Íslendingaþættir Tímans - 09.05.1973, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 09.05.1973, Blaðsíða 7
Ingiríður Eiríksdóttir Inga í Ási — öðru nafni — Ingiriður Eiriksdóttir, er horfin okkur, lézt 19. des. 1972, eftir mjög stutta legu og var jarðsungin að Ási 30. des. 1972. Inga fæddist að Minni-Völlum i Landssveit, 14. des. 1884 og voru foreldrar hennar þau hjónin Eirikur Eyjólfsson, ættaður frá Langholti i Hreppum og Ingveldur Eiriksdóttir frá Haukholtum i Hrunamannahreppi. Systkinin voru 14, en Inga var yngst þeirra. Efnahagur var þröngur, enda ekki fátitt á þeim timum og lifsbarátt- an var hörð. Þessi barnahópur missti föður sinn árið 1885 og var Inga þá á fyrsta árinu. — Móðir þeirra hélt samt áfram búskap með börnum sinum, eft- ir lát mannsins og bjó hún á Minni- Völlum til ársins 1899, eða i um 14 ár. Allir urðu að vinna hörðum höndum i óbifanlegum ásetningi að ná heiðar- legum sigri. — Geta má þess, að á þessum árum lá nærri að mestur hluti gróins lands i Landssveit og Rangár- völlum eyddist, vegna uppblásturs. Akvörðun ekkjunnar og barnanna um áframhaldandi búskap, sýnir þvi ein- beittan baráttuvilja og samheldni fjöl- skyldunnar. Mér er sagt, að á þessu heimili hafi alla tið rikt heilbrigð lifs- gleði, bjartsýrii og góðvild. Bærinn var i þjóðbraut og var gestrisni við- brugðið. 1 svona umhverfi ólst Inga upp og þetta var hennar fyrsti skóli lifsins. Þegar móðir hennar hættir búskap flyzt Inga fyrst til systur sinnar að Þjórsártúni, en siðar yar hún á vetrum i Reykjavik, en oftast á sumrin hjá systur sinni á Þjórsártúni,- Þær syst- ur voru sérlega samrýn.dar. (A Þjórs- ártúni kynntist Inga eiginmanni sin- um, Guðjóni Jónssyni, sem þá var byrjaður búskap i Ási i Asahreppi, og giftustþau vorið 1911. Siðan hefur Inga búið i Ási, en mann sinn missti hún 2/6 1965. Guðjón var alveg sérstaklega mikill félagshyggjumaður, sem lengst af var i fararbroddi hverskonar málefna fyrir sveit sina og stétt. Það hlóðust þvi fljótlega á hann mikið af störfum, fyrir almenning, og þurfti hann þvi oft að vera i ferðalögum, um lengri og skemmri tima. Oft lenti þvi mikið á Ingu, ásamt börnum þeirra, að sjá um búskapinn, þegar bóndinn var að heiman. Gestrisni þeirra hjóna var með ein- dæmum mikil, enda oft gestkvæmt i Asi og bærinn i þjóðbraut. Þau hjónin eignuðust 5 börn og eru þau: Hermann Guðjónsson, fulltrúi i Rvk. giftur Laufeyju Helgadóttur, Guðrún, ráðskona hjá bróður slnum i Asi, Eirikur, bóndi býr i Asi, Inga, gift Magnúsi Jónassyni, verkstj. i Rvk. Haukur, húsasmiður, giftur Dag- mar Helgadóttir. Þau hjónin áttu miklu barnaláni að fagna.. — Inga var þeim kostum búin, að hún lifgaði umhverfi sitt, með glað- værð og bjartsýni. Hún var mjög orð- vör og talaði aldrei illa um nokkurn mann, en væri einhver til umræðu, sem hallað var á, var hún fijót að fara i vörn og bera fram kosti mannsins. — Það varð þvi þannig, að með þvi að hallmæla manni i hennar nálægð, fékk maður fram kosti hans. Inga var hlé- dræg og lét aldrei á sér bera, hún var hin islenzka sveitakona, sem hlúir og styður að börnum, bónda og búi, konan, sem alltaf er vinnandi, fyrst á fætur, siðust i rúmið, — er lifið sjálft, uppspretta og skjól heimilisins, — þangað sem allir sækja sinn kraft og lifsfyllingu. — Hún er eins og sjálf moldin, sem gefur gróðrinum lif, og festir, svo hann fjúki ekki i fyrstu vindhviðu. Maður sér ekki moldina, vegna gróðursins — veit aðeins, að hún er þarna — og ef hún væri ekki, þá væri heldur ekkert lif. Inga átti allt þetta i sér. Hún þurfti aldrei að látast, þvi skapgerð hennar ver hrein og tær. Inga hafði látlausa og sterka Guðs- trú og i hennar huga var enginn dauði til — aðeins tilfærsla. Inga hvilir við hlið eiginmanns sins, — nokkur skref frá bænum, þar sem hún bjó allan sinn búskap. Eitt af þvi bezta sem hægt er að taka með sér, út fyrir gröf og dauða, tel ég vera góðan hug samferðamannanna, ásamt þvi, að komast með þroskaða sál i gegnum þetta jarðlif. Ég tel, að Inga fái góðan hug allra, sem hana þekktu og um andlegan þroska hennar efast ég ekki. Ég vil að lokum votta öllum að- standendum innilega samúð. Hux ley ólafsson. Tvær villur slæddust inn i grein um Sigurfinn Guðnason i 25 tbl. Is- lendingaþátta. Nafn Sigurfinns mis- ritaðist i fyrirsögn og stóð þar Sigfinn- ur. Þá var þremur orðum ofaukið i annarri málsgrein: Nokkru fyrir há- degi 23. marz fregnaði ég andlát vinar mins, Sigurfinns Guðnasonar frá Star- dal á Stokkseyri, að hann hafði látizt af slysförum kvöldi áður. Ég trúði þessu ekki, (Ekki var það,) að ég vissi, að hann væri dauðlegur eins og aðrir menn, heldur hitt, að maður með aðra eins sjónvidd og verkhyggni skyldi falla þannig fyrir sverði dauðans. Feitletruðu orðin i sviganum áttu ekki að standa. islendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.