Íslendingaþættir Tímans - 09.05.1973, Blaðsíða 6
Kristín Erlendsdóttir og
Katrín Erlendsdóttir
Kristin Erlendsdóttir
t. 28.12. 1882 d. 24.2. 1973 og
Katrin Erlendsdóttir
f. 25.7. 1886 d. 21.4. 1964.
Rauöabergi, Mýrahr. A-Skaft.sýslu.
Um héraösbrest ei getur, þótt
hrökkvi sprek i tvennt. Það lætur ekki
mikið yfir sér, þótt öldruð kona kveðji
þennan heim, þrotin að kröftum. En
þessi kynslóð var i broddi lifsins um
aldamótin. Hún vann hörðum höndum
auðæfin úr skauti jarðar, og ekki var
spurt um daglaun að kveldi, sem voru
þó að fullu greidd i ánægjunni yfir vel
unnu starfi. Allt var unnið á heimilun-
um, komið ull i fat og mjólk i mat.
Kristin vann að jarðabótum og alla þá
vinnu, sem karlmenn vinna venjulega,
en Katrin vann þá inniverkin. Ætið var
góð samvinna milli systranna. Á
Rauðabergi var ævistarfið unnið.
Unglingar dvöldu á heimili þeirra
systra, sumir fleiri ár, og öllum þess-
um unglingum komu þær til nokkurs
þroska. Þeim fækkar nú óðum heimil-
unum, sem geta tekið börn til sumar-
dvalar, en þær töldu ekki eftir sér að
veita börnum og unglingum aðhlynn-
ingu. Þessar systur voru bæöi bóndinn
og konan á heimilinu, og með aðstoð
unglinganna voru störfin unnin við
ræktun og veiðiskap. Þvi silungsveiði
var töluverð á þeim árum á Rauða-
bergi, þótt siðar breyttist það, eins og
annað. Kristin óf fyrir sitt heimili og
annarra. Og þegar vefstóllinn var
fluttur úr baðstofunni og hætti að
gegna sinu hlutverki i islenzku þjóðlifi
tók prjónavélin við. Prjónavél Stinu
var með þeim fyrstu, sem komu i
sveitina, og siðan prjónaði hún fyrir
sig og aðra.
Kristin fór ekki troðnar slóðir, og
ánægju, einn með guði sinum og
hestunum.
Það liggur i augum uppi, að veður-
guðirnir hafa verið hliðhollir hinum
unga förusveini, þvi að hann dáði feg-
urð fjallanna og kyrrðina, sem þar rfk-
ir. Hann átti um þessar öræfaferðir
hugljúfar minningar til æviloka. —
Blessuð sé minning föður mins og
móður.
hún vann aldrei neitt aðeins til að láta
nafns sins getið. í guðsótta og góðum
siðum fór uppeldi unglinganna fram.
Katrin spilaði fyrir dansi og hún kunni
ógrynni af ljóðum og lögum. Kristin
las dönsku, sem hún lærði i kvöldskóla
i Reykjavik. Þeim datt aldrei i hug að
yfirgefa ættarslóðir og jörðina sina
ræktuðu þær, eftir þvi sem kraftar
leyfðu, og þær gátu tekið undir með
skáldinu og sagt:
,,Ég trúi á þig máttuga mold.
ég er maður, sem gekk út aðsá”
Húsdýrin voru vinir þeirra, og i fá-
breytni daganna fundu þær unað i
samverunni við þau. Handtökin voru
föst og traust. Þær áttu báðar fallega
þjóðbúninga, og búningur Katrinar fór
til Ameriku og var notaður þar sem
brúðarbúningur, og þótti sóma sér þar
vel.
Baðstofan var heimur út af fyrir sig,
og þar var unað við lestur góðra bóka
og sagðar sögur. Allir heimilishættir i
röð og reglu. Eitt áttu þær sameigin-
legt, þegar þær þrotnar að heilsu og
Kristinn
Fæddur 19. ágúst 1892,
Dáinn 5. desember 1972.
Burt eru liðin æskuárin,
ýfast taka gömlu sárin,
deyja frændur einn og einn.
Við, sem stöndum einir eftir,
erum líkt og fuglar tepptir,
finnum hvergi fjarlæg lönd
Um liðna tíð og langa daga
lífið þitt var eins og saga,
sem var ekki létt en löng.
Móður jörð frá æsku unnir.
og að prýða hana kunnir.
Þar munu sanná merkin mörg.
kröftum urðu að yfirgefa ættaróðal
sitt, það var þráin að komast aftur
heim i jökulkrýndan fjallafaðm Mýr-
arsveitar.
Nú eru þær glóðir óðum að kulna,
sem mæður okkar og formæður blésu
lifi i og sátu við hlóðareldinn og sáu
ónumin ævintýralönd birtast i logan-
um. Jafnvel kvisturinn i baðstofusúð-
inni var óráðið rim.
• Þær bognuðu ekki en brotnuðu i
bylnum stóra seinast. Katrin andaðist
á Vifilsstöðum 21. april 1964. En
Kristin andaðist á elli- og hjúkrunar-
heimilinu Grund 24. febr. sl.
Allar bylgjur lifs brotna við sömu
strönd. Að endingu eru árar lagðar i
bát og lendingin örugg i guði.
Að endingu þakka ég og við hjónin
allar fyrirbænir og góðar óskir okkur
og börnum og barnabörnum til handa.
Farið i friði, friður guðs veri með
ykkur.
r
Arnason
Hvít er jörð og hulin hjarni
hlúir hún þér Ifkt og barni
í hvítu Ifni í síðstu sæng.
Englar guðs þér yfir vaki
andinn flugs svo nái taki.
Sofðu vært þinn síðsta blund.
Komin hinzfa kveðjustundin,
kært að vita endurfundinn,
er ég nú með vissu veit.
Tefld til enda æviskákin,
einn þú tekur hvíta fákinn,
svífur beint í sólarátt.
E. K
Bergljót Þorsteinsdóttir
Hagatúni 1
Hornafirði.
6
Marta Jónasdóttir.
islendingaþættir