófi, sem við öll erum að ganga i gegn um. Sigurður hafði gegn um reynslu áranna lært að greina, þaö sem varanlegt gildi, hefur, frá þvi sem aðeins er stundlegt. Með þvi að leggja rækt við þá hluti i eigin sálarlifi er von til aö bæta megi þennan heim. „Hver sem bæta vill heiminn, byrji á sjálfum sér”. Þennan sannleika skildi Sigurð- ur og tileinkaði sér. Nú þegar vegir skilja votta ég ekkj- unni og sonunum tveir alla mina sam- úð, og kveð Sigurð Stefánsson i þeirri vissu, að dauðinn er ekki endir alls, heldur upphaf fullkomnara lifs, og að handan móðunnar miklu hittum við aftur þá, sem við höfum bundið vináttu við hér á þessu tilverustigi. 1 Guðsfriði. Ævar Jóhannesson Ljósmyndarafélag tslands vottar minningu Sigurðar Stefánasonar virð- ingu sina og þakkar honum störf hans i þágu Ljósmyndarafélags tslands á liðnum árum. Félagið vottar ekkju hans Guðrúnu Kristjönu Armanns- dóttur, ása'mt sonum þeirra, dýpstu samúð við andlát hans og jarðarför. Þórir Óskarsson Jón Ormsson Framhald af bls. 8. ust upp i sambýli við afa sinn og ömmu öll sin bernskuár. Ég sá frænda minn siðast á jóladag, þegar ég heimsótti hann á heimili hans, en hann hafði fengið að fara af sjúkrahúsinu á aðfangadag og fór þangað aftur til uppskurðar á 2. dag jóla. Var hann á góðum batavegi eftir uppskurðinn, er kallið kom snögglega. Þegar ég kvaddi Jón á jóladag, var hann þrátt fyrir veikindi sin hress að vanda og gerði ekki mikið úr þeim. Var ég þvi farinn að vona, að vel mundi til takast og vinir hans fengju að sjá hann aftur á ferli hressan og glaðan, en það fór á annan veg. Sann ast hér sem oftar, að enginn má sköp- um renna. Ég votta Sigriði og Jóni Aðalsteini og fjölskyldu hans innilega samúð mina, fjölskyldu minnar og foreldra, sem öll þökkum fyrir að hafa fengið að njóta samfylgdarinnar við hann, og geymum við i huga okkar bjartar minningar um liðna tið. Blessuð sé minning hans. Sverrir Einarsson. islendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.