Íslendingaþættir Tímans - 30.08.1973, Síða 2
Sigurður Már Davíðsson
°g
Jórunn R. Elíasdóttir
Ingimar Örn Davíðsson
°g
Sigríður Guðmundsdóttir
Huggunarljóð til syrgjandi óstvina
Þvi fagrar liljur fölna skjótt
og fella blöð að grund,
þá nöpur dauðans dimma nótt
er dapurleikans stund.
En vonir glæðast, vetrarhrið
mun vorsól ylja heit,
og blómin aftur birtast frið
þá bráðnar snær um sveit.
Og ljósin fjögur lifna á ný
á landi eilifðar.
bá blikar sunna björt og hlý
og breiðir geislafar
um himinboga stjörnum stráð,
en storma lægir brátt.
Svo dásamleg er drottins náð
á dýrðarhimni hátt.
En þegar aftur lauf i lund
og leysast vetrarbönd,
þá ástvinir viö endurfund
sjá eilif sólarlönd.
Þar sorg er engin, sæla ein,
en sumarbirtan heið.
Svo blærinn ljúfur bærir grein,
þá blómstrar rós á meiö.
hugsun. Ég held að hún hafi viljað öll-
um vel og greiða götu allra, sem á leið
hennar urðu. Með mikilli prýöi stóð
hún í stöðu sinni, bæði sem móðir og
húsmóðir. Þannig kom hún mér fyrir
sjónir alla tið og ég hygg að það hafi
engin missýning verið. Um hana mátti
vissulega segja með skáldinu, að ,,viö-
ar en i skiklings sölum svanna fas var
prýði glæst, mörg i vorum djúpu döl-
um, drottning hefir bónda fæðzt”.
Þau hjónin eignuðust alls fjögur
börn og eru þau sem hér segir:
Sigrún, átti fyrst þýzkan verkfræð-
ing, Heinrich Dú'rr, og siðar dr. Pál
Isólfsson, organleikara og tónskáld.
Sigurveig, sem gift er Kristni
Guöjónssyni, forstjóra i Reykjavik,
Eyrún, sem gift er Viglundi Guð-
mundssyni, verkstjóra viö fyrirtæki
föður hennar og Karl, sem nú er fram-
kvæmdastjóri viö sama fyrirtæki,
kvæntur Ingibjörgu Skúladóttur.
öll held ég að þessi börn hafi erft i
góðum mæli manngæöi og manndóm
foreldra sinna. bá ólu þau hjónin upp
frá barnæsku Kristinu Þorsteinsdótt-
ur. Giftist hún Birni Kolbeinssyni,
verkstjóra frá Kollafirði, en hann lézt
fyrir nokkrum árum.
Síðustu árin urðu Rannveigu erfiö.
Heilsan var þá þrotin meö öllu og hún
varð aö dveljast á spitala. Mátti þvi
segja, að hún biði sem fleyið bundið
við báruströnd, sem beið eftir lausnar-
ans hljómi. En ég veit, að hún beið
róleg og æðrulaus, þvi að hún var trú-
uð kona, sem vissi á hvern hún trúði og
var fullviss um framhald lifsins á ærði
sviöum. Lausnarorðið barst henni svo
6. þ.m. og fékk hún hægt og friðsælt
andlát, — „eins og léttu laufi lyfti blær
frá hjarni”.
Drottinn blessi hana og leiði i hennar
nýju heimkynnum. Hann gefi öllum
ástvinum hennar huggun góðra og
gleðirikra minninga frá liönum ævi-
dögum.
Blessuð sé minning hennar.
Þorst. B. Gíslason.
frá Steinnesi.
Viö sorgarstund og tregatár
ei tlminn stöðvast má.
Þvi aftur græðast öll vor sár
og einnig þornar brá,
ef guði er treyst, en allt hans orð
er endurlaúsn og náð.
Þá ætiö við hans blessað borö
mun birtast allt vort ráð.
Haraldur Þór Jónsson.
2
Islendingaþættir