Íslendingaþættir Tímans - 01.03.1973, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 01.03.1973, Blaðsíða 6
JÓHANNES JÓNSSON Þaö hefur dregizt lengur en skyldi, aö biöja Islendingaþætti Tfmans fyrir nokkrur minningarorö um Jóhannes Jónsson frá Flatey. Foreldrar hans voru, Jón Arnason ættaöur úr Múlasveit i Baröastranda- sýslu og ráöskona hans Sigurrós Jónsdóttir. Um ætt hennar er mér ekki kunnugt. Jóhannes fæddist aö Auöshaugi I Baröastrandarhreppi 2. júli 1892. Voru foreldrar hans þá f húsmennsku hjá bóndanum þar. Skömmu seinna slita þau sambúö- inni Jón og Sigurrós og hverfa frá Auöshaugi til Flateyjar. Er mér ekki kunnugt um ástæöurnar fyrir þeirri ráöabreytni. Höföu þau þá eignazt þrjú börn: — Ingibjörgu, Arna og Jóhannes (tvíbura). Ekki munu þau Jón og Sigurrós hafa ætlaö sér langa dvöl eöa sambúö i Flatey. Þó fór svo, aö þar bættist þeim hjónaleysunum fjóröa barniö, drengur er skiröur var Eyjólfur Haraldur fæddur 6. april 1894. Sigurrós mun ekki hafa haft langa viðstööu f Faltey eftir aö Haraldur fæddfst, heldur haldiö áfram för sinni út undir Jökul (eins og sagt var ! eyjum), f Neshrepp utan Ennis. Þaöan mun hún hafa veriö ættuð. Þar giftist hún seinna Jónasi Jónssyni tómthús- manni frá öndveröarnesi. Þótti i hvi- vetna myndarkona og er hún úr þess- ari sögu. En dvöl Jóns Arnasonar var lengri i Flatey. Ariö 1907 giftist hann Sig- riöi Jónsd. vinnukonu þar i eyjunni og áttu þau heima þar til æviloka. Þrjú af börnum Jóns munu hafa alizt upp i Flatey hjá fööur sinum og stjúp- móöur: Ingibjörg, Jóhannes og Har- aldur, en Arni fór i Bjarneyjar til Mar- grétar föðursystur sinnar er þar bjó lengi, og ólst þar upp. Jón Árnason var hinn mesti þrek og kjarkmaöur, eins og hann átti kyn til. Segja gamlir Flateyingar, aö varla muni sú hákarlalega hafa veriö farin úr Flatey, eftir aö Jón settist þar aö, aö hann væri ekki þar meö. Svo eftir- sóttur var hann til allra meirháttar sjóferöa, vegna hreysti sinnar og fádæma fiskni, hvort heldur hann renndi fyrir þann gráa, þorsk eöa annað fiskakyn. En auk þess aö stunda hákarlalegur á vetrum úr Fiatey, sem ekki var at- vinnugrein til að byggja afkomu sina á, var hann löngum til sjós á skútum vor og sumur, og formaður á ára- bátum úr Flatey hvert haust. Lengst mun hann hafa farið meö bát er Brana hét og sr. Sigurður Jensson átti. Fóru margar sögur af aflasæld hans á þeipri fleytu. Ungur mun Jóhannes hafa farið aö stunda sjóróöra meö fööur stnum úr Flatey. Mun þaö hafa oröiö honum hollur skóli fyrir þaö lif sem hann átti fyrir höndum. Þótti hann og snemma kjarkmikill, duglegur og eftirsóttur i hvert skiprúm eins og faöir hans haföi veriö. — Þá sögu heyröi ég á æskuárum minum, aö eitt sinn sem oftar I fiski- róöri setti Jón faöir hans i væna flyöru og skyldi Jóhannes færa i hana og innbyrða þegar hún kæmi undir borö- stokk. Geröi hann sem fyrir hann var lagt. Vildi þá ekki betur til en svo, aö Ifæran hrökk sundur I bugnum um leiö og Jóhannes færöi hana I flyöruna. Bregður skepnunni svo viö tilræöiö, aö hún strikar aftur til botns meö öngul- inn i kjaftinum og ifærubrotiö i kinn- inni, en Jóhannes heldur eftir leggnum og spottanum sem I hann var festur. Heldur mun hafa sigið brúnin á gamla Jóni viö þetta óhapp, en sagði þó ekki margt, þvi fátalaöur haföi hann jafnan verið. Haföi og áður fengizt viö flyöru sem strikaöi frá boröi og kunni vel aö halda um færi I sliku tilviki. Eftir skamma stund kemur hann með lúö- una aftur aö borðstokknum og er hún þá nokkuð farin aö dasast. önnur I- færa var i bátnum, og skipar nú Jón 2. háseta að færa i hana, en áður en honum hefur gefizt færi til þess, hefur Jóhannes komiö sér vel fyrir I bátnum, réttir aðra hendina út fyrir boröstokk- inn, nær undir kjálkabaröiö á flyör- unni og kippir henni inn i bátinn. Þótti þeim er á horföu þaö fallegt handtak. En formaðurinn brosti litiö eitt I skeggiö og sagöi: — Þú veröur ein- hvern tfma handheill Jói! Mun þaö og hafa ásannazt. Jón Árnason mun hafa andazt 1918. En þaö átti ekki fyrir Jóhannesi aö liggja, aö eyöa öllum æviárum sinum I Flatey. Skömmu fyrri 1920 flytur hann út á Hjallasand og giftist þar 20. jan- úar 1925 önnu Guömundsdóttur frá Asgrimsbúö. Þar áttu þau heima meðan Anna liföi, en hún lézt I júll 1940. Þau eignuöust fjögur börn. Skulu þau talin hér eftir aldursröö: Unnur Lilja, fædd 3. september 1922. Gift Sigurði Ólafssyni bakarameistara hér í Reykjavik. Hansina Marta, fædd 13. júnl 1924. Gift og búsett I Keflavlk. Jón Siguröur, fæddur 22. ágúst 1928. Giftur og búsettur hér i borginni. Guömundur fæddur 21. april 1931 Giftur og búsettur i Hafnarfiröi. Auk þessara barna eignaöist Jó- hannes eina dóttur áöur en hann fór úr Flatey, fædd 11. desember 1917. Hún heitir Inga, ólst upp i Skáleyjum, en er gift og búsett hér i Reykjavik. Maöur hennar er Valentínus Valdemarsson þungavinnuvélstjóri hér i borginni. Þegar Jóhannes haföi misst Onnu konu sina, var veru hans á Hjallasandi lokiö. Hann fluttist þá meö Guömund yngzta son sinn i Skáleyjar til LOju dóttur sinnar og Siguröar manns hennar, sem þá voru farin aö búa þar, 6 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.