Íslendingaþættir Tímans - 09.05.1973, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 09.05.1973, Blaðsíða 3
Guðrún Gísladóttir Fædd 2. október 1886 Dáin 4. júlí 1972. Hún fæddist i Fremri-Hjarðardal i Dýrafirði. Móðir hennar var Guðrún Benediktsdóttir, en þar bjó faðir henn- ar Benedikt Oddsson allan sinn bú- skap. Hann var lengi hreppstjóri sveit- ar sinnar og góður bóndi. Mikill jarða- bótamaður, hélt búfræðilega heil sum- ur og lét slétta mikið i túni, grafa skurði I engjar og hlaða torfgarða á bökkum þeirra, enda kallaðir varnar- skurðir heimri og fremri, þótt þeir væru jafnframt þurrkskurðir. Bættu þeir grasgefnar engjar mikið. Þvi miður er nú ekki til dagsverkatala eða úttektarmælingar á verkunum hans Benedikts. Hann gekk ekki í Búnaðar- félag Mýrahrepps, sem stofnað var 1888, fyrr en það var 3ja ára, enda sjálfum sér nógur um margt, en eftir honum eru skráð þau orð i gerðabók félagsins, er hann gekk i félagið, að hann vildi nú gerast félagsmaður, ,,af þvi að sér virtist, að félagið þyrfti sin með”. Kona Benedikts hét Ólöf Jónsdóttir. Var hún mörg ár yfirsetukona og lánaðist vel, þó ólærð væri. Var hún sóma- og gæðakona. Þau hjónin áttu fjórar dætur og tvo sonu, er báðir dóu af slysförum upp- komnir. Annar þeirra, Benedikt, var náms- sveinn i Ólafsdal, drukknaði hann á heitum sumardegi á sundi i Gilsfirði. Ég hitti Bjarna i Ásgarði, rétt áður en hann dó, þann mikla heiðurs- og kona hans. Hann mun ekki hafa átt heima annars staðar um ævina. Magnús hóf búskap á móti föður sinum á Ingunnarstöðum, hinu forna höfuðbóli Ingunnar Þorólfsdóttur, móöur höfðingjans Þórðar Ingunnar- sonar, sem um getur i fornum sögum. En Ingunnarstaðir voru ekkert höfuð- ból i tið þeirra feðga. Voru löngu hættir aö vera það fyrir þeirra daga. Þeir hrepptu aðeins hlunnindalaust kotbýli > kreppu lands og sjávar. Eftir daga föður sins bjó Magnús þar einn, og dro ekki af sér. Allt var þar á úppleið um hans daga. Ingunnarstaðir munu nú góð miðlungsjörð, mæld á kvarða bújarða islendingaþættir merkismann. Er ég háfði heilsað hon- um og kynnt mig, og sagðist vera frá Hjarðardal i Dýrafirði, segir Bjarni: „Eru ekki allir dauðir þar?”. Ég skildi undireins, að þar kom honum Benedikt frá Hjarðardal i hug, er hann mun hafa kynnzt i Ólafsdal. Guðrún Benediktsdóttir dó þegar hún hafði fætt dótturina i heiminn, enda bar hún nafn móður sinnar. Faðir Guðrúnar yngri hét Gisli Björnsson, var hann Strandamaður, fæddur I Hlið i Kollafirði. Átti hann þrjár dætur, með þremur dýrfirzkum heimasætum. Kvongaöist hann þriðju vestur þar. Hann fórnaði jörð sinni þvi dýrmætasta, sem hann átti — heilsunni langt um aldur fram. Að litilli stundu liðinni kvaddi ég á Ingunnarstöðum og þakkaði gott ná- grenni um mörg ár. Og nú er Magnús horfinn til landsins handan rúms og tima, „þar biða vinir i varpa, sem von er á gesti.” sagöiDaviðskáld Stefánsson. Magnús trúði þvi. Ef til vill er það svo. 30. marz 1973 B.Sk. barnsmóður sinni, Borgnýju Magnús- dóttur frá Alviðru. Hann dó á Flateyri árið 1901, að ég ætla. Gisli Björnsson mun hafa verið greindur maður og ekki litilsháttar. Guðrún Gisladóttir ólst upp hjá afa sinum og ömmu þar til Benedikt and- aðist úr lungnabólgu sumarið 1902. Eftir það dvaldist hún hjá móðursyst- ur sinni Guðmundu á Næfranesi til fullorðinsára. Hún var fremd á Mýrum 26. mai 1901, ihópiniu fermingarbarna. Næsta sunnudag 2. júni, fermdist á Sæbóli Vilborg Daviðsdóttir frá Álfadal, einkasystir min. Þær giftust báðar sama manninum, eins og siðar verður að vikið. En þótt þær væru sveitungar öll sin æskuár, tel ég óliklegt að þær hafi nokkurn tima sézt. Guðrún Gisladóttir var ein i hópi fyrstu nemenda séra Sigtryggs i ung- mennaskólanum á Núpi 1906—1908. Notaðist henni vel þeir námsvetur, enda var hún prýðilega greind. Fljótlega eftir námsdvölina i Núp- skóla hleypir Guðrún heimdraganum og leggur leið sina suður á land, og dvelur næstu 5 árin á Vatnsleysu i Biskupstungum, hjá æskunágranna sinum Jóni Agúst Jónssyni frá Höfða i Dýrafirði og konu hans Margréti frá Vatnsleysu, en þau kynntust i Flens- borgarskólanum, en þar var Jón nem- andi, en Margrét ráðskona skólans. Þótti hún glæsilegur og góður kven- kostur, enda var Jón og mesti mynd- armaður. Minntist Guðrún ætið veru sinnar á Vatnsleysu meðhlýhug. Þar á Vatnsleysu var og er tvibýli, söngur mikið iðkaður með ágætum og var Guðrún þar vel liðtæk, þvi að hún hafði fagra og mikla söngrödd. Siðan fór hún I Mjólkurskóla Grönfeldts á Hvitár- völlum og var siðan mjólkurbústýra i Kjósinniog einnig hjá Kolbeini bónda I Kollafirði. Haustið 1917, eftir 9 ára fjarveru, kom hún hingað vestur á æskustööv- arnar, til að hitta og kveðja vini, og skyldfólk, þvi áform hennar var að ilendast syðra, en ekki hér á æsku- stöðvunum. En þetta fór á annan veg. Guðmundur Hermannsson i Fremstu- húsum i Neðri-Hjarðardal var þá ekkjumaður, þvi að Vilborg kona hans andaðist 5. ágúst 1913, eftir tæplega þriggja ára hjónaband. Attu þau tvær 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.