Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 09.05.1973, Qupperneq 8

Íslendingaþættir Tímans - 09.05.1973, Qupperneq 8
Anna Einarsdóttir Hún lézt á Landspitalanum hinn 3. dag marzmánaöar s.l. Við höfðum verið samtimis um stundarsakir á Héraðssjúkrahúsi Skagfirðinga. Hún kvaddi mig stundu áður en hún lagði af stað flugleiðis til Reykjavikur. Hún var að vanda hress og glöð, þótt vanheil væri, og varði mig sizt, að við mundum ekki oftar sjást. „Litið sjáum aftur — en ekki fram . . .” Ég þekkti Onnu allt frá þvi er ég var unglingurá Frostastöðum. Hún var þá á Þverá, næsta bæ og skammt i milli. Hún giftist vini minum og leikbróður, syni Stefáns á Þverá. Og vinátta min við ungu hjónin rofnaði hvorki né þvarr, þótt samfundir strjáluðust nokkuð um sinn. Árum saman og ára- tugum hef ég verið tiður gestur á heimili þeirra á Sauðárkróki — og þó ekki sem gestur, heidur heimamaður, gengið þar inn og ut sem heimamað- ur, hvenær sem var. Mér fannst þetta sem sjálfsagður hlutur. Og þeim fannst það lika, hélt ég, Sigurði og önnu. Og enn mun ég ganga þar um garða, meðan uppi stend og við Sigurður báðir. Enn mun ég njóta samvistanna við æskuvin og félaga i litla húsinu við Suðurgötu. Þó er hér ekki allt eins og áður var. Húsfreyjan erhorfin, hún sem var óaðskiljanlegur hluti þessa húss, þessa heimilis. Anna Einarsdóttir var fædd I Tuma- brekku i Óslandshlið þ. 9. júni 1891. Voru foreldrar hennar Einar Jónsson, Kaprasiussonar, og kona hans Júliana Jóhannsdóttir, ættuð vestan af Strönd- um. Anna ólst upp á ýmsum stöðum austan Héraðsvatna, var m.a. um hrið hjá Sigurði Ólafssyni og Margréti systur hans, en þau bjuggu I Langhús- um (nú Asgarður i Viðvikursveit) um og fyrir aldamótin. Kringum 1914 réðst hún i vist til Stefáns bónda Sigurðsson- ar og konu hans Hjörtinu Hannesdótt- ur á Þverá i Blönduhlið. Með þeim hjónum og börnum þeirra ólst upp Sigurður, sonur Stefáns, er hann átti með Sigurlaugu Baldvinsdóttur áður en hann kvæntist Hjörtinu. Felldu þau hugi saman er stundir liðu, Sigurður og Anna. Reistu þau bú að Rein i Hegranesi 1916 og bjuggu þar 3 ár. Arið -1919 gengu þau i hjónaband og fóru i húsmennsku aö Syðri-Hofdölum, bjuggu i Hjaltastaðakoti (nú Græna- mýri) i Blönduhlið 1921-1922, eftir það i húsmennsku i Merkigarði i Tungusveit 1 ár, i Torfumýri i Blönduhlið 2 ár (1923-1925) og á Ytri-Húsabakka i Seyluhreppi 2 ár, þaðan lá leiðin til Sauðárkróks, og þar stóð heimili þeirra æ siðan. Svo sem hér má sjá, voru þau Anna og Sigurður á sifelldum hrakhólum fyrsta áratug sjálfsmennsku sinnar, enda sárfátæk, þótt hvorugt þeirra brysti dugnað né fulla tilburði til að bjarga sér. Og á Sauðárkróki var eigi að miklu að hverfa á þeim ár- um. Þá fór heimskreppan að, teygöi arma sina um allar jarðir, einnig noröur hingað á útkjálka veraldar og olli hér óáran og atvinnuleysi. Komust þá bændur og verkamenn að þvi fullkeyptu. Þau voru hvorki glæsileg né háreist, salarkynnin i „Bænum”, er svo var kallaður (Þor- steinsbær), þar sem þau bjuggu fyrstu árin fimm á Sauðárkróki, Sigurður Anna. En þar var allt þrifið og fágað, svo sem léleg húsakynni framast leyfðu, og snyrtimennska i allri um- gengni. Þar var hlýtt og gott að vera, gestrisni og höfðingslund meiri og einlægari en i margri háreistri höll. Og timarnir liðu fram. Með ráðdeild og dugnaði tókst þeim hjónum að koma undir sig fótum. Sigurður verkhygginn og frábærlega verklag- inn, drjúgvirkur, Anna hamhleypa til allrar vinnu. Þau keyptu sér litið hús. Þar komu þau sér vel fyrir og þar leið þeim vel. Þar hefur margan gest að garði borið — og þess eigi orðið vart, að húsakynni væru þröng. Og enn er þar gott að koma gömlum vinum, þótt skarð sé nú fyrir skildi. Þau Anna og Sigurður eignuðust fjóra sonu, sem hér verða taldir í aldursröð: Kári, viðskiptafr., framkvæmdastj. i Reykjavik, látinn fyrir allmörgum árum: hann var tvikvæntur, fyrst Guðriði Guðmundsd., skildu, áttu einn son, — og síðar Guöriði Guðlaugsdótt- ur, er lifir mann sinn ásamt með syni þeirra hjóna. Stefán, skipstj. á Sauðárkróki, dáinn 1936: hann var kvæntur Þuriði Péturs- dóttur, f. bónda i Vatnshlíð: lifir hún mann sinn ásamt með tveim dætrum þeirra. Indriði f. skipstj. i Reykjavik, kvæntur Erlu Arnadóttur Hafstað, eiga eina dóttur og þrjá sonu. Hreinn, forstj. á Sauðárkróki, kvæntur Eddu Baldursdóttur, eiga eina dóttur og tvo sonu. Anna Einarsdóttir var góð meðal- kona á vöxt og ágætlega á fót komin, dökkhærð, móeygð, vel farin i andliti, friðleikskona ásýndum og glæsileg á yngri árum. Hún var höfðingi i lund, hetja i raun, lét ekkert á sig ganga, ekki fátækt framan af árum, ekki missi ástfólginna og efnilegra sona á bezta skeiði, ekki heilsubrest á efri ár- um. Hún var sivinnandi alla ævi og lærði aldrei að hlifa sjálfri sér. Hún var mikil mannkostakona, fágætlega trygglynd og vinföst. Hljóðlát var hún löngum og hávaðalaus, vann störf sin öll i kyrrþey: hefur sá og löngum verið háttur isienzkra húsmæðra, og störf þeirra eigi ávallt metin sem skyldi, af þvi að hljótt hefur veriö um þau út á við. En þjóðnýt hafa störfin veriö jafnt fyrir þvi og blessazt ungum og öldnum betur en mörg þau, sem meira hafa auglýst verið. GIsli Magnússon. íslendingaþættir 8

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.