Íslendingaþættir Tímans - 30.08.1973, Page 4

Íslendingaþættir Tímans - 30.08.1973, Page 4
Sigríður Einars frá Munaðarnesi 14. október 1893. 10. júli 1973. Sigriöur Einars er látin. Brosið hennar borið inn i aðra veröld, eins og hún sagði sjálf i einu af ljóðum sinum. Langt er siðan hún sat, þrettán ára stúlka, og saumaði fermingarskyrtu bróður sins. Ari siðar saumaði hún sin eigin fermingarföt. Móðirin var fyrir löngu látin. og Sigriður lærði snemma að hjálpa sér sjálf. Hún var næstelzt af sex systkinum. Elzti bróðurinn, Magnús, kom og kvaddi hana fyrir skömmu. Nú er hann sjálfur fársjúkur og skynjar ekki, aö striði systurinnar er lokið. búsins þar til heilsan brást. Nokkur haust var hann sláturhússtjóri við sláturhús útibúsins á Dalvik. Hann rækti þessi störf með prýöi eins og annað, sem honum var falið, var sam- vizkusamur og traustur og þvi gott til hans að leita. Jóhann var kjörinn i hreppsnefnd 1942. A kjörtimabilinu var Svarfaðar- dalshreppi skipt i tvo hreppa og hreppsnefndir kosnar fyrir báða hreppana snemma árs 1946 og vantaði þvi fáa mánuði til að kjörtimi væri úti hjá þeim hreppsnefndarmönnum, er siðast höfðu verið kjörnir. En þó að Jó- hann lyki ekki kjörtimabflinu, býst ég við, að hann hafi fagnað þvi að losna fyrr. Nokkur átök höfðu orðið um hreppsskiptinguna og þá einnig innan sveitarstjórnarinnar. Jóhann var þar á meðal annarra forsvari þeirra, sem skiptinguna vildu, og mun oft hafa þurft að standa í málþófi og rökræðum vegna þess málstaðar, sem hann barö- ist fyrir og þótt róðurinn þungur. Þá má geta þess, að Jóhann var i skólanefnd að minnsta kosti eitt kjör- timabil. Við barnakennslu fékkst hann litillega. Ennfremur sat hann tvö ár i deildarstjórn Svarfdælingadeildar K.E.A. Jóhann frá Jarðbrú var karlmann- lega vaxinn og gervilegur. Hann var einarður og djarflegur og þegar hon- um var mikiö í mun, var stundum sem stæði af honum gustur nokkur. Hann Presturinn, sem fermdi Sigriði, hafði orð á þvi, aö hún ætti að ganga menntaveginn. A þvi voru ekki tök, þótt hvorki skorti hug né hæfileika. Bréf frá henni ungri sýna frábæra rithönd, réttritun og stil. Hún hafði fengið þann hæfileika i vöggugjöf að sjá skáldlegar sýnir og finna þeim búning, hvort heldur var i lausu máli eða bundnu. Hún gaf út fjórar ljóða- bækur, og þegar Karl tsfeld féll frá áöur en hann hafði lokið við þýðingu Kalevala, tók Sigriður við og lauk verkinu án þess aö samskeytin sjáist. Um tvitugt fór Sigriður til Patreks- fjarðar og gerðist skrifari hjá móður- bróður sinum, Guðmundi, sem þar var lét óspart skoðanir sinar i ljós og skeytti ekki um, hvort þær likuðu bet- ur eða verr, en var ávallt reiðubúinn til varnar, ef á þurfti að halda. Tilsvör hans voru oft hárbeitt og markviss. Liklega hefur hann haft dálitið gaman að kappræðum, enda snjall að verja sitt mál. En ætti hann i harðri orða- sennu, gat honum hitnað i hamsi og gerzt sókndjarfur og óvæginn og var þá ekki heiglum hent að standa honum á sporði. Jóhann var ágætur félagi, ræðinn og skemmtilegur. Hann var ljóðelskur og kunni margt visna og kvæðá. Hann hafði góða frásagnargáfu og var glað- vær i sinum hópi. Hann var hjálpsam- ur og greiðvikinn og hvað, sem hann tók að sér, lagði hann sig fram um að ná þeirri beztu lausn, sem fyrir hendi var. Þess vegna átti hann tiltrú fjöld- ans. Lifið var Jóhanni á ýmsa lund harð- leikiö, en veitti honum lika yndislegar gjafir. Og nær er mér að halda að engin beizkja hafi veíið i huga hans. Vist er, að andstreymið sinækkaði hann ekki. Hann stóð óboginn á meðan vitund var. Að lokum langar mig að þakka þér, vinur minn, fyrir samskipti okkar. Þú varst svo oft veitandi og vinátta þin var mikilsverð. Hafðu hjartans þökk fyrir drengskap þinn og heiðarleika. Helgi Simonarson sýslumaöur. Hún var þar nokkur ár og sagöi siðar, að hann heföi kennt sér meira en nokkur annar maður. Einnig fór hún ung til Þýzkalands og varð mjög góö i þýzku. Annars var sama á hverju Sigriður snerti: Skrifstofustörf, forstaða mötuneytis, forstaða sauma- stofu, allt var leyst af hendi með ágætum. Skáldgyðjunni var aöeins þjónað i hjáverkum. En hæfileikar nægja ekki alltaf. Lengst af bjó Sigriður við kröpp kjör. Timarnir voru þannig, að þrátt fyrir hæfileika var erfitt að lifa. Mjög er misjafnt hvernig menn bera slikt. Hjá Sigriði var jafnan ,,höfðinglegt rikidæmi, sem ekki var'' eins og Mál- friður systir hennar sagði um heimili þeirra Karls Isfeld i minningargrein eftir hann. Sigriður var höfðingi, og glöð og beiskjulaus leit hún yfir liðna ævi. Hún var ein af vormönnum Islands, — átti bjartsýni og hugsjónir aldamótakynslóðarinnar og var þeim trú alla tið. Sigriður var Borgfirðingur, dóttir hjónanna Málfriðar Björnsdóttur frá 4 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.