Íslendingaþættir Tímans - 21.03.1973, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 21.03.1973, Blaðsíða 7
Leiðréttingar t áttunda tölubla&i íslendingaþátta birtistgrein um Jóhannes Kjarval list- málara eftir Björn Guttormsson. Þar stóð „En dýrustu gjöfina, hefur hann gefið þjóðinni allri? Alla list sina og lif.” Þetta átti að vera þannig: „En dýrustu gjöfina hefur hann gefið þjóðinni allri: list sina og lif.” Þá birtist grein eftir sama mann i 14. tbl. um Guttorm E. Sigurðsson og Sigurborgu G. Sigurðardóttur, og voru þar f jórar villur, þar af tvær úr hand- riti. I fyrsta dálki átti að standa: Kona Sigurðar á Eyjólfsstöðum var Ingunn, dóttir séra Vigfúsar Ormssonar á Valþjófsstað og Bergljótar Þorsteins- dóttur konu hans. Voru foreldrar hennar séra Þorsteinn Stefánsson á Krossi i Landeyjum og Margrét Hjör- leifsdóttir prests á Valþjófsstað, Þórðarsonar. En önnur kona hans og móðir Margrétar....” (Villa Timans) Þá stendur siðar: „Faðir Guttorms var Sigurður sonur Páls silfursmiðs Sigurðssonar á Eyjólfsstöðum. Kona Páls Sigurðssonar var Helga Benja- mfnsdóttir Þorgrimssonar. Hún var hálfsystir Jóns Benjaminssonar, sem var faðir hinna ktumu (i handriti stóð þekktu, og var það sett þannig) Háreksstaðabræðra. Voru þau foreldrar Guttorms þvi bræðrabörn Bjuggu þau á ýmsum stöðum á Héraði, eða voru i húsmennsku.....” (Handritavilla) A bls. 7 stendur svo „Gripahús endurnýjað” átti að vera endurnýjuð. (Handritavilla). Þar er i miðdálki: „Var hann einn af þremur aðalhvatamönnum þess að stofnað var ungmennafélagið Fram i Hjaltastaðaþinghá, og átti sæti I fyrstu stjórn þess ásamt hinum tveimur. Var féiagið stofnað 1910. A 50 ára afmæli félagsins voru þeir svo kjörnir heiðursfélagar þess. Einnig var hann meðal stofncnda ungmennafélagsins Þórs i Eiðaþinghá. Hafði það félag iþróttir mjög á starfsskrá sinni..” (Villa Timans) í 15. tölublaði tslendingaþátta mis- ritaðist nafn höfundar ljóðsins um Einar Karl Magnússon. Það átti að vera Sigurunn Konráðsdóttir, en ekki Sigurunnur. t 16. tölublaði Islendingaþátta féll niður lina i grein um Þórlaugu Margréti Simonardóttur Kjalvarar- stöðum. I miðdálki hefst grein þannig: Ari siðar, eða hinn 24. júni 1943, gengu þau Þórlaug og Bjarni i ’hjónaband og bjuggu siðan óslitið á Kjalvararstöð- um upp frá þvl. Þau hjón eignuðust fimm börn. Eina dóttur, Asdisi, misstu þau á öðru ári. En hin börnin fjögur eru á lifi, öll uppkomin og hið mesta myndar- og mannkostafólk. Þau eru: Snorri, organleikari og tónlistar- kennari i Reykjavik, kvæntur Mariu Ingibjörgu Jónsdóttur, Halldór, húsa- smiður i Borgarnesi, kvæntur Guðnýju Birnu Jakobsdóttur og Armann bóndi á Kjalvararstöðum kvæntur Magneu Kristleifsdóttur, og Guðný hjúkrunar- kona i Reykjavik, gift Bergþóri Bergþórssyni. Feitletruðu orðin féllu niður. 