Íslendingaþættir Tímans - 21.03.1973, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 21.03.1973, Blaðsíða 6
Þórður Þórðarson Laugardaginn 3. marz 1973 var gerð útför Þórðar Þórðarsonar Hverfisgötu 84, er lézt 21 f .m. réttra 77 ára að aldri. Þórður var fæddur að Leiðólfs- stöðum, Stokkseyrarhreppi 20. febrúar 1896. Foreldrar hans voru Hildur Bjarnadóttir, Leiðólfsstöðum og Þórður Þórðarson, Traðarholti. Faðir hans dó áður en Þórður fæddist og naut hann þvi aldrei föður sins. Móðir hans giftist siðar Bjarna Sæmundssyni og eignaðist með honum þrjú börn, og bjuggu þau áfram á Leiðólfsstöðum. Þegar Þórður var á fermingaraldri fluttist fjölskyldan að Svarfhóli i Hraungerðishreppi. Eftir lát Bjarna fluttust þau svo til Reykja- vikur. Þegar til bæjarins kom fór Þórður að stunda sjóinn á togurum, en á sumrin var hann kaupamaður. að ræða fyrir marga fátæka unglinga á þeim tima. tvar var svo vinnumaður i nokkur ár á Hnjúki, Hjallalandi og Flögu og þótti afburða verkmaður. Þó safnaðist hon- um ekki mikið fé, enda kaupgjald lágt á kreppuárunum eftir 1930. Þegar Ivar var á Hjallalandi, kynntist hann myndarkonu, Þóreyju Jónsdóttur frá Skagaströnd og átti með henni einn son og er það Jón Olafur, skipstjóri á Skagaströnd, mikill myndar- og dugn- aðarmaður, sem hefur fært þeim Skagstrendingum mikla björg i bú. Arið 1944 verða svo þáttaskil i lifi Iv- ars. Þá kynnist hann konu sinni, Guð- rúnu Sigfúsdóttur frá Forsæludal i Vatnsdal og sama ár hefja þau búskap i Sunnuhlið, að visu við litil efni, en þeim mun meiri manndóm og mynd- arskap. t Sunnuhlið voru þau i 2 ár, þá fóru þau að Forsæludal og voru þar 2 ár, siðan að Hvammi og bjuggu þar á parti úr jörðinni i 3 ár. Siðan voru þau á Undirfelli i 1 ár, þaðan fluttu þau að Nautabúi og bjuggu þar i 10 ár og loks að Flögu árið 1962, þar sem þau hafa búiö siðan. Erfitt hefur það veriö, aö standa alltaf i þessum sifellu búferla-. flutningum. En alls staðar þar sem þau voru, bar búskapur þeirra vott um sama manndóminn og snyrtimennsk- una. Nú á síðastliönu sumri fengu þau verðlaun fyrir sérstaklega góða um- Þórður stundaði togarasjómennsku fram undir 1940. Hann sagði mér, að öll þau ár, sem hann var til sjós hafi hann fundið fyrir sjóveiki, svo harðsótt hefur það verið. Eftir að hann hætti á sjónum stundaði hann almenna land- vinnu. Þórður vann hjá Byggingafélaginu Goði um nokkurra ára skeið og þar kynntist ég honum i starfi, er ég sem skólastrákur var í sumarvinnu hjá þvi félagi. Ég var fljótlega var við, að strákarnir sóttust eftir að vera settir i verk með Þórði, þvi að dugnaður og ósérhlifni hans var sérstök. Alltaf er eitthvað mikið lá við var Þórður fremstur i flokki, enda naut Þórður virðingar allra vinnufélaga sinna. Þórður vann við byggingastörf fram undir 1957, en þá fer heilsan að bila og gengni á eignarjörð sinni, Flögu. Jörð- ina keypti tvar 1971. Ekki hefur Ivar farið varhluta af ýmsum erfiðleikum i búskap sinum, t.d. hefur herjað á fjárstofn hans skæður sjúkdómur um 20 ára skeið, svokölluð riðuveiki og er hann tvisvar búinn að skera niður allan fjárstofninn I von um að geta útrýmt þessum vá- gesti. Siðast nú árið 1971 og er vonandi að það beri nú árangur. Heimili þeirra hjóna hefur jafnan verið mannmargt, enda hafa þau hjón eignazt 9 börn. Eitt dó nýlega fætt, en hin eru flest upp- komin, myndar- og dugnaðarfólk. Nú eru t.d. tveir synir þeirra við nám i Hólaskóla. Það er ánægjulegt að heim- sækja þau Flöguhjón og ræða við þau á góðri stund, enda er eins og manni liði svo sérlega vel i návist þeirra. Gest- risni þeirra hjóna er alveg frábær. Það er lika oft gestkvæmt á Flögu. A þessum timamótum i lifi húsbónd- ans á Flögu vil ég minnast þess, að hann gengur ekki heill til skógar. Þaö hefur þjáö hann bakveiki um árabil, svo hann má nú heita óvinnufær maö- ur, en aldrei heyrir maöur æðruorð, þar er sami hetjuskapurinn, sem ein- kenndi foreldra hans. Ég og fjölskylda min óskum þeim Flöguhjónum og börnum þeirra alls hins bezta og þökkum áratuga vináttu þeirra. Guðmundur Jónasson. hann verður að hætta að vinna erfiðis- vinnu. Féll honum það þungt að þurfa að halda aftur af sér. 1959 fór hann að vinna á Prjóna- stofunni Iðunni h.f. og starfaði hjá okkur samfleytt i 10 ár. Við vorum stundum að glettast að sem gömlum togarakarli þætti honum starfið ekki beysið. En hann vann starf sitt með sérstakri trúmennsku og dugnaði, þó að hann gengi ekki alltaf heill til skógar. Ég á margar góðar endur- minningar frá þessum samstarfs árum okkar. Arið 1941 kynntust þau Þórður og Kristin Guðbrandsdóttir, frá Skálm- holti I Flóa, og giftu sig 1944. Fyrir þau bæði var þetta mikil hamingja, sem endizt þeim allt lifið. Allan sinn búskap áttu þau sér heimili að Hverfisgötu 84, sem Þórður keypti ásamt Bjarna bróður sinum 1930. Gestrisni og hlýja rikti jafnan á heimili þeirra hjóna, sem allir fundu, sem heimsóttu Stinu og Þórð. Þórður var sérstaklega hjálpsamur maður og vildi hjálpa öllum, sem i kringum hann voru. Meðan móðir hans lifði bar hann mikla umhyggju fyrir henni. Aður en ég skrifaði þessar linur heimsóttiég frænku mina Kristfnu, og það gladdi mig æðruleysi hennar og sálarró. Henni var harmur i huga vegna láts eiginmanns síns, en ofar var i hennar huga þakklæti til góðs mann fyrir ást og umhyggju öll þau ár, sem þau fengu notið saman. Blessuð sé minning hans. Njáll Þorsteinsson. 6 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.