Íslendingaþættir Tímans - 07.02.1973, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 07.02.1973, Blaðsíða 8
Jón Ormsson rafvirkjameistari Fæddur :!0. mai 1886 Dáinn 4. janúar 1973 Nýlega var gerð frá Dómkirkjunni i Reykjavik útför frænda mins, Jóns Ormssonar rafvirkjameistara, sem lézt i Borgarspitalanum að morgni 4. janúar. Jón Ormsson var fæddur 30. mai 1886 á Grimsstöðum i Meðallandi i Vestúr-Skaftafellssýslu, sonur hjón- anna Orms Sverrissonar bónda, lengst i Efri-Ey i Meðallandi, en siðast á Kaldrananesi i Mýrdal, og konu hans, Guðrúnar ólafsdóttur frá Eystri- Lyngum i Meðallandi. Andaðist Orm- ur 4. janúar 1945, þá tæpra 92 ára að aldri. Er þvi dánardagur þeirra feðga hinn sami. Guðrún andaðist 9. april 1948, þá hátt á 95. aldursári. Þau hjón, Ormur og Guðrún, áttu átta börn, sem uppkomust, og var Jón fjórði i aldursröð þeirra. Eftirlifandi systkini hans eru Sunnefa, sem býr hjá syni sinum i Efri-Ey, Eirikur, raf- virkjameistari i Reykjavik, og Svein- björg og Ólafur, sem búa i Keflavik. Látin eru Sverrir, bóndi að Kaldrana- nesi, Guðrún, sem lengst af bjó á heimili Sverris, og Ormur, rafvirkja- meistari i Borgarnesi. Jón ólst upp hjá foreldrum sinum i Efri-Ey, en þangað fluttust þau, þegar hann var á fyrsta ári. Með þeim fór hann að Kaldrananesi árið 1905. Frá 1906 og næstu ár þar á eftir stundaði hann sjómennsku, aðallega á þilskip- um, og var þá m.a. um tima samskipa náfrænda sinum, Jóhannesi S. Kjar- vai. Þá var hann um skeið við verzlunarstörf i Vik i Mýrdal og eins i Borgarnesi einn vetur. Við vegavinnu var hann I Borgarfirði eitt sumar og við smiði brúar á Hrútafjarðará sumarið 1912. Að vetri til dvaldist Jón oftast i átt högum sinum i Mýrdaljmist á heimili foreldra sinna að Kaldrananesi eða i Vik. Tók hann þá að læra skósmiði hjá Sveini Þorlákssyni, skósmið og sim- stöðvarstjóraiVik.og fékk sveinsbréf i þeirri iðn vorið 1913. — Um þær mund- ir kom Halldór Guðmundsson raf- magnsfræðingur til Vikur að raflýsa kauptúnið, og réðst Jón þá til hans til starfa og vann með honum næsta ára- tug á nokkrum stöðum um Suðurland og Vestfirði, en aðallega i Reykjavik. Sjálfur fékk Jón löggildingu sem raf- virki árið 1923, og sama ár stofnaði hann ásamt bróður sinum, Eiriki, fyrirtækið Bræðurnir Ormsson, en vis- ir að þvi hafði orðið til skömmu áður. Hélt fyrirtækið hátiðlegt 50 ára afnrii sitt i des. s.l. Mun það vera siðasti mannfagnaðurinn, sem Jón tók þátt i, en þá gekk hann ekki heill til skógar. 1 árslok 1931 gekk Jón úr fyrirtækinu og starfaði eftir það undir eigin nafni sem rafvirkjameistari, en löggildingu fékk hann sem meistari árið 1933. Er hann þvi einn þeirra fyrstu, sem réttindi fengu i þeirri iðn hér á latidi. Fyrir um 20 árum dró Jón saman seglin og starf- aði eftir það til skamms tima sem eftirlitsmaður með raflögnum i húsum Reykjavikurborgar. Jón var formaður Félags löggiltra rafvirkjameistara i Reykjavik um margra ára skeið og lengi i stjórn Vinnuveitendasambands Islands. Þá átti hann frá upphafi sæti i raffanga- prófun Rafmagnseftirlits rikisins, en lét af þvi starfi nær hálfniræður. Hann var heiðursfélagi i Félagi löggiltra rafvikjameistara, og félagi var hann i Oddfellowreglunni frá 1921. Hinn 6. april 1918 kvæntist hann Jóninu Sigriði Jónsdóttur frá Giljum i Mýrdal, og lifir hún mann sinn. Þau hjón eignuðust einn son, Jón Aðalstein, orðabókarritstjóra, sem kvæntur er Vilborgu Guðjónsdóttur frá Oddsstöð- um i Vestmannaeyjum. Arið 1930 réðst Jón i það að byggja sér hús að Sjafnargötu 1. Var á þeim tima mikið fyrirtæki að leggja út i slikt, en eins og annað, sem Jón tók sér fyrir hendur um ævina, blessaðist það vel, og þar hafa þau hjón búiö alla tið siðan, en áður bjuggu þau lengst að Óðinsgötu 25. Hjúskapur Jóns og Sigriðar var alla tið mjög farsæll, og voru þau hjónin sérlega samhent i öllum gerðum sin- um, og hefur gestrisni þeirra ætið ver- ið við brugðið. Er það stór hópur ættingja og vina þeirra, bæði hér i Reykjavik og ekki siður úr átthögum þeirra, sem rúma hálfa höld hefur not- ið gestrisni þeirra og umhyggju. Eru þær ótaldar gistinæturnar, sem ættingjar og vinir úr Meðallandi Mýr- dal og viðar að hafa gist á heimili þeirra, sérstaklega á fyrri árum. Ég, sem þessar linur rita, átti þvi láni að fagna að alast upp i húsi þeirra hjóna, Jóns og Sigriðar, fram til 14 ára aldurs. Er margs að minnast frá þeim árum, enda var heimili þeirra nánast mitt annað heimili, þar sem ég var litlu minna hjá þeim en foreldrum minum. Fundust mér þau hjón i raun og veru koma mér i stað afa og ömmu. Jón Ormsson var dulur og fáskipt- inn, en traustur og áreiðanlegur í hvi- vetna. Hann var sérstaklega hjarta- hlýr og barngóður, svo að af bar, enda var öllum það ljóst, sem sáu umgengni hans við sonarbörn hans þrjú, sem ól- Framhald á 7. siðu. 8 tslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.