Íslendingaþættir Tímans - 21.03.1973, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 21.03.1973, Blaðsíða 5
, Sextugur: r Ivar Níelsson Flögu munum lengi minnast meö miklu þakklæti. Jón er hinn sanni og óþreytandi bar- áttumaður, sem lifir fyrir þab að veita áhugamálum sinum brautargengi og þá er ánægja hans mest, þegar miðar I rétta átt. Það eru hans sigurlaun. Pyrir sjálfan sig hefur hann aldrei gert neinar kröfur. Jón er traustur og vinfastur svo af ber, en lætur ógjarnan sinn hlut, sé hann órétti beittur. Hann er sérstæður persónuleiki, sem fer sln- ar eigin leiðir, hvaö sem öðrum finnst. Þrátt fyrir 80 árin er hann enn hinn ernasti. Væntum við vinir hans og samherjar, aö hann megi lengi enn hafa I fullu tré við Elli kerlingu, eins og svo marga aðra á langri ævi. Björg Jónasdóttir hefur lengi veriö Jóni mikilsveröur llfsförunautur, og sambúð þeirra byggzt á gagnkvæmri ást og virðingu. Hún er myndarleg húsmóðir til allra verka og mikil hag- leikskona. Hefur hún gert marga hluti, sem athygli vekja. Má þar einkum nefna forkunnar falleg herðasjöl úr Is- lenzkri ull, útsaumaða borödúka og fjölbreytilegt safn ýmiss konar minja- gripa. Allt ber þetta vott um frábært handbragö og smekkvisi. Björg er mjög gestrisin og góð heim aö sækja. Hún er vinfözt og trygglynd, sem bóndi hennar og hallast þar ekki á. Björg hefur oft átt viö veikindi að stríða og hafa þau legiö sem skuggi yfir heim- ilinu. Núna siðustu , árin hefur Björg náö furöanlegum bata og væri fram- hald á þvl bezta afmælisgjöfin, sem henni gæti hlotnazt. Þessi ágætu hjón hafa lítt borizt á um dagana og þegar veikindi hafa herjaö, hefur lifsbaráttan veriö erfið. En sólskininu bregður alltaf fyrir ann- an veifið. Þau hafa lag á þvi að hjálpa hvort öðru til þess að njóta þess. Og sparifé ævinnar ætla þau ekki að nota I persónulega eyðslu, heldur styöja með þvl ýmis góö málefni og framfaramál, sem mörgum geta orðið til blessunar. Hafa þau þannig stutt ýmis góð mál- efni m.a. vestur i Dalasýslu. Stærst er gjöfin,sem þau færöu Krabbameinsfé- lagi Islands fyrir 2 árum að fjárhæö kr. 350 þús. Ýmsum öðrum stofnunum hafa þau veitt hjálparhönd, þótt leynt hafi farið. Þetta er I senn mikil sjálfs- afneitun og fagurt fordæmi, en I fullu samræmi við hyggindi þeirra og ráð- deild. Ég vil að lokum þakka þessum ágætu hjónum ánægjulega samfylgd I nær 20 ár. Þakka þeim mikilsverðan stuðning viö málefni Framsóknar- flokksins á Akranesi i nafni allra Hinn 29. desember s.l. varð vinur minn Ivar Nlelsson, óðalsbóndi að Flögu I Vatnsdal sextugur. ívar er af góðu bergi brotinn, sonur merkishjón- anna Halldóru tvarsdóttur og Nielsar Sveinssonar, sem siðast bjuggu I Þing- eyrarseli, sem er fjallakot í austan- verðu Vfðidalsfjalli, langt frá alfara- leið. Þau Halldóra og Niels eignuðust 10 börn. Þrjú börnin eru látin og er Iv- ar eini sonurinn á lifi og 6 systur, sem ailar eru búsettar I Reykjavik. Þann 22. október árið 1930 gerðist sá hörmulegi atburður I Þingeyrarseli, að Niels bóndi fór að heiman i kinda- leit I Vfðidalsfjalli. Stórhrið gerði, er leið á daginn og kom Niels ekki heim um kvöldið. Það hefur verið löng og ömurleg nótt fyrir Halldóru. Þvi hún var ein heima með dætrum sinum, þeirri elztu 12 ára. þeirra, sem þess njóta. En fyrst og fremst þakka vináttuna og tryggöina við mig og mitt fólk, sem alltaf hefur veriö sivakandi. Ég vænti þess aö höf- undur llfsins og verndari gefi þeim báðum langt og fagurt ævikvöld, sem þau megi vel njóta. Dan. Agústlnusson. Ivar var þá farinn að heiman til að vinna fyrir sér, eins og fátækir ung- lingar urðu að gera á þeim tíma. Morguninn eftir var sæmilegt veöur, og tók Halldóra það ráð, að senda Maríu litlu 12 ára ofan að Hnjúki I Vatnsdal, til að láta vita hvernig kom- ið væri og biðja um hjálp til að leita Nlelsar. Yfir á var að fara fyrir Maríu litlu og stóð áin full af krapi, en allt gekk vel og fljótlega kom fjöldi af leit- armönnum viðs vegar að. Leitarskil- yrði voru mjög erfið og um mikla við- áttu að ræöa. A þriðja degi fannst svo Niels örendur og hafði hann hrapað i svokölluðum Melrakkadal, sem er I vestanverðu Viðidalsfjalli. Það má nærri geta, hvert áfall þetta hefur ver- ið fyrir alla fjölskylduna. Ivar var þá óharðnaður unglingur, og hefur hann áreiðanlega tekið sér þetta nærri, svo viðkvæmur sem hann hefur alla tlð verið. Halldóra bar harm sinn i hljóði með sama hetjuskapnum, sem ein- kenndi allt hennar líf. Þegar þetta geröist var Ivar vinnumaður á Flögu, hjá þeim merku hjónum Magnúsi Stefánssyni og Helgu Helgadóttur. Heimilið á Flögu var orðlagt reglu- og myndarheimili og þvi i raun og veru talsvert góður skóli upprennandi ung- lingum, enda ekki um aðra skólagöngu islendingaþættir 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.