Íslendingaþættir Tímans - 01.03.1973, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 01.03.1973, Blaðsíða 3
Tíöin framundan er himinninn. opinn nýrri stund. Sira Jón Péturson þekkti hiö liðna. Sagan og menningararfur hennar var honum hugstæður. En fyrst og fremst var saga og menning honum hugstæð vegna þeirrar birtu, sem hvort tveggja gat brugðið á nútið og glætt skynjun samtiðar, en meðvitund og opinn hugur eftirsóknarverðastur. Kjarni þeirra trúarbragða, sem Jesú Kristur gaf okkur og öllum mönn- um felst i tveim sagnmyndum, er hann sjálfur hagnýtti öörum fremur. Sagnmyndirnar eru: „Fylg” — og „far”. — „Fylg mér”, segir Kristur og „far til mannanna”. Fylgdin og förin, skulu einkenni kristinna manna. Hér er verið aö kveöja og minnast manns, sem fylgdi og fór. Þvi skal enn minnt á orðin úr helgri bók: „Ekki svo sem vér drottnum yfir trú yðar, held ur erum við samverkamenn að gleði yðar. Þvi að i trúnni standið þér. Guðmundur Sveinsson Bifröst f Fermingarfaðir minn, Jón Péturs- son prófastur frá Kálfafellsstað i Suðursveit er látinn, tæpra 76 ára aö aldri. Jón var sonur Péturs Jónssonar prófasts aö Kálfafellsstað og Helgu Skúladóttur, konu hans. Sr. Pétur var sonur Jóns Péturssonar, dómstjóra en tviburabróðir sr. Brynjólfs Jónssonar, einum allra minnugasta Islendingi, sem ég hef öruggar heimildir um. I sambandi við sr. Brynjólf vil ég benda á viðtal, sem ég átti við Helgu Brynjólfsdóttur, gift Andreassen, sem birtist I Dagblaðinu Visi sumariö 1949. Systur sr. Jóns voru: Jóhanna gift Helga Hermanni Eirikssyni, skóla- stjóra Iðnskólans i Reykjavfk og siðar bankastjóra Iðnbankans. Jarþrúður gift Sigfúsi Johnsen, fyrrv. bæjar- fógeta i Vestmannaeyjum, og Elisabet Jensen tannsmiður gift Georg Jensen steinhöggvara, Helsingörgade 41, Hilleröd, Danmark. Af þessum systrum er nú Ellsabet ein á lifi. Viö hana átti ég viötal, sem birtist i dag- blaðinu Timanum snemma á árinu 1948. Sr. Jón átti ættir sinar að rekja til mikils gáfufólks og sjálfur var hann á íslendingaþættir vissum sviöum óvenjulega greindur maður. Hæfileikar hans komu greini- legast i ljós varðandi sögu og ættfræði t.d. kunnihann ásamt Stefáni Jónssyni hreppstjóra i Hlið i Lóni og Jóni Þorleifssyni listmálara, manna bezt skil á hinni þekktu Snjólfsætt, sem á fjölda afkomendur á Austurlandi og einnig i A-Skaftafellssýslu. Fyrsta minning min um sr. Jón er tengd fermingarundirbúningi að Stafafelli i Lóni. Við vorum 5 fermingarbörnin, 3 drengir og 2 stúlkur. Mér er sérstaklega minnis- stætt hversu viðfeöm fræðslan var, sem sr. Jón veitti okkur við fermingarundirbúninginn. Sérstak- lega lét hann sér annt um að fræða okkur á sviði mannkynssögunnar. Höfundur þessarar greinar hafði sára- litla barnaskólamenntun hlotið, og var þvi fræðsla sr. Jóns hvað mig snerti eins og gróðrarskúr á eyöimörk. Viðtæk þekking hans var mér hrein opinberun á ýmsum sviðum og minnist ég fermingarundirbúningsins enn með þakklæti og hlýjum huga. Ariö 1944 fluttist sr. Jón frá Kálfafellsstað til Reykjavikur og gerðist þá kennari við skóla mágs mins, þaö sem eftir var starfsævinnar. Aðalkennslugrein sr. Jóns var danska. Ekki efa ég að sr. Jón hafi kennt vel dönsku, en betur hefði hann átt heima sem sögukennari viö menntaskóla. Sr. Jón var kæntur Þóru Einarsdóttur, sem er landskunn kona sökum aðstoðar sinnar við