Íslendingaþættir Tímans - 09.05.1973, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 09.05.1973, Blaðsíða 4
Bjarni í Hörgsholti Farðu á hesti heim til þin, Hreppadrengur glaði. Þar mun gefast sólarsýn, sem þig ber að hlaði. öllum kaustu að vilja vel, vildirgóöu bjarga, þvi sem frekast heimska og hel hreykin vildu farga. Eins manns hróður efli þjóð er á góðum degi átti i sjóði erlent blóð úti á gróðurteigi. Þina kynning þakka ber þvi svo innilega, glaða sinnið gafstu mér, gazt svo minna vega. Hreppar munu minnast þin mest af prúðu verki, tið er vön að sækja sin sigurlaun og merki. Benedikt Gíslason frá Hofteigi. dætur á 1. og 2. ári, er móðir þeirra dó. Hina eldri, Jóhönnu, tóku móðurfor- eldrar hennar til fósturs, en Guöbjörg var á vegum föður sins, er bjó þessi árin i Fremstuhúsum ásamt Torfa bróður sfnum og móöur þeirra. Vorið 1917 giftist Borgný systir þeirra Guðjóni Daviðssyni og hófu þau búskap þar um vorið. Torfi fluttist til Reykjavikur ásamt móður sinni. Guö- mundur var með yngri dóttur sina i húsmennsku þar næsta ár. Þau Guðrún Gisladóttir og Guð- mundur Hermannsson gengu i hjóna- band 9. nóvember 1918. Fluttust að Næfranesi vorið 1919 og voru þar til vors 1921, að þau hefja búskap i tvibýli i Hjarðardal fremri, og bjuggu þar til vors 1947, er tveir synir þeirra tóku við jörðinni. Mótbýlisfólkið fluttist burt vorið 1942 og tók þá Guðmundur alla jörðina og hefur þar veriö einbýli siö- an. Búskapartimi þeirra voru engin sældarár. Verðfall innlendra afurða eftir fyrri heimsstyrjöldina og kreppu- árin miklu eftir 1930, voru mörgum eignalitlum bóndanum þung i skauti. Guðmundur stundaði sjó á vorin og barnakennslu á vetrum. Kenndi hann á þrem stöðum i Mýrahreppi, tvo mánuði á hverjum stað, og fór hálfs- mánaðarlega á milli kennslustaða, og bar kennsluáhöldin á bakinu. Var yfir háa og snjóþunga heiði að fara á Ingjaldssandi og þættu slik kjör „ekki mannsæmandi” nú, en launin svo lág, að ekki bætti það úr skák. Varð þvi Guðrún oft að vera ein heima og ann- ast börn og bú. Börn þeirra eru sex, öll á lifi/ Gisli f. 1919, Vilborg f. 1920, Hermann f. 1922, Rósa f. 1923, Sigurður og Þorsteinn, tviburar fæddir 1926. Sá siðasttaldi var tekinn i fóstur á Másstöðum i Vatnsdal og ólst þar upp, hjá Halldóru Gestsdóttur, frænsku Guörúnar og Jóni bónda Jónssyni, manni hennar. Eins og að lfkum lætur, var þar ekki auður i garði. En hjartahlýjuna skorti aldrei, og góð stjúpa reundist Guðrún Guðbjörgu, dóttur Guðmundar og Vil- borgar. 011 börn Guöbjargar stjúp- dótturinnar voru i sumardvöl hjá afa og stjúpömmu strax og þau voru á legg risin. Eins atviks vil ég hér geta. Vorið 1931 á Jónsmessukvöld fór Guðrún með börnum sinum, ásamt börnum sambýlishjónanna, upp á fjallið milli Hjarðardals og Mjóadals er Gemla heitir, sem er 700 m hátt, til að lofa þeim að sjá miðnætursólina. Veit ég ekkert annað hliðstætt dæmi. Guörúnu var þá farinn að þyngjast fótur, enda æði langt frá þvi að hún var smali. Yngsta barnið var 5 ára og varö að bera drenginn alla leiðina heim, og kom það á móðurina og elztu börnin til skiptis. Lýsir þetta atvik móðurinni betur en mörg orö, og ekki gleymist það börnunum. Eftir að þau Guðrún og Guðmundur létu af búsforráðum dvaldist Guðrún mest hjá dætrum sinum, Vilborgu yfirsetukonu, sem gift er Hauki Kristinssyni, bónda á Núpi, og hjá Rósu, er á heima i Reykjavik. A hún eina dóttur, en vann úti og annaðist móðir hennar heimilið og dóttur- dótturina, svo Rósa gæti séð þeim far- borða með vinnu sinni. Fyrir þrem árum veiktist Guðrún snögglega og var flutt til Reykjavikur, var hún sem milli heims og helju. A Landakotsspitala náöi hún sér eftir stuttan tima. Þaðan lá leiðin á Elli- og hjúkrunarheimilið Grund og þar dvaldist hún, unz hún veiktist aftur sl. vor og dó eftir fáa daga. Það var snemma vors sl. að frænka min ein i Reykjavik sótti foreldra sina og mig, sem var þá gestur þeirra, i kaffi. Kom hún við á Grund og tók Guðrúnu Gisladóttur með okkur heim til sin. Þá var Guðrún hress og glöð og lét ágæta vel af sér og veru sinni á Grund, aðbúðinni þar og herbergissystrum sinum. Gat hún þá sinnt handavinnu, sér til afþreytingar. Minntist hún þá á veikindi sin á Núpi og flugferðina suð- ur, sem hún kvaðst ekkert muna eftir, enda ekkert vitað af sér og fyrstu dag- ana á Landakoti. Hún hélt þvi ákveöið fram, að hún hefði bókstaflega veriö dá' inþann tima. Kvað hún sér hafa liðið sérlega vel og margt fagurt fyrir sig borið. Aldrei kvaðst hún gleyma þeim dásamlega margbreyttu og fögu lit- um, sem hún hafði verið þá umvafin. Fleira sagði hún merkilegt, um þetta dátimabil sitt, sem ekki verður hér um getið. Mér þótti þetta merkileg frá- sögn, og ekki sizt hvað hún var ákvieðin i fullyrðingu sinni. Og hver veit betur? Er ekki ýmislegt, sem bendir til þess, að menn séu stundum bókstaflega úr Helju heimtir? Guðrún var jörðuð á Mýrum, einn af þessum björtu og dásamlegu hásum- ardögum þetta votviörasumars. Kirkjan var troðfull, og birta og fegurð yfir kveðjustundinni. Eftirlifandi eiginmaður hennar Guð- mundur Hermannsson varð 92 ára 25. marz. Hann hefur enn fótavist, les mikið og man það er hann les. Heyrnin er að visu farin að bila, en sjónin við- unandi. Það eru ekki mörg ár siðan hann var einn af þeim fáu, sem sáust gangandi milli bæja og var furðu hrað- stigur. Það er góð ending slikt, og þó hefur sannarlega ekki verið mulið undir hann um ævina. Blessuð séu, hún og hann, lifs og liðin. 12/3 1973 Jóhannes Daviðsson 4 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.