Íslendingaþættir Tímans - 21.03.1973, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 21.03.1973, Blaðsíða 4
Merk afmæli heiðurshjóna frá Akranesi: 80 ára: Jón Kr. Guðmundsson 75 ára: Björg Jónasdóttir útsaumi húsfreyjunnar, en handa- vinna hennar er gædd fáguðum, list- rænum smekk. — Fljótlega fór hún Margrét að koma sér upp trjá- og blómagarði og við það verk átti hún sér marga ánægjustund eftireril dagsins. Hver vaxtarsproti er gleðigjafi þeim, sem unna mold og gróðri, og það kom lika fljótt gróska og gróðurilmur i garðinn hennar við sim- stöðina. — Margrét Sæmundsdóttir er fædd 16. febrúar 1903 að Lágafelli i Austur- Landeyjahreppi. Foreldrar hennar voru þau Guðrún Sveinsdóttir, ættuð frá Stóru-Mörk, mild og móðurleg gæðakona og sveitarhöfðinginn hann Sæpiundur ólafsson, oddviti á Lága- felli, er í marga áratugi var tilkomu- mitóll forsvarsmaður sveitar sinnar og farsæll formaöur á áraskipi, við Landeyjasand. — Margrét hefur erft góða kosti foreldra sinna. Alúð og hlýtt hugarþel og litrika persónulega reisn. Margrét og Árni voru gefin saman í hjónaband 1. júni 1924 og hófu búskap að Eyjarhólum i Mýrdal. Þar voru. 3 frumbýlisárin, þá lá leiðin til Vestmannaeyja, þar sem þau dvöldu um nokkra mánaða skeið, en þaðan fluttu þau aftur heim i Landeyjarnar, þar sem ræturnar áttu djúpa festu. Þegar Árni Einarsson hafði náð aldurshámarki embættismanna fluttu þau hjónin að Skipasundi 84 i Reykja- vik. — Margrét og Arni hafa eignazt þrjú myndarleg börn, Einar, rafvirkja- meistara i Hvolsvelli, Guðrúni, hús- freyju i Hvolsvelli og Helgu Maggýju húsfreyju að Galtafelli i Vik i Mýrdal. 011 eru börnin gift og eiga uppkomna afkomendur. Margrét Sæmundsdóttir hefur ekki gengið heil til skógar um margra ára skeið og oft þurft að dveljast á sjúkra- húsum. Með þessari afmæliskveðju úr Hvolhreppnum fylgir ósk Margréti til handa um góða heilsubót, svo hún megi enn eiga ótaldar ferðir á fornar slóðir, þar sem dagarnir liðu i önn og draumalöndin eru. Pálmi Eyjólfsson. Þann 8. des. s.l. varð Jón Kr. Guð- mundsson skósmiðameistari á Akra- nesi 80 ára og 15. des. s.l. átti kona hans Björg Jónasdóttir 75 ára afmæli. Þessi ágætu hjón eru bæði fædd og uppalin í Dalasýslu. Hann er frá Hornsstöðum i Laxárdal en hún frá Stóra-Vatnshorni I Haukadal. Þau gengu I hjónaband 5. júli 1940 og sföan hefur heimili þeirra verið á Akran'esi. Þau hafa jafnan veriö tengd Dalasýslu sterkum böndum og eiga þar margt frænda og vina. Heimili þeirra hér á y>kranesi hefur staðið þeim opið. Rækt- arsemi þeirra við Dalasýslu hefur og komið fram i ýmsu öðru. Jón Kr. Guömundsson nam ungur skósmiði hjá fööurbróður sinum i Bol- ungarvik og lauk þar sveinsprófi. Um tima var hann bóndi að Giljalandi 1 Haukadal. Hann gerðist skósmiöur á Akranesi 1921 og stofnaði eigin skó- vinnustofu 1926 og rekur hana enn. Hann hefur þvi unnið að þessari iðn á Akranesi I meir en hálfa öld, og er enn I fullu fjöri. Þetta segir þó minnst um það, hver maðurinn er. Jón Kr. Guömundsson hefur alla tið verið mikill og áhugasamur félags- maður. Hann var lengi I stjórn Iðn- aðarmannafélags Akraness og Stangveiðifélags Akraness, enda lax- veiöimaöur af lifi og sál frá æskudög- um og er enn. Hann hefur frá fyrstu tlð haft brennandi áhuga á þjóðmálum og verið sterkur og einlægur stuðnings- maöur Framsóknarflokksins allt frá endadægri Bjarna frá Vogi. Hann er stálminnugur og betur að sér i stjórn- málasögunni en flestir aðrir. Kann hann að rekja stórpólitiska atburöi, hvern af öðrum og greina þar frá mönnum og málefnum, eins og þau heföu gerzt i gær. Hann átti lengi sæti i stjórn Framsóknarfélags Akraness og I fulltrúaráði félagsins hefur hann verið frá upphafi. Jón hefur lengi unn- iö mikið og óeigingjarnt starf fyrir Timann og Framsóknarflokkinn á Akranesi, sem viö samherjar hans 4 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.