fanga. Þau eignuðust 3 börn. Ég sendi frú Þóru og börnum þeirra hjóna svo og Elisabetu systur hans innilega samúðarkveðju. Ólafur Gunnarsson frá Vlk I Lóni. t Föstudaginn, 2. febrúar var til moldar borinn frá Dómkirkjunni i Reykjavik, vinur minn og frændi, sr. Jón Pétursson, fyrrum prestur og pró- fastur á Kálfafellsstað I Suðursveit. Jón var yngstur fjögurra systkina, fæddur á Kálfafellsstaö, 1 marz 1896. Foreldrar hans voru sr. Pétur Jóns- son, prestur þar og kona hans, Helga Skúladóttir frá Sigriöarstöðum I Ljósavatnsskarði, Kristjánssonar. Ég mun ekki rekja ættir sr. Jóns hér, enda tel ég-vistaö það geri aðrir. Vil þó geta þess að föðuramma min, Jóhanna Soffia kona sr. Zóphóniasar I Viðvik og sr. Pétur, faöir sr. Jóns voru systkini, börn Jóns Péturssonar háyfirdómara og fyrri konu hans, Jóhönnu Soffiu Bogadóttur Benediktssonar frá Staða- felli Eftir að hafa lokið tilsettu námi varð sr. Jón prestur á Kálfafellsstað voriö 1928. Faðir hans dó þá nokkru áður og skoruðu sóknarbörnin á Jón að koma ' austur að loknu námi og taka þar viö prestsskap. Sýnir það betur en margt annað hvaða hug fólkið I Suðursveit bar til sr. Jóns. Ég hef þekkt nokkra fullorðna Austur-Skaftfellinga og I viö- ræðum við þá bar Kálfafellsheimiliö oft á góma. Er áberandi hve hlýtt mönnum austur þar var til prestsins á Kálfafellsstað, konu hans og heimilis- fólksins. Nokkrum sinnum hef ég verið viö- staddur þegar sr. Jón vann prestverk og I hlut áttu gamlir vinir hans að austan. Man ég hve vel honum tókst, hve mildur hann var og einlægur I ræö- um sinum, þegar hann kvaddi þessa gömlu sýslunga sina I hinzta sinni. Og þannig stendur þessi ágæti frændi minn mér jafnan fyrir hugskotssjón- um, sem mildur og gáfaður prestur og sem óvenjufróður og minnisgóður vinur, með sérkennilega frásagna- hæfileika sem unun var á að hlýða, þega honum tókst bezt. Ég var lánsamur að hitta sr. Jón oft siðustu árin. Leit hann heim til okkar hjóna og spjallaði viö mig um það sem efst var á baugi. En ætlð fór það svo að áður en við vissum af vorum viö farnir að tala um ættfræði. Sr. Jón var mjög ættfróöur. Hann var viðlesinn, stál- minnugur og áhugasamur um ætt- fræði. Hann lagði sig mikið eftir að „studera” hvernig ákveðnir eigin- leikar ganga I ættir, og hann hafði mjög gaman af að eltast við þessa eiginleika, týna þeim stundum og finna þá svo aftur jafnvel 13—4 lið. Var fróðlegt að hlusta á frásögu hans og veita þvi athygli hve glöggur hann var á margt sem algjörlega hafði farið framhjá manni. Hann hafði þann hæfi- leika að gera ættfræðina lifandi og ánægjuiega og fyrir það og ótal margt annaö sem hann fræddi mig um verð ég honum ætiö þakklátur. Sr. Jón kvæntist árið 1936, Þóru Einarsdóttur yfirverkstjóra Jónssonar bónda á Meðainesi I Fellum, Einars- sonar prófasts I Vallarnesi. Er Þóra landsþekkt fyrir áhuga sinn á félags- málum. Hún er vel gefin og vel gerð ágætiskona sem bjó manni slnum og börnum hiö bezta heimili, bæði austur á Kálfafellsstað og hér I Reykjavík aö Laufásvegi 79. Börn þeirra hjóna eru þrjú: Pétur viðskiptafræðingur, Helga Jarþrúður, Einar Guðni, sem nú er prestur I Söðulsholti i Eyjahreppi. Ég votta eiginkonu, börnum og öðrum ástvinum sr. Jóns samúö mina og fjölskyldu minnar. Ég kveð þig svo frændi sæll meö kveöju Jónasar: 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.