Íslendingaþættir Tímans - 21.03.1973, Síða 8

Íslendingaþættir Tímans - 21.03.1973, Síða 8
Sextugur: Jóhannes Stefánsson framkvæmdastjóri og forseti bæjarstjórnar Neskaupstaðar 9. marz, varö Jóhannes Stefáns- son, framkvæmdastjóri og forseti bæjarstjórnar Neskaupstaöar sextugur. Jóhannes er þjóökunnur maöur af störfum sinum á sviöi atvinnulifsins og af þátttöku i opinberum málefnum hér heima og á viöfeömari vettvangi. Hér veröur þvi ekki nema aö litlu leyti vikiö aö einstökum þáttum i lifi og starfi Jóhannesar til þessa, enda munu þaö gera aörir, mér kunnugri og til þess færari. Noröfiröingur er Jóhannes I húö og hár, og hér hefur hann alla tiö átt heima. Vöxtur og viögangur Neskaup- staöar er og hefur ætiö veriö honum hjartfólgin hugsjón, og þeirri hugsjón. hefur hann helgaö starfskrafta sina. En þetta er ekki aöeins hugsjón, heldur lika veruleiki. Neskaupstaöur hefur vaxiö og eflzt á liönum ára- tugum bæöi af fólki og atvinnutækjum, undirstaöa efnahagslegrar velmegn- unar hefur treystst, en þaö má telja forsendu fyrir betra og fegurra mann- lifi á öllum sviöum. 1 atvinnulegu tilliti hefur oröiö bylting frá þvi, sem þekkt- ist á fjóröa áratug aldarinnar, og fáir vildu vist hverfa aftur til þeirra at- vinnuhátta, sem þá tiökuöust og þeirra lifskjara, sem fólk bjó þá almennt viö. Þessi mikla þróun, sem öllum er kunn, hefur átt sér staö um allt land, en misjafnlega ör var hún, en sá mis- munur hefur ráöiö miklu um þaö, hvar fólki hefur þótt lifvæplegt aö búa og starfa. Jóhannes Stefánsson á drjúgan þátt i þvi, hversu ör þessi þróun varö I Neskaupstaö. Hann er mikill og ein- lægur félagshyggju- og samvinnu- maöur og félags- og samvinnurekstri hefur hann veitt forstööu um rúmlega aldarfjóröungsskeiö, fyrst Pöntunarfélagi alþýöu og siöan Samvinnufélagi útgeröarmanna og Oliusamlagi útvegsmanna, en þeim fyrirtækjum veitir hann enn forstööu. - Hann var lengst af þessum tima fram- kvæmdastjóri fiskvinnslustöövarinnar og um skeiö einnig Sildarvinnslunnar hf. og I stjórn þess fyrirtækis hefur hann veriö frá stofnun, 1957 og lengst af formaöur. Jóhannes hefur öörum fremur mótaö þessi fyrirtæki og stefnu þeirra I uppbyggingu atvinnullfs á staönum, aö öllum öörum mönnum ólöstuöum þó. En áhugi Jóhannesar er ekki ein- skoröaöur viö atvinnumálin ein, þó aö viö uppbyggingu þeirra hafi hann haft æriö verk aö vinna, heldur er áhugi hans á stjórnmálum og almennum félagsmálum mikill og á þeim vett- vangi hefur hann látiö mikiö aö sér kveöa. 1 bæjarstjórn Neskaupstaöar hefur hann veriö frá 1946, aö sósialtstar unnu hinn glæsilega meiri- hlutasigur sinn, en I bæjarstjórninni haföi hann setiö sem varamaöur meira og minna allt frá 1938. Forseti bæjarstjórnarinnar hefur Jóhannes veriö frá 1958. Fjölmörgum trúnaöar- störfum hefur Jóhannes gegnt fyrir bæjarstjórn meö þátttöku I ýmsum ráöum og nefndum, var m.a. lengi for- maöur fræösluráös og er i stjórn Sparisjóös Noröfjaröar. Formaöur Verkalýösfélags Norö- firöinga var Jóhannes um árabil og einnig lengi formaöur Byggingafélags alþýöu. í almennu félagsstarfi hefur hann einnig tekiö virkan þátt, og ber þar hæst þátttöku hans i iþróttahreyf- ingunni, en hann var lengi formaöur Iþróttafélagsins Þróttar I Neskaup- staö og var um skeiö I stjórn ISI. Svona mætti lengi telja hin margvis- legustu félagsstörf, sem á Jóhannes hafa hlaöizt, en hér skal aöeins aö lokum vikiö aö þátttöku hans i starfi sósialista umfram þaö, sem áöur hefur veriö sagt um störf hans i bæjarstjórn Neskaupstaöar. Jóhannes var I framboöi fyrir Sósialistaflokkinn og siöan Alþýöu- bandalagiö viö 7 kosningar á tima- bilinu 1942-1959, aö seinasta breyting Framhald á 7. siðu. 8 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.