Íslendingaþættir Tímans - 09.05.1973, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 09.05.1973, Blaðsíða 5
Guðfinna Arnadóttir Elsku mamma min. Allir, sem til þekkja, munu skilja þaö, aö söknuði blandinn tómleiki sé mér ofarlega i huga, eftir að þú ert horfin, svo nálæg- ar og nátengdar sem við vorum hvor annarri, og höfðum mikið saman að sælda alla tið. En ég ann þér friðarins og lausnarinnar, sem þú þráðir svo mjög eftir að þú varst flutt að heiman. Og þótt þú bærir harm þinn i hljóði var hann jafn sár fyrir það. Þegar fólk er flutt frá heimili sinu, og veit að það á þangað ekki afturkvæmt segir átt- hagaþráin til sin. Ekki sizt hjá fólki, sem aldrei hefur vikið burt úr átthög- unum eða út af heimilinu, að heita má, eins og segja mátti um móður mina, þvi hafi nokkur manneskja verið heimakær, þá var hún það. Að Efra-Kvihólma hafði hún búið i 66 ár, þegar hún var flutt i sjúkrahúsið á Selfossi fyrir rúmlega 2 árum, en þar lézt hún þ. 23. nóv. sl. Engan þarf að undra þótt hún spyrði oft um Sigurþór, hann sem var hennar aðalskjól eftir að hún varö ekkja. Hún spuröi lika oft um nágrannana og var mjög þakklát fyrir allar heimsóknir. Hér skulu framborn- ar kveðjur og þakkir, sem móöir min óskaði aö fluttar yrðu sveitungunum. Og aiveg sérstakar hjartans kveðjur til fólksins, er hún hafði samskipti við, og var nágranni i öll þessi ár með hjartans þökk fyrir alla hjálpsemi, tryggð og vináttu frá fyrstu tið. Ég kveö þig svo, elsku mamma min, með þeim orðum, sem þú kvaddir mig og okkur börnin þin, þegar við fórum eitt- hvað burt frá þér. Ég þakka þér fyrir allt, Guð fylgi þér. Foreldrar móöur minnar voru hjónin Margrét Engilbertsdóttir frá Syðstu-Mörk við Eyjafjöll og Arni Arnason frá Seljalandi i sömu sveit. Þau bjuggu allan sinn búskap að Mið-Mörk. Þau eignuðust mörg börn, af þeim komust fimm til fullorðinsára. Þau voru þessi: Agúst, Guðfinna, Sigurjón, Kristin og Sigurbjörg, sem enn er á lifi. Foreldrar minir voru sin fyrstu búskaparár I sambýli við afa og ömmu i Mið-Mörk. Þau fluttu svo árið 1904 að Efri-Kvihólma i sömu sveit, og bjuggu þar æ siðan meðan bæði lifðu. En faðir minn andaðist árið 1946. Þá var móðir min enn við beztu heilsu og bjó áfram með yngsta bróður minum, Sigurþóri, og aðstoð guös og góðra islendingaþættir manna. A sumrin voru þar góöir ung- lingar, bæöi skyldir og vandalausir og fleiri komu þar við sögu til aðstoðar heimilinu og má þar nefna nágrann- ana, sem alltaf voru tilbúnir aö rétta hjálparhönd, hvenær er meö þurfti og svo er enn. Foreldrar minir eignuðust niu börn, sem öll eru á lifi, svo það var á timabili þröngt i litla bænum. En heilsufar var þar yfirleitt gott alla tið, guði sé lof. Foreldrar minir voru bæði fróðleiksfús og bókhneigð. Og það var siður heima að lesa upphátt. á vetrar- kvöldum. Það gerði faðir minn, en móðir min sat þá við ullarvinnuna og við elztu börnin vorum látin hjálpa til eftir beztu getu. Ég man hvað við hlökkuðum öll til kvöldvakanna, eink- um þegar skemmtileg bók var á döf- inni. Og þá var til siðs alls staðar að lesa húslestra. Móðir min las úr VÍda- linspostillu á sunnudögum, og á hátið- um var lesið og sungið, og á föstunni var lesin hugvekja og passiusálmar. Það geröi móðir min. Það var líka sið- ur heima að syngja i rökkrinu. Þá lærðum við krakkarnir mikið af lögum og ljóðum. Faðir minn hafði fagra söngrödd og mikið yndi af söng. Og þegar hann kom frá útverkunum hóf hann upp sönginn og við tókum undir, þar til að mál þótti að kveikja. Þetta voru okkar unaðsstundir, og undir þessum rökkursöng varö til margur sokkurinn hjá móður minni, þvi aö nota varð hverja stund til að vinna fatnað á allan þennan hóp, og allan fatnað saumaöi móöir min á okkur, jakkaföt á feðgana, hvað þá annað. Og á seinni árum, eftir að um hægðist hjá henni, fékkst hún töluvert við hann- yrðir, svo sem hekl, flos og útsaum. Faðir minn hafði mikið dálæti á hestum og fékkst við tamningu hesta lengi vel, og naut þess af hjartans lyst að spretta úr spori á fráum fáki. Hann hafðiá sinum yngri árum sterka löng- un til að ferðast og skoöa landið, og lét það eftir sér.Hann mun hafa verið 22 ára, þegar hann fór norður Sprengi- sand ásamt nokkrum fleiri, sem allir voru að fara i kaupavinnu norður i Þingeyjarsýslu. H^nn réðist til Jóns bónda að Mýri i Bárðardal, og lét vel af. — 1 sláttulok fór hann aftur sömu leið til baka, en þá einsamall, hvernig sem á þvi stóð, það veit ég ekki, en allt gekk vel. Þjórsá reið hann á Sóleyjar- höfðavaði, og að þvi er mig minnir, sagðist hann hafa verið um 2 sólar- hringa á milli byggöa, rölti áfram næturnar, en hallaði sér á daginn, þegar hlýjast var og batt þá einn hest- inn við sig. Hann kom árla morguns af öræfun- um, þyrstur og ferðlúinn, að Minni-Mástungu i Gnúpverjahreppi og sagðist hann þá hafa orðið morgun- kaffi fegnastur. Ekki lét hann þar við sitja. Hann langaði aö sjá meira af Norðurlandi, og fór aftur næsta vor norður Sprengi- sand, ásamt nokkrum Arnesingum, og réði sig þá hjá Helga bónda á Græna- vatni i Mývatnssveit og likaði vel. Er hann fór aftur heim i sláttulok, þá fór hann um sveitir, og vildi nú kanna nýjar leiðir, sem sé fara Kjalveg suð- ur. Hann fór heim að Mælifellsá til að fá upplýsingar hjá bóndanum þar, Sveini Gunnarssyni, um leiöina suöur en Sveinn var vel kunnugur parna suður á á heiðunum, og veitti hann hinum unga sunnlenzka ferðalangi greið svör og góðan beina, og fýlgdi honum svo að vaðinu á Blöndu, Ferðin gekk vel suöur Kjöl og niður i byggö. Þrátt fyrir að engin væru sæluhús á öræfaleiðum i þá daga, þá naut faöir minn þessara ferðalaga með mikilli 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.