Íslendingaþættir Tímans - 22.08.1973, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 22.08.1973, Blaðsíða 5
heimsfræga leikara þeirra tima, Milton Sills, er þá var að niðurlotum kominn sökum taugabilunar og „stress”. Tókst Haraldi betur en nokkrum lækni að koma honum til heilsu aftur og öðlaðist fyrir það mikla hylli þess fræga manns. Fyrsta starf hans á iþróttasviðinu vestanhafs var kennarastaða við Ny- sted High School i Dannebrog i Ne- braska haustiö 1924. Þar kenndi hann i tvo vetur, en siðan einn vetur við há- skólann i borginni Columbia i Norður- Carolinu. Arið 1929 fer hann að starfa hjá Columbia University og City Coll- ege, miklum skólastofnunum i New York og þar starfaði hann i mörg ár, eða þar til hann hóf þjálfunarstörf og iþróttakennslu hjá herskólum Banda- rikjanna, fyrst að Champlain College i New York-riki, en siðar, eða 1953, við Pennsylvania Military College og þar starfaði hann þar til hann komst á eftirlaunaaldur 1967. Við þennan skóla starfaði hann lengst og naut þar mikils álits, sem sjá má af þvi, að hann var gerður heiðursprófessor, er hann lét af störfum, fyrir mikla og góða þjónustu i þágu skólans. Sjálfur var hann af- burða iþróttamaður á sinum yngri ár- um, eins og áður segir, en hann varð einnig mjög vel fær nuddlæknir og sjókraþjálfari. Var hann þvi mjög fjölhæfur kennari og þjálfari i fjöl- mörgum iþróttagreinum, sem stund- aðar eru vestanhafs og þar að auki dáður af nemendum sinum fyrir hve hann var þeim góður félagi, ráðsnjall og hjálpsamur i hvivetna. 1 kringum 1930, nokkrum áður en Haraldur kvæntist, bjó hann i New York, einn fárra Islendinga þar á þeim árum. Hann, og ýmsir aðrir landar, þeirra á meðal Bjarni Jónsson frá Gröf, sá kunni hagyrðingur, tóku nokkrir saman góða ibúð i stórborg- inni. Þar varð brátt sjálfgerður sama- staöur allra þeirra Islendinga, er til borgarinnar komu. Má segja að þeir, einkum Haraldur og Bjarni væru þá nokkurs konar ræðismenn Islands i borginni. Nutu margir íslendingar, er þangað komu mikillar fyrirgreiðslu og hjálpsemi þéirra félaga á ýmsan hátt, á þeim miklu krepputimum, sem þá voru i Bandarikjunum. Var þvi ekki nema að vonum, er tslendingafélag var stofnað i New York, að Haraldur yrði fyrsti formaður þess. Ég veit, að Haraldur þráði mjög á fyrstu árum sinum vestanhafs, að fá að njóta starfskrafta sinna hér heima, og hann samdi greinargerð um tþróttaskóla Islands að ég held áður en um slikt var farið að ræða hér. Einnig hvatti hann mjög til þess, árin fyrir Al- þingishátiðina, að Vestur-Islendingar íslendingaþættir kæmu sér upp vel þjálfuðum iþrótta- flokki, er sýndi listir sinar á hátiðinni 1930. Varði hann til þess þrem sumr- um fyrir 1930, að æfa og þjálfa iþrótta- fólk i byggðum Vestur-lslendinga i Norður-Dakota og Winnipeg i þessu skyni, en bæði fjárskortur og sam- takaleysi þar vestra varð til þess, að sú ferð var aldrei farin, en i þetta hafði Haraldur lagt mikla vinnu. Kona Haraldar, Hedvig, fædd Christensen, hin ágætasta kona, er af dönskum ættum. Þau hjón hafa búið á ýmsum stöðum i Bandarikjunum, en lengst i Chester, Pennsylvaniu, nálægt skólapum, sem hann kenndi við siðast Þegarhann hætti störfum fluttu þau til Annandale i Virginiu-riki og bjuggu þar, er hann dó. Þau eignuðust þrjú börn, sem öll eru gift og búsett vestra, Major Sven C. Sveinbjörnsson, flug- foringja og dæturnar Guðbjörgu Rósu, Mr. Edward Suiechoski og Iris, Mrs. Merle Morris. Haraldur var tæpur meðalmaður á hæð, iturvaxinn og snarlegur i hreyf- ingum og hraustmenni mikið á yngri árum, en átti við þrálát veikindi að striða siðustu árin. Hann var skapgóð- ur og glaðsinna, og mikill vinur vina sinna, hjálpsamur og úrræðagóður i hvers kyns vanda. Varðþviöllum hlýtt til hans, sem kynntust honum að ráði. Ég kveð gamlan æskufélaga og góð- an vin i þeirri vissu, að honum farnist vel hvar sem leið hans liggur á ókunn- um slóðum. Jónas Thordarson. 70 ára minning Dr. Victor Urbancic Um þessar mundir eru liðin 70 ár frá fæðingu Dr. Victors Urbancic. Hann lézt um aldur fram árið 1958, en haföi þá afkastað miklu og fjölþættu ævi- starfi i þágu islenzkrar tónlistar. Dr. Urbancic kom hingað til lands árið 1938, og gerðist einn ötulasti frum- kvöðuil islenzks tónlistarlifs, sem þá var að slita barnsskónum. Það var mikið happ fyrir Islendinga að fá hing- að slikan mann sem dr. Urbancic. Hann var hámenntaður, haröduglegur og óhræddur við að færast mikið i fang. Dr Urbancic var lika óvenjulega íjölhæfur tónlistarmaður. Hann var afbragðs hljómsveitar- og söngstjóri, prýðilegur pianó- og orgelleikari, ág- ætt tónskáld og mikill kennari. Mörg islenzk tónskáld og tónlistarmenn voru nemendur hans um lengri eða skemmri tima, og nutu góös af mennt- un hans og viðtækri þekkingu, en i öllu þvi sem að tónlist laut var dr. Urbanc- ic lifandi lexikon. Þar að auki var hann einstakt prúðmenni og elskulegur i viðkynningu. Dr. Urbancic var Mið-Evrópumað- ur, mótaður af aldagamalli hámenn- ingu. En hann var fljótur að skilja is- lenzkar aðstæður. Ekkert verk, sem gera þurfti i islenzkum tónlistarmál- um var ómerkilegt i hans augum, enda hlóðust að honum verkefnin. Oll leysti hann þau af hendi með einstakri alúð og samvizkusemi. Mér er i bernsku- minni flutningur á Jóhannesarpassiu Bachs, sem hann stjórnaði. Var verk- ið sungið á islenzku, en dr. Urbancic hafði islenzkað söngtextann. Þá er enn ótalin öll sú hjálp, ráð- leggingar og leiðbeiningar, sem hann lét islenzkum tónskáldum i té. Fyrir hönd Tónskáldafélags Islands vil ég minnast hans með þakklæti. Atli Heimir Sveinsson. 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.