Íslendingaþættir Tímans - 01.03.1973, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 01.03.1973, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞJETTIR m Fimmtudagur 1. marz 13. tölublað 6. árg. Nr. 98 TIMANS Pétursson Séra Jön prófastur Kálfafellsstað F. 1. marz 1896. D. 23. janúar 1973. Mér finnst orð Páls postula ( siðara Korintubréfi eiga vel við sem einkunn- arorð sira Jóns Péturssonar, prófasts- ins og prestsins frá Kálfafellsstað i Suðursveit. Orðineru þessi: „Ekki svo sem vér drottnum yfir trú yðar, heldur erum við samverkamenn að gleði yðar. Þvi að i trúnni standið þér”. (2. Kor. 1.24.) Svo geðrikur og ákveðinn sem sira Jón Pétursson prófastur var, þá var hitt samt einkenni hans meira, að glæða og örva annarra hug, leitast við að skynja þá kviku, sem með öðrum bærist og eiga sinn þátt i að búa mönn- um þann fögnuð, sem fæst, þegar þeir fá að njóta sin, þá gleði, sem er ávöxt- ur sannrar trúar á lif og guðdóm. Þau eiga lika vel við um slra Jón Pétursson eftirmælin, sem sira Matthias Jochumsspn orti um afa hans og alnafna, Jón Pétursson háyfirdóm- ara, sem dó sama árið og sira Jón fæddist, árið 1896. Þar eru þessi erindi: Hniga hundruðum, — er hallar öldu — náttljós Guðs mót nýjum degi. Vel er vakað, veriö og farið heiiar i haf helgar stjörnur. Gott er að gleöjast Guðs í heimi; ferst ei fis, þótt fati skipti, eilifö — eilifð ábyrgðarlög sól og ar saman binda. Gott er að gleðjast Guðs f heimi, Ljúfa Ljós, þótt liðir undir, þótt nótt næði við norðurhjara, það eru viðbrigði, þegar væntum dags. „Guðfræði vonarinnar”er sú stefna kölluö, sem á allra siðustu árum hefur sett svip á umræður og rökræður trú- aðra manna á Vesturlöndum. Guð- fræði vonarinnar leitast við að kalla menn aftur til vitundar um gildi bjart- sýninnar, að i dýrum draumum er fal- ið afl að láta þá rætast, en i myrkum hug býr harla oft vonleysi og uppgjöf. Ég veit, að það væri sizt hinum látna bróður, svila minum og góðum vini að skapi að harmatölur væru fluttar við andlát hans. Svo litt sem hann leit á það sem þjónshlutverk prestsins, að drottna yfir trú og gera hugsanir og hugmyndir annarra að markleysu, eins eðlilegt og sjálfsagt fannst honum það, að leggja sig fram um að auka fögnuð, vera „samverkamaður að gleði ” að hver samfundur mætti skilja eftir bjarta minning. — Meðan heilsa entist og kraftar var þaö yndi sira Jóns mest að sjá gleðiglampa i augum samferðamannanna. Eitt var samt sem áður öruggust vissa hans: f trúnni stöndum vér. — Trúin er sigurafl. Hún opnar undra- veröld. „Sá, sem litur lifið augum trú- arinnar, veit að engu er hætt, að jafn- vel þótt vorytri maðurhrörni dag frá degi, þá endurnýjast vor innri maður.” Lifið er i hendi almættiSj sem ann og umbreytir. „Ekki svo sem vér drottnum yfirtrú yðar, heldur erum við samverkamenn að gleði yðar. Þvi að i trðnni standið þér”. II. Sira Jón Pétursson fæddist að Kálfa- fdllsstað i Suðursveit 1. marz áriö 1896 og var þvi á 77. aldursári, er hann lézt að sjúkraheimilinu að Sólvangi i Hafn- arfirði 23. janúar siðastliðinn. Sira Jón Pétursson fæddist foreldr- um sinum sem óskabarn. Hann var yngstur fjögurra systkina og eini drengurinn i systkinahópnum. Hann einn fæddist lika i Suðursveit, systurn- ar þrjár sem eldri voru: Jóhanna Sig þrúður, Jarþrúður og Elisabet fæddust allar á Hálsi i Fnjóskadal, en þar hafði faðir þeirra sira Pétur Jónsson áður gegnt prestsþjónustu—Af þeim syst kinunum fjórum er nú aðeins yngsta systirin á lfi, frú Elisabet Jensen, sem búsett er i Danmörku. Foreldrar sira Jóns Péturssonar voru sira Pétur Jónsson og frú Helga Skúladóttir kona hans. Að sira Jóni stóðu merkar ættir bæði að föður og móður. Sjálfur sór hann sig meir i föðurætt. Faðir hans var i senn afkom- andi hins merka prófasts á Viðivöllum i Blönduhlið sira Péturs Péturssonar, sem þekktur var af sonum sinum

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.