Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 30.08.1973, Qupperneq 7

Íslendingaþættir Tímans - 30.08.1973, Qupperneq 7
Sextugur Agúst Guðmundsson prentari Vinur minn, Agúst Guðmundsson prentari, er oröinn sextugur en hann erfæddur i Vestmannaeyjum 26. ágúst 1913, sonur hjónanna Guðrúnar Kristjánsdóttur og Guömundar Helga- sonar, sem bæði voru ættuð úr Rang- árþingi. Snemma mun Ágúst hafa farið að vinna fyrir sér við ýmiss algeng störf, þ.á.m. við verzlun. Prentnám hóf hann 17 ára i heimabyggð sinni og lauk þvi i prentsmiðjunni Akta i Reykjavik, sem nú er prentsmiðjan Edda. Hélt hann siðan til framhaldsnáms i prentiðn i Kaupmannahöfn, viö „Fagskolen for Boghaandværk.” Að námi loknu kom hann heim og hefir siðan unnið hjá ýmsum prentsmiðjum hér, m.a. prentsmiðjunni Eddu, Hólaprenti og Alþýðuprentsmiðjunni við Vitastig. Kvæntur er Agúst ágætri konu, Hönnu Hannesdóttur og eiga þau einn uppkominn son, Gunnar Svan. 1 Alþýðuprentsmiðjunni vann Agúst samfleytt frá 1959, að einu ári undan- skildu, er hann ásamt fjölskyldu sinni dvaldist i Winnipeg i Kanada og starfaði þar við vestur-islenzka blaðið Lögberg-Heimskringla, en forráða- menn blaðsins höföu sótzt mjög eftir að fá hann vestur i þessu skyni. Aö ári liðnu kom Agúst heim aftur og tók þá við stjórn Alþýðuprentsmiðjunnar við Vitastig, en .að var einmitt i þvi ágæta prentverki, sem Suðurnesjablaöiö FAXI var prentað um tugi ára, og svo vandvirknislega unnið, að frábært þótti. Sem ritstjóri blaðsins, haföi ég allan þennan tima mikið saman að sælda við starfsmenn prent- smiðjunnar, háa sem lága, og voru kynni min af þeim öll með ágætum. Snemma kom það i hlut Ágústs, að hafa umsjón meö setning og frágangi blaðsins og vera min hægri hönd við umbrot þess. Sannast sagna, var það býsna mikið aukaverk, til viöbótar við kennslustörf min, að annast ritstjórn og útgáfu Faxa og er mér nær að halda, að mér hefði ekki tekizt það svona lengi, ef Ágústs hefði ekki notið við. Lipurt handbragð hans, yfirgrips- mikil verkkunnátta og hagsýni, sam- fara ódrepandi áhuga fyrir framgangi blaðsins, einkenndu öll hans vinnu- brögð og gerðu mitt erfiða ritstjóra- hlutverk tiltölulega létt og þægilegt. Allt sem lofað var, stóð eins og stafur á bók, enda gjarna gripið til sunnu- daganna ef þeir virku nægðu ekki til þess að blaðið næði á vit kaupenda sinna reglulega og i tæka tið. Þannig gekk greiðasemi Ágústs og drengileg vinnubrögð oft langt fram úr þvi venjulega, varðandi blaðið Faxa og grunar mig, að fleiri hafi svipaða sögu að segja af viðskiptum sinum við Ágúst Guðmundsson. Auðvitað kunni ég vel að meta þessa mannkosti. enda urðum við Ágúst snemma góðir vinir i gegn um þetta nána samstarf. Kynnin jukust þó til stórra muna, er þessi ágætu hjón skutu skjólshúsi yfir son okkar, sem um þessar mundir var við nám hér i Reykjavik. Atti hann þar um skeið sitt annað heimili og naut hins bezta atlætis, eins og væri hann þeirra eigin sonur. Fyrir þetta og svo margt annað elskulegt, er okkur hjón- unum ljúft að þakka, um leið og við sendum afmælisbarninu okkar inni- legustu árnaðaróskir. Hallgrimur Th. Björnsson. hvern hlut, er samgróin Halldóri, það varð að tryggja sig gegn skyndilegum skakkaföllum, sem ekki gerðu boö á undan sér. Hvernig var bezt að drýgja tekjurn- ar? Jú, það var hægt aö taka sig til og rækta kartöflur og annað grænmeti sér til nytjunar og ánægju. Þessi ræktun Halldórs hefur verið og er mikil búbót, og hefur hann unnið að henni af mikilli natni og hirðusemi. Halldór er sérlega vinafastur og greiðvikinn. Heimili hans stóð alltaf opið fyrir gestum og gangandi, og nutu menn þar góös beina, enda þótt efnin hafi ekki ávallt verið mikil. Eru marg- ir. sem eiga heimili hans mikiö aö islendingaþættir þakka i þvi efni. E r honum það mikið gleðiefni að geta rétt öðrum hjálpar- hönd. Jafnaðarstefnan hefur átt sterk Itök i Halldöri, samhjálp, samvinna og sáttfýsi hafa einkennt æviferil hans. Skoðanir hans á mönnum og málefn- um hafa markazt af þessum grund- vallarlifsviðhorfum hans. Halldór giftist 13. október 1923 Kristólinu Þorleifsdóttur frá Þverlæk i Holtum. Var hún manni sinum sam- stillt i lifsbaráttunni, iðin og verklagin. Þeim varð fimm barna auðið. Kristó- Hna lézt 21. marz 1963. Halldór hefur áþreifanlega ánægju af þvi að gleöjast meö vinum sinum, og verða margir til að heimsækja hann á heimili dóttur hans að Barðavogi 19, Reykjavik, á af- mælisdaginn til að óska honum til hamingju og samgleðjast honum. Með þessum orðum þökkum við Halldóri fyrir góð kynni og vinsemd alla, um leiðog við biðjum honum og fjölskyldu hans blessunar Guðs á komandi tim- um. Að lokum tilfærum við hér heilla- óskir með erindi Jóns Magnússonar, skálds og beykis, sem hann orti til Halldórs vinar sins beykis: Þó að skefli og skyggi i ál, skarki brim á grjóti, berðu heila hönd og sál hverjum stormi á móti. P.&S. 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.