1 16. tölublaði Islendingaþátta féllu niður linur i grein um Sigriði Jóns- dóttur. „Foreldrar Björns, Jósef Danielsson og Arnfriður Halldórsdóttir móðir hans bjuggu á Hrappsstöðum og árið 1919 tóku þau Björn og Sigríður við búi á Hrappsstöðum og bjuggu þar til ársins 1947 en þá fluttust þau til Akra- ness.” Feitletruðu linurnar féllu út. O Jóhannes var gerð á kjördæmaskipan I landinu. Jóhannes var i framboði i Noröur- Múlasýslu, en þar var fylgi sósialista lengst af litið, og framboö Jóhannesar þvi fyrst og fremst af hans hálfu sem skyldurækni við sinn flokk, en ekki vegna þess, að það gæfi von um auknar vegtyllur á sviði stjórnmál- anna. Hefði Jóhannes þó örugglega sómt sér vel sem þingmaður, og vel heföi kjósendum reynzt að leita til hans meö erindi sin. Jóhannes hefur tekið mikinn þátt i félagsstarfi sósialista bæði hér i bæ og I kjördæminu svo og á landsmæli- kvaröa. Hann hefur oft og einatt verið I stjórnun Sósialistafélagsins og sfðan Alþýðubandalagsins hér I Neskaup- staö og verið formaður lengi. Þá hefur hann setið ráðstefnur kjördæmis- ráðsins og landsfundi og jafnan reynzt hinn starfsamasti og ábyrgasti félagi. Þau trúnaðarstörf, sem honum eru falin, eru jafnan vel og örugglega af hendi leyst. Eiginkona Jóhannesar er Soffía Björgúlfsdóttir, sem þekkt er af mik- illi þátttöku i félagsstarfi hér i bæ, og eiga þau tvo syni, Valgarð og Ólaf Magnús. Móðir Jóhannesar, Sesselja Jóhannesdóttir, er á lifi f hárri elli. Mér er i fersku minni, er ég sá Jó- hannes Stefðnsson i fyrsta sinn. Ég var á leið i skóla úr jólaleyfi og kom til Neskaupstaðar með skipi. Skipið stanzaði hér allt kvöldið, en þá stóð yfir framboðsfundur I Gamla bióinu. Fyrir dyrum stóðu bæjarkosningar, þær fyrstu, sem Alþýðubandalagið bauðfram til, þetta var 1958. A þessum fundi talaði Jóhannes m.a. og varð mér eftirminnilegur og reyndar margir fleiri ræðumenn. Róttækir, austfirzkir unglingar þess tima dáöu mjög forystumenn sósialista hér i Nes- kaupstað og þá fyrst og fremst þá þre- menninga Jóhannes, Bjarna og Lúðvik og svo er enn. Kynni okkar Jóhannesar hófust svo mjög fljótt, eftir að ég kom hingað til Neskaupstaðar enda vann ég um tima hjá Sildarvinnslunni, sem hann var þá framkvæmdastjóri fyrir. A vettvangi okkar pólitiska félagsskapar urðu þó kynni okkar enn meiri, sem leitt hafa til góðs kunningsskapar. Jóhannes er afar góöur félagi, hjálp- samur, sanngjarn og sáttfús. Oft höfum við Jóhannes deiltá fundum um einstök málefni, en að deilum loknum er hann ætfð sami káti kunninginn og áður, sem bregöur fyrir sig gaman- semi og sér broslegu hliöarnar á hverju máli —- og allar erjur eru gleymdar. Þessa sögu hygg ég að allir geti sagt af samskiptum sinum viö Jó- hannes, þeir, sem hann eitthvað þekkja. Þaö er hinn góði og sanni félagsandi hans og hin eðlislega góð- vild hans og næma skopskyn, sem þessu valda. Þetta er þaö öðru fremur, sem gerir hann að þeim töfrandi persónuleika, sem hann er. Jóhannes, ég vona, aö þú fyrirgefir, hversu ófullkomin þessi afmælis- kveðja min er, en veit, að þú tekur viljann fyrir verkið. Ég vil flytja þér beztu árnaöardskir Kjördæmisráös Alþýöubandalagsins I Austurlandskjördæmi á þessum tima- motum með þökk fyriri þitt ómetan- lega fraiplag til flokksstarfsins og baráttu islenzra sósialista, sósilista fyrr og siðar og með von um, aö þú eigir enn langt og giftudrjúgt starf fyr- ir höndum I þágu flokksins. Þá vil ég flytja þér einlægar heilla- óskir minar og fjölskyldu minnar á þessum timamótum, og þakka þér samstarf og vinskap liöinna ára um leiö og ég vona, að hvort tveggja haldist enn um langan aldur. Lifðu heill. Birgir Stefánsson. isiendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.