Íslendingaþættir Tímans - 21.03.1973, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 21.03.1973, Blaðsíða 3
Sjötug: Margrét Sæmimdsdóttir hans og orðum, að þaðan komu ágætir menn, sem gátu sér góöan orðstir i skólanum og reyndust þar hinir beztu þegnar. Ingólfur kvæntist 17. júni 1939, ölafiu Guðjónsdóttur frá Þórustöðum I Bitru og hóf búskap i Gautsdal á þvi vori. Olafia er myndarleg rausnar kona, sem búið hefur þeim fagurt og aðlaðandi heimili. Synir þeirra eru tveir. Helgi rafvirki á Akranesi kvænt- ur Sigrlði Kristjánsdóttur og Maggi Guðjón trésmiður, sem enn býr i föðurgarði. Ingólfur bjó i Gautsdal I 20 ár, en vorið 1959 brá hann búi og flutti til Akraness og hefur átt þar heima siðan. Hann hefur frá þeim tima unniö i Byggingavöruverzlun H.B. & Co á Akranesi. Ingólfur er frábær félagsmálamað- ur. Hann laðar menn til samstarfs, áhugasamur, fórnfús og sistarfandi aö þeim málum, sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann var mjög virkur félags- maður i Umf. Unglingi i Geiradal. Það félag haföi forgöngu um byggingu tveggja samkomuhúsa i sveitinni. Hið siðara var myndarlegt félagsheimili i nútlmastll. Ingólfur átti veigamikinn þátt I þeirri byggingu meö eigin vinnu og ódrepandi forustu, ásamt Ölafi E. Ólafssyni kaupfélagsstj. o.fl. mætum mönnum I Geiradal. 1 fámennri sveit er slik bygging afrek, sem þeir einir þekkja, sem reynt hafa. Ingólfur átti lengi sæti I hreppsnefnd Geiradals- hrepps, vann aö málefnum Kaupfélags Króksfjarðar ásamt ýmsum öðrum fé- lagsmálum. A Akranesi hefur Ingólfur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum. Hann var um árabil endurskoöandi reikninga Akraneskaupstaðar. Hann hefur I mörg ár átt sæti í stjórn Sjúkrasam- frá Hvolsvelli Fyrir þrjátiu árum var ný póst og simstöð tekin i notkun i Hvolsvelli. Þegar simstöðvarbyggingin var um það bil að verða tilbúin fluttu þangað myndarleg hjón, sem um einn og hálfan áratug höfðu búið traustum bú- skap að Miðey i Austur-Landeyja- hreppi,— Bóndinn frá Miðey hann Arni Einars- son tók að sinna póstþjónustunni, ekkert sérlega orðmargur, en þvi ábyggilegri og vinfastari, en hún Margrét Sæmundsdóttir, sem nú er orðin sjötug, settist við skiptiborðið og annaðist simavörzluna af áhuga og dugnaði og var alltaf bezt i starfi sinu þegar mest var um að vera, en fyrsta lags Akraness og ennfremur i kjör- stjórn. Hann hefur átt kost á fleiri trúnaðarstörfum, en synjað þeim. Þá hefur Framsóknarfélag Akraness not- ið góðs af frábærum félagsmálaeigin- leikum Ingölfs, Hann hefur verið gjaldkeri félagsins siðan 1964 og gegnt auk þess ýmsum öörum þýöingarmikl- um trúnaðarstörfum innan félagsins um langt skeiö. Þaö er almenn skoðun að hverju þvl verkefni sé vel borgið, sem Ingólfur tekur aö sér. Ingólfur er maður bjartur yfirlitum, léttur I spori og hinn drengilegasti I allri framkomu. Traustur i öllum sam- skiptum, hinn mesti dugnaðarmaður að hverju sem hann vinnur, en hlé- drægur I eöli sinu. Hann ber svipmót þess að vera alinn upp á menningar- heimili, þar sem félagshyggja og menningarleg arfleifö sátu I öndvegi, og vaxa upp I byggðarlagi, þar sem málín voru leyst meö samvinnu og eftir félagslegum úrræöum. Hann ber vissulega svipmót sins fagra æskuhér- aðs á margan hátt og þannig mun og reyndin meö flesta, aö umhverfiö á sinn þátt I mótun þeirra og skaphöfn. A þessum merku timamótum i ævi Ingólfs vil ég flytja honum þakkir mln- ar og annarra samherja hans á Akra- nesi fyrir drengilegt samstarf og vin- áttu. Jafnframt viljum við flytja hon- um og fjölskyldu hans beztu óskir um giftu og farsækf á ókomnum árum. Undir þetta veit ég að gamlir sveit- ungar hans taka og allir aðrir, sem átt hafa samleið með Ingólfi lengri eöa skemmri tlma. Dan. Ágústinusson. simakonan i Hvolsvelli var oft vakin upp um miðjar nætur og þá var eins og henni Margréti væri hrein nautn að leysa annarra þarfir og hafði þá enga hálfvelgju á hlutunum og hringdi af röskleika. — Símstöðvarhjónin undu sér fljótl. vel á nýjum slóðum og settu svip á lit- inn en samhentan hóp frumbýlinga, sem tekið höfðu sér bólfestu á sléttunni vestan við Stórólfshvol. Árni var fljótlega kosinn i trúnaðar- störf fyrir sveitarfélagið, en Margrét gerðist virkur félagi i Kvenfélaginu Einingu, enda kona feykilega félags- lynd. Simstöðvarhjónin héldu uppi mikilli risnu á heimili sinu, sem var i austur- enda simstöðvarhússins. Hjá þeim var alltaf heitt á könnunni og að afloknu erindi var algengt að setjast i heldhús- krókinn eða inn i stofu, en heimilið þeirra var bráðmyndarlegt og prýtt islendingaþættir 